Þjóðviljinn - 01.02.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.02.1976, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. febrúar 1976. Eins og mönnum er kunnugt þróast sovéskt efnahagslif sam- kvæmt heildaráætlunum sem gerðar eru til fimm ára i senn. bessi áætlunarbúskapur hefur lengst af verið eftirlæti og helsta tromp sovétmanna, þegar þeir halda fram ágæti sins efnahags- kerfis, möguleikum þess á að tryggja „jafna og hraða þróun til bættra kjara án kreppu, verð- bólgu og atvinnuleysis” — en eitt- hvað á þessa leið er trompið i orð fært. Nú um áramót lauk niundu fimm ára áætluninni og við tekur hin tiunda. Efnahagslegt uppgjör og verkefni verða eftir öllum sólarmerkjum að dæma heista umræðuefni á væntanlegu þingi sovéska kommúnistaflokksins sem hefst siðast i febrúar. bað er þvi ekki úr vegi að draga saman nokkurn fróðleik um þessar áætl- anir báðar. Er þá stuðst við nokkrar greinar sem sovéska fréttastofan APN hefur sent frá sér. tóninn i leiðurum nokkurra sovéskra blaða og svo athuga- semdir Moskvufréttaritara breska blaðsins Financial Times. Hógvær tónn bað vekur reyndar athygli, sem fréttaritarinn bendir réttilega á, Sovéskur áætlanabúskapur að tónninn i skrifum um hina nýju fimm ára áætlun er venju fremur hógvær. bað er eins og verið sé að forðast að vekja falskar vonir eins og gert var með mjög bjart- sýnu tali árið 1971, að maður nú tali ekki um hina skemmtilegu loftkastala Krútsjofs sem ætlaði að vera búinn að smiða alls- nægtaþjóðfélag skömmu eftir 1980. Markmiðin virðast ekki sett það hátt að bakslag geti hlaupið i allt saman — t.d. vegna upp- skerubrests (eins og gerðist siðast i fyrra) eða vegna ódugn- aðar eða mistaka i einhverjum veigámiklum greinum. Áætlunin inniheldur ekki stór ioforð, heldur loforð um hægfara umbætur á lifskjörum. Financial Times hefur reiknað það út, að þvi sé ekki einu sinni lofað að nýbygg- ingar á húsnæði fari fram úr fólksfjölgun. Markið hefur verið sett lægra en áður að þvi er varðar aukningu þjóðartekna (24—28% i stað þeirra 28% sem náðust 1971—75). Hér er um lykiltölu að ræða þvi hún gefur til kynna „hagnaðinn” af sovésku efnahagslifi — það sem verður eftir til launa og al- mennrar þjónustu þegar annar kostnaður af framleiðslunni hefur verið greiddur. Launin munu hækka um 16—18% (20—22% i fyrri áætlun) og fara þá meðallaun upp i 160—170 rúbiur. bessar tölur eru nokkuð hærri ef talað er um „rauntekjur á ibúa” en þá er átt við, að við meðallaun er bætt þeirri upphæð sem kemur á hvern vinnandi mann, þegar deilt er i þá upphæð sem fer til ellilauna, námslauna, niðurgreiðslna á or- lofskostnaði og rekstri barna- heimila o.s.frv. Ætlast er til að mest verði launahækkunin hjá þeim sem vinna að landbúnaði, sem hafa haft miklu minni tekjur að jafnaði en t.d. iðnverkamenn. bað hefur reyndar verið skráð i hverja sovéska áætlun að unnið verði að þvi að draga úr mismun á lifskjörum i borg og sveit— en sá munur kemur ekki siður fram i lakara vöruúrvali og menningar- þjónustu en tekjunum i borg og sveit. Markið er einnig sett lægra en áður á sviði neysluvarnings. Samkvæmt siðustu áætlun átti framleiðsla á neysluvarningi i fyrsta sinn að aukast hraðar en framleiðsla i þungaiðnaði, en það áform mistókst (sjá töflu). Og nú er aftur gert ráð fyrir þvi að framleiðsla i léttaiðnaði aukist 8—10% hægar en framleiðsla i þungaiðnaði. í gögnum og greinum um áætl- unina er mjög hvatt til aukins vöruúrvals og bættra gæða, en gagnrýni á sovéskar áætlanir hafa ekki hvað sist beinst að þvi, að þær stiluðu upp á magn, en segðu fátt um raunveruleg gæði og þá notagildi margs þess sem framleitt er. Sérstök áhersla er lögð á framleiðslu á „varanlegum neysluvörum”, en þar með er átt við bila, kæliskápa, sjónvarps- tæki o.fl. (60% aukning). Sumt af þessum varningi fer reyndar til útflutnings. begar horft er á sovéskar áætl- anatölur og framkvæmda- skýrslur er ekki alltaf auðvelt að gera sér grein fyrir þvi, hvað þær i raun og veru tákna. Hér skal tekið eitt fremur aðgengilegt dæmi, sem hefur mikla þýðingu fyrir almenn lifskjör, en það eru ibúðabyggingar. Húsnæðisvanda- mál eru, eins og sovétmenn sjálf- ir viðurkenna, stærst kjara- vandamála þar i landi — fyrir um 20 árum var i þeim efnum gifur- leg kreppa sem sumpart var rak- in til eyðilegginga i striðinu, sum- part til forgangsréttar uppbygg- ingar i þágu iðnaðarins. I grein eftir próf. Leonid Abalkin segir blátt áfram, að nú sé það mæli- kvarðiað hver sovésk fjölskylda hafi séribúð með baði og öðrum þægindum. En, segir hann, þetta er ástand sem hefur ekki skapast fyrr en á sl. tveim áratugum með átaki i nýbyggingum — m.ö.o. áður er það algengast i borgum að fjölskyldur eru tvær eða fleiri um hverja ibúð. Abalkin segir að siðan 1956 hafi 80% landsmanna fengið bætt húsnæðiskjör — þ.e.a.s. annaðhvort flutt i hinar nýju smáibúðablokkir, eða þá fengið t.d. herbergi til viðbótar, þegar grannar fluttu i nýtt. betta er vissulega mjög jákvætt átak. En tölur þær sem próf. Abalkin tilfærir um ibúðabyggingar 1971—75 gefa og til kynna, að firnalegt verkefni er enn óleyst i húsnæðismálum. Hann segir að byggðir hafi verið 544 miljónir fermetra ibúðarhúsnæðis. Ef umreiknað er eftir fólksfjölda, þýðir þetta t.d. að islendingar byggðu á ári hverju 920 100 ferm ibúðir eða 1150 80 ferm ibúðir. Hinar sovésku ibúðir eru i reynd miklu smærri yfirleitt og eining- arnar fleiri eftir þvi. Hin nýja áætlun gerir ráð fyrir 545—550 miljónum fermetra á fimm árum. Hvert stefnir? Hér skal strax minnst á það og nánar siðar, að aukin framleiðni (afköst) hjá verkafólki og starfs- fólki eigi að standa undir 90% af þeim hagvexti sem verður i iðn- aði (84% i sl. áætlun) og undir svotil öllum hagvexti i ýmsum öðrum greinum, s.s. landbúnaði. bessar tölur eru allmiklu hærri en i sl. áætlun (80% að meðaltali) og leggja áherslu á brýna þörf fyrir bætt vinnubrögð, einkum þar sem fjárfestingarhraðinn verður, þegar á heildina er litið, minni en áður. betta er kannski ekki sérlega glæsilegt. En sovéskir fréttaskýr- endur halda þvi að sjálfsögðu mjög til streitu, að áætlunin gefi fyrirheit um jafnar lifskjara- bætur, meðan flestir á Vestur- löndum gera sér ekki hærri vonir en þær að lifskjörin versni ekki. „Sem fyrr þekktu sovétmenn ekki atvinnuleysi, verðbólgu, kreppu eða orkuhungur” segir einn. Að visu er meira um hálfduldar verðhækkanir i Sovétrikjunum en greinahöfundar þar vilja með góðu móti viðurkenna — en miðað við Vesturlönd er verðlag þar i reynd mjög stöðugt. Erfiöleikar Financial Times, sem áðan var visað til, lýsir áætluninni á þann veg að hún sé „hreinskilin” og sýni fram á erfiðleika sem tengd- irséu misjafnri þróun vegna hrá- efnaskorts i iðnaði og ýmiskonar ódugnaðar sem hefur dregið úr áður áformuðum vaxtarhraða. „Hin almenna mynd er þessi,” segir blaðið, „framleiðslubáknið gæti verið öflugt, en getu þess er haldið niðri af skorti af hráefna- vörum (fyrst og fremst vegna þess að vinnslan gengur ekki nógu vel, þvi að af hráefnunum sjálfum er nóg til) og skorti á virkni á öllum þrepum, frá ráðu- neytum til vinnustaðar... bað sem dregur úr þvi að þessi vanda- mál séu leyst er skortur á vinnu- afli, fjármagni og hugviti.” Og það er þessi siðastnefndi skortur sem fær blaðið til að draga þá ályktun að reynt verði að bæta úr honum með auknum viðskiptum vestur á bóginn. Landbúnaður Einna mest áhersla er lögð á að tryggja framfarir i landbúnaði, enda hefur skórinn heldur betur kreppt að á þvi sviði. Er þá á vixl visað til óheppilegs veðurfars eða skuld skellt á dáðleysi i stjórnun. Allavega er ljóst að raunveruieg kornframleiðsla nú er talsvert undir settu marki, og á þessu sviði er markið sett allhátt: árs- framleiðslan á að vera 215—220 miljónir smál. á ári að meðaltali, en það þýðir 20% aukningu miðað við sl. áætlun. Heildarframleiðsla landbúnaðarafurða á að verða SETT MARKMIÐ ÁÆTLUNAR 1976-1980 Tölur i svigum sýna niðurstöður áætlunarinnar 1971—75. Þjóðartekjur......24—28% (28%, sett upphaflegt markmið 37^40%) Iðnaðarframleiðsla.......................................(35—39% (43%) Þungaiðnaður...................................38—42% (41-^45%) Léttaiðnaður...............30—32% (37%, upphaflegt markmið 44%) Fjárfesting........................................ 24—26% (43%) Fjárfesting i landbúnaði......................:.......30% (60%) Laun...........................................16.-18% (20—22%) Stál................................160—170 milj. smál. (142 milj.) Olia ...............................620—640 milj. smál. (490 milj.) Jarðgas...........................400-430 miljarð, rúmmetra (285) Korn............................215—220 milj. smál. á ári (180 milj.) Kjöt............................15—15,6 milj. tonn á ári (14,1 milj.) Landbúnaðarframleiðsla.............................14—17% (13 %)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.