Þjóðviljinn - 09.04.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.04.1975, Blaðsíða 3
MiOvikudagur 9. april 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Yonandi sést fram á bata sagði Jón Sigurðsson hagrannsóknarstjóri Þrátt fyrir tækniþróun veröur stundum happadrýgst aö grlpa til þess sem hendi er næst: Hér er slökkviliöiö i óöaönn aö slökkva i sinu I Kringlumýrinni meö þvi aö berja eldinn niöur meö tuskum. — myndina tók AK I gær. Hafna sáttatillögum Jón Sigurösson hagrannsóknar- stjóri hefur oftlega veriö til- kvaddur sem oddamaöur i Verö- lagsráö, og átti hann aöild aö flestum veröákvöröunum sem nú eru i gildi. Viö spuröum Jón aö þvi hvort hann vildi ekki segja eitthvaö um þann viöskiptamáta fiskkaupenda i Grindavik aö kaupa fisk á einu meöalveröi. Hann sagöi aö þaö heföi veriö ijóst, þegar veröákvöröun var tekin, aö afkoma saltfiskverk- unarinnar var æöi mikiö betri en frystingarinnar og þær sölur sem náöst hafa upp á siökastiö ekki reynst siöri en reiknaö var meö. — En nú eru frystihúsin i Grindavik einnig meö I því að kaupa fiskinn á þennan hátt. — Er það þá ekki bara lögmál samkeppninnar á staðnum? Til þess aö halda bátunum, eins og það heitir. Það væri vonandi að þeir sæju fram á bata i freðfisk- veröinu, en það hefur ekkert komið fram um það enn, þó von- ast sé til þess með haustinu. — Hvaðan fáið þið upplýsingar þegar þið eruð að meta stööu ein- stakra atvinnugreina og upplýs- ingar um markaðsverð á fram- leiðsluvörum? — Markaðsverðsupplýsingarn- ar eru vlða að. Þær eru fyrst og fremst frá útflytjendunum sjálf- um, eins og þær koma fram I út- flutningsskýrslunum og umsókn- um þeirra um útflutningsleyfi, sem eru yfirleitt nokkrum mán- uöum á undan viðskiptunum. Þá fylgjumst við að sjálfsögðu með erlendum heimildum um sama efni. Síðan reynum við að ráða i framtiðina á grundvelli almennr- ar vitneskju um hvað framundan er um þróun matvælaverðs I þeim löndum, sem við eigum mest und- ir. Það er rétt að það komi fram, að I nokkuð mörg ár hafa saltfisk- framleiöendur jafnan selt fram- leiösluna eftir að samið hefur veriö um fiskverð. — Ef það er reyndin að það sé borgað 10% hærra verð fyrir fisk- inn en ykkur tekst að reikna út að hægt sé aö borga, hvers virði er þá allur útreikningurinn og margra mánaða samningaþóf? — Þetta vekur að sjálfsögðu upp spurningar af þessu tagi. Hins vegar held ég að I mjög mörgum tilvikum I þessu máli sé um að ræða verð innan fyrirtæk- Framhald á bls. 10 TEL AVIV 8/4 — Israelska blaðið Harets skrifar i dag að Bandarik- in hafi hafnað nýjum tillögum tsraels, sem höfðu það markmið að teknar yrðu aftur upp viðræður við egypta um afhendingu lands- svæðis á Sinal. Var til þess ætlast af hálfu tsraels að Bandaríkin gerðu nýja tilraun til að koma á samningum. Tillögur tsraels gengu út á að Israel skilaði allstóru landssvæði á móti enn meiri eftirgjöf á stjórnmálasviðinu en Israels- menn höfðu áðurkrafist. Kissing- er, sem er vlst búinn að fá sig full- saddan á samningaþrúkki fyrir Miðjarðarhafsbotni I bráðina, hafnaði tillögunum, að sögn eftir að hafa borið þær undir egypsku stjórnina. HÖRKU- DEILUR PARtS 8/4 — Hávaðadeilur gusu upp i gær á orkumála- ráðstefnunni i Parls. Er deilu- efniö ráöherraráöstefnan um orkumál, sem halda á siöar i sumar. Kapitalisku iönaöar- rikin ieggja mikla áherslu á aö einungis veröi rædd orkumál á ráöstefnunni, en ollufram- leiöslurikin og þróunarrikin eru sammála um aö vanda- málin varðandi öll hráefni veröi einnig tekin fyrir. Bandaríkin beita sér sér- staklega kappsamlega gegn þvi að hráefnamálin veröi tek- in fyrir I heild, og kemur þar efalaust til ótti þeirra við að þróunarlönd kunni að fara að hafa vaxandi samráö sin á milli um verðhækkanir á hrá- efnum. Það var Alsir, sem kom fram með tillöguna um að hráefnamálin I heild yröu tekin fyrir á ráðstefnunni, en Alsír hefur sem kunnugt er lengstum gengið fram fyrir skjöldu fyrir hönd olíufram- leiðslurlkjanna I orkumálun- um. Einnig er um það deilt, hve mörg riki eigi að fá aðild að ráðherraráðstefnunni. Kapltalisku iðnrikin vilja að þátttökurlkin verði eins fá og mögulegt er,þvi að meö því móti sjá þau meiri möguleika á að láta ráðstefnuna ganga sér I vil. En fulltrúi Alslr á ráðstefnunni, Ait-Challal, stakk upp á þvl i dag að þró- unarlöndin, sem aðild eiga aö Sameinuðu þjóðunum (þau eru 77), skyldu útnefna full- trúa, svo að gengið er út frá þvl aö þátttökurikin verði mörg. Meðal rikja, sem sótt hafa um aðild að ráðherraráö- stefnunni, eru Kanada og Nor- egur. Skref afturábak segir framkvœmdastjóri SH um aflagn- ingu gœðamats á fiski Þjóðviljinn spuröi Eyjólf isfeld Eyjólfsson, framkvæmdastjóra Sölumiöstöövar hraöfrystihús- anna, hvernig honum þætti sá háttur grindviskra fiskikaup- manna, aö kaupa fiskinn á jafn- aðarverði upp úr bát, en láta ekki gæöameta hann. Eyjólfur sagöi þaö vera skref afturábak aö hætta gæöamatinu, en sagði að stæröarmat á neta- fiski væri ekki eins mikiö atriöi, þar sem meginhluti netafisks væri stórfiskur. Eyjólfur benti á, að þegar kom- iö væri með að landi 5 nátta fisk til dæmis, sem þó er undantekn- ing.eöa þá þriggjanátta fisk, sem ekki er óalgengt, hlyti það að vera mjög slæmt að gæðamat falli nið- ur. Blaðið spurði Eyjólf að þvi hvort SH ætlaði að gera eitthvað I þessu máli, en hann sagði að SH hefði yfirleitt ekki skipt sér af svona málum. Verðlagsráð á- kveður verðið miðað við sérstaka flokkun, bæöi stærðarflokkun og gæðamat, og sérstakt gjald er tekið af útflutningnum til þess að standa straum af matinu, og til þess er ætlast að ferskfiskmatið gæðameti afla bátanna. Siðan er að vlsu heimilt frjálst samkomu- lag á milli seljenda og kaupenda fyrir ofan það verð, sem Verð- lagsráð ákveður. Þá spurði blaöamaður Eyjólf hvort honum kæmi ekki á óvart að fiskkaupendur, og þá með taldir frystihúsamenn, gætu greitt 10% hærra verö fyrir fisk- inn en það verð, sem Verðlagsráð ákvað I vetur. — Ég tel að frystihúsin geti ekki greitt slikt verð og ég veit ekki til að þau hafi gert það ennþá. Hins vegar er það vitaö, að saltfisk- verð er mjög gott, og það virðist vera að saltfiskverkunin þoli aö greiða þetta verö, annárs mundu þeir ekki gera það. — Nú er frystihús lika i Grinda- vlk, og þar syðra var okkur sagt I gær, að allir fiskkaupendur þar greiddu þetta meðalverð án tillits til gæða aflans. — Ég hef ekki haft beint sam- band viö þá og þori ekki að fara með það. En frystihúsin hafa enga peninga I raun til þess að borga þetta. Hins vegar eru þau sett I klemmu ef aðrir fiskverk- endur bjóða svona verð. Hvað eiga þau að gera? —úþ Engin breyt- ing á gæðum Segir einn framkvœmdastjóri frystihúss sem hœtt er að láta gœðameta fiskinn — Það hefur engin breyting oröiöá gæðum þess fisks, sem við fáum þótt greitt sé meðalverð fyrir fiskinn en ekki eftir gæða- mati, sagði Jón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hraðfrysti- húss Þórkötlustaða i Grindavik, en það hús greiðir meðalverð fyr- ir allan fisk upp úr bát, 30 krónur fyrir kilóið, burt séð frá þvl hvort um er að ræða stóran fisk eða smáan, nýjan eða morkinn. Þegar við spurðum Jón að þvi hvaða áhrif þetta hefði á rekstur frystihúss hans, sagði hann að þeir keyptu engan fisk nema af sinum eigin bátum. — Svo sparast mikið við þetta, sagði Jón. — Það verður minni bilakeyrsla þegar ekki þarf að fara með fiskinn i mat. Svo fáum Framhald á 11. siðu. Er gólfkuldi á neðstu hæðinni? Má spara hita- kostnað með nýrri einangrun? Þér fáiö svar viö hinum ýmsu spurningum varðandi einangrunarvandamál hjá sér- fræðingum Superfos Glasuld a/s, sem taka á móti gestum á sýningunni hjá Arkitekta- þjónustu A.Í., Grensásvegi 11, Reykjavík: OPIÐ HÚS MIÐVIKUDAGINN 9. APRÍL og FIMMTUDAGINN 10. APRÍL KL. 13-15 /M M Superfos Glasuld Nalhan & Olsen hf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.