Þjóðviljinn - 06.01.1976, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 6. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Vafasamt vítakast færði
sovétmönnum jafntefli
frábær vörn og
markvarsla hjá
íslenska liðinu
sem átti þarna
einn sinn besta
leik um árabil
Það fer vart á milli mála, að is-
ienska landsliðið i handknattleik
náði einum sinum besta leik um
árabil i fyrri leiknum við sovét-
menn sl. laugardag, þegar sovét-
menn máttu þakka fyrir jafnteflið
13:13 en það var þeim fært með i
hæsta máta vafasömu vitakasti á
siðustu sekúndum leiksins, af
annars frábærum dómurum
leiksins, Hjuler og Knudsen frá
Panmörku. Aðdragandi þess
vítakasts var sá að ólafi Einars-
syni var hreinlega haldið af ein-
um sovétmanninum er hann
hugðist reyna stöðva þann leik-
mann sovéska liðsins er var að
brjótast i gegnum vörn ísl. liðs-
ins. ólafur náði að rifa sig lausan
en kipptist til og rakst harkalega
á þann sem braust i gegn. Og
fyrir þetta var dæmt vitakast á
isl. liðið i stað þess að dæma
aukakast á sovétmenn og úr
þessu vitakasti, dæmdu 30 sek.
fyrir leikslok, náðu sovétmenn að
jafna, 13:13, eftir að isl. liðið hafði
haft yfirhöndina svo til allan leik-
inn.
bað var sorglegt að þessi mis-
tök hinna annars ágætu dómara
skyldu verða til þess að sovéskir
náðu óverðskulduðu jafntefli.
Eins og áður segir var þessi
leikur einn sá besti sem isl. lands-
liðið hefur náð um árabil, einkum
var varnarleikurinn og mark-
varslan frábær. Liðið tók það til
bragðs að láta einn mann leika
mjög framarlega i vörninni til
þess að stöðva ieikkerfi sovét-
manna i fæðingu og var þessu
einkum stefnt gegn þeim leik-
reynda stjórnanda liðsins Klimov
(7) sem er 35 ára gamall og hefur
leikið 123 leiki fyrir Sovétrikin.
■
Stefán Gunnarsson sloppinn inn fyrir fjóra rússneska varnarmcnn. Mynd: gsp
Þetta tókst fullkomlega. Sovéska
liðið leikur nefnilega of kerfis-
bundið og sé lykilmaðurinn tekinn
úr umferð fer allt úr skorðum hjá
þvi.
Þar ofan á bættist að Bjarni
Jónsson var nú loks tekinn inn i
landsliðið og hann átti hreint stór-
kostlegan leik i vörninni og lokaði
Framhald á bls. 10.
Síöari landsleikur Ísland-Sovétríkin 15:19
Úthaldið brást hjá
Þetta er framtíðar-
kjarni landsliðsins
sagði Viðar Símonars. landsliðsþjálfari
— Ég held að það orki ekki tvi-
mælis aö þeir menii sem léku
þessa tvo landsleiki auk þeirra
Björgvins Björgvinssonar, Axels
og Gunnars Einarssonar verði sá
kjarni sem bera mun landsliðið
uppi i nánustu framtið; mér finnst
ég hafa þarna fundið okkar sterk-
asta hóp, sagði Viðar Simonarson
eftir slðari leikinn við sovétmenn
á sunnudagskvöldið.
— Nú er ÓL draumur islenska
liðsins búinn, cða svo má segja.
Viðar, livað er þá næsta verkefni
landsliðsins sem stefnt verður
að?
— Það cr undankeppni heims-
meistarakeppninnar sem hefst
næsta vetur og það er einmitt með
hana i liuga scm ég tala um
þennan hóp sem Iramtiðarkjarna
landsliðsins.
— Þú ert auðvitað ánægður
með fyrri leikinn en livað viltu
segja um þann siðari?
— Ég tel að úthaldið hafi
brugðist, það er of stuttur timi
liðinii frá jólasteikinni til þess að
leikmenn þoli tvo svona erfiða
leiki i röð, auk þess sem hæpið er
að liðið náði tveimur toppleikjum
i röð, en ég tel að það hafi náð
toppleik i fyrri lciknum.
— Ilvernig verður með lands-
liðsæfingar fram að siðari leikn-
um við lúxembúrgara og júgó-
slava?
— Nú fer islandsmótið af stað
af fullum krafti frain i lok febrúar
og ég á ekki von á þvi að við get-
um æftneitlað ráði þann linta; þó
verður það reynt cf mögulegt er,
en þegar mótið cr búið verður
byrjað af fullunt krafti að undir-
búa liðið fyrir þessa tvo leiki.
— Viltu gera samanburð á so-
véska liðinu og þvi júgósla vneska
sem var hér um daginn?
— Mér finnst sovéska liðið heil-
steyptara sem lið.cn það leikur of
kerfisbundið, þannig að það þarf
svo litið út af að bera til þess að
allt fari úr sambandi hjá þvi.
Júgóslavarnir áttu auðveldara
nteð að leika ókerfisbundið er
kerfi þeirra voru stöðvuð; þetta
lield ég aðsé aðalmunurinn.
—S.dór
íslenska liðinu
og sovétmenn sigldu framúr á lokamínútum leiksins
Tveir erfiðir landsleikir á
tveimur dögum var greinilcga of
mikið fyrir islcnsku landsliðs-
mennina svona rétt ofan i jóla-
steikina og úthaldið brást þeim i
siðari landsleiknum við sovét-
menn. En meðan úthaldið entist
hafði islenska liöið frumkvæðið i
leiknum en á lokaminútunum var
liðið sprungið og sovéska liðið
sigldi framúr og tryggði sér sig-
urinn 19:15.
Þar ofan á bættist að Bjarni
Jónsson meiddist i fyrri leiknum
og gat ekki leikið meö i þeim sið-
ari og skarð hans i vörninni var of
stórt til þess að það yrði fyllt, og
var þetta þeim mun ergilegra þar
sem Jón Hjaltalin kom nú inn i
liðið og breytti sóknarleik þess
mjög til hins betra með þrumu-
skotum sinum og harðfylgi.
íslenska liðið hafði yfirhöndina
allan fyrri hálfleik og hafði eitt
mark yfir i leikhléi 9:8. Og fram-
an af þeim siðari hélt það i við so-
vétmennina en eftir að staðan var
orðin 10:10 virtist sem úthald
leikmaúna væri þrotið og so-
véska liðið sigldi framúr hægt og
bitandi, náði 3ja marka forystu
Framhald á io. siðu.
Tek landsliðið
fram yfir Lugi
sagði Jón Hjaltalín, sem gefur
kost á sér í landsliðið
— I\lér hefur alltaf þótt það
inikill heiður að fá að leika
fyrir islands hönd og þess
vegna gef ég kost á mér i
landsliöiö ef þess verður farið
á leit við mig og ég tek lands-
leik hiklaust frain yfir leik
með ininu félagi I.ugi, sagöi
Jón Hjaltalin aðspurður eftir
leikina við sovétmenn.
— Það eina sem ga'ti staðið
i vcginum fvrir þvi að ég gæti
verið meö er atvinna min, og
ég þyrfti að athuga það mál
verði ég valinn i landslið i
framtiðin ni.
— Hvað viltu segja um
þessa tvo l^indsleiki?
— Sovéska liðið er nijög
sierkt og jafntefli við þá er
frábær árangur og ekkert til
að skammast sin fyrir að tapa
fyrir þessu liði með 1 mörkum.
Annars var það aðeins liinn
slæmi lokakafli hjá okkur sem
varð þess valdandi að við töp-
uðuin leiknum.
— Ertu nokkuð aö flvtjast
heim til islands?
— Ekki á þessu ári alla
vega, en ég veit ekki hvað ég
myndi gera, ef mér bvöist hér
góðatvinna. —S.dór