Þjóðviljinn - 03.03.1977, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.03.1977, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. mars 1977 Maí verði breytt á sama hátt og Víkingi Opið bréf tii Þorsteins Glsla- sonar, skipstjóra, varafiski- málastjóra varaalþingismanns og formanns stjórnar Sildar- verksmiðja rlkisins: Þetta bréf er ritað i tilefni komu hins glæsilega skips Vik- ings AK 100 til Akraness, eftir breytingu þá sem gerð var á skipinu I nótaskip i Noregi, og margir horfðu á i sjónvarpinu er lagðist að bryggju. Samkvæmt umsögn mins gamla útgerðar- manns og framkvæmdastjóra, Valdimars Indriöasonar, kost- uðu þessar gagngeru breyt- ' ingar, sem orönar eru á skipinu, ekki nema um 200 miljónir króna. I tilefni af þessu langar mig til þess aö beina athygli yð- ar, herra formaöur stjórnar Sildarverksmiðja rikisins, að þvi að þér beitiö öllum þeim möguleikum, sem þér hafið yfir að ráða, til þess aö rikisverk- smiöjurnar, annaðhvort Sildar- verksmiðja rikisins á Raufar- höfn eöa Sildarverksmiðja rikisins á Siglufiröi, kaupi togarann Mai GK 346, systur- skip Vikings AK 100, og að skip- in verði þá gerð út af þessum verksmiöjum, annarri eða báð- um, eftir að gagnger breyting hefur átt sér staö á Mai, saman- ber breytinguna á Vikingi. Þvi aö það blæðir mér mjög i aug- um, sem gömlum skipverja á Vikingi AK 100, aö sjá systur- skip hans bv. Mai grotna niöur bundinn við bryggju suður I Hafnarfjarðarhöfn, þar sem skipiö hefur legiö um margra vikna skeiö, og það um hábjarg- ræðistimann á loðnuvertið þeirri, er nú stendur yfir og á ef til vill eftir að verða sú gjöful- asta vertið, sem íslendingar hafa átt að fagna i mannaminn- um. Ég vil taka fram, að undirrit- aöur fór ungur að stunda sjóinn, liölega fjórtán eða fimmtán ára gamall, og hefur siðan stundað sjó á alls konar skipum, stórum og smáum, i flota okkar Islend- inga. Og það þori ég að fullyrða, að ekkert af þeim skipum sem ég hef komiö út i, hafa verið betri og hæfari sjóskip en Vik- ingur AK 100 og systurskip hans.Má i þvi sambandi nefna sjóhæfni og ganghraða (loggar: 14,2 sjómilur), snúningslipurð skipanna, sem er geysigóð og vélar, sem eru með eindæmum góöar, en þær eru af hollensku gerðinni Spoorwerk. Þá eru all- ar vistarverur skipverja mjög góðar og lestarrými gott og miki&Með tilliti til alls þessa er það blóöugur fjandi, ef á að fara að gefa þetta skip úr landi, eins og heyrst hefur aö standi til, fyrir 30 miljónir króna. Hún er ekki á horriminni islenska þjóðin I dag, þótt blöðin séu full af allskonar vaöli og slúðri frá degi til dags, ef eitt bæjarfélag eins og Hafnarfjörð- ur fær heimild rikisstjórnarinn- ar fyrir þvi aö láta þetta skip hverfa sjónum islenskrar þjóðar fyrir fullt og allt. Og vil ég svo taka fram að lokum, að ónkt sýndist mér það ’vænlegra fyrir land og þjóð að verksmiöj- ur rikisins á Raufinni yrðu látn- ar njóta þessa góða skips, og að það yrði i framtiðinni látiö draga afla á land til heilla fyrir alþýðu manna noröur við Dumbshaf. Arni J. Jóhannsson. VERÐLAUNAGETRAUN Hvaö heitir skipiö? ? Aö þessu sinni birtist mynd af skipi nr. 18 i skipagetrauninni. Hvað heitir skipiö? I þessari viku birtast myndir af fimm skipum frá þriðjudegi til laugardags (nr. 16—20). Ef þú veist nöfn þeirra allra sendu þau þá til Póstsins, Þjóöviljan- um, Siðumúla 6 og þú átt von á verðlaunum. Að þessu sinni verður veitt i verölaun bókin Reykjavlk 11100 ár sem Sögufélagiö gaf út I til- efni af þjóðhátlðarárinu 1974. Dregið verður úr réttum lausn- um. Einn af 10 diseltogurum sem á slnum tima voru keyptir til tslands. Þessi var skirður I höfuðið á reyk- vlskri konu. I HANA HEKLU Þeir sem halda að leigubil- stjórar séu ómerkilegir vaða i svima. Margir hafa ekið svo lengi sem elstu menn muna og viðað að sér þekkingu með sam- tölum við farþega, háa sem lága, snjalla sem heimska, fulla sem ófulla og athugað atferli þeirra gaumgæfilega i bak- sýnisspegli og hlustað opnum eyrum á hljótt hjal sem stund- um er i aftursætinu. Ég hef tekið eftir þvi að speki leigubilstjóra er i réttu hlutfalli við hvað þeir aka hægt. Sumir aka mjög hægt. Þegar litið er að gera hafa þeir lika nógan tima til að hugsa undir stýri. Sumir eru heimspekingar og ráð- snillingar. Aðrir eru ber- dreymnir og segja farþegum drauma. Um daginn tók ég mér bil. Ég settist i aftursætið niðursokkinn I veraldlegar og ómerkilegar hugsanir eins og mér er gjarnt til. Skyndilega kveður bilstjórinn upp úr eins manns hljóði: ,,Nú er stutt i hana Hekiu.” „Ha!” hvái ég. „Nú er stutt i hana Hekiu”, endurtekur hann. „Jæja”, segi ég. Nú varð spakleg vangaveltu- þögn. „Hvað hefurðu til marks um það?” segi ég loks. „Ég sá það fyrir nokkrum ár- um. Það verður um nótt”. „Jæja,” segi ég. „Ég sá Heimaeyjargosið nokkrum árum áður en það varð, og nú er svipaður timi liðinn. Ég sá Surtseyjargosið og Heklugos- ið siðasta.” „Jæja, já”, segi ég, „þetta er býsna merkilegt.” „Svo sá ég eldsvoðann á Mön.” „Ha?”. segi ég. „Já, manstu ekki eftir hon- um? Þar fórst fjöldi manns.” „Jú, mig rámar eitthvað i hann”, segi ég. „Mig dreymdi fyrir honum og sagði konunni minni. Svo kveiktum við á morgunút- varpinu og þá var sagt frá elds- voðannm á Mön. Þar fórst f jöldi manns. Ég sá hvar eldurinn kom upp. Efsta hæðin varð al- elda á svipstundu.” „Þetta er merkilegt”, segi ég. „Svo var mér sýndur staður þar sem bora má eftir oliu. Það var framliðinn maður sem sýndi mér þetta. Það er i Rangárvallasýslu. Þessir sér- fræðingar tækju bara ekkert mark á mér þó að ég segði þeim frá þvi.” „Nei liklega ekki”, segi ég. Svo var bilferðin búin. Ég steig út úr bilnum og hann silaðist i burtu. Eftir stóð ég i svölum andvara góðveturs og klóraði mér i kolli. Um leið og ég gekk inn i Þjóð- viljahúsið leit ég eins og óvart i austurátt,en þar var ekkert að sjá. —GFr ALDARSPEGILL Ur íslenskum blöðum á 19. öld Iljcr imct) cr öllum fyrirboðið að ríða hart cða rcka hart hcsta um stueti Akurcyiar kaup- slaðar frá kongsvörðu í suður, mega þeir er uppvísir verða úm slíkt, búast við að verða fyrir pölitírjctti sektaðir fyrir reið sína. Söniu- lciðis fyriibytst að siga linndum ;í lausa hesla á strætuin biujarins og mega þcir er slíkt gjöra, og þeir, scin ekki liindra liunda sína frá að þjóla í ríðandi mcnn á strætum lia:jar- ins búaft við að verða sektaðir fyrir pólití- rjelli kaupstaðarins. tSkrifittofii ba’Jarfófieta íi Akurt'yri 2Í5. maí 1HÍ54. 8. 'niotaron.scn. Norðurfari, mai 1864

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.