Þjóðviljinn - 26.10.1974, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 26.10.1974, Blaðsíða 13
Laugardagur 26. október. 1974 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 ýtti Verkfallið við ríkinu Verkfall framhalds- skólakennara á Reykja- vikursvæðinu virðist hafa borið árangur. Kennarar hafa fengið leiðréttingu á kjörum sinum til móts við samn- ing þann sem ríkið gerði i fyrravor við háskóla- menntaða kennara. Kennarar i framhaldsskólum, þeir sem standa utan við samtök háskólamenntaðra kennara, kröfðust þess að kennsluskylda allra kennara á framhaldsskóla- stigi væri hin sama, og einnig vildu þeir fá heimavinnu sina reiknaða á jafnhátt verð og há- skólamenntaðir kennarar fá. Eftir eins dags verkfall kennar- anna, sem embættismenn i ráðu- neytum kölluðu ólöglegt, var samið um hækkaðar greiðslur fyrir eftirvinnu og heimavinnu, en hinsvegar náðist ekki fram krafan um jafnlanga kennslu- skyldu allra kennara við fram- haldsskóla. —GG Tillit tekið til verð- breytingaí baustlánum Þjóðviljinn greindi frá þvi i fyrri viku að menntamáiaráðu- neytið hefði tilkynnt Lánasjóði Is- lenskra námsmanna að honum bæri ekki að taka tillit til verð- lagsbreytinga sem orðið hafa á þessu ári við úthlutun haustlána til námsmanna hérlendis. Nú virðist ráðuneytið hafa dregið i land með þetta en það hefði þýtt um 40% kjaraskerðingu hjá námsmönnum. Ráðuneytið sendi frá sér fréttatilkynningu á miðvikudag- inn þar sem segir ma.: „...lánin munu verða veitt á sama grund- velli og áður og fullt tillit tekið til gengis- og verðlagsbreytinga.” Vegna þessa máls hefur Kjara- baráttunefnd námsmanna sent frá sér svofellda yfirlýsingu: „Þar sem fréttatilkynning sú frá menntamálaráðuneytinu, sem lesin var i kvöldfréttum Hljóðvarps þ. 23. þ.m. gæti komið þeirri hugmynd inn hjá náms- mönnum og öðrum, að túlkun kjarabaráttunefndar á stefnu rikisstjórnarinnar i lánamálum Ráðstefna Framhald af bls. 9. Aætlanagerð til að stuðla að byggðajafnvægi. Vandamál ungs fólks, sem flytur i þéttbýli. Or- sakir fyrir búferlaflutningum fólks frá einum landshluta til annars. Kerfisbundin upplýsinga- söfnun i þeim tilgangi og mæta þörfum ibúanna i félagslegum og menningarlegum efnum,atvinnu- lif og auðsöfnun. Þátttakendum var boðið i eins dags ferðalag um sýsluna, sem borgin Vasa er i og voru heimili fyrir aldraða og skólar skoðaðir. Nýskipan um sveitarstjórn átti sér stað i þessu héraði árið 1972, þegar 6 hreppar sameinuðust i eitt sveitarfélag. Að lokum má geta þess, að fyr- irhugað er að halda næstu ráð- stefnu norrænna félagsráðgjafa i Reykjavik i júni 1975. Undirbún- ingur er þegar hafinn af hálfu Stéttarfélags islenskra félagsráð- gjafa og samnorrænu nefndinni. Væntanlega verður aðalmál ráð- stefnunnar hlutverk félagsráð- gjafa i fyrirbyggjandi starfi. Yeturinn Framhald af bls. 1. en spár sem byggðar eru á þvi hvernig veðrið var þennan eða þennan daginn. Á sliku hef ég alls enga trú og kalla klára vitleysu. — Hefur þú þá ekki trú á þvi að villt dýr finni á sér veðurfar fram i timann eins og menn hafa trú á að rjúpan segi fyrir um harðan eða mildan vetur? — Ég get svona álika vel trúað þvi og að guð sé til, ég vil hvorugt fortaka án sannana. Maður á ekk- ert að vera að fullyrða um það sem maður getur ekki sannað. Hinsvegar hygg ég að það sé erf- itt að afsanna þetta. — Eru ekki gerðar langtima- spár sem geta eitthvað sagt fyrir um komandi vetur? námsmanna hafi byggst á rang- túlkun eða röngum 'upplýsingum, vill nefndin taka eftirfarandi fram.: 1. í bréfi frá 16. þ.m. gaf menntamálaráðuneytið stjórn LIN skýr fyrirmæli um að taka ekki tillit til verðiagshækkana við úthlutun haustlána til náms- manna. 2. 1 gærkvöldi (23/10) barst stjórn LIN annað bréf frá ráð- herra, þar sem henni er tilkynnt, að fallist hafi verið á, að tekið verði tillit til verðlagshækkana við úthlutun nefndra lána. Það er þvi ljóst, að sá þáttur kjarabaráttu námsm.anna, sem beinst hefur að þessu atriði lána- málanna, hefur átt fullan rétt á sér og leitt til þess, að ráðamenn mennta- og fjármála hafa nú séð LISSABON 25/10 — Otelo Saraviva de Carvelho, foringi — Nei, ekki sem neitt mark er takandi á, það er kannski svona fyrir mánuð i einu, það væri það allra lengsta sem spáð væri með einhverri vissu. En ég vil taka fram að þótt maður sjái þess ekki merki á þeim gögnum sem maður hefur I höndunum að um harðan vetur verði að ræða ættu menn á- vallt að vera viðbúnir þvi versta, það góða skaðar ekki, sagði Páll að lokum. —S.dór Þannig Framhald af 5. siðu. málum okkar. Kæmi mér lika ekki á óvart þótt treglega gengi að manna þessa báta að vori og er ég ekki einn um að hafa áhyggjur af þvi, þar sem útgerðarmenn sumir hafa lika komið auga á þessa hættu. Að siðustú vil ég geta um einn hlut hjá okkur þessum úti- legumönnum samfélagsins þar sem þjónusta hins opinbera er i lágmarki, „Gjaldeyrismálin”. Þegar sjómaður fer til sildveiða I Norðursjó getur hann fengið gjaldeyri I banka heima fyrir kr. 12000. Það skiptir ekki máli þó að hann sé sex mánuði úti, — meira fæst ekki. Frá útgerðinni fær sjó- maðurinn svo 600 kr. danskar á mánuði. Hins vegar ef einhver landinn fer út að skemmta sér t.d. sem eitt eintakiö af hinum stórkost- lega útflutningi ferðaskrifstofa islenskra á „Mörlandanum” til sólarlanda, getur hann fengið 20- 30þús. kr. og veit ég ekki til þess að nokkur takmörk séu á þvi hversu hver einstaklingur má fara oft til útlanda á ári. Farmenn fá hins vegar 30% af launum sinum i gjaldeyri og geta fengið önnur 30% i banka. A þennan veg er öll þjónusta við þá menn, sem fórna besta timanum úr árinu til að afla gjaldeyris fyrir þennan veltandi þjóðarbúskap. Guðmundur Wium I. stýrim. m/b Keflviking KE 100 að sér og fallist á sjálfsagðar rétt- lætiskröfur námsmanna i þessu efni. Hins vegar vill nefndin, að fram komi, að mikið vantar enn á, að lánamál námsmanna séu þar með afgreidd á viðunandi hátt. Aðkallandi erorðið að gera breyt- ingar á framfærslugrundvelli námsmanna i samræmi við nið- urstöður kostnaðarkönnunar þeirrar, er gerð var á siðastliðnu ári á vegum Lánasjóðsins. Þá hafa stjórnvöld ekki enn ljáð máls á hækkun fjárframlags til Lánasjóðsins vegna' breyttra út- hlutunarreglna og hækkunar hlutfalls námslána af umfram- fjárþörf námsmanna. Hljóta þvi námsmenn að miða áframhald- andi kjarabaráttu sina við það, að fá þessum atriðum framgengt.” þeirra vinstri sinnuðu her- foringjasamtaka er nú hafa tögl og hagldir i Portúgal, komast svo að orði I dag að herinn ihundi grípa fram I stjórnmálin aftur ef stjórninni, sem kæmi til valda eftir kosningarnar i mars n.k., mistækist að fullnægja kröfum þjóðarinnar, eins og herforinginn orðaði það. Hann endurtók einnig að herforingjarnir mundu draga sig út úr stjórnmálum eftir þing- kosningarnar. Carvelho sagði að herinn vildi „ekkert einræði, hvorki auðvaldseinræði, eins og rikti fyr- ir valdatöku herforingjanna, og ekki heldur einræði öreiganna eða hersins, en þvi hefði okkur verið i lófa lagið að koma á fót eftir stjórnarbyltinguna.” Carvelho viðhafði þessi orð i ræðu, sem hann hélt yfir bandariskum kaupsýslumönnum i Bandariska klúbbnum i Lissabon, og þykir liklegt að hann hafi með þeim viljað róa taugar bandariskra ráðamanna, sem hafa sárar áhyggjur út af þróun Portúgals til vinstri. Carvelho, sem er þrjátiu og sjö ára að aldri, er talinn einn mesti valdamaður landsins. Auk þess að vera einn helsti áhrifamaður innan hreyfingar vinstriherforingja er hann yfir- maður hersins i höfuðborginni og ræður sérstöku öryggisliði hers- ins, sem kallað er Copcon. Carvelho hefur lýst sjálfum sér sem sósialdemókrata. Reuter. Breyting á sjónvarps- dagskrá 20.50 Milli steins og sieggju. Þáttur um Jóhannes úr Kötlum og verk hans. Matthias Johannessen ræðir við skáldið, og Guðrún Guðlaugsdóttir og Jens Þórisson lesa úr verkum hans. (Frumsýnd 8. júni 1969). Tökum til okkar ráða aftur ef þjóðkjörin stjórn bregst Jónas opnar sýningu Jónas Guðmundsson, rithöf- undur og listmálari opnar á föstu- daginn máiverkasýningu að Hamragörðum i Reykjavik. Jónas hefur haidið fjölda mál- verkasýninga og hefur tekið þátt i samsýningum. Siðast sýndi hann i Reykjavik, árið 1971. Á sýningunni að Hamragörðum verða 44 verk, aðallega vatnslita- myndir, en 8 oliumálverk eru á sýningunni. Myndirnar eru málaðar á sið- ustu tveim árum og nokkur verk- anna voru á sýningu i Danmörku nú fyrir skömmu, ennfremur nýrri verk máluð suður i Mun- chen á liðnu sumri, en Jónas dvaldi þar um skeið i boði hins kunna þýska málara Rudolf Weissauer, sem haldið hefur nokkrar sýningar á Islandi. Málverkasýningin i Hamra- görðum stendur i 10 daga eða frá 25. október -3. nóvember að báð- um dögum meðtöldum og er opið frá kl. 14.00—22.00 daglega, nema mánudag, þriðjudag og miðviku- dag, en þá lýkur sýningunni klukkan 20.00. Sýrlendingar vara við Kissinger Harðar deilur Jórdana og PLO RABAT 24/10 — Arabfskir ráða- menn reyna nú allt hvað þeir geta til þess að koma á sáttum með Jórdaniu og baráttusamtökum palestinumanna , viðvikjandi framtið vesturbakkahéraðanna i Palestinu. Er lögð áhersla á að ná þessu samkomuiagi áður en sjöunda alarabiska ráðamanna- ráðstefnan hefst i Rabat, höfuð- borg Marokkó, á sunnudag. I morgun lagði fulltrúi PLO, baráttusamtaka palestinumanna, fram kröfu þess efnis að PLO fengi full yfirráð fyrir vestur- bakkanum, undireins og þetta svæöi næðist úr höndum israelsmanna, en Hússein neitar þeirri kröfu þverlega og vill sameina svæðið riki sinu að nýju. Benda jórdanir á það máli sinu til stuðnings að israelsmenn muni fremur vilja láta þeim eftir svæðið en PLO, sem þeir þver- neiti að setjast að samningum með. Bæði egyptar og sýrlendingar vilja að utanrikis- ráðherrar Arabarikjanna leysi þessa þrætu fyrir sunnudaginn, en jórdanir telja að æðstu ráða- menn rikjanna verið sjálfir að fjalla um málið. Kaddan, utanrikisráðherra Sýrlands, varaði Arabarikin i dag við þeim tilraunum Bandarikj- anna að reyna að sundra Araba- rikjunum i afstöðunni til Israels. Talið er að sýrlendingar hafi Kissinger grunaðan um að leggja fyrst og fremst áhuga á að koma á frambúðarsamkomulagi með israelsmönnum og egyptum, i þeirri von að egyptar missi þá áhugann fyrir kröfum sýr- lendinga og palestinumanna. — Litt eða ekki mun hafa þokast i átt til samkomulags með PLO og fulltrúum jórdaniukóngs i dag. KÓPAVOGUR! Blaðberar óskast i Hvammana og viðar. JJpplýsingar i sima 42073 DJOÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.