Þjóðviljinn - 22.08.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.08.1976, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagúr 22 ágúst 1976 LÚÐVÍK JÓSEPSSON: Formaður þingflokks Framsóknarflokksins, Þórarinn Þórarinnsson, hleypur I skarðið. Ihaldsstjórnin og F ramsíJcnarfldskurinn Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð lögðu forystumenn Framsóknarflokksins áherslu á það i áróðri sinum, að flokkur þeirra gengi til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að ekki hefði verið um aöra kosti að velja fyrir flokkinn. Úti á landi, þar sem Fram- sóknarflokkurinn telur sig gjarn- an aðalandstæðing ihaldsins og vill láta kalla sig vinstri flokk, var þvi haldið fram, að samstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn væri aðeins til bráöabirgða og i rauninni út úr neyð. Nú er þessi tónn talsmanna Framsóknarflokksins breyttur. Nú skrifar Þórarinn Þórarinsson, aðalritstjóri Timans, hverja greinina af annarri i Timann, og heldur þvi fram að stefna núver- andi ríkisstjórnar sé i öllum meginatriðum hin sama og stefna vinstri stjórnarinnar. Nú talar Þórarinn ekki lengur um „bráðabirgðasamstarf” við Sjálfstæðisflokkinn og ekki heldur um það, að Framsóknarflokkur- inn hafi ekki átt annarra kosta völ en stjórnarsamvinnu við fhaldið. Nú er ihaldsstjórn Geirs Hall- grimssonar orðin að nýrri vinstri stjórn samkvæmt kenningum Þórarins og þvi gerir hann allt sem hann getur til að leggja grundvöll að áframhaldandi sam- starfi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Stefnuleysi Fram- sóknarflokksins Stefnumörkum Framsóknar- flokksins tilhinna stærri þjóömála hefur jafnan verið harla óljós. Þó . virtist stefna flokksins skýrast nokkuð á þeim árum, sem hann var 1 stjórnarandstöðu við viö- reisnarstjórn ihalds og krata, eða á árunum 1960-1970. A þeim tima taldi Framsóknarflokkurinn sig vinstri flokk og boðaði breytta stefnu i grundvallaratriðum frá hægri stefnu Sjálfstæðisflokksins. Nú eftir tveggja ára samstarf við ihaldið i rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar virðist stefna Framsóknarflokksins orðin allt önnur. Nú er ekki að finna mikinn mun á stefnu Framsóknarflokksins og stefnu Sjálfstæðisflokksins varð- andi ameriska herinn og aðstöðu hans á Keflavikurflugvelli. Nú er heldur ekki orðinn mikill munur á stefnu Framsóknar- flokksins og ihaldsins til samn- inga við vestrænar vinaþjóðir um landhelgismálið, og ekki heldur hægt að finna mikinn mun á stefnunni varðandi stóriðju útlendinga hér á landi. Stefna Framsóknar til launa- og kjaramála verkafólks hefur sist veriö betri en ihaldsins og komið hefur fyrir, að formaður Framsóknarflokksins hafi bein- linis gert meiri kröfur um kjara- skerðingu vinnandi fólks en for- ystumenn ihaldsins hafa þorað að gera. Framsóknarflokkurinn hefur dyggilega stutt stefnu ihaldsins um samdrátt i uppbyggingu at- vinnulifsins, um há-vaxta pólitik, um stórminnkandi framkvæmdir i vegamálum og sifelldar verð- lagshækkanir á allri opinberri þjónustu. Og nú er svo komið að Þórarinn Þórarinsson aðalritstjóri Timans og formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins sér engan mun á stefnu rikisstjórnar Ólafs Jóhannessonar og stjórn Geirs Hallgrimssonar, — hann gerir engan mun á vinstri stefnu og hægristefnu. Vinstri stjórn — hægri stjórn Ég ætla mér ekki þá dul, að ég geti i stuttri blaðagrein skilgreint á fullnægjandi hátt mun á vinstri stefnu og hægri stefnu, svo gjör- samlega sem búið er aö hræra saman og rugla rétta merkingu orðanna hægri og vinstri i stjórn- málum. En ég ætla að drepa á okkur grundvallarstefnumál vinstri stjórnarinnar um leið og ég vik að hægri stefnu núverandi rikis- stjórnar. Vinstri stjórnin setti sér það mark að semja um „brottför hersins i áföngum”. Það var stefnumið þeirrar stjórnar að herinn ætti að fara úr landinu og að hér ætti að vera herlaust land. Þegar kom til framkvæmda á þessari stefnu kom i ljós, að Framsóknarflokkurinn var ekki heill i málinu. Áhrifamenn i flokknum voru mótfallnir þessu stefnumáli vinstri stjórnarinnar og hófu baráttu með Ihaldsöflun- um gegn þvi að við það yrði stað- ið. Hægri rikisstjórn Geirs Hall- grimssonar gjörbreytti um stefnu i þessu máli og samdi um aukin umsvif hersins á Miðnesheiði og áframhaldandi setu hans. Vinstri rikisstjórnin hét þvi i stjórnarsáttmála sinum, að laun verkafólks, bænda og sjómanna skyldu hækkuð um 20% frá þvi sem þau voru orðin eftir kaup- lækkunartimabil viðreisnar- stjórnarinnar. Við þetta atriði var staðið. Núverandi hægristjórn hefur hins vegar látlaust unnið að þvi að lækka aftur iaunakjör þessara stétta. Það hefur hún gert með endurteknum gengislækkunum, gengissigi, hækkun söluskatts og innflutningsgjalda, vaxtahækkun og með þvi að heimila óhóflegar verðlagshækkanir. Vinstri stjórnin taldi eðlilegt og sanngjarnt og efnahagslega rétt að bæta launakjör vinnustéttanna sem höfðu orðið að þola kaup- lækkun á árunum 1968-1969. Hægri stjórnin taidi aftur á móti og telur enn i dag, nauðsynlegt að halda niðri kaupmætti launa vinnustéttanna og kennir of háu kaupi um efnahagsleg vandamál þjóðarinnar. Vinstri stjórnin beitti sér fyrir hækkun orlofs, styttingu vinnu- tima og margvislegum réttindum verkafólki, og bændum til handa. Núverandi hægri stjórn hefur verið að skerða þessi réttindi m.a. með þvi að skera niður fjár- veitingar til félagsmála og með þvi að breyta lögum til skerðing- ar áður viðurkenndum réttindum. Vinstri stjórnin beitti sér af kappi að eflingu atvinnulifs um allt land. Hún stuðlaði aö kaupum á skuttogurum og öðrum fiski- skipum til fjölmargra staða á landinu og hóf stórfelldar fram- kvæmdir við endurnýjun frysti- húsa og annarra fiskvinnslu- stöðva. Framkvæmdir á þessum svið- um gjörbreyttu atvinnumálum viða um iand. Fiskvinnslan færðist á hærra stig, atvinna varð samfelldari, afkoma fyrirtækja betri og hagur vinnandi fólks all- ur annar en áður. Hægri stjórnin hefur stöðvað þessa uppbyggingu á mörgum stöðum. Ný frystihús, sem voru hálfbyggð og önnur sem voru á lokastigi, standa nú óhreyfð, en þess i stað er nú talað i sifellu um of mikla fjárfestingu i sjávarút- vegi og landbúnaði. Vinstri stjórnin hækkaði eigin tekjur stofnlánasjóða atvinnu- veganna stórlega frá þvi sem áð- ur var og tryggði þeim nauðsyn- legt starfsfé. Núverandi rikis- stjórn hælir sér fyrir að hafa náð þeim árangri að draga úr fjár- festingum atvinnuveganna um 16,2% á árinu 1975. Og hún knúið fram mikla vaxtahækkun og verðtryggingu á lánum og stefnir með þvi að stöðvun uppbyggingar i atvinnu- lifinu. Vinstri stjórnin lagði áherslu á atvinnuvegi landsmanna sjálfra og hafnaði erlendri stóriðju. Hægri stjórnin hefur snúið þessu við og leggur nú höfuðáherslu á virkjanir fyrir erlenda stóriðju og rannsóknir á orkuframkvæmdum sem fyrst og fremst miðast við slikar framkvæmdir. Hægri stjórnin leiðir umboðs- menn erlendra auðhringa um landið og ræðir um stóriðju á Austurlandi og við Eyjafjörð auk járnblendiverksmiðjunnar i Hvalfirði og stækkunar álversins i Straumsvik, sem þegar hefur verið samið um. Varðandi uppbyggingu at- vinnulifsins er stefna vinstri stjórnarinnar og stefna hægri stjórnarinnar algjörlega and- stæöar. Stefna vinstri stjórnarinnar miðaði að eflingu byggðar um allt land. Hún byggði á auðlindum landsins og sjávar og á eigin framkvæmdum og eigin rekstri islendinga, en núverandi stefna er öll miöuð við stóriðju útlend- inga en vantrú á getu lands- manna sjálfra. Vinstri stjórnin rak raunhæfa byggðastefnu. Sú stefna var mið- uð við að efla atvinnulif lands- byggðarinnar. Sú stefna miðaði framkvæmdir I orkumálum við þarfir islendinga. Þá var virkjað fyrir vestan, norðan og austan jafnhliða framkvæmdum við Sigöldu. Þá fjölgaði lika fólki á landsbyggðinni. Nú er þessi stefna breytt á nær öllum sviðum. Nú er að visu gumað af Byggðasjóði og smávægilegum lánum hans og styrkjum, á sama tima og atvinnuuppbyggingin er stöðvuð. Stóriðjustefnan getur aldrei orðið annað en algjör and- stæða við byggðastefnu. Vinstri stjórnin hélt uppi sókn i landhelgismálinu og miðaði við það að i lok samningstimabilsins við breta, eða 13. nóvember 1975, yrði öll fiskimið innan 50 miln- anna eingöngu fyrir islendinga. Hún hafði einnig tekið upp stefnuna fyrir 200 milum á erlendum vettvangi og sett lög sem heimiluðu reglugerðarútgáfu um þá stækkun. Hægri stjórnin tók strax upp undansláttarstefnu i landhelgis- málinu. Hún samdi við vestur- þjóðverja um veiðar i tvö ár, eða til 1. desember árið 1977. Hún bauð bretum samninga til tveggja ára, 65 þúsund tonn á ári og samdi við ýmsar aðrar þjóðir. Það kostaði harða baráttu stjórnarandstöðu og þjóðarinnar almennt , að koma i veg fyrir af- glöp hægri stjórnarinnar i land- helgismálinu. Enn stendur sú barátta áfram þvi nú þarf að koma i veg fyrir, að stjórnin beygji sig fyrir Efna- hagsbandalaginu, sem margt bendir tii að hún muni gera. Enginn, sem fylgst hefur með baráttunni i landhelgisrnálinu, ef- ast nú um að hefði hægri stefnan, stefna forystumanna Sjálfstæðis- flokksins, ráðið i þvi máli, þá hefði ekki verið fært út i 50 milur árið 1972 og þá hefði ekki unnist sá sigur sem unnist hefur. Foringjar ihaldsins voru á móti útfærslu 1971 og 1972. Þeir vildu leggja deiluna við breta undir úrskurð Alþjóðadómstólsins og þeir vildu siðan semja bæði við breta og þjóðverja, en glamra hins vegar á sama tima um 200 milur, sem svo áttu ekkert að gilda i reynd. Það var vissulega mikill munur á hægri stefnunni og vinstri stefn- unni i landhelgismálinu. Hvert stefnir Framsókn? Það er vissulega ekki að ástæðulausu að margir vinstri menn, sem stutt hafa Fram- sóknarflokkinn, spyrja i dag: Hvert stefnir Framsóknarflokk- urinn? Þeir sjá hvernig flokkurinn styður hægri stefnu á flestum sviðum. Og nú heyra þeir, að aðal-forystumenn flokksins eru farnir að boða að hægri stefna Geirs Hallgrimssonar sé i raun- inni vinstri stefna Og þeir finna að foringjar flokksins eru að undirbúa áfram- haldandi samstarf við ihaldið um sömu stefnu og rekin hefur verið. 1 næstu kosningum er þýðingar- laust fyrir frambjóðendur flokks- ins að reyna að afsaka samstarfið við ihaldið með þeim skýringum að annað samstarf hafi ekki verið mögulegt. Nú liggur orðið fyrir, að for- ingjar fiokksins eru ánægðir með ihaldsstefnuna og kalla hana sömu stefnu og stefnu vinstri stjórnarinnar. Nú verða vinstri menn að læra af reynslunni og tala við fram- sóknarforingjana á þvi máli sem þeir skilja. Stærsta safn í heimi af munum úr rafi Moskvu (APN). I grennd við fiskiþorpið Sventoja á Eystra- saltsströnd Litháen hafa fundist nokkrir molar af rafi, sem hver um sig vegur 1200-2500 grömm. Innan i þeim öllum er að finna ýmis skordýr, burknablöð og blómfrævla, sem hafa veröveist vel siðan þau festust I viðar- kvoðuköggli fyrir 60-80 miljónum ára. Fundur þessi hefur verið fenginn hinu fræga rafsafni i Palanga til varðveislu, en það hefur að geyma stærsta safn I heimi af rafi, bæði i unnu og náttúrulegu formi. Meðal fimmtánþúsund safngripa eru handskornar myndir úr rafi, áhöld úr rafi frá ýmsum timum, rafmolar, sem notaöir voru sem gjaldmiðill um það bil þúsund árum fyrir upphaf timatals okkar, og svo auðvitað skraut- munir. Þau 25 ár, sem safnið hefur starfað, hafa yfir 100 þúsund gestir, innlendir og erlendir, sótt safnið, og það hefur sent farand- sýningar til margra landa viðs- vegar um heim. Rafútskurður lifir enn góðu lifi i Litháen i dag. Eru bæði unnir skrautmunir og aðrir listmunir af mörgum ólikum gerðum á verk- stæðum, sem rekin eru af rikinu. Velmenntaðir hönnuðir móta þar hugmyndir sinar i módelmyndir sem handskurðarmennirnir vinna siðan eftir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.