Þjóðviljinn - 13.01.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.01.1976, Blaðsíða 11
ÞJÓÐVILJINN — StÐA ll Alyktun samstarfsnefndar til verndar landhelginni ÖLLU SAMSTARFI HÆTT VIÐ NATO verði herskipin ekki úr landhelginni innan viku Samstarfsnefndin til verndar fiskveiðilandheiginni, en að nefndinni standa Alþýðusam- band isiands, Verkamanna- samband tslands, Sjómanna- samband tslands, Farmanna- og fiskimannasamband tsiands og Félag áhugamanna um sjávarútvegsmál ásamt með- fulltrúum st jórnarandstöðu- flokkanna á Alþingi, hefur gert eftirfarandi samþykkt um land- helgismálið á fundi sinum 12. jan. 1976. Með samningi þeim, sem gerður var 28. nóv. sl. við vest- ur-þjóðverja um heimild til veiða i islenskri fiskveiðiland- helgi, var stigið mikið óheilla- spor, sem þvi miður tókst ekki að koma i veg fyrir, þrátt fyrir mjög öflug mótmæli almenn- ings hvaðanæva að af landinu. Sú mótmælaalda, sem þá reis, hafði eigi að siður mikil áhrif, — áhrif, sem meðal annars komu fram i þvi, að ýmsir þeirra, sem á beinan og óbeinan hátt, létu tilleiðast að styðja samninga- gerðina, afsökuðu afstöðu sina með þvi, að á eftir gætu islensku varðskipin helgað sig eingöngu baráttunni gegn breskum togur- um, og að á þann hátt gæfist möguleiki til að koma i veg fyrir alla samninga við breta. Nú reynir á að þeir menn standi nú við þessi orð sin. 1 umræðunum i samningunum við vestur-þjóöverja skýrðist enn betur staöan i landhelgis- málinu, og mun öllum lands- mönnum hafa orðið ljóst eftir þær umræöur, aö raunverulega er ekki um neinn fiskafla að semja við útlendinga, eins og komið er stöðu fiskistofnanna við landið. Hver samningur, sem gerður yrði, hlyti að fela i sér tilsvarandi skerðingu á afla- magni islendinga sjálfra með ó- hjákvæmilegri stórfelldri kjaraskerðingu almennings i landinu. Reynslan af baráttunni Siðan baráttan gegn ólögleg- um veiðum breta hófst, hafa margir lærdómsrikir atburðir gerst. Bretar hafa sýnt meö framkomu sinni, að þeir svifast einskis. Þeir senda herskipa- flota inn á islenskt lögsögu- svæði. Þeir brjóta allar sigl- ingareglur, þeir hindra með herskipavaldi siglingu islenskra löggæsluskipa á frjálsu haf- svæði langt frá öllum fiskiskip- um, og þeir elta og trufla haf- rannsóknaskip að visindastörf- um. Siðast en ekki sist, þá sigla breskar freigátur og dráttar- bátar á varðskip hvað eftir ann- að, og með þeim hætti að aug- ljóslega er stefnt að þvi að eyði- leggja varðskipin eða sökkva þeim. öll framkoma breta i þessu máli er beint tilræði við þjóðartilveru islendinga. Reynslan hefur lika sýnt, að varðskip okkar, þó að fá séu og nær vopnlaus, hafa náð miklum árangri. Þau hafa klippt á tog- vira breskra togara i námunda við freigáturnar og þau hafa truflað veiðar bresku togaranna stórkostlega, og sannað i reynd að breski herskipaflotinn getur ekki tryggt bresku togurunum þá veiðiaðstöðu, sem ætlað var. Sú staðreynd er öllum ljós, að breski togaraflotinn hefur oröiö að sætta sig við að stunda sund- urslitnar og stopular veiðar á mjög takmörkuðu hafsvæði, eða nánast á svæðinu frá Héraðsflóa og rétt norður fyrir Langanes. 011 önnur fiskimið við landiö hafa verið laus við ágang bresku togaranna, og er þar ef- laust um að ræða 9/10 hluta þeirra fiskimiða við landiö, sem islendingar telja dýrmætust. Viöbrögð stjórnvalda: Viðbrögð islenskra stjórn- valda við yfirgangi breta og hrottaskap þeirra á miðunum, hafa vægast sagt verið óburðug og fálmkennd. Beinum ásigling- um og öðrum lögbrotum hefur að visu verið mótmælt form- lega, ýmist i London eða Reykjavik, en á þann hátt, sem enginn tekur alvarlega. Stór- hættulegum ásiglingum tveggja dráttarbáta á varðskip innan þriggja milna landhelgi, sem ó- umdeilanlega jafngildir ofbeldi á islenska löggæslumenn i land- inu sjálfu, var svarað með formlegum kærum, eða öllu heldur tilkynningum til Samein- uðu þjóðanna og Atlantshafs- bandalagsins, en árangur varð enginn. Málflutningur stjórn- valda heima og erlendis hefur borið á sér einkenni kjarkleysis og vankunnáttu með þeim af- ieiðingum að stórkostleg tæki- færi okkar hafa að engu orðið I reynd. Rikisstjórnin hefur allt til þessa neitað að lýsa yfir stjórn- málaslitum við breta. Hún hefur heldur ekki fengist til aö bæta skipum við landhelgisgæsluna, skipum sem þó eru hér fáanleg. Og enn hefur rikisstjórnin ekki, þrátt fyrir sivaxandi háska- framkomu breta á miðunum, fengist til að tilkynna banda- riska varnarliðinu að þvi beri samningsleg skylda til að koma i veg fyrir árásir breta og of- beldi gagnvart islendingum, og heldur ekki að tilkynna Atlants- hafsbandalaginu, að veröi yfir- gangur breta ekki stöðvaður, þá verði stöð bandalagsins i Kefla- vik lokað og að samstarfi ís- lands við bandalagið sé þar með lokið. Viðbrögð rikisstjórnar- innar eru enn með öllu gagns- laus, þvi að sjálfsögðu hefur sendiför eins manns til 11 landa og heimköllun sendiherra til skrafs og ráðagerða, enga þýð- ingu aðra en þá að tefja timann. Taugastríð breta Ljóst er af allri framkomu breta i landhelgisdeilunni, að þeir miða allt við að sigra is- lensk stjórnvöld i taugastriði. Þannig reyna þeir að sýna, að þeir geti stundað hér veiðar með árangri, án samninga. I þvi skyni reka þeir á íslandsmið ó- venjumarga togara og knýja skipstjórana undir heraga. Sið- an er hafinn áróður um að veiö- arnar gangi vel og að sjómenn þeirra séu ánægðir. Það er hins vegar dapurlegt að islenskir fréttamiðlar, og islenskur konsúll i Bretlandi, og jafnvel islenski sjávarútvegsráðherr- ann, skuli taka upp athuga- semdalaust, eða jafnvel með aukinni áherslu áróðursfiski- fréttir breta, sem eru viðs fjarri öllum sanni og auðvelt er að hrekja sem fjarstæðu. Sögur um það að breskir togarar hafi veitt á rúmum mánuði nær 10.000 tonn og geti veitt 140—150.000 tonn á ári, eða jafnvel eins og nefnt hefur verið 200.000 tonn á ári, eru einvörðungu settar fram til að réttlæta samninga um eitthvert minna magn. Við slikum áróðri verður sterklega að vara. Islendingar hafa i þessari deilu við breta, eins og hinum fyrri, fengið að sjá hvers virði fréttir þeirra eru og hvernig þeir umgangast sannleikann. Frásagnir þeirra um aflamagn og velgegni á miðunum eru jafn ósannar og fréttir þeirra af á- siglingunum. Staða breta er veik Staða breta i fiskveiðideilunni er mjög veik. í Bretlandi er vaxandi fylgi við málstað is- lendinga, og stærstu blöð lands- ins eru farin að fordæma fram- komu breskra stjórnvalda i landhelgisdeilunni. 1 Skotlandi er mjög sterk samstaða með is- lendingum, enda hefur stærsti stjórnmálaflokkur Skotlands sett fram kröfur um 200 milna fiskveiðilögsögu við Skotlands- strendur og lýst yfir eindregn- um stuöningi við málstað Is- lands i landhelgisdeilunni. I Bretlandi styðja allir heima- veiðisjómenn okkar málstað. Flest Evrópuriki eru að snúast gegn bretum i málinu, og á næsta leiti er hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna, sem á ný tekur til starfa um miöjan marsmánuð. Þar standa bretar með 200 milna reglunni, og þeir vilja ábyggilega ógjarnan standa i herskipaátökum við is- lendinga um sama leyti og þeir halda ræður á ráðstefnunni um réttmæti 200 milna efnahagslög- sögu. Staða breta á fiskimiðun- um er ekki góð, heldur mjög slæm. Þar deila skipstj. um hvar veiða skuli og margir þeirra viðurkenna, að veiðum með þessum hætti veröi ekki haldið áfram nema stuttan tima. Kostnaður breta á miðun- um er óhemjulegur, — 4 freigát- ur, eitt 20—30.000 tonna birgða- skip, tveir til þrir dráttarbátar og tvö aðstoðarskip. Bretar vita að smán þeirra vegna hernaö- arins gegn islendingum er á hvers manns vörum. islendingar herði sóknina Eins og nú standa sakir eftir 2 mánaða átök við breta, er rétta svar okkar þetta: Við bætum strax við 3—4 stór- um togurum i hóp gæsluskip- anna. Aukum siðar við 2 til 3 skipum þegar réttur timi kem- ur. Við aukum klippingar og truflum veiðarnar með siglingu okkar skipa úr öllum áttum. Við veitum breskum eftirlitsskipum enga fyrirgreiðslu nema i lifs- hættulegum slysa- eöa veik- indatilfellum. Við slitum strax stjórnmálasambandi við breta og tilkynnum Atlantshafs- bandalaginu að verði bresk her- skip ekki farin úr fiskveiðiland- helgi okkar innan einnar viku, þá verði NATO-stöðinni á Kefla- vikurflugvelli lokað og öllu samstarfi við bandalagið hætt. Jafnhliða þessum aðgerðum skipuleggjum við algerlega að nýju upplýsingaherferð okkar á erlendum vettvangi og gerum kunnugt, að við munum úr þvi sem komið er alls ekki semja viðbretaum neinarheimildir til fiskveiða við ísland. Samstarfsnefndin vill með þessari samþykkt vekja athygli á stöðu landhelgismálsins og beina þeirri eindregnu og alvar- legu áskorun til allra lands- manna, aö þeir herði baráttuna fyrir verndun islensku fiskveiöi- landhelginnar og geri allt sem i þeirra valdi stendur til aö koma I veg fyrir að samið verði um fiskveiðiheimildir við breta. Samstarfsnefndin telur að ár- vekni almennings i landhelgis- málinu, geti ráðið úrslitum um framgang þess. Alþingismenn og rikisstjórn verða að taka tillit til þess sem fólkið i landinu krefst, ef sú krafa er sett fram af fullum þunga og þeirri alvöru og einurö, sem stjórnendur eiga að skilja. Samstarfsnefndin til verndar landhelginni. 350 skrifuðu undir á tveimur tímum Að öðrum kosti er forsendan fyrir dvöl hersins brostin Á tveimur klukkustundum söfnuðu áhugamenn i Þorláks- höfn 350 undirskriftum undir meðfylgjandi áskorun, sem var afhent forsætisráðherra i gær- morgun: „Við undirrituð lýsum aðdáun okkar á störfum skipherra og skipshafna varðskipanna. Einnig lýsum við yfir fyllsta stuöningi við aðgerðir grindvikinga og að öll íslenska þjóðin sýni það i verki að hún eigi I striði við breta. Krafist verði þess, að varnar- liðið leggi til skip til eflingar land- helgisgæslunnar, aö öðrum kosti litum viðsvoá.að forsendá fyrir áframhaldandi dvöl varnarliðsins hérá landi sé brostin. Slitið verði stjórnmálasambandi við breta þegar i stað.” ÞorleifurBjörgvinsson, Samúel Samúelsson og Sigurður Jónsson afhentu undirskriftalistann og kröfurnar i stjórnarráðinu i gær- morgun. Þá afhentu þeir blöðun- um ljósrit af undirskriftalistun- um ásamt eftirfarandi fréttatil- kynningu: Þorlákshöfn „Ahugamenn um landhelgis- mál i Þorlákshöfn stóðu fyrir undirskriftasöfnun meðal ibúa Þorlákshafnar sunnudaginn 11. janúar 1976, þar sem lýst var yfir aödáun á störfum skipherra og skipshafna varðskipanna. Einnig var lýst yfir fyllsta stuðningi við aðgerðirgrindvikingaog að öll is- lenska þjóðin sýni það i verki, að hún eigi i striði við breta. Þess verði krafist, að herinn leggi til skip til eflingar landhelgisgæsl- unnar, að öðrum kosti lítum við svo á, að forsendan fyrir áfrain- haldandi dvöl varnarliðsins hér á landi sé brostin. Slitið verði stjórnmálasambandi við breta þegar i staö. Þátttaka var gifurlega góð, þar sem á tveimur klukkustundum rituðu 350 manns nöfn sin á undir- skriftalistana. Þvi miður voru nær allir Þorlákshafnarbátar á veiðum og gátu sjómenn þvi ekki tekiö þátt i þessari undirskrifta- söfnun. Ilins vegar má telja, að þeir 120 sjómenn, sem voru við skyldustörf sin, hefðu cinhuga stutt þetta mál. t Þorlákshöfn búa um 900 manns. Þorlákshafnarbúar vilja á þennan hátt vekja, athygli stjórn- valda á þvi, hvemikilvægt er, að islendingar einir fari með full umráð yfir auðlinduin innan 200 milnanna, þar sem öllum lands- mönnum hlýtur að vera ljóst, að afkoma þjóðarinnar byggist á skynsamlegri nýtingu fiskistofn- anna. Viðskorum á aila isiendinga að sýna samtakamátt sinn i verki, eins og þeir hafa oft sýnt áður. þegar erfiðleikar hafa steðjað að þjóöinni, þannig að fullur sigur náist i þessu lifshagsmunamáli okkar.” Það skal tekið fram að það voru aðeins þeir sem náð höfðu 18 ára aldri sem fengu að undirrita á- skorunina. 3 verslanir kœrðar fyrir of háa álagningu Verðlagsstjórinn i Rvik hefur kært þrjár verslanir fyrir of háa álagningu á vörur þær, sem verslað er með. Fjöldi verslana lagði of mikið á vörur sinar, allt upp undir 60% of mikið, en voru fúsar til að leiðrétta álagn- inguna. Þær þrjár verslanir, sem kærð- ar voru. eru Faco. Bilanaust og Blóm og Avextir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.