Þjóðviljinn - 01.02.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.02.1976, Blaðsíða 5
NIELS HAFSTEIN SKRIFAR UM MYNDLIST Sunnudagur 1. febrúar 1976. bJÓÐVILJINN — StÐA 5 Sölu- sýningar Guð hvað þessi mynd er falleg. Já. finnst þér ekki? Erhún ekki úr Borgarfirðinum, ég kannast eitthvað svo vel við landslagið. Nei, hún er úr Þjórsárdal. nýjar mublur, þú veist þessar með kögrinu. Já, það er um að gera að eiga listaverk i stil við innbúið, ekki satt? Hvar heyrði ég þetta samtal? Eftir Kristján Davíðsson Eftir Þorvald Skúlason Eftir Benedikt Gunnarsson Æijá, ég sé það núna, það er svo langt siðan ég kom þangað aust- ur, ætli það séu ekki ein fimmtán ár. Það er fallegt i Þjórsárdalnum. Sjáðu hve listmálarinn hefur náð þessu rétt: þarna er áin og klett- arnir, — sveimérþá ef þetta er ekki sami steinninn og ég sat á þegar við vorum þarna i hitteð- fyrra. Svo þessi fallega, milda birta. Já, sólarlagið er nú alltaf fall- egt, sérstaklega ef bleiku og fjólubláu litbrigðin renna úti nótt- ina. Þetta er yndisleg mynd. Svo málar hann varðeldinn i forgrunn myndarinnar og skapar þannig spennu i listaverkinu. Þetta er snilldarverk. Ekkert skil ég i þessum myndum sem alltaf er verið að segja frá i sjón- varpinu og blöðunum, ég tala nú ekki um myndirnar sem þeir i FÍM, eða hvað það nú heitir, hengdu upp hjá okkur á kaffistof- unni i haust. Já, það er ömurlegt að hugsa til þess. Við sögðum nú bara hvert við annað: þetta gætu nú krakkarnir okkar krassað ef þeir nenntu þvi, ha, ha! Sjáðu hérna hinum megin. En sætt. Við erum alltaf með eilthvað af eftirprentunum, til dæmis þessa af „Grátandi dreng", hún er i tisku núna. Við afgreiddum yfir fimmtiu myndir i siðustu viku. Það er bara svona. Eða þá þessi sem heitir ,,Hund- ur i fatla”. Atakanleg mynd. Svo miklar tilfinningar. List þér kannski betur á hana? Er hún ekki til i gylltum ramma? Jújú, með vinrauðu flosi sem fer sérstaklega vel við bakgrunn málverksins. Kannski ég kaupi hana. Við hjónin vorum einmitt að fá okkur Þvi er fljótsvarað: i verslun sem höndlar með „rammagerðar- list”, þ.e. myndir eftir laghenta landslagsstælara og eftirprentan- ir náttúrulausra borgara i bland við minjagripi úr horfnum at- vinnuháttum, smækkaðar útgáf- ur af orfum og hrifum og rokkum. Þessar skranbúðir hafa um lang- an aldur verið listamusteri óupp- lýstrar alþýðu, sem þar hefur fundið sójskinsdrauminn og góða veðrið. I stað þess að njóta nátt- úi^unnar sjálfrar, þá hefur þessi stæling umhverfisins orðið fólk- inu kærkomin og „eðlileg”, til- breyting i amstrinu, hugnæm endurminning úr ferðalagi o.s.frv. Framangreindar skranbúðir hafa verið þyrnar i augum is- lenskra myndlistarmanna (þ.e. þeirra sem hafa yfirsýn á heims- listina, eru langskólagengnir eða á annan hátt menntaðir i listum og skilja þá nauðsyn sem nýsköp- un er þróuninni), ekki endilega fjárhagslega séð, heldur vegna þess að listamenn vilja smekk einstaklingsins sem bestan. Hér er sjálfsagt að nefna það að is- lendingar eru hlutfallslega miklu betur að sér um þessa hluti en aðrar þjóðir (að fróðustu manna sögn), en vegna fámennisins eru einkenni meðalmennsku og úr- kynjunar meir áberandi. Um þessa hluti má ræða enda- laust. Hvaða ráðum skal beita? Henda sprengjum innum búða- dyrnar? Hvernig er sambýli Handiðaskólans við verslunina i sama húsi?! Sölusýningar En „það er viðar Guð en i Görð- um”! Tvö fyrirtæki i Reykjavik hafa haft uppi nokkra tilburði i þá átt að selja myndlist, annað þeirra, Klausturhólar i Lækjar- götu, hefur auk þess haldið upp- boð á myndverkum og eru þau fræg að endemum. Þrátt fyrir Eftir Sigurð Sigurðsson nokkurn myndugleik og glans á yfirborðinu, þá hefur þetta fyrir- tæki ekki tekið upp strangt list- rænt mat á þeim verkum sem for- ráðamenn þess hafa i umboði eða kaupa til endursölu, — þar ægir öllu saman. Ef listfræðingur rannsakar mynd og gefur út úr- skurð um gæði hennar, þá er hægt að forðast leiðindi eins og fölsun. sbr. málverk er merkt voru Þór- arni B. Þorlákssyni. Á meðan þessi mál eru óviss, þá geta hvorki listamenn né vandlátir kaupendur litið þetta framtak með alvöru. Afturámóti er miklummun menningarlegra andrúmsloft á Skólavörðustignum. i verslun Helga Einarssonar. Þar er auð- sýnilega viðhaft ákveðið mat á söluverkum. t endaðan nóvember opnaði Loftið sölusýningu á verk- um fjórtán listamanna og hefur staðið yfir (með eðlilegum brevt- ingum) til þessa dags. Það er skoðun min að mynd- listarmenn eigi ekki að láta frá sér nýjar myndir á sölusýningar sem þessar, ef þeir eru að undir- búa einkasýningar, eins og virðist vera um að ræða i tveimur tilfell- um i þessu safni. Er hætta á að ferskleikur þeirra dofni og veröi hversdagslegur. Eldri verk eru betur við hæfi kaupenda og meiri von til þess þau seljist! . Þessa staðreynd hafa eldri málararnir gert sér ljósa og sýna margir þeirra gamlar og traustar mvndir (enda sjálfsagt af nógu að taka á lagernum ). myndir sem þeir geta skoðað gagnrýnisaugum. án þeirrar sjálfgefnu hrifningar sem oft er fylgikvilli fæðingarinnar. Það er vissulega athugandi fvr- ir framúrstefnulistamenn að skoða hug sinn gagnvart sölu á eldri verkum. Þótt þau hafi ekki eins skarpan brodd og áður. þá eru þau altént hluti þjóðarfram- leiðslunnar, þáttur i listasögunni. og mega ekki gleymast eða for- djarfast. Eiginlega er kominn timi til að ákveðnum timabilum i listasögu landsmanna séu gerð einhver skil, — ett það er önnur saga og verður ekki rædd hér. Mvndirnar sem fylgja þessari grein, eru teknar á sölusýning- unni á Loftinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.