Þjóðviljinn - 12.08.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.08.1976, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. ágúst 1976 „Efling iðnaðar á íslandi 1975—1985”, nokkrar athugasemdir við skýrslu Iðnþróunarnefndar 1. GREIN Nefndarskipan og vinnu- brögð nefndarinnar Árið 1970 voru fengnir hingaö nokkrir sérfræðingar á vegum bróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna til að gera úttekt á islenskum iðnaði, spá um þróunarmöguleika hans og koma með tillögur um aðgerðir til nýt- ingará þessum möguleikum. Eft- iru.þ.b. tveggja ára starf skiluðu þeir 2 skýrslum um tillögur sínar. 1 ágúst 1973 skipaði siðan þáverandi iðnaðarráðherra nefad tii aðathuga tillögur sérfræðing- annaogkoma með eigin valkosti út frá þeim. Arangur nefndar- starfsins varð skýrslan „Efling iðnaðar á tslandi 1975-1985”, sem út kom í júni 1975. Þó að þessi skýrsla eigi að vera athugun á forsendum og tillögum sérfræðinga SÞ, gengur hún einnig út frá öðrum hlutaathug- unum um isl. iðnað. Þar eö engin hliðstæðskýrsla hefur veriðskrif- uð (að meðtaldri „nálarauga” skýrslu Rannsóknarráðs Rikis- ins), verður hún að teljast heil- steyptasta verkið um stöðu og þróun iðnaðar á tslandi, sem út hefur komiö hingað tál. Hefði þvi talist alleðlilegt, að henni yrði veitt einhver eftirtekt, einkum, þegar það er haft i huga, að framtiðarbreytingar i lifsháttum islendinga eru að verulegu leyti háðar komandi iðnþróun. Þrátt fyrir það virðist þessi skýrsla hafa fari-ð gagnrýnislaust fram- hjá lesendum sinum, a.m Jí. hefur þessi gagnrýni ekki verið birt. Það er tilgangur þessa greinar korns að bæta eitthvað úr þessu. Verður það gert i 3 hlutum. I fyrsta hlutanum verða gerðar al- mennar athugasemdir við nefndarskipunina ásamt vand- virkni nefndarstarfsins. I tveim öðrum hlutum verða forsendur nefndarinnar teknar til athugun- ar. Er þá fyrst að nefna mann - aflaforsendur nefndarinnar og sfð anfjármagns- og framleiönifor- sendur hennar. Þær athugasemdir, sem koma hér fram eiga svo til eingöngu við kafla 2.4 „Mat á forsendum og markmiðum iðnþróunaráætlunar’ (siðu 12-32). Þetta ber þó ekki að túlka þannig að hann sé slitinn úr sinu rétta samhengi, enda væri útilokaö að gera slikar athuga- semdir án þess að hafa lesið alla skýrsluna. Hins vegar er hinn hluti skýrslunnar aö vissu leyti leidduraf forsendunum þannig að skekkjur i þeim ættu einnig að koma þar fram. Hér er þvi „eng- in” afstaða tekin til þeirra al- mennu Ieiða, sem IÞ-nefnd bendir á varðandi væntanlega iönþróun. 1 þessum athugasemdum er á nokkrum stöðum slegið fram töl- um og ályktunum án þess að gefnar séu upp heimildir fyrir þeim. Máliðer einfaldlega þannig vaxið, að þessar heimildir telenskaýeru ekki til eða ófinnan- legar. Slikar takmarkanir geta þó engan veginn réttlættafmarkanir einkum þegar slikt gæti valdið verulegri skekkju i heildarrök- færslunni. Hér hefur sú vanalega leið verið farin að reyna að gefa stærðir og ályktanir til kynna út frá alþjóðlegum þróunarsaman- burði og vissum þróunareinkenn- um f hinu lslenska efaahagslifi m.t.t. þessefhis, sem um er rætt. Iðnþróunarúttekt: frá forsendum til dreifingu mannafla (gróf nálgun). Nefndarskipunin Á sama hátt og val á vinnuað- ferð ákvarðar árangur vinnunnar ákvarðar val á nefndarmönnum vinnuaðferð nefndarinnar. Er hér fremst um að ræða gildismat eða lífsskoðun nefndarmanna. Reynir einkum á þetta f hugvfsindum við m.a. túlkun og val á markmiðum (verkefhum), val afmarkana, val á heimildum, meöhöndlun þeirra og framsetningu árangursins. Þvi má segja, að með vali manna f IÞ-nefnd, var einnig verið að velja árangur nefndarstarfsins. og nú er kominn tími til aö miðla þeim saman. En eru aliir valkost- ir komnir fram? Ef ekki, hefði þá ekki veriö æskilegt að skipa nefnd (ir) með það markmið I huga aö koma með mismunandi fram- kvæmanlega valkosti, sem hefðu byggst á mismunandi gildismati nefadarmanna!? Látum þó sem umrætt „stöðu- mat” iðnþróunar á Islandi hafi veriðrétt. Þá vaknarsúspurning, hvaða mönnum verður nefndin skipuð til að ná nefndri málamiöl- unartillögu? Svarið má lesa I 2 fyrstu linum tilvitnunarinnar. Samsetning IÞ-nefadar. Nafn Atvinna Gildismat Vilhjálmur Lúðviksson Efnaverkfræðingur Bjarni Bragi Jónsson Forstöðum., Framkv.st Davfð Scheving Thorsteinsson Formaður FII Sigurður Markússon Framkv.st.,SÍS Sigurgeir Jónsson Bankast., Seölabanka Þröstur Olafsson Hagfr., Iðnaöarráðun. A siöu 5 má lesa um nefndar- skipunina: „Nefadarskipunin byggist ekki á tilnefningu af hálfu hagsmuna- aðila, en reynt er að gæta tengsla við þær stofoanir og samtök, sem helst þarf að sameina um störf að iðnþróunaraðgerðum, ef árangur á að nást.” Ot frá 2 siðustu setningunum má lesa, að markmið nefndar- starfsins hafi átt að vera myndun málamiðlunartillögu, sem „allir” gætu sameinast um, þvf þannig myndi einhver árangur „nást” með störfum nefndarinnar. Það sem er einkar athyglisvert við þetta er það mat á stöðu iðn- þróunar á Islandi, sem kemur fram i þessu markmiði. Allir val- kostir virðast taldir komnir fram Litum á orðið „hagsmunaaðili”. Hverjir hafa hagsmuna að gæta varðandi komandi iönþróun? Eru það ekki fremst þeir sem starfa viö iönaðarstörf? Eða m.ö.o. launþegar og atvinnurekendur? Þessar 2 stéttir hljóta að hafa mismunandi hagsmuna að gæta, þvf annars myndum við aldrei upplifa deilur á vinnumarkaðin- um á milli þeirra. Þær stofnanir og samtök, sem helst þarf að sameina um störf að iönþróunar- aðgerðum eru þvi samtök laun- þega og atvinnurekenda. Þó að þessi samtök hefðu ekki þurft að tilnefna menn I nefndina, heföi verið hægt að velja menn i hana út frá þessari hagsmunareglu (launþegar/atvinnurekendur). I stað þess fékk nefndin eftirfar- andi samsetningu: . Þegar Þröstur Ólafsson hætti stifrfum I nefndinni (1974) voru eftir 5 einstaklingar með gildis- mat, sem engan veginn getur talist hliðhollt launþegahreyfing- unni. Er þetta afar athyglisvert f fyrsta lagi fýrir það, að hlutfallið launþegar/atvinnurekendur er um 90:10 f almennum iðnaði og I öðru lagi vegna þátttöku Alþýðu- bandalagsins i að skipa nefadina. Um það gildismat, sem kemur fram i skýrslunni þarf þvf ekki frekar að fjölyrða. Að lokum. Þrátt fyrir þessa pólitisku slagsiðu I nefndarskip- uninni, heföi veriö hægt að gæta þess, að allir nefadarmenn hefðu verið „haéfir” til að gera slikar úttektir. Virðist einhver mis- brestur hafa veriö á þvi. Vandvirkni nefndar- starfsins I skýrslu IÞ-nefndar veröur aö teljast óvenjumikill fjöldi af reikniskekkjum vafasömum ályktunum og torskildu oröalagi. Sá sparðatiningur, sem hér fer á eftir á aðeins viö kafla 2.4.: A siöu 13 má lesa eftirfarandi linur: „Mannaflaþörf iönaöarins ber aö skoöa frá tveim hliöum, annars vegar sem hluta þeirra at- vinnutækifæra, sem vaxandi mannafli þarfnast, og hins vegar sem þörf iðnaðarins sjálfs fyrir mannafla til að geta sinnt hlut- verki sinu I samverkan atvinnu- veganna.en þaðer aftur skilyrði fullrar atvinnu á heildina litiö.” Hér er verið að ræða um mannaflahlutverk og mannafla- samverkan (?). Alyktunin, að „það sé aftur skilyrði fullrar at- vinnuá heildina litið” er auðvitað rétt svo langt, sem þetta skilyrði nægir. A sömu siöu stendur: „Mannaflaþróun iönaðarins stendur í tvenns konar sambandi viö þróun framleiöni i þeim at vinnuvegi sérstaklega og þjóöar- búir.u almennt.” Hér er átt við að mannafla- þróun iönaöarins sé háö fram- leiönihansi innbyröis framleiöni- stööu (hans) gagnvart öörum at- vinnuvegum þjóöarbúsins. Aö tala um „tvenns konar” samband Eftir Sœvar Tjörvason er vafasamt i þessu tilfelli, þvi aðferöarlega er hér um eina heild að ræða. A siðu 13-14 má lesa: „Mannaflaþróun iðnaðarins i venjulegri merkingu þess orðs, þ.e. án frumvinnslugreina land- búnaðar og sjávarútvegs fellur þannig i megin atriöum saman við dililega mannaflaþróun vöru- framleiöslugreinanna i heild.” Hér er sennilega átt við, að mannaflaþróun iðnaðarins veröi sú sama og fyrir iðnaöinn, land- búnaðinn og sjávarútveginn, vegna þess aö landbúnaðurinn og sjávarútvegurinn muni ekki auka við sig mannafla. Siðustu setn- ingu tilvitnunarinnar má sleppa. A 19. siðu má lesa: „Vöruframleiðslugreinar aðrar en byggingarstarfsemi hafa þá sérstööu gagnvart heildinni aö framleiða flytjanleg og yfirleitt geymanleg efnisleg gæði (vörur) ...” Hér er sennilega veriö að greina vörur frá þjónustu. Al- mennt séö þá eru vörur bæöi flytjanlegar og geymanlegar. A siðu 25er rætt um væntanlega fjármagnsþörf vegna endurnýj- unar framleiðslutækja. Þar sem byggt er á tölum UNIDO-sérfræö- ingsins fær IÞ-nefnd tæplega 2% af heildar(mannafla)stofni. Þessi tala á sennilega aö vera um 1.6%. IÞ-nefnd gengur hins vegar sjálf (réttilega) út frá 3-4%. A siöu 25 og viöar er talaö um 11.000 nýja vinnustaði 1 iönaöi hjá UNIDO-sérfræöinginum. Hann talar þó oftast um 10.300 vinnu- staði. A sömu siöu stendur: „Meö samlagningu þessara stæröa er endurnýjun vinnustaöa lögö aö jöfnu viö uppbyggingu nýrra vinnus taöa. Þetta er tæpast Framhald á 14. siðu. 2. GREIN Hún fjallar um BIRTIST Á mannaflaforsend- M0RGUN ur nefndarinnar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.