Þjóðviljinn - 15.03.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.03.1977, Blaðsíða 11
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 15. mars 1977 Þriöjudagur 15. mars 1977 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 11 Þaö er næsta ógjörlegt aö tala saman inni i loönubræöslunum en þessir viröast nú samt vera meö tilburöi i þá átt. Keykháfurinn mikli á Kletti. Þaö var nýbúiö aö landa úr Helgu II þegar Þjóöviljamenn voru á ferö úti I örfirisey á dögunum og skip- verjar voru aö gera klárt fyrir næsta túr. nn— gullið er allan s Texti —ÞH Myndir —gel Loðna, loðna og aftur loðna. Stundum finnst manni þetta þjóðfélag snú- ast um þennan litla f isk, án hans væri hér auðn og ves- öld. Stöðugt er verið að slá aflamet og æsingurinn í blöðunum verður á köf lum svo magnaður að loðnusjó- menn ruglast í ríminu og halda sig standa í íþrótta- keppni. Þegar þetta er skrifað standa blöðin á öndinni því næstu nótt verður líkiega slegið stærsta metið af þeim öll- um: nú vantar aðeins skit- in 3.500 tonn upp á að þessi vetrarvertíð verði sú besta frá upphafi — og enn lifa þrjár vikur af marsmán- uði. Hvar endar þetta? En meðan blöðin æsa sig vinnur fjöldi manna verðmæti úr þessum lítil- f jörlega fiski og finnst það ósköp hversdagslegt. En vitaskuld má gera úr þeim blaðamateinsog öðru. Því fór Þjóðviljinn á kreik og leit inn í þessar tvær verk- smiðjur sem starfræktar eru í Reykjavík og hafa vissulega sín áhrif á and- rúmsloft borgarinnar í bókstaflegum skilningi. 800-900 TON Verksmiðjurnar tvær eru Klettur sem rekur reykháf sinn upp úr Laugarnesinu og Faxi í örfirisey. Þær lúta báðar sömu stjórn og eru f eigu Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjunnar hf. Þar er æðsta fyrivald Jónas Jóns- son framkvæmdastjóri og við byrjuðum á að ræða við hann til að fá yfirsýn yfir starfsemina. Jónas sagöi aö meöan vertiöin stæöi yfir væru starfsmenn beggja verksmiöjanna um 70 talsins og skiptist sá fjöldi jafnt á milli þeirra. Afköst verksmiöj- anna eru 400 tonn á sólarhring i hvorri en getur farið upp i 500 viö bestu aðstæður. — Hversu löng er vertiöin hjá ykkur? — Þaö er nú breytilegt. Viö er- um alveg úti á enda ef svo má segja og fáum loönuna yfirleitt seint. Ef viö miöum viö samfellda bræöslu hófst hún I ár þann 22. febrúar. Ef vertiðin stendur út mars og allt er fullt hjá okkur þegar henni lýkur stendur bræösla svona fram i miöjan aprilmánuö. — Hve miklu takiö þiö á móti? fara i gegnum verksmiöjurnar tvœr á sólarhring, segir Jónas Jónsson framkvœmdastjóri — I fyrra fór þaö upp I 27 þúsund tonn. Ætli þaö veröi ekki komið upp i 21-2 þúsund tonn núna á föstudaginn (i siðustu viku). — Hvaö kom mikiö út úr þessu magni I fyrra af mjöli og lýsi? — Ég hef þær tölur nú ekki handbærar og þaö er mjög erfitt aö giska á vinnsluhlutfalliö, þaö er svo breytilegt. Einkum á j)aö viö lýsiö og fer eftir þvi hve mikill hluti loönunnar berst siöast á vertiöinni. Þá er hún oröin svo mögur aö oft fæst sáralitiö lýsi úr henni. — Er ekki mikil aösókn i störf hjá ykkur? — Jú, hún er mikil. Þetta er vel borgaö og vinnutlmi langur. Hvaö fá menn borgað fyrir vik- una? — Þaö er aö jafnaöi svona 70 þúsund en er nokkuö breytilegt eftir þvi á hvora vaktina sunnu- dagúrinn kemur. En menn veröa aö hafa I huga aö á bakviö þessi laun liggur 84 tima vinna á viku. — En þegar vertiöinni lýkur, hvaöa verkefni hafa verksmiöj- urnar þá? — Verksmiöjan I örfirisey er ekkert nýtt utan loönuvertiöar- innar.hún er stopp 10 mánúöi á ári. Inni á Kletti er einungis unniö i dagvinnu og oftfalla dagar úr. Þá vinnur verksmiöjan úr úrgangi frá frystihúsnnum en þaö er ekki nóg verkefni fyrir hana. — Nú kvarta bæjarbúar oft út af lyktinni — peningalyktinni — sem berst frá verksmiöjunum. Hvaö er gert til aö draga úr henni? — Viö höfum haft I mörg ár útbúnaö til aö dæla vatni á reyk- inn áöur en hann fer út úr verk- smiöjunni. Hann fer i gegnum kæliturn þar sem dælt er yfir hann 150-200 tonnum af sjó á klukkustund. Viö þaö kólnar hann og mikið af lyktinni eyöist. Ef þessi útbúnaöur væri ekki fyrir hendi væri lyktin miklu sterkari en hún er, sagöi Jónas aö lokum. Kann vel við vélarhljóðið segir Jens Jónsson skiivindumaöur i örfirisey Vestur I örfirisey hittum viö Jens Jónsson sem einnig var aö bjástra viö vél meö skrúflykli og nú vissum viö aö vélin hét skilvinda. Okkur tókst aö draga Jens út undir vegg og lögöum fyrir hann svipaöar spurningar og Garöar. — Þetta er önnur vertiöin min hér, ég var lika á vertiöinni I fyrra. — Hvaö geröir þú áöur en þú komst hingaö? — Ég hef unnið alla algenga verkamannavinnu. Siðast var ég i járnabindingum uppi viö Sigöldu, þar áöur var ég hjá honum Birgi i Rúntal. — Hvernig kanntu þessari vinnu? — Alveg ágætlega. Ég kann vel viö mig þar sem er vélarhljóö i kringum mig, ég er vanur þvi frá s jónum. — Hvernig eru kjörin? — Þaö skapast vitanlega pen- ingar viö langan vinnutima þvi hér er unniö á 12 tlma vöktum og aldrei stoppaö. Viö vinnum samkvæmt Dagsbrúnartaxta og fáum vaktaálag ofaná hann. — Finnst þér lyktin ekkert óþægileg? — Hún er ekki svo slæm þegar maður hefur vanist henni. Ég býst llka viö aö hún sé minni á veturna, sennilega er hún verri þegar hlýtt er á sumrin. — Hvernig er aöbúnaðurinn? — Hann er ágætur. Viö höfum hér kaffistofu og þar getum viö fengiö okkur kaffi aö vild. Einnig fáum viö þar mat á matmálstim- um. Nú, viö höfum lika aöstööu til aö fara i baö og hafa fataskipti. — En öryggismálin? — Þau eru I sæmilegu lagi, amk. er litiö um slys. Aö visu slæddist hér inn fullur maður i fyrrinótt en þaö fór allt vel. 84 tímar á viku Rœtt viö Garöar Svavarsson skilvindumann á Kletti Skilvindumergö. Garöar Svavarsson viö skilvinduna. þvottávél til aö þrifa vinnugall- ann, aöstööu til aö fara I baö og skápa til aö hengja fötin okkar i. Inni i verksmiöjunni á Kletti rákumst viö á ungan mann vopn- aöan skrúflykli og glfmdi hann viö eitthvert apparat sem blaöa- maöur kunni engin deili á en gaf frá sér ógnarhávaöa. Viö báöum hann aö lita meö okkur út undir vegg þar sem hávaöinn var ögn bærilegri. Þegar út var komið kvaöst maðurinn heita Garöar Svavarsson og væri hans starf I þvi fólgiö aö lita eftir áöurnefndu apparati sem reyndist vera skilvinda. Viö báöum hann aö segja okkur hvernig vinnutima hans væri háttaö. — Hér er unniö á 12 tima vökt- um alla vikuna eöa 84 tlma á viku. — Og aldrei stoppaö? — Nei, ekki nema þegar þarf að hreinsa vélarnar sem er kannski á tveggja vikna fresti. Þá fellur úr ein vakt. — Hvað fékkstu viö áöur en þú byrjaöir hér? — Ég ók sendiferöabfl en þaö er ekkert aö gera i þeim bransa núna. — Er þetta þin fyrsta vertiö? — Hér I Kletti já, en ég hef ver- iö tvær vertlðar I bræöslunni á Raufarhöfn. — Kanntu þessu starfi vel? — Þetta er ekkert slæmt. Aö visu er hávaðinn mikill og pestin en þaö venst. Svo er þetta sæmi- lega borgaö en vinnutiminn er lika langur. — Hvernig finnst þér öryggis- málum vera háttaö hér? — Ég held aö þau séu i sæmi- legu lagi, þau eru mjög svipuö og á Raufarhöfn. — En hreinlætisaöstaðan? — Hún er góö. Viö höfum Þessutan höfum viö ágæta kaffi- stofu þar sem einnig er rekiö mötuneyti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.