Þjóðviljinn - 14.12.1976, Síða 17

Þjóðviljinn - 14.12.1976, Síða 17
Þriðjudagur 14. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Þjóölákhúsiö Imyndunarveikin á síðasta snúning Sýningum er nú að ljúka i Þjóðleikhúsinu á hinu vinsæla gamanleikr iti Moliérs tmyndunarveikinni, sem sýnt hefur verið við mjög góða að- sókn frá þvi i fyrravor. Siðustu sýningarnar verða á fimmtu- dags- og laugardagskvöld og verða sýningar þá alls orðnar 35. Það er Bessi Bjarnason, sem leikur hinn imyndunarveika, Herdis Þorvaldsdóttir leikur vinnukonuna Toinette. Leik- stjóri er Sveinn Ginarsson. í sýningunni eru bæði dansar og tónlist og er hún eftir Jón Þórar- insson. Leikritið verður ekki tekið upp aftur eftir jól. Litla sviö Þjóö- * leikhússins rttJfc i I 'F, Nótt ástmeyjanna vinsœl Nýtt leikrit „Meistarinn”eftir Odd Björnsson í œfingu Leikritið Nótt ástmeyjanna á Litla sviði Þjóðleikhússins hefur vakið verðskuldaöa athygli og hlotið afbragðsviðtökur leikhús- gesta. 1 leikritinu er fjallað um sænska leikritaskáldiö Agúst Strindberg og hjónaband hans. Erlingur Gislason leikur Strind- berg og Helga Bachmann konu hans Siri von Essen. Aörir leik- arar eru Edda Þórarinsdóttir, Sigmundur örn Arngrimsson eða Bessi Bjarnason. Sýning þessi er sú fyrsta af fjórum i röð leikrita, sem i vetur verða sýnd á Litla sviðinu undir samheitinu Nútimaleikritun. Æfingar standa yfir á næsta verkefni, sem er Meistarinn, nýtt leikrit eftir Odd Björnsson. Fer sýn- ingum á Nótt ástmeyjanna að fækka af þeim sökum. Næsta sýning er á fimmtudagskvöld og siöasta sýning fyrir jól er þriðjudaginn 14. desember. Leikstjóri er Helgi Skúlason. Markaðstorg jólanna hjá Kjöti og fiski Verslunin Kjöt og fiskur h.f. hefur fitjað upp á ýmsum nýjungum að undanförnu til lækkunar á vöruverði. Má þar minna á „sértilboðin”, kostaboð á kjarapöllum . Nú hefur Kjöt og fiskur auglýst I húsnæði sinu að Seljabraut 54 „markaöstorg jólaviðskiptanna” en þar er að finna flest sem heimili þarfnast til undirbúnings jólanna. 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnirkl. 7.-00, 8.15 og 10.10. Morgunlcikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30,8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund burnanna kl. 8.00: Jón Bjarman heldur áfram lestri sögunnar um „Marjun og þau hin” eftir Maud Heinesen (3). Til- kynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriða. Hin gömlu kynnikl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. Morguntón- leikar kl. 11.00: Sinfóniu- hljómsveit Lundúna leikur „Parade” eftir Erik Satie: Antal Dorati stjórnar / Hljómsveit Rikisóperunnar i Vin leikur Sinfóniu nr. 3 i D-dúr op. 27 „Pólsku hljóm- kviðuna” eftir Pjotr Tsjai- kovski’: Hans Swarowski stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: . Tónleikar. 14.30 Póstur frá útlöndum. Sendandi Sigmar B. Hauks- son. 15.00 Miödc gistónlei ka r. Arthur Grumiaux og Arrigo Pelliccia leika Dúó i G-dúr fyrir fiðlu og lágfiðlu eftir Franz Anton Hoffmeister. Alexander Lagoya og Or- ford-kvartettinn leika Kvintett i D-dúr fyrir gitar og strengjakvartett eftir Luigi Boccherini. Hljóm- sveitin Academia dell ’Orso leikur Sónötu i G-dúr fyrir tvö horn og strengjasveit eftir Giovanni Battista Sammartini: Newell Jenk- ins stj. Maria Teresa og I Musici hljóðfæraflokkurinn leika Sembalkonsert i C-dúr eftir Tommaso Giordani. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.30 Litli barnatiminn. Guðrún Guðlaugsdóttir stjórnar timanum. 17.50 A hvitum reitum og svörtum. Jón Þ. Þór flytur skákþáttog efnir til jólaget- rauna. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Frcttaauki. Tilkynningar. 19.35 Hvcr cr réttur þinn? Þáttur um réttarstöðu ein- staklinga og samtaka þeirra. Umsjón: Eirikur Tómasson og Jón Steinar Gunnlaugsson. 20.00 Lögunga fólksins.Sverr- ir Sverrisson kynnir. 20.50 Að skoða og skilgreina. Kristján E. Guðmundsson og Erlendur S. Baldursson sjá um þáttinn. 21.30 tslenzk tónlist. Ölafur Vignir Albertsson, Þorvald- ur Steingrimsson og Pétur -ÞorvaldssorPleika Trió i e- moll fyrir pianó, fiölu og selló eftir Sveinbjörn Svem- björnsson. 21.50 „Manntap?”, smásaga cftir SigurðN. Brynjólfsson. Höfundur les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. „Oft er mönnum i heimi hætt”. Sið- ari þáttur Andreu Þórðar- dóttur og Gisla Helgasonar um neyzlu ávana- og fikni- efna (Aður útv. 13. f.m.). 23.15 A hljóðbergi. Bletturinn á PH-perunni. Gaman- og á- deiluljóð danska arkitekts- ins og hönnuðarins Pouls Henningsens, lesin og sung- in. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Bachianas Brasileiras Tónverk ertir Heitor Villa- Lobos. Stjórnandi Páll P. Pálsson. Flytjendur EHsa- bet Erlingsdóttir, söngkona, og átta sellóleikarar. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 20.55 Columbo Bandariskur sakamálamyndaflokkur. Stjörnuhrap Þýðandi Jón Thor Haraldsson 22.05 Viðtal við Torbjörn Fáli- din Astrid Gartz fréttamað- ur ræðir við hinn nýja for- sætisráðherra Sviþjóðar. Þýðandi Vilborg Sigurðar- dóttir. (Nordvision —• Finnska sjónvarpið) 22.35 Dagskrárlok BÁTAVÉLAR Getum afgreitt með stuttum fyrirvara Mercraft bátavélar i stærðum frá 50 hest- öfl til 180 hestöfl. Gott verð. Viðgerðar- og varahlutaþjónusta. Ssfcp IM?o Tryggvagata 10 Sími 2 1 91 5-21 286 P.O.Box 5030 Reykjavik

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.