Þjóðviljinn - 05.08.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.08.1976, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 5. ágUst 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 BARNA- MORÐING- INN NESTLÉ Fyrir rúmum mánuði lauk i Bern i Sviss allsérkennilegum réttarhöldum: þá féll dómur i meiðyrðamáli sem yfirmenn alþjóðahringsins Nestlé höfðu höfðað gegn sextán manna hóp, hinum svokallaða „vinnuhóp um málefni þriðja heimsins”. Astæðan var ekki litil: þessi hópur haföi ásakað hringinn Nestlé, sem framleiðir m.a. mjólkurduft handa ungbörnum, fyrir að hafa óbeint valdið dauða mikils fjölda ungbarna i löndum þriðja heimsins. Hafði ákæran verið settfram i bók, sem var að visu þýdd úr ensku en fékk nýjan titil i þýöingunni: i staðinn fyrir titilinn „The Baby Killer” var bókin hreinlega kölluð „Barna- morðinginn Nestlé” („Nestlé tötet Babies”). Réttarhöldum lauk með þvi að sexmenningarnir voru dæmdir til málamyndarsektar, — enda sjálfsagt ekki hægt að gera annað I landi, þar sem stjórnvöldin vilja umfram allt skapa paradis fjár- málamanna og auðhringa — en þá höfðu málin þó snúist svo undarlega við, að auðhringurinn Nestlé virtist vera hinn raunveru- legi sakbomingur, og rétturinn neyddist til að skipa yfirmönnum hans að breyta um sölutækni i löndum þriðja heimsins. Yfirmenn Nestlé höfðu þó ekkert sparað til þess að svara ásökununum um að þeir kynnu að vera valdir að einhverjum barna- dauða og sannfæra dómarana — og almenningsálitið — um ágæti starfsemi sinnar. Þeir byrjuðu vitanlega á þvi að reyna að gera ákærendurna tortryggilega og segja að þeir létu stjórnast ,,af heimsku eða þeirri öfund, sem allir misheppnaðir menn bera i brjósti til þeirra sem hafa getan framkvæmt eitthvað”. En siðan lögðu þeir mikið fé i að útskýra starfsemi hringsins. í þykkum lit- prentuðum bæklingi mátti lesa að meö þvi að breyta hráefni — mjólk — i fullunna iðnaðarvöru — mjóikurdufti — stuðlaði Nestlé mjög að efnahagsþróun þeirra rikja þar sem hringurinn starf- aði. Þannig hefði hann ekki aðeins stuðlað að bættri mjólkurframleiðslu I héruðum sem áður voru vanþróuð, heldur einnig haft hönd i bagga með byggingu vega og jafnvel skóla. Loks var það nefnt að mjólkur- duftið hefði bjargað miklum fjölda vannærðra ungbarna frá dauða, og drógu yfirmenn auð- hringsins þá ályktun i bæklingn- um, að þótt Nestlé væri „engan veginn nein góðgerðarstofnun, sem stefndi að þvi að aðstoða vanþróuð lönd” hefði auðhring- urinn og vanþróuðu þjóðirnar sameiginlega og nátengda hags- muni, þannig að framfarir fyrir annan aðilann hefði óhjákvæmi- lega I fór meö sér framfarir fyrir hinn aðilann lika. Engin ástæða er að draga I efa þessar upplýsingar (aðrar en niðurstöðuna sjálfa) enda geröu sextánmenningarnir það ekki. En það viðhorf sem kemur fram I bæklingnum er dæmigert fyrir það hvernig ýmsir aðilar á vesturlöndum lita á ástandið i þriðja heiminum: þeir hafa i huga eitthvert ákveðiö „þ-óunar- mynstur”, sem fellur kannske að einhverju leyti inn I aðstæður á vesturlöndum en sjá ekki, eða loka augunum fyrir þvl, að að- stæðurnar eru gerólikar í löndum þriðja heimsins, þannig að vissar framkvæmdir á sviði efnahags- mála hafa þar kannske áhrif sem eru allt öðru visi en þau sem þær myndu hafa i þróuðu landi. Þótt starfsemi Nestlé*hrmgsins kunni t.d. að stuðla að vissum framförum i mjólkurframleiðslu og byggingu vega i ýmsum lönd- um þriðja heimsins, hefur hún jafnframt tvenns konar auka- verkanir, sem eru smám saman að koma i ljós og kunna að hafa alvarlegar afleiðingar þegar fram i sækir; hún gerir þessar þjóðir háðar mjög fullkominni tækni, sem þær hafa ekkert vald yfir, og veldur þvi þannig að þær missa vissan hluta af sjálfstæði sinu og neyðast til að taka upp menningarmynstur sem hentar miður vel við aðstæður landsins. Svo hefur hún einnig þau áhrif að fámennar miðstéttir og yfirstéttir auðgast en þá kemur upp mis- þróun innan þjóðfélagsins og lif fátækari stétta verður enn erfið- ara og vonlausara en það var áð- ur. En á þessi atriði hefur oft verið bent og snerist meiðyrðamálið engan veginn um þau. Hins vegar var annað atriði og öllu óhugnan- legraefstá baugi og það var sölu- mennska á framleiðsluvörum Nestlé hfíngsins i vanþróuðum rikjum þriðja heimsins: frá henni var þegar skýrt I blöðúnum 1973, og ári siðar kom út ýtarleg skýrsla sem nefnd var hér að framan, „The Baby Killer”. Samkvæmt þeim upplýsingum sem þar er að finna rekur Nestlé (og reyndar fleiri svipaðir hring- ir) gifurlega auglýsingastarfsemi fyrir mjólkurdufti handa ung- börnum i ýmsum vanþróuðum löndum. Þessi auglýsingastarf- semi fer fram með mjög einfeldn- ingslegum og bárnalegum útvarpsauglýsingum, sem eru greinilega ekki ætlaðar mennt- aðri stéttum heldur ómenntuðum fjölda, en einnig er beitt aðferð- um eins og ókeypis dreifingu, auglýsingamönnum dulbúnum sem hjúkrunarfólki o.þ.h., og er markmið aulýsingastarfseminn- ar það að fá fólk til að halda að það sé miklu „nútimalegra”, „vlsindalegra” og betra i alla staði að gefa börnum gerfimjólk af pela heldur en móðurmjólk, og það aðhafa börn á brjósti sé bæði úrelt og skaðlegt fyrir börnin. Á þennan hátt fá auðhringarnir margar konur, sem vel gætu haft börn sin á brjósti, til þess að gefa þeim gerfimjólk af pela, og hefur það fjöl,argar alvarlegar afleið- ingar. Það liggur vitanlega i augum uppi að á þennan hátt fer til spillis „hráefni”, sem erþegar tilbúið til notkunar og ekkert getur i raun- inni komið i staðinn fyrir: móður- mjólkin. Alan Berg, sem er að- stoðarforstjóri þeirrar deildar Al- þjóðabankans, sem sér um næringarmál, hefur reiknað út, að á þennan hátt tapi vanþróuð riki I heild sem svarar 750miljón- um dollara á ári. Það er gifurleg upphæðfyrir þjóðir, sem eiga við stöðuga hungursneyð að búa. Afleiðingarnar á heilsu ung- barnanna eru þó enn alvarlegri: móðir sem ætar að gefa barni sinu mjólká pela verður að fylgja mjög nákvæmum reglum. Pelinn verður alltaf að vera hreinn, vatnið soðið, hendurnar vel þvegnar, og sctja verður rétt magn af dufti i vatnið. Þessi skfl- yrði er þvi miður ógerningur að uppfylla á flestum stöðum þriðja heimsins: það eru aðeins örláir menntaðir menn, sem geta {ylgt slikum reglum. Þegar ekki er annað vatn aðfá en þaðsem kem- ur úr þorpsbrunninum, þegar ekki er til nema einn pottur f kof- anum.og þegar lifsskilyrðin gera ókleyft að fylgja almennum hreinlætisreglum, getur pelinn ekki verið annað en smitberi. Auk þess er mjólkurduftið ákaflega dýrt. Verð þess dufts sem þarf til að fæða þriggja mán- aða barn er um 30% lágmarks- Rannsóknir hafa sýnt að dánartala barna er helmingi hærri meðal þeirra sem fá þurrmjólk á pelann sinn, heldur en þeirra, sem njóta móðurmjólk^rinnar. launa i Nigeriu og jaínvel 40% lágmarkslauna i ýmsum löndum. Það er þvi alls ekki að furða þótt ólassar mæður i þessum löndum, sem vilja kannske gefa börnum sinum bestufæðu og þvi fyriralla muni næra þau með þessu vest- ræan undradufti, þynni það allt of mikið útmeð vatni: þær halda að þetta sé undramjólkin svo lengi sem vökvinn er hvitur. Af þessum ástæðum sýkjast þessi börn auöveldlega af ýmsum sjúkdómum, og mörg veslast upp og deyja. Niðurstöður rannsókna, sem gerðar hafa verið I Chile, Jamaiku og Galileu, eru alls stað- ar eins: dánartala barna, sem fá gerfimjólk úr pela, er tvisvar eða þrisvar sinnum hærri en dánar- tala þeirra, sem fá brjóstamjólk. Það er engin þörf á þvi að skeggræða sekt eða sakleysi al- þjóðahringsins Nestlé og annarra slikra; staðreyndirnar tala sinu máli. Lif fjölmargra er i veði, og breyti auðhringarnir ekki um stefnu, verður eitthvert pólitiskt vald að þvinga þá til þess , þvi hæpiðer að yfirmenn Nestlé fylgi dómsúrskurðunum i Bern. Nýlega hefurstjórn Gineu-Bissau bannað alla sölu á mjólkurdufti og barnamat nema að læknisráði, og er þessi ráðstöfun sjálfsagt einaleiðinsem núerfær: stjórnir vanþróuðu rikjanna verða sjálfar að setja reglur um starfsemi auð- hringa. En til þess að það geti orðið er nauðsynlegt að koma sem mestum upplýsingum á framfæri, og draga fram i dags- ljósið sannleikann um „hina sam- eiginlegu hagsmuni auðhringa og vanþróaðra þjóða”. Réttarhöldin i Bern miðuðu I þá átt. (Endursagt eftir „Le Monde Diplomatique") Forstaða leikskóla í Kópavogi Staða forstöðumanns leikskóla, sem tekur til starfa i haust, er laus til umsóknar. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 25. ágúst næst- komandi, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar á Félagsmálastofnuninni, Álfhólsvegi 32, simi 4 15 70. Félagsmálastjórinn Kópavogi Laus staða Staða hjúkrunarfræðings eða ljósmóður við heilsugæslustöðina i ólafsvik er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 1. september 1976. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 3. ágúst 1976

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.