Þjóðviljinn - 05.08.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.08.1976, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. ágúst 1976. Skrifið eða hringið. Sími: 17500 Orð í belg um Borgarfjarðar bruna Á síðustu tímum eru margir kaliaðir til að vera spámenn í sambandi við vega- og brúagerð íslenska ríkisins en þó virðist flestum þeirra sameiginlegt að vera ekki útvaldir, frekar en í Biblíunni forðum. Meiri hluti þessara skrifa beinist gegn ákveðnum þætti sérstak- lega, það er brú yfir Borgarf jörð. Nýlega las ég i Bæjarpósti grein eftir efalaust ágætan sigl- firöing, þar sem hann yar að skrifa um varanlega gatnágerð, en gat ekki látiö hjá liða að reka hnýfla i byggingu brúar yfir Borgarfjörð. Það fer þó varla milli mála aðBorgarfjarðar- brúin verður hagnýt og þörf frá þjóðhagslegu siónarmiði. Um þessa frpmkvæmd er búið að skrifa og tala svo mikið, að það er að bera i bakkafullan lækinn að bæta þar við og þó get ég ekki stillt mig um að leggja fáein orö i þann belg. Mikið af þeirri gagnrýni, sem fram hefur komið á þessa framkvæmd, ein- kennist af „ihaldskerlinga- mennsku”, og er ég þá ekki að draga fólk i dilka eftir flokkum, heldur eftir þeirri meðfæddu lágkúru, sem alltof margir eru haldnir af. Það hlýtur að vera ókunnugleiki á ástandi hinnar glæsilegu brúar yfir Hvitá, sem að miklu leyti veldur þessu nöldri. t þessu sambandi má geta þess.að brúin á Hvltá var byggð árið 1928. Þá gátu stærstu farar- tæki okkar borið hálfa aðra smálest og umferöarþunginn var sáraiitill. Þá, sem undir- bjuggu þetta mikla og fallega mannvirki á sinni tiö,hefur eki órað fyrir þeirri breytingu, sem orðið hefur i samgöngumálum okkar, þar sem nú fara um þessa brú tæki, sem skipta tugum tonna að þyngd. Það væri ekki úr vegi, að þeir fjármála- spekingar, sem gagnrýna Borgarfjarðarbrú, gæfu sér tima þegar þeir eiga leið um Borgarfjörð, stigu út úr farar- tækjum sinum við Hvitárbrúna, gengju yfir hana og litu jafnvel undir hana. Þá þyrfti raunar ekki mikla athyglisgáfu til þess að sjá, aö'yfirdekk hennar er þversprungið og á nokkrum stöðum hafa dottið á það göt 10 til 15 sm. I þvermál. Ef menn gerðu þetta og legðu málið siðan raunsætt niður fyrir sér held ég að ekki dýldist neinum að full þörf væri endurbyggingar þarna eða annarsstaðar. Það gegnir furðu hvað brúin hefur þó þolað það, sem á hana hefur verið lagt á siðustu áratugum. Það er aldeilis vist, að ef Hvit- árbrúin lokaðist einhverra hluta vegna, þætti norðlendingum, vestfirðingum, snæfellingum og dalamönnum krókurinn langur upp að Stóra-Ási i hálsasveit og Bjarnastöðum i Hvitársiðu þar sem næsta nothæf brú fyrir þungaflutninga er. Það er nefnilega ekki nóg að nöldra eða gagnrýna, það þarf einnig að gera sér grein fyrir þvi, hvort nauðsynlegt sé að framkvæma eða ekki, og i þessu tilfelli var nauðsynlegt að gera eitthvað, sem i öllum tilfellum hlaut að hafa talsvert mikinn kostnað i för með sér. Að ráðast á þessa fram- kvæmd undir þvi yfirskini að aðrar framkvæmdir séu nauð- synlegri hlýtur að fiokkast undir þá skammsýni, að gagnrýna nauðsynlegustu hluti og fram- kvæmdir, sem öllum þykja þó sjálfsagðar og ómissandi þegar búið er aö koma þeim á. Ég óska þess, að Hvitárbrúin standi enn um langan aldur og fái það viðhald, sem hún þarf en af henni verði létt þungri um- ferð. Hún er stórbrotið minnis- merki um stórhug islendinga frá þvi herrans ári 1928. Það mun brúin yfir Borgarfjörð einnig verða um okkar tima, þegar fram liða stundir. Oddsstöðum, 26/7,1976 Ragnar Olgeirsson. Nýtt verslunarhús á Klaustri Laust fyrir síðustu helgi var tekið í notkun nýtt verslunarhúsnæði hjá Kaupfélagi Skaft- fellinga á Kirkjubæjar- klaustri. Er það hið glæsiiegasta hús og vandað bæði að ytri gerð og inn- réttingum, en þær eru sænskar. Húsið er 630 ferm. aö flatarmáli og var byrjað á byggingu þess haustið 1974. Um 130 ferm. af húsinu hafa enn ekki verið tekn- ir i notkun. Eins og fyrr segir er hús þetta bæði veglegt og vandað og var bygging þess nauðsynleg orðin, bæði vegna þjónustunnar viö sveitirnar þarna f kring og einn- ig innlenda og erlenda ferða- Nýtt verslunarhús á Klaustri menn, sem þarna leggja leið sina um, I siauknum mæli. Útibússtjóri við verslun Kaupfélags Skaftfellinga á Kirkjubæjarklaustri er Einar Valdimarsson. Ofanritaðri fregn skaut Helgi Gunnarsson i Vik i Mýrdal af blaðinu. — mhg Færeyska ferjan Smyrill á siglingu. Ganghraði skipsins mun vera um 20 milur, en það lætur nærri meðalganghraða islensku varðskipanna. Fœreyska ferjan mjög vinsœl — Vart verður annað sagt en að atvinnuástandið sé þoianiegt hér en þó er nokkru þrengra um vinnu en verið hefur undanfarin ár. Svo sagðist Gisla Sigurðssyni á Seyöisfirði frá I viðtali við biaðið iaust fyrir síóustu helgi. — Sjávarafli er nú minni en oft hefur verið áður, bætti Gisli við, — og meira boriö á þvi en I fyrra að vinna félli niður i frystihúsunum. Framkvæmdir hjá bænum bæta hinsvegar nokkuð úr en verið er nú að undirbúa lagn- ingu varanlegt slitlags á einar fjórar götur, eða um 5000 ferm. Tvær af þessum götum, Austur- vegur og Hafnargata, eru mestu umferðagötur i bænum og hefur umferð um þær stór- aukist við það, að færeyska ferj- an fékk hér bækistöð. Fyrir skömmu fór fram umferðataln- ing á þessum götum og kom þá i ljós, að um þær fóru 1760 bílar frá þvi kl. 7,30 að morgninum til kl. 11,30 að kvöldinu, en að visu var þetta á laugardegi og um- ferð þvi með meira móti, m.a. vegna færeysku ferjunnar. Það eru tvö fyrirtæki, sem sjá um þessar gatnagerðarfram- kvæmdir, Oliumöl h.f. og Mið- fell h.f. Nú stendur yfir bygging nýrr- ar vöruskemmu hér á hafnar- garðinum, 66 x 32 ferm. aö stærð og kemur Skipaútgeröin til með að hafa þar afgreiðslu fyrir sin skip. Vonir standa til að hingað komi bráðlega dýpkunarskip til þess að dæla upp á og I kringum nýja hafnarsvæöið. Er ráð fyrir þvi gert að þarna þurfi i uppfyll- ingu um 7000 til 8000 rúmm. Þegar jafnað hefur verið úr þessurn uppmokstri verður sáð i hann, til að byrja með. Þá verö- ur og reynt i ár aö ljúka við Seyöisfjörður grjótuppfyllingu sjávarmegin við fiskvinnsluna. Tvær vélsmiðjur eru starf- andi hér. Talsverður hluti af verkefnum annarrar þeirra hef- ur að undanförnu verið fólginn i þvi að smiða lokur, sem nota hefur þurft við Lagarfossvirkj- unina. Hin hefur aftur á móti fengist viö skipasmiðar. Er þar nú verið aö ljúka smiði á 100 smál. stálbát. Ber hann nafnið Langanes og fer til Þórshafnar. Langanesið er sértaklega vel útbúiö til veiða og vinnslu á rækju, þar eru t.d. hraðfrysti- tæki, suðupottar, flokkunarvél- ar o.fl. i þeim dúr. Við minntumst aðeins áðan á færeysku ferjuna. Hún er nú bú- inn að fara 7 ferðir i sumar en fyrirhugað er að þær verði 12 til 14 alls. Þessar feröir virðast njóta mjög mikilla vinsælda og má t.d. geta þess, að i tveimur þeim siðustu hefur ferjan flutt 700farþega og 400 bila, fram og til baka. Ferjan er hér á hverj- um laugardegi, kemur kl. 5 til 6 og fer aftur kl. 8 á kvöldin. Sú leið, sem hún gengur er: Seyðis- fjörður, Þórshöfn i Færeyjum, Skotland, Bergen. Eigendur ferjunnar létu vel af rekstri hennar i fyrra og skilaði hún þá töluverðum hagnaði. Lit- ur þó út fyrir að yfirstandandi ár verði ennþá hagstæðara. A veturna er ferjan hinsvegar rekin sem einskonar flóabátur i Færeyjum og þá með tapi, eins og titt er um slik skip. Tvö ibúðarhús eru nú hér i byggingu, samkvæmt bygg- ingaáætlun Húsnæðismála- stjórnar. Reynt er að fá leyfi til byggingar þriggja húsa til við- bótar, hvernig sem það gengur nú. Hér vantar mjög tilfinnan- lega leiguibúðir fyrir fólk, sem hingað kynni að vilja flytja en hefur ekki tök á þvi að ráðast strax I byggingu á eigin húsnæði og vill e.t.v. einnig dvelja hér eitthvað áður en ákvörðun er tekin um endanlegan búferla- flutning. Þess verður mjög greinilega vart, að fólk vill gjarnan flytja út á land en erfið- asti þröskuldurinn á vegi þess, viðast hvar a.m.k., er húsnæðis- skorturinn. Þá eru og nokkrir einstakling- ar með hús hér i smiðum. Ann- ars er þetta lána- og fyrir- greiðslukerfi allt of þröngt og svifaseint fyrir okkur úti á landi. Við megum illa við þvi, að eyða kannski helmingnum af þeim stutta tima, sem árlega er hægtað sinna útivinnu við bygg- ingar, i það að biða eftir svörum við þvi, hvort umbeðin fyrir- greiðsla þess opinbera fæst eöa ekki. Gjarnan má á það minnast, að okkur þykir seint miðameð að gera sæmilegan veg yfir Fjarð- arheiöi. Skilst mér að minna muni verða unnið þar i sumur en vonir stóðu til og búið var að gera ráð fyrir. Ymsir menn hér i bænum eru með dálitinn smábúskap, eru með nokkrar kindur og dálítið er hér um hross. Sláttur er byrj- aður fyrir nokkru. Þurrkur hefði mátt vera betri en þó hafa hey ekki hrákist ennþá. — mhg Umsjón: Magnús H. Gíslason llilSll

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.