Þjóðviljinn - 14.12.1976, Page 3

Þjóðviljinn - 14.12.1976, Page 3
Þriðjudagur 14. desember 1976 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 3 Kom inú nista llokk u r Spánar fordæmir brottnám Oriols Handtaka Carrillos fyrirskipuð MADRID 13/12 — Kommúnista- flokkur Spánar sendi I dag frá sér yfirlýsingu, þar sem hann for- dæmir brottnám formanns hins ráðgefandi rlkisráðs Spánar um helgina og segir það til þess eins fallið að hindra lýðræðisþróun I landinu, vaida upplausn og stór- auka alla erfiðleika I stjórn- málum landsins. Samkvæmt nafnlausu simkalli Reuters var mannrán þetta framið af GRAPO, leynilegum vinstrisam- tökum, sem stóöu fyrir vigum á lögreglumönnum til hefnda fyrir fimm liðsmenn baráttusamtaka gegn Franco-stjórninni, er teknir voru af lifi haustið 1975. Rikisstjórnin hefur fyrirskipað handtöku Santiagos Carrillo, leiðtoga Kommúnistaflokksins, sem upplýst hefur verið að dvalist hafa leynilega á Spáni. undan- farið. — Hinn brottnumdi rikis- ráðsforseti heitir Antonio Mria de Oriol y Urquijo og var dómsmála- ráðherra i stjórn Francos i átta ár. Að sögn krefst GRAPO þess Portúgölsku kosningarnar: Kommúnistar auka fylgi sitt LISSABON 13/12— Kommúnista- flokkur Portúgals virðist aðalsig- urvegarinn I fyrstu borga- og sveitastjórnarkosningunum þar I landi I hálfa öld, sem fóru fram I gær. Samkvæmt siöustu tölum, Mesti listfalsar- inn látinn IBIZA, Baleareyjum 12/12 Reuter — Elmyr de Hory, sem haföi orð á sér sem mesti málverkafalsari heims, framdi sjálfsmorð I gær, að likindum vegna þess að tilstóð að hann yrði fram- seldur frönskum yfirvöldum. í Frakklandi er hann ákærður i sambandi við sölu á griðarmagi falsaðra mál- verka til auðkýfings nokkurs i Texas. DeHory, sem var 68 ára að aldri, var ungverskur að ætt og varði ævi sinni að mestu til að mála myndir i stil við heimsfræga listmálara eins og Modigliani, Matisse, Chagall og marga fleiri. þegar talið hafði verið i flestum umdæmum, höfðu kommúnistar og bandamenn þeirra fengiö á milii 18 og 19% atkvæða. Einnig er litið á útkomuna sem traustsyfirlýsingu á minnihluta- rikisstjórn Sósialistaflokksins, sem að visu tapaði heldur fylgi, fær nú rúm 33% i stað 35% i þing- kosningunum i april, en leiðtogar flokksins munu telja þaö fylgistap það litið að úrslitin jafngildi yfir- lýsingu um það, að traust kjós- enda á flokknum hafi ekki dvinað. Annar I röðinni hvað fylgi snertir er Sósialdemókrataflokk- urinn (til skamms tima kallaður alþýðudemókratar og þá talinn miðjuflokkur) meö tæplega 25%, i þriöja sæti eru kommúnistar og bandamenn þeirra og fjórði i- haldsflokkurinn miðdemókratar með tæplega 17%. 1 þingkosning- unum i april fengu kommúnistar 14% atkv. og I forsetakosningun- um aðeins 7%, en þvi mun hafa valdið framboð Carvaiho majórs, sem fékk þá 16%. Fylgisaukning kommúnista er mest I landbúnaö- arfylkinu Alentejo, en þar hefur hann barist gegn ráðstöfunum stjórnarinnar um að taka úr höndum bænda stjórjarðir, sem þeir hafa yfirtekið. — Kjörsókn var dræm miðað við fyrri kosn- ingar, eða undir 64%, en i þing- kosningunum í april var kjör- sóknin 92%. Indland: Ströng ritskoðun á kommúnískt blað NÝJU DELHI 12/12 Reuter — Indverska stjórnin hefur fyrir- skipað algera ritskoðun á timaritið Mainstream, sem gefið er út á ensku, og þýðir það að timaritið þarf að afhenda i rit- skoðun allt efni sitt áður en þaö er birt. Er þetta miklu viðtækari rit- skoðun en önnur indversk blöð sæta, en hjá þeim er aðeins rit- skoðað ákveðið efni, sem stjónrarvöld telja sérlega viðkvæms eðlis. Ritstjóri Main- stream er Nikhil Chakracartty, en hann er félagi i Kommúnista- flokki Indlands, sem er sagöur hliðhollur Sovétrikjunum. Blað þetta hefur i vaxandi mæli gagnrýnt stefnu stjórnarvalda og neyöarástand það, er stjórn Indiru Gandhi lýsti yfir i júni 1975. í siðasta tölublaði, sem kom út i gær, skoraði Chakracartty á „öll öfl vinveitt fööurlandinu” að sameinast i þvi að fá stjórnina til að aflétta neyöarástands- lögunum. — Meðal þeirra, sem skrifa i Mainstream, eru bæði innlendir og erlendir kommúnistar. Stefna blaðsins gagnvart stjornarvöldum er hins- vegar andstæð stefnu Kommúnistaflokks Indlands, sem goldið hefur jáyrði sitt við hinum umdeildu ráðstöfunum stjórnar- innar. Carrillos i landinu sýni að rikis- stjórnin sé veik á svellinu og hvetja kjósendur til að hafna stjórnarbót hennar i þjóðarat- kvæðagreiðslunni, sem á að fara fram á miðviludaginn. Hin vinstrisinnaða stjórnarandstaða, sósialistar og kommúnistar og fleiri, hvetur menn hinsvegar til að hunsa þjóöaratkvæða- greiðsluna á þeim forsendum, að ekkert samráð hefi verið haft við stjórnarandstööuna um stjórnar- bótarfrumvarpið. Santiago CarriIIo að i skiptum fyrir hann verði látnir iausir og fluttir til Alsir 15 róttækir vinstrisinnar, þeirra á meðal nokkrir úr baskasam- tökunum ETA . Hægriöfgamenn segja að brottnámið og dvöl S érlö g s ö gukr ö f ur valda EBE vanda BRUSSEL 13/12 Reuter — Utan- rikisráðherrar Efnahagsbanda- lags Evrópu reyna nú allt hvað þeir geta að samræma stefnu bandalagsrlkja I fiskveiðimálum, þannig að þau verði þar á einu máli er fiskveiðilögsaga EBE veröur færð út um áramótin. Óliklegt er hinsvegar talið að samkomulag um þetta náist að sinni, og valda þvi einkum kröfur breta og Ira um 50 milna sérlög- sögu. Hinsvegar hafa ráðherr- arnir orðið sammála um að Sovétrikjunum skuli gert að kalla öll sin fiskiskip úr fiskveiðilög- sögu EBE um mánaðamótin mars-april n.k., hafi ekki fyrir þann tima náðst samkomulag milli þessara aðila um gagnkvæm fiskveiðiréttindi. ■ \ ™ Happdrætti ársins Feröahappdrætti HSÍ. Dregið tíu sinnum. Miðar gilda allan tímann án endurnýjunar. 10 ferðavinningar, hver fyrir tvo. n ííií: m m. Dregið: Vinningur: Verðmæti kr.: 1. 24. des. '76 'Sólarferð til Kanarieyja 180.000,- 2. 10. jan. '77 Sólarferð til Kanaríeyja 180.000,- 3. 20. jan. '77 Flugfar Keflavík-New York- Chicago- Kef lavík 180.000,- 4. 27. jan. '77 ’Evrópuferð með Eimskip 150.000,- 5. 6. feb. '77 úrvalsferð til Mallorca 150.000,- 6. 13. feb. '77 Úrvalsferð til Mallorca 150.000,- 7. 20. feb. '77 Úrvalsferð til Mallorca 150.000,- 8. 27. feb. '77 Úrvalsferð til Mallorca 150.000,- 9. 5. mars '77 Úrvalsferð til Mallorca 150.000,- 10. 15. mars '77 Flugfar Keflavík-New York -Chicago- Kef lavík 180.000,- Verðmæti alls kr. 1.620.00,- Utgefnir miðar 24300. VERÐ KR. 400. Vinningar eru skattfrjálsir. Sölubörn óskast í dag á skrifstofu HSÍ, íþróttamiðstöðinni, Laugardal kl. 14-18. HSI. P GÓÐ SÖLULAUN m PALLI VAR------ I EINN í HEIMINUM Vinsælasta barnabókin á íslandi er komin i bókaverslanir. Bókaútgáfan Björk.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.