Þjóðviljinn - 06.01.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.01.1976, Blaðsíða 12
mmu/m Þriðjudagur 6. janúar 1976. Vildu komast til Japan og rændu flugvél Manila 5/1 reuter — Tveir bræftur frá Fillippseyjum rændu flugvél frá japanska flugfélaginu JAL á flugvellinum i Manila og héldu rúmlega 200 larþegum og áhöfn i gíslingu i rúma tiu tima. Flugvélin var i þann veginn að hefja sig til ílugs á leið til Osaka i Japan þegar bræðurnir tveir, vopnaðir skammbyssum og sprengiefni, létu til skarar skriða. Þeir gerðu engar kröfur aðrar i fyrstu en að vélin tæki sig á lof t og flygi með þá til Japan. Virtist það vera eina markmið þeirra með ráninu. Eftir tiu klukkustunda þóf slepptu þeir öllum gislunum og tveir japanskir embættismenn fóru um borð til viðræðna við þá. Gerðu þeir þá þær kröfur að eng- ar ljósmyndir myndu birtast af þeim i blöðum og að ekki yrði sagt til nafna þeirra. Urðu samninga- menn við þessum kröfum og leystist þá deilan. N orður-írland Mikið tjón í óveðri A.m.k. 45 manns fórust í veðurofsa í Norðvestur- Evrópu um helgina London 5/1 reuter — Mikið óveður geisaði i Norðvestur-Evrópu um helgina og kostaði amk. 45 manns lifið. Vindhraði komst allt upp i 200 km á klukku- stund og þessi mikli vindur rótaði upp heil- um flóðbylgjum sem viða gengu á land og ollu rniklu tjóni. Veðrið var viðast hvar gengið niður i dag, mánudag, en þó urðu þúsundir vestur-þjóðverja að flýja heimili sin á norður- strönd landsíns vegna flóðbylgju sem gekk á land. Þar höfðu sjóar þegar brotið skörð i varnargarða og skapaðist þvi mikil hætta af flóðinu. Hermenn og björgunarmenn unnu baki brotnu að þvi að styrkja garðana og stjórnin i Bonn gaf út yfirlýsingu um að 1.8 Hér er verið að styrkja varnargarð meðfram vegi sem liggur á eiði milli eyjarinnar Römö og lands. Eyjan Römöer skammt sunnan við Esbjerg. Hún einangraðist algerlega um tima i óveðrinu, og ráðhús- ið hrundi eins og spilaborg. miljarðar marka yrðu lagðir i að styrkja varnargarða á 400 km strandlengju i Norður-Þýskalandi. Myndi verkið taka átta ár. Einna mest varð tjónið i Eng- landi, Danmörku og Vest- ur-Þýskalandi en fregnir höfðu borist um skaða af völdum veðurofsans frá Hollandi, Frakklandi, Austurriki, Þýska alþýðulýðveldinu og Júgóslaviu. FjÖldi skipa lenti i nauðum og amk. eitt skip, strandferðaskip frá Þýska alþýðulýðveldinu, fórst með allri áhöfn — 11 manns — fyrir utan strendur Hollands. ANGOLA MPLA tekur höfuð- stöðvar FNLA Gerði leiftursókn til norðurs um helgina — Hœttir Suður-Afríka íhlutun sinni í Angóla? Tíu verka- menn skotnir Belfast 5/2 reuter — Tiu irskir verkamenn féllu i dag er skotið var úr vélbyssum á bifreið sem flutti þá heim úr vinnu. Atburður þessi varð i Kingsmills i South Armagh sýslu á Norðurtrlandi en Armagh er eitt af höfuðvigjum kaþólskra i landinu. Fyrstu fréttir hermdu að þeir föllnu hefðu allir verið verka- menn af mótmælaendatrú sem starfa við vefnaðarverksmiðju skammt frá staðnum þar sem skotið var á þá. Bíllinn hafði einnig flutt kaþólska starfsbræður þeirra en þeir höfðu allir farið úr vagninum i White- cross. 1 þeirri borg voru þrir bræður skotnir niður fyrir framan sjónvarpið á heimili sinu i' gær og létust tveir þeirra. Var það talið verk launmorðingja úr hópi mót- mælenda sem leynast i þessari háborg kaþólskunnar i landinu. Jóhannesarborg 5/1 reuter — Frelsishreyfing angólskrar alþýöu, MPLA, skýrði frá því í útvarpinu í Luanda í dag að hersveitir hreyfingarinnar hefðu náð höfuðstöðvum FNLA i Uige (áður Carmona) fyrir norðan Luanda á sitt vald og rekið lið Holden Roberto á flótta. MPLA gerði leiftursókn i norðurátt um helgina og tók margar stöðvar FNLA á sitt vald áður en Uige féll. Fyrr um helg- ina hafði hreyfingin tilkynnt töku flugvallarins i borginni Negage sem er rétt fyrir sunnan Uige og lokað með þvi loftbrú þeirri sem sá sveitum FNLA i norðurhluta Angólu fyrir vopnum og vistum. Þá var skýrt frá þvi að sveitir MPLA hefðu eyðilagt tvær bandariskar flugvélar á flugvell- inum i Uige og endurheimt hundruð tonna af hergögnum. Uige er höfuðborgin i samnefndu fylki en þar eru helstu kaffiekrur Angólu. Ef rétt reynist að hún hafi verið frelsuð er hér um meiriháttar ósigur FNLA og Holden Robertos að ræða. Sveitir FNLA hafa verið að brotna niður siðferðilega að undanförnu svo mjög sennilegt er að rétt sé hermt. Uige hefur verið álitin nokkurs konar vagga FNLA og fall hennar hlýtur þvi að vera mikið sálfræði- legt áfall fyrir Roberto og hans menn. Sveitir FNLA eiga nú i fá hús að venda á þessum slóðum annað en að fela sig i skógunum eða flýja til Zaire. Á austurvigstöðvunum var hart tekist á um borgina Luso. f til- kynningu MPLA sagði að bryn- varðarsveitir frá Suður-Afriku hefðu gert innrás i borgina. Að sögn MPLA er allt með kyrrum kjörum á suðurvigstöðvunum þar sem meginhluti suður-afriska liðsins er samankominn. Fréttamenn lita svo á að MPLA hafi gert skyndisóknina nú um helgina i þvi skyni að geta gert tilkall til sem mests landsvæðis þegar fundur Einingarsamtaka Afrikurikja (OAU) hefst nk. laug- ardag i Addis Ababa, en þar á að fjalla um Angólumálið. Idi Amin forseti OAU itrekaði i ræðu sem hann hélt i dag þá ósk sina að friður komist á i Angólu og að hreyfingarnar þrjár setjist að samningaborðinu. t Jóhannesarborg velta menn þvi nú fyrir sér hvort stjórn Suður-Afriku gefist upp á ihlutun sinn i Angólu þar sem önnur auð- valdsriki hafa engan lit sýnt. BLAÐ- BURÐUR Þjóðviljinn óskar eftir blaðberum i eftirtalin hverf i Brúnir Langagerði Fossvog Safamýri Skipasund Sólheima Ljósheima Skúlagötu Höfðahverfi Kap laskjól Snarpur kippur í gær Vinna við Kröflu hefst 15. janúar Snarpur jarðskjálfti fannst i gærdag nyrðra. Var kippurinn 4,5 á mælikvarða jarð skjálftafræðinga. Reyndust upplök kippsins vcra um einn kilómetra norðan stöðvarliúss- ins að Kröflu. Vinnuílokkur mun nú þessa daga hefja störf við að styrkja þak stöðvarhússins að Kröflu, envinna við framkvæmdirhefst af fullum krafti 15. janúar að sögn forráðamanna. I gær fannst jarðskjálfti i Reykjavik. Reyndist hann mælast 3.7 stig. Upptök hans voru skammt austan Kleifarvatns. Þá fannst jarðskjálfti i Krýsuvik i gær með upptök á sömu slóðum. Blindbylur á suðvesturlandi Mikil ófærð var orðin i austurhlutum Reykjavikur i gærkvöld. Hafði gengið á með kafaldsbyljum um hrið og voru bifreiðar viða stopp vegna ófærðarinnar og veðurlagsins, en vegna þess skóf inn á vélarnar og bilar drápu á sér. Vegum i nágrenni Reykjavikur var haldið opnum siðdegis i gær, eða þar til klukkan 8 þegar vegagerðin hætti mokstri að sinni. Búist var við sama verði áfram á Suðvesturlandi i alia nótt, þannig að viða verður tregt um samgöngur á þéttbýlissvæðinu árdegis i dag ef spáin rætist. Veðrið gekk á með byljum af austri, en með deginum er gert ráð fyrir að hann snúist i suðaust- ur og blota. t gær var mest veður frá Hornafirði vestur um, til Snæfellsness, en milt vetrarveður var yfirleitt annarsstaðar á landinu. Mela Tómasarliaga Kvislhaga Alftamýri Seltjarnarnes Vinsamlega hafið sam- band við afgreiðsluna simi 17500.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.