Þjóðviljinn - 13.01.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.01.1976, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 13. janúar 1976. ÚTBOÐ Tilboð óskast i smiði og uppsetningu veggja, hurða, lofta og hringstiga, ásamt málun og dúkalögn. Einnig i fullgerða raf- lögn og uppsetningu lampa, loftræstingu ásamt pipulögn og frágang hreinlætis- tækja i heilsugæslustöð, Hraunbæ 102, Reykjavik. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, gegn 15.000.- kr. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 5. febrúarl976, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Byrjendaflokkar i ENSKU, ÞYSKU, SPÆNSKU og ÍTÖLSKU. Ný námskeið i BARNAFATASAUM, MYNDVEFNAÐI, SNÍÐUM og SAUM- UM, viðhaldi BÍLA, LEIRMUNAGERÐ (i Fellahelli) og POSTULÍNSMALNINGU (i Fellahelli) Fullbókað er á námskeiðið og nemendur, sem hafa skráð sig eru beðnir að staðfesta skráninguna, við innritun i Fellahelli. INNRITUN stendur yfir alla næstu viku i Laugalækjarskóla, en kennsla hefst þar 12. jan. BREIÐHOLTSSKÓLI: Kennsla hefst 15. jan. FELLAHELLIR: Kennsla hefst 14. jan. ÁRBÆJARSKÓLI: Innritun verður þriðjud. 13. jan. kl. 19:30-21, kennsla hefst sama kvöld. ATHUGIÐ: KENNSLUGJALD GREIÐ- IST VIÐ INNRITUN. Námsflokkar Reykjavikur Námskeið Heimilis- iðnaðarfélags íslands 1. Vefnaðarnámskeið — Kvöldnámskeið Byrjar 19. jan. — 15. mars. Kennt er mánud., miðvikud., og föstud. kl. 20.00—23.00 2. Myndvefnaður - Dagnámskeið Byrjar 20. jan. — 26. febr. Kennt er þriðjud. og fimmtud. kl. 16.00—19.00 3. Tóvinna og spuni — Dagnámskeið Byrjar 28. jan. — 25. febr. Kennt er mánud. og miðvikud. kl. 15.00—18.00 4. Hnýting — Makramé — Kvöldnámskeið Byrjar 20. jan. — 17. febr. Kennt er þriðjud. og fimmtud. kl. 20.00—23.00. Upplýsingar og tekið á móti umsókn- um i verslun félagsins. íslenskur Heimilisiðnaður Hafnarstræti 3. Simi: 11785. Aðalatvinnutœki Þingeyringa bilað Guðmundur Friðgeir Magnússon formaður verkalýðs- félagsins á bingeyri sagði i viðtali við blaðið að atvinnuhorfur á Þingeyri væru nú heldur bágbornar. Það hefði bilað sveifarás i skuttogaranum Framnesi og hann verið dreginn til viðgerðar i Reykjavlk. Þetta kæmi sér mjög illa þar sem togarinn hefði farið i 2 1/2 mánaðar klössun i haust og mættu þvi þorpsbúar sist við að missa hann núna. Auk Framness væri aðeins einn linubátur gerður út frá Þingeyri og sá afli sem bærist með honum væri langt i frá nógur til að veita öllum atvinnu i húsinu, en þar störfuðu um 60 manns. Nú væri búið að láta fólk- ið vita að það gæti búist við að missa atvinnuna. Sennilega væri samt nóg atvinna út næstu viku. 1 gær kom Heklan með 4 ástralskar stúlkur, sem ætluðu að taka til starfa I frystihúsinu, en þeim var visað áfram til Flateyr- ar og nú er verið að reyna að koma þeim 7 áströlsku stúlkum, sem fyrir eru, i burtu. Guðmundur Friðgeir bjóst við að togarinn kæmi ekki úr viðgerð fyrr en i fyrsta lagi um næstu mánaðamót. Atvinnuleysi fyrir dyrum á Þingeyri. Áhugamenn um virkjun Blöndu boða til fundar Ahugamenn um virkjun Blöndu boða húnvetninga til almenns fundar i Félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 17. jan. n.k. kl. 14.00. Fulltrúifrá iðnaðarráðuneytinu mun mæta á fundinum og kynna virkjunarmál Blöndu og nýjustu viöhorf i þvi efni. Alþingismenn kjördæmisins eru boðnir á fundinn og allir sveitastjórnarmenn i Austur- og Vestur-Húnavatnssýslum eru sérstaklega hvattir til aö mæta á fundinum. Fundarboðendur skora á hún- vetninga að sýna stuðning sinn við Blönduvirkjun i verki og fjöl- menna á fundinn. Stefán A. Jónsson, Kagaðar- hóli, Þormóður Pétursson Blönduósi, Jón Isberg Blönduósi, Hilmar Kristjánsson Blönduósi, Arni S. Jóhannsson Blönduósi, Lárus Ægir Guðmundsson Skaga- str. Brynjólfur Sveinbergsson Hvammstanga, Kristófer Kristjánsson Köldukinn 11, Jón B. Bjarnason Asi, Þórir Magnússon S.-Brekku GIsli Pálsson Hofi, Bjarni Jónsson Haga, Reynir Steingrimsson Hvammi, Auðunn Guðjónss. Maröarnúpi, Magnús Sigurðsson Hnjúki, Ellert Pálma- son Bjarnastöðum, Vigfús Magnússon Skinnastöðum, Guð- mundur Jónasson Asi, Grimur Gislason Blönduósi, Heiðar Kristjánsson Hæli, Jóhannes Torfason Torfalæk 11, Lárus Sig- urðsson Tindum, Björn Pálsson Ytri-Löngumýri, Haukur Pálsson Röðli, Páll Þórðarson Sauðanesi, Guðni Vigfússon Blönduósi, Sveinn Ellertsson Blönduósi, Guðbjartur Guðmundsson Blönduósi Hallbjörn Kristjánsson Blönduósi, Haraldur Jónss. póst- húsinu Blönduósi, Bjarni Pálsson Lárusarhúsi Blönduósi, Eggert Guðmundsson Blönduósi, Zophonias Zophoniass yngri, Blönduósi, Pétur Pétursson Blönduósi, Ragnar Ingi Tómas- son Blönduósi, Grétar Guð- mundsson Blönduósi, Sigvaldi Torfason Blönduósi, Guðmundur Kr. Theódórsson Blönduósi, Kristinn Pálsson Blönduósi, Sig- riður Þ. Sigurðard. Blönduósi, Sigursteinn Guðmundss. Blöndu- ósi Valgarður Hilmarsson Fremstagili, Sigurður Þorbjarn- ars. Geitaskaröi, Runólfur Aðal- björnsson Hvammi, Sverrir Har- aldsson Æsustöðum, Pétur Guð- laugsson Brandsstöðum, Hannes Guðmundsson Auðóifsstöðum, Þórður Skúlason Hvammstanga, Guömundur Eyþórsson Brúarhlíð Karl Sigurgeirsson Hvamms- tanga, Vilhjálmur Guðmundsson Gauksmýri, Guðmundur Karls- sonMýrum III, Þorvarður Júlíus- son Söndum, Ragnar Benedikts- son, Barkarstöðum, Sig. Lin- dal Lækjamóti, Aðalbjörn Bene- diktss. Grundarási, Einar Jóns- son Tannastaðabakka, Adolf Berndsen Skagaströnd, Jón Jóns- son Skagaströnd, Sævar Bjarna- son Skagaströnd, Jón S. Pálsson Skagaströnd, Gylfi Sigurðsson Skagaströnd, Bernódus Ölafsson Skagaströnd, Sveinn Ingólfsson Skagaströnd, Jón Ingi Ingvarsson Skagaströnd, Björgvin Brynjólfss. Skagaströnd Sveinn Sveinsson Tjörn, Rafn Sigur- björnsson Hlið, Jónas Hafsteins- son Njálsstöðum, Björn Jónsson Ytra-Hóli. vqf Fyrirspurn um launamál I Þjóðviljanum f dag, 6. 1., er sagt, að óyggjandi heimildir séu fyrir þvi, aö laun bankastjóra hafi hækkað um mánaðamót nóv.-des. s.l. um 20.000 kr. á mánuði og séu nú röskar 200.000 kr. (Hafa sem sé veriö 180.000 kr. á mán. áður). t útvarpsþætti á sunnudaginn neitaði Geir forsætisráðherra þvi hins vegar, að sér væri kunnugt um þessa hækkun, og yfirbanka- stjóri íslands, Jóhannes Nordal, hefur hvað eftir annað sagt i fjöl- miðlum, að afkoma þjóðarbúsins gefi ekkert svigrúm til launa- hækkana núna. Hér stendur sem sé staðhæfing gegn staðhæfingu, annað hvort eru heimildir Þjóðviljans ekki ó- yggjandi, eða forsætisráðherra og seölabankastjóri segja ósatt, þviað á öðrum eins erfiðleikatim- um er óhugsandi, aðein bestlaun- aða stétt þjóðfélagsins geti hækk- að mánaðarlaun sin um 20.000 kr. án þess að forsætisráðherra fái vitneskju um það, og í annan stað er seðlabankastjóri varla svo falskur, að hann samþykki þvi- lika launahækkun sjálfum sér til handa á sama tima og hann telur útilokað að kaup launafólks al- mennt geti hækkað. En hvað er hið rétta I málinu? Einmittnúna, þegar verið er að semja um kaup og kjör almennra launþega, undir þvi fargi, sem nefndur bankastjóri hefur manna mest útmálað, eigum við laun- þegar heimtingu á að vita hið sanna i þessu máli. Þvi spyr ég og krefst óyggjandi svara: 1) Hækkuðu mánaðarlaun bankastjóra um 20.000 kr. um mánaðamótin nóv.-des. sl.? 2) Eru mánaðarlaun bankastjóia núna röskar 200.000 kr? 3) Ef það var svigrúm til þess að hækka 180.000 kr. mánaðarlaun upp I 200.000 kr., hvernig getur þá nokkur maður vogað sér að halda þvi fram, að ekkert svigrúmsé til að hækka 50-60.000 kr. mánaðar- laun? 4) Væri ekki athugandi að auka margnefnt svigrúm, t.d. þannig, að allir, sem hafa yfir 150.000 i mánaðarlaun færist niður á við i launastiganum um ákveðna krónutölu, en þeir, sem hafa 50.-70.000 færist upp á við um sömu krónutölu? Vöflulaus svör óskast frá á- byrgum aðilum. Launþcgi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.