Þjóðviljinn - 12.08.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.08.1976, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 12. ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 JÓHANNESARBORG 11/8 — óeirðirnar, sem geisað hafa að undanförnu í Israels- menn fyrir rétt í Svíþjóð NORRKÖPING 11/8 — Þrlr foringjar Israelsks fótbolta- liðs, sem er I keppnisferð um Sviþjóð, voru I dag ákærðir fyrir ólöglegan vopnaburð, og munu þeir koma fyrir rétt á morgun. Göran Salomonson, sak- sóknari, sagði frétta- mönnum Reuters að einn þessara manna hefði skýrt lögreglunni frá þvl að þeir væru vopnaðir beretta— skammbyssum, sem Isra- elska sendiráðið i Stokk- hólmi hefði látið þeim I té. Talsmenn sendiráðsins neit- uðu að láta nokkuð uppi um málið. Fótboltaliðið, sem er frá smábæ skammt frá Tel Aviv var undir vernd sænskra lög- regluþjóna, en Israelsmönn- um fannst það greinilega ekki nóg. Þótt tveggja ára fangelsi liggi við ólöglegum vopnaburði I Sviþjóð, bjugg- ust áreiðanlegir heimildar- menn við þvi að ísraels- mennirnir fengju sekt og skilorðsbundinn dóm ef þeir yrðu dæmdir sekir. borgarhlutum svertingja i Suður-Afríku breiddust i dag til Höfðaborgar, en allt virtist hins vegar með kyrrum kjörum í Soweto. í Höfðaborg var lögreglan send inn i borgarhverfin Langa og Guguletu þegar hundruð skóla- barna fóru úr skólunum út á göt- urnar og sungu þar trúarlega söngva. Lögreglan hafði sig einnig frammi i mörgum öðrum borgum landsins. í Alexandra, nálægt Jóhannesarborg, skaut hún tvis- var á svertingja, og einnig skaut hún á svertingja sem voru að ræna verksmiðju. Sagði tals- maður lögreglunnar að hann héldi að margir svertingjar hefðu orðið fyrir skotum en annars hafa engarfregnir boristum mannfall. t borginni Kaisgo, nálægt Krugersdorp, fyrir norðan Jó- hannesarborg tilkynnti lögreglan að hún hefði handtekið 76 stúdenta. Voru þeir ásakaðir um aö hafa kastað grjóti I gagnfræða- skóla og aðrar opinberar bygg- ingar. 1 miðborg Pretoriu i dag framdi svertingi frá bænum Mamelodi sjálfsmorð með þvi að hella yfir sig bensini og kveikja i þvi. I Mamelodi grýttu svertingjar opinberar bifreiðir og reyndu að kveikja i gagnfræðaskóla. 1 bænum Sebong, sem er um 50 km fyrir sunnan Jóhannesarborg skaut lögreglan viðvörunar- skotum og beitti táragasi til að sundra hóp 300 svertingja, sem grýtti strætisvagna og biía og gerði siðan árás á áfengisverslun. Til óeirða kom á ýmsum öðrum stöðum i landinu. 1 gær tilkynnti James Kruger, dómsmála- ráðherra, að sú tilskipun sem gefin var út 15. júli og gaf yfir- völdunum leyfi til að fangelsa menn án dóms og laga i Trans- vaal-fylki, skyldi nú gilda um land allt. Svertingjar hjálpa særðri stúlku eftir bardaga við lögreglu I Suður- Afriku. Gagnrýni bandaríkjamanna hefur litil áhrif: Frakkar svara fullum hálsi PARIS 11/8 — Frakkar svöruðu i dag all hranalega þeirri gagn- rýni, sem bandarikjamenn höfðu borið fram vegna samninga um sölu á frönskum kjarnaofni til pakistana. Bandarikjamenn gagnrýndu söluna á þeim for- sendum að unnt væri að nota úrgangsefni kjárnaofnsins til að framleiða kjarnasprengjur. þjóðir sem selja eða kaupa kjarn- orkuver. Þegar Kissinger var i Pakistan fyrir skömmu benti hann pakistönum á að þeir kynnu að missa bandariska efnahagsað- stoð ef þeir keyptu franskan kjarnorkuofn. Þessi ummæii voru þegar túlkuð á þá leið að hann vildi koma i veg fyrir að við- skiptasamningur frakka og pakistana kæmist i framkvæmd, en Kissinger sagði þó i gær að hann hefði einungis verið að út- skýra nýju lögin fyrir pakistön- um. Ahyggjur bandarikjamanna af sölu á kjarnaofni til Pakistans stafa m.a. af þvi að indverjum tókst að framleiða kjarna- sprengju með aðstoð kjarnaofns, sem kanadamenn höfðu selt þeim. Fyrr á þessu ári buðust frakkar til að selja suður-kóreu- mönnum kjarnaofn, en hættu þá við söluna vegna mótmæla frá bandarik jamönnum. Stöðugar óeirðir víða í S-Afríku F undur hlutlausra ríkja í Colombo COLOMBO 11/8 — Utanrikisráð- herrar hlutlausra rikja komu saman til fjögurra daga fundar i Colombo á Sri Lanka (Seylon) I dag, og er talið að eitt helsta um- ræðuefni þeirra 85 ráðherra, sem fundinn sækja, verði það hvernig unnt verði að koma i veg fyrir samkeppni stórveldanna á Ind- landshafi. Fyrir fundinum liggur uppkast að ályktun, sem fordæm- ir herstöðvar við Indlandshaf, og segir þar að slikar stöðvar séu ógnun við sjálfstæöi strandrikj- anna. Utanrikisráðherra Sri Lanka gaf út yfirlýsingu I sambandi við fundinn, þar sem hann mæltist til þess að listaverk sem eru i er- lendum söfnum veröi send aftur til upprunalands sins. Jacques Chirac Jacques Chirac, forsætisráð- herra Frakklands, sagði i dag að bandarikjamönnum kæmi alls ekki við samningagerð frakka og pakistana. Hann bætti þvi við, varðandi tillögu Henry Kissingers utanrikisráðherra Bandarikjanna um fund banda- rikjamanna, pakistana og frakka til að ræöa þetta mál, að það kæmi ekki til greina að frakkar tækju þátt i slikum fundi. „Þetta er viðskiptasamningur, sem frakkar og pakistanar hafa gert sin á milli” sagði Chirac, „Það er ekki i verksviði þriðja aðila aö skipta sér af þvi”. Hann gaf það siðan i skyn að yfirlýsing- ar Kissingers stæðu einkum i sambandi við bandarisk innan- rikismál, en hættan á útbreiðslu kjarnavopna i löndum þriðja heimsins, hefur einmitt verið á dagskrá i Bandarikjunum i sam- bandi við forsetakosningarnar. Nýlega var borið fram fyrir fulltrúadeiid Bandarikjaþings frumvarp til laga, sem mælir svo fyrir að bandarikjamenn skyldu hætta allri efnahagsaðstoð við Tólf bíða bana í eldsvoða í París PARtS 11/8 — Grunur liggur á þvi að um ikvcikju hafi verið að ræða þegar eldur kom upp i hó- teli i skemmtihverfinu Pigalle i Paris snemma I morgun. Iiótel- ið brann á örstuttum tima og fórust tólf manns i brunanum. Flestir þeirra munu hafa kafnað á göngum hótelsins þegar þeir reyndu að komast út, en einn stökk niður af sjöttu hæð og beið bana i fallinu. Ekki hefur enn verið unnt að bera kennsl á þá sem biðu bana, enda eyðilagðist gestabók hótelsins I brunanum, en talið er þó að flestir þeirra hafi verið alsirbúar. Flestir af hótelgestunum voru innfluttir verkamenn, sem höfðu þar heimili sitt, en þó gistu þar einnig japanskir stúd- entar og evrópskir ferðamenn, sem vildu búa ódýrt. Eldurinn kom upp á veitinga- húsi við hótelið, en breiddist sið- an fljótt til stiga hótelsins. Um klukkutima siðan kom einnig upp eldur i annari byggingu að- eins hundraö metra frá hótel- inu, sem brann. Þar meiddist enginn, en yfirmaður slökkvi- liðsins sagði að sá bruni vekti grunsemdir um að brennuvarg- ar kynnu að hafa verið að verki á báðum stöðunum. Öryggisráðið ræðir deilur um Eyjahafið ANKARA 11/8 — Hættan á þvi að til ófriðar kynni að koma milli grikkja og tyrkja virtist minnka I dag, þegar báðir aðilar tóku að búa sig undir skyndifund öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna, sem á að fjalla um deilur þeirra um auðlindalögsögu i Eyjahafi. Grisk herskip héldu i dag áfram að fylgjast vandiega með ferðum tyrkneska oliuleitarskipsins Sis- mik 1„ en það eru rannsóknar- ferðir þess er ollu þvi að deilurn- ar um Eyjahafið komust aftur á dagskrá i siðustu viku. Tyrkir sendu grikkjum orðsendingu i gær þar sem þeir kröfðust þess að þeir hættu að „erta” Sismik 1. „Grikkir bera ábyrgðina á þeim árásum, sem slikar ögranir kunna að valda” stóð i orðsend- ingunni. Grikkir haida þvi hins vegar fram að Sismik 1 hafi framið brot á auðlindalögsögu Grikklands með leit sinni. En i dag var engin mótmæla- orðsending birt i fyrsta skipti i fimm daga, og virtist eitthvað hafa dregið úr viðsjám milli grikkja og tyrkja. Umræðurnar i öryggisráðinu, sem nú kemur til fundar samkvæmt beiðni grikkja, eiga að hefjast á morgun. Þegar hefur verið tilkynnt að utanrikis- ráðherra Tyrklands muni fara til New York og veita tyrknesku sendinefndinni forystu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.