Þjóðviljinn - 14.12.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.12.1976, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 14. desember 1976 VINNAN,TÍMARIT ASÍ OG MFA — 2.-3. HEFTI 1976 Kynning á efni Vinnunnar Gefið variít sérstakt afmælis- hefti af Vinnunni meðan á sið- asta Alþýðusambandsþingi stóð tii að minnast 60 ára afmælis sambandsins. Er það 2.-3. hefti þessa árs, prýtt fjölda mynda. Heftið er um 50 iesmálssiður að stærð, og flytur það einkum efni sem taliö er geta komiö að gagni i fræðslustarfi verkalýðs- hreyfingarinnar. Hér á siöunni er birtur megin- hluti ritstjórnargreinarinnar Baráttan heldur áfram og kafl- ar dr ávarpi Björns Jónssonar vegna afmælisins. Ólafur R. Einarsson ritar i heftið langa og skemmtilega grein um sögu verkalýðshreyfingarinnar: „Eindreginn félagsskapur” gjörbreytir islensku þjóðlifi. Sigurður E. Guðmundsson ritar greinina Verkamannabú- staðirnir, verkalýðshreyfingin og húsnæöismálin. Guðrún Helgadóttir og Þorgerður Bene- diktsdóttir starfsmenn Trygg- ingastofnunar rikisins skrifa Brot úr sögu almannatrygg- inga.Birtireru þættir úr riti eft- irSvan Kristjánsson um verka- lýðshreyfinguna á 3ja áratugn- um. Virkt félagsstarf og sterk heildarsamtök tryggja best framtið sjómannaer fyrirsögn i viðtali við Jón Sigurösson. Hér á siðunni eru birtir kaflar úr við- tali við 3 af starfsmönnum ASÍ um störf miðstjórnar og skrif- stofunnar. Loks er i heftinu safn tilvitnana: Verkalýðshreyfingin og bókmenntirnar. Ritstjóri Vinnunnar er Baldur óskarsson.en ritið er gefið út af Alþýðusambandi Islands og Menningar- og fræðslusam- bandi alþýðu. Afgreiðsla Vinn- unnar er að Laugavegi 18, simi 17120. ER ASÍ SKRIFSTOFUBÁKN? Oft heyrist talaö um miðstjórn ASi sem skrif- stofuveldi# forystan og skrifstofan ráöi einu og öllu i verkalýðshreyfing- unni. Verkalýðssamtök- unum sé miðstýrt frá skrifstofu ASi og þar séu allar ákvarðanir teknar. Aðrir ha'da því aftur á móti fram, að Alþýðu- sambandið sé of veikt sem þjónustustofnun fé- laganna og starf þess þurfi mjög að ef la á kom- andi árum. Vinnan leitaði því til þriggja starfs- manna Alþýðusambands- ins, Snorra Jónssonar, framkvæmdastjóra, Ólafs Hannibalssonar, skrifstofustjóra og Ás- mundar Stefánssonar, hagfræðings, til að ræða við þá um skipulag og starfsemi Alþýðusam- bandsins og fá fram skoðun þeirra á kenn- ingunni um ASi sem skrifstofuveldi. (Hér eru aðeins birtir hlutar úr viðtaiinu, spurningarnar eru felldar niður og svörin skert eða dregin saman. Svörin eru merkt upphafsstöfum þeirra Snorra, Ólafs og Asmundar svo sem viö á). Hvernig er aðildin? Alþýðusambandið er myndaö af landssamböndum og verka- lýðsfélögum sem eru með beina aðild að ASl. Upphaflega var aðeins um félagaaöild að ræða, en á þingi ASl 1968 var gerð skipulagsbreyting sem grund- vallast á því að ASÍ byggist upp af landssamböndum sem félög- in eiga aðild að. Þau félög sem enn eru utan landssambanda hafa annað tveggja kosið þá skipan, en til þess hafa þau frelsi skv. lögum ASÍ, eða ekk- ert landssamband hefur verið myndað, sem þau eðli sinu sam- kvæmt ættu heima i. (Sn. J.). 225 félög I ASt eru nú 8 landssambönd og 43 verkalýðsfélög meö beina aðild. Alls eru verkalýðsfélögin innan vébanda ASI 225 og fé- lagsmenn um 47 þúsund talsins. (Sn. J.) Hlutverk Alþýðusam- bandsins 13. gr. laga Alþýðusambands- ins segir um hlutverk þess: „Hlutverk sambandsins er að hafa forystu i stéttabaráttu og félagsstarfsemi alþýðunnar á tslandi með þvi m.a. að móta og samræma heildarstefnu sam- takanna i launa- og kjaramál- um. Framkvæmdir i þessu skyni annast stéttarfélögin sjálf, eða sambönd þeirra I umboöi félag- anna ásamt þingi, sambands- stjórn og miðstjórn Alþýðusam- bandsins”. Það sem segir hérna i 3. gr. „i umboði félaganna” höföar til þess að það eru félögin sem hafa samningsréttinn og ákvörðun- arvaldið um það hvort verk- fallsvopninu skuli beitt hverju sinni. (Sn.J.). Hin lögfestu markmið (t 4ðu grein laga ASl eru markmiö sambandsins talin upp i nokkrum greinum. Hér eru nokkrar þessara greina, en jafnframt skal — af hálfu Þjóð- viljans — visað til nýsam- þykktrar stefnuskrár, sem ekki lá fyrir þegar viðtalið var tek- ið). Markmið Alþýðusambandsins er: a) Að vinna að þvi, að aðildar- samtökunum sé stjórnað eftir sameiginlegum reglum með það að markmiði aðefla starf þeirra til að bæta kjör launafólks og samræma hagsmuni þess i efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu tilliti. c) Að veita aðildarsamtökum hvern þann styrk og hjálp, sem sambandiö getur i té látið til efl- ingar starfsemi þeirra, og að vernda rétt þeirra. e) Að beita sér fyrir aukinni fræðslu almennings i félagsmál- um með þvi m.a. að gefa út eða stuðla að útgáfu blaða, bóka og ritlinga, og að láta flytja skýrsl- ur, fréttir, ritgerðir og greinar, er samtökin varða. g) Að vinna aö þvi að koma fram löggjöf um hagsmuna- og menningarmál alþýðunnar. Miðstjórnarvaldið miklu minna en á Norðurlönd- um Þing ASt eru haldin fjórða hvert ár og þar er stefnan mörk- uð i stórum dráttum, t.d. i efna- hags- og kjaramálum. Til þess aö vinna að þessum verkefnum á hverjum tima eru haldnar sérstakar ráöstefnur, þar sem fulitrúar landssambanda og fé- laga með beina aðild eiga full- trúa. Þar er stefnan útfærð en hvert félag verður, að gefa um- boö til þess að Alþýðusamband- ið eða nefnd á þess vegum fari með samningamálin. Þegar meta skal hvað muni unnt að fá út úr samningum við atvinnu- rekendur hverju sinni, eða hvort skella skuli á vinnustöövun, þá ákvarðast það af félögunum sjálfum. Þannig má segja að ASl sé ekki sterkt á sama hátt og sam- böndin á hinum Norðurlöndun- um. Þar hafa þau raunverulegt vald, sérstaklega þó landssam- böndin, en hér er áhrifavaldið hjá félögunum sjálfum. (Sn. J.). Engin sérstök fram- kvæmdastjórn Miðstjórn heldur fundi og tek- ur fyrir þau erindi sem berast og þau verkefni, sem hún telur að jjurfi úrlausnar hverju sinni. Þar eru mál afgreidd meb meirihlutaákvörðun eða sam- Framhald á bls. 18- Baráttan heldur áfram Alþýðusamband íslands var stofnað 12. mars 1916. Á þeirri tíð voru mikil umbrot, ekki aðeins í skotgröfum heimsstríðsins, heldur og í hinni af- skekktu byggð, íslandi. Sigur var á næstu grösum í sjálfstæðisbaráttunni og stjórnmálin beindust á nýjar brautir. Hin nýja stétt, verkalýðurinn, var að vakna til vitundar um rétt sinn og styrk og stofnaði með sér samtök. Sá félagsskapur skyldi umskapa Island. Þótt vopnabúnaður væri enginn utan hug- sjón og sigurvilji var til orrustu blásið. Færa skyldi verkalýðnum frelsi, skapa honum jöfnuð og félags- legtöryggi og fiytja yfirráð þjóðfélagsins í hendur alþýðunnar. Af þessari baráttu er mikil saga. í 60 ára af mælisriti Vinnunnar er nú reynt að rekja þá sögu að nokkru. Á sextíu árum hefur verkalýðshreyf inguhni tek- ist að umskapa lífskjör alþýðunnar. Eymdin og örbi rgðin eru úr sögunni. Samt eru gömlu baráttu- málin enn í fullu gildi. Sigur í félagslegri umbóta- baráttu verður ekki unninn í eitt skipti fyrir öll. Aldraðir og öryrkjar fá enn naumt skammtað og hljóta nær enga félagslega ummönnun. Vinnu- jjrælkunin hef ur tekið á sig nýja mynd. Þrátt fyrir lögboðna 40 stunda vinnuviku lifir verkafólk ekki nema með tvöföldu vinnuálagi. Enn ríkir hróplegt misrétti á íslandi. Auðstéttin hefur enn tögl og hagldir í íslensku efnahags- og stjórnmálalífi. Hún vegur mál á vogarskál gróðans, einnig hersetu og erlenda íhlutun á íslandi. Alþýðusamtökin eru eina hindrunin í vegi auðmagnsins. Því er nú sem fyrr vegið að þeim og reynt að skerða verkfallsréttinn. Nú sem fyrr ríður á að verkalýðurinn ef li samtök sin, sjálft Alþýðusambandið með þróttmiklu starf i í verkalýðsfélögunum. Markmiðið er enn hið sama, iöfnuður og alþýðuvöld. Baráttan heldur áfram. Úr ritstjórnar- grein Baldurs Óskarssonar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.