Þjóðviljinn - 05.08.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 05.08.1976, Blaðsíða 16
DWDVnHNN Fimmtudagur 5. ágúst 1976. Var humar- veiðum haldið o£ lengi áfram í sumar? ,,Þaö er mikilvægt að humarinn fái frið til að vaxa, en mönnum þykir, sem leyfð hafi verið of mikil humarveiði i sumar, og við hefðum átt að gefa stofninum meiri tfma til að vaxa,” sagði Kristján Ragnarsson formáður og framkvæmdastjóri Liú, en nú er lokið humarvertfð að þessu sinni. Kristján sagðist ekki hafa nein- ar óyggjandi tölur um árangur humarveiðinnar i sumar, en sér virtist sem aflinn i ár hefði verið meiri en undanfarin ár, og að afli á togtima hefði aukist frá þvi sem verið hefur undangengin sumur. Hins vegar sagði Kristján, að á móti þessari jákvæðu hlið máls- ins stæði hitt, sem verra væri: humarinn, sérstaklega seinni- partinn i sumar, hefði verið mjög smár, sem ekki einvörðungu bendir til þess að of lengi hafi ver- ið haldið úti.heldur hefur og það i för með sér, að fleiri humra þarf i hverja þyngdareiningu og verðið er lægra en fyrir stærri og betri humar. — úþ Lánasjóður tómur og fær ekki fjárveitingu Háskólarektor sér ekki ann- að ráð en lengri sumarleyfi fái námsmenn ekki betri lánakjör Jón Sigurðsson, formaður stjórnar Lánasjóðs is 1. náms- manna, hefur látið svo ummælt, að hann telji sterklega koma til greina að stofnunin starfi ekki það sem eftir ársins. Sjóðurinn er tómur, fjárveiting árs- ins búin, og vantar um 221 miilj- ón uppá, að hann geti staðið við vorlánaloforðin. Tveggja mánaða dráttur er nú iiðinn frá þvi að þau áttu að afgreiðast. Haustlán til sjóðsins á að fjár- magna með 600 miijón króna lántökuheimild og telur Jón það jafngilda þvi að fjárveitinga- nefnd neiti að veita þessa fjár- upphæð. Það sé ekki hiutverk sjóðsins aðtaka lán.heidur lána. Guðlaugur Þorvaldsson, há- skólarektor, sagði I Utvarpsvið- tali i fyrradag, að ekki væri annað sýnna, en nauðsyn ræki til að stytta kennslutima I Há- skólanum, þannig að nemendur gætu unnið fyrir sér á sumrum. Minni námslán á verri kjörum Jón Sigurðsson. Mytu að leiöa til erfiðleika fyrir þorra námsmanna. Háskólarektor kvaöst hafa vakið athygli á þessum vanda vegna þess að einmitt nú riði á að bregðast ekki þeim náms- mönnum, sem skólakerfið hefði stefnt út i háskólanám. Ef litið væri á fæöingarstatistik sæist, Guðlaugur Þorvaldsson. að einmitt nú væru stærstu ár- gangarnir að komast á háskóla- aldurinn. Næstu fimm árin væru þvi slöustu árin sem við þyrftum að sjá fyrir þörfum stórra árganga, en um 1980-’82 færu þeir minnkandi, enda lækkaði fæðingarMutfall mjög á árunum kring um 1960. Yfir þessa erfiöleika væru háskólar á flestum evrópulöndum komn- ir. Guðlaugur sagði að I sjálfu sér væri það ekki að harma að slnu mati, þótt sumarleyfi væru lengd, efunniö væribetur að þvi að tryggja námsmönnum örugga sumarvinnu. Það væri llka góður skóli. Forsenda þess að lengja skólaveruna sumar- og haustmánuði hefði verið sú að námsmönnum væri gert kleift að útvega sér f jármagn til námsins. Hvað gerir námsfólk nú, sem ekki á fjársterka að? Annaðhvort, segir rektor, stundar það námið ver og vinn- ur með, eða hrökklast frá námi. Stytting skólaársins og aukin sumarvinna myndi hinsvegar hafa i för með sér minni yfir- ferð. Fyrir þá sem ljúka prófi hér, og hyggja á framhaldsnám erlendis, myndi þetta þyða fjög- urra ára nám i staö þriggja, vegna þess að Háskólinn verður að miða við þá prófstaðla, sem tiðkast við erlenda háskóla. Guðlaugur taldi það vera álita- mál hvort þetta gæti talist æski- leg þróun. Margir vöknuðu við þrumur og eldingar Þeir voru ófáir sem spruttu fram úr rúmum sinum aðfaranótt gærdagsins og sviptu glugga- tjöldunum frá til þess að lita aug- um islenskt þrumu- og eldinga- vcður. Á timabilinu frá 1.30 til þrjú um nóttina létu veðurguðirn- ir ófriðlega i meira lagi og alit fram undir morgun voru þeir að glefsa f næturfriö ibúa á vestan- verðu landinu. Að sögn Guðmundar Hafsteins- sonar veðurfræðings sýndu allar stöðvar frá Vestmannaeyjum norður að Homi merki þess aö þrumuveður hefði gengið yfir.' Fremur þykir þaö óvenjulegt að slikt veður nái til Vestfjarða, en úrkoma meðveörinuvarnukil og mældist t.d. 23 millimetrar á Hvallátrum á tlmabilinu 18.00 til 09 I gærmorgun. 11 A OKKAR FÆRI AÐ RREYTA LÖGUNUM” — Það er ekki á okkar færi að breyta skattalögunu^Við getum bent á ýmsa þætti.tsem betur mættu fara, en við erum einvörð- ungu framkvæmdaaöilar, og störfum eftir þeim reglum, sem iöggjafinn setur og gilda hverju sinni. Af embættisins hálfu er ekkert sérstakt á döfinni I skatta- málum, sagði Ævar ísberg, sem um þessar mundir gegnir emb- Framhald á bls. 14. Tæknilegar ástæður veðurólát- anna eruþær sömuogoftastáður. Að þessu sinni kom veðrið með kuldaskilum sem færðust inn yfir landið, en ekki alls fyrir löngu fengum við þrumuveöur i kjölfar Mtabylgjunnar sem sendi siðustu leifar sinar hingað i norðrið. Rafmagnsneisti myndast vegna spennumismunar á milli tveggja skýja eða þá á milli skýja og jarðar, og á hverjum metra er mismunur e.t.v. tugþúsundir volta, þannig að spennumunurinn er gifurlegur og orkan I eldingun- um eftir þvi. Þegar siðan orkan leysist úr læðingi með eldingu Mtnar loftið i kring verulega og heita loftiö þenst út. Hljóðbylgjur sem við það hendast af stað mynda þrumuna, og þar meö er á mjög einföldu máli fengin tækni- leg útskýring á fyrirbærinu þrumum og eldingum. —gsp. Kristján Ragnarsson. Hægt að veiða kol- munna í botnvörpu ,,Það fer algjörlega eftir verðinu, sem við fáum fyrir hann, hvort hægt veröur að stunda þess- ar veiöar i framtiðinni eða ekki,” sagði Kristján Ragnarsson, for - maður LÍC, er við spurðum hann álits á tilraunaveiðum á kol- Framhald á bls. 14. SQL ARL AND AFERÐIRN AR Gj aldeyrir til menningar ferða er ennþá hitamál Nýlega hefur viðskiptaráðu- neytinu borist bréf frá Félagi ferðaskrifstofa þar sem þess er enn fariö á leit að þeim verði veitt einhver úrlausn varöandi menningarferðir út frá sólar- stöðum. Talsvert er nú rætt um það mcöal ferðaskrifstofu- manna að þessar skoðunarferð- ir á söguslóöir muni verða felld- ar niður vegna þess hve naumt feröamannagjaldeyririnn er skammtaður og ekki er hægt að selja í feröirnar gegn isl. pen- ingum. Björgvin Guðmundsson.skrif- stofustjóri i viöskiptaráðuneyt- inu, tjáði blaðinu að þessi mál væru enn til athugunar hjá gjaldeyrisyfirvöldum. Fyrir nokkru heföi verið rætt um aö leyfa feröaskrifstofunum að selja gegn greiöslu i isl, krónum i eina slika ferö eða einhvern takmarkaðan fjölda fyrir hvern hóp. Þetta væri hins vegar ýmsum annmörkum háð. 1 fyrsta lagi mætti ekki selja neict gegn greiðslu i Isl, pening- um erlendis. Ferðaskrifstofurn- ar heföu hins vegar talið vand- kvæði á þvi að selja i þessar ferðir fyrirfram hér heima, og viljaö gera það á staðnum. 1 öðru lagi vildu þær gjarnan setja I einn pott slikar menning- ar- og skoðunarferðir og feröir i grisaveislur og nætur- klúbbaráp. Viðskiptaráðuneytiö heföi hins vegar ekki viijað telja siöarnefndu ferðategundina til menningarferöa enn. Ferðir af þessu tagi væru orðnar fastur stofurnar vildu gjarnar selja i þær gegn ísl. peningum. Hins vegar sagði Björgvin að ekkert væri þvi til fyrirstöðu að ferðaskrifstofur seldu I allar áðurnefndar ferðir, ef um væri að ræða fastar áætlunarferðir. Þá væri hægt að greiða þær I is- lenskum peningum hér heima, eins og flugför og járnbrautar- ferðalög. Skrifstofurnar teldu sig þurfa að nota isl. fararstjóra og sérrútur, en þó notuöu þær áætlunarferðir fyrir alla stærri hópa, þannig að sú leiö sýnist nú fær. Björgvin viðurkenndi að gjaldeyr isreglurnar orkuðu mjög tvimælis. Til dæmis giltu sömu reglur, og sama upphæð, fyrir ferðir til landa, hvort sem verölag þar væri hátt eða lágt, og feröin stutt eöa löng. Til þessa hefði hins vegar ekki veriðtalið fært annað en aðhafa reglurnar fyrir feröamanna- gjaldeyri einfaldar og skýr ar til þess að koma i veg fyrir mismunun og misnotkun. Ferðagjaldeyrir er nú miðaö- ur við kr. 50 þúsund á mann og eina ferð á ári. Hálfur skammt- ur er fyrir börn og hálfur fyrir þá sem fara tvisvar eða oftar. 1 sólarlandaferðum fá ferðamenn um 30 þúsund krónur, 11 þúsund peseta I eigin vasa, hitt færi til greiðsluá hótelum og sameigin- legum kostnaði i hópferðum. Taldi Björgvin þessa upphæð skikkanlega i sólarferðum ef dvalið væri á ódýrum hótelum i tvær vikur. Skammturinn væri fyrst naumur, ef ferðalög stæðu lengur. Þess skal getiö aö sólarlanda- Björgvin Guðmundsson. farþegar eyddu aðeins um ein- um þriðja af öllum ferðagjald- eyri, sem afgreiddur var hér i fyrra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.