Þjóðviljinn - 31.05.1978, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 31.05.1978, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 31. mal 1978 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 11 Þjódminjavördur: Líta þarf á gamla mið- bæinn sem eina hefld 1 blaðinu Vinaminni sem á- hugafólk um umhverfisverndun hefur sent frá sér er m.a. efnis viðtal við t>ór Magnússon þjóð- minjavörð um gömul hús i Reykjavik. Segir hann þaö góðra gjalda vert að friða einstök hús en segir að það sem finna megi að sé að heildarlinu eða heildarplan vanti. Siðan segir hann orðrétt: „Það vantar að llta á heil hverfi og þá sérstaklega gamla miðbæ- inn sem eina heild. Hér tala menn um hús, en huga þarf að heilum hverfum og heildarsvip borgar- innar”. Þess skal getið i þessu sambandi að þjóðminjavöröur sendi áskorun til borgaryfirvalda þar sem hann fór fram á að frest- að væri afgreiðslu deiliskipulags sem gerir ráð fyrir niðurrifi allra húsanna við Hallærisplan og þar i grennd. Þessu var engu sinnt og Birgir tsleifur talaði af litilsvirð- Þór Magnússon ingu um bréf þjóðminjavarðar á borgarstjórnarfundinum þegar deiliskipulagið var samþykkt. —GFr. Kvennasveitín safhar fé Olympiuskákmótíð í Argentínu til fararinnar Vonir standa til, að islensk kvennasveit muni tefla á Ölympiuskákmótinu i Argentinu I haust, og verður þaö þá i fyrsta sinn sem sveit islenskra skák- kvenna teflir á ólympiuskákmóti. Sá er hinsvegar hængur á, að á fjárhagsáætlun Skáksambands Islands var ekki gert ráö fyrir þátttöku kvennasveitarinnar og var henni þvi ekki ætlað neitt fé. Að sögn Ölafar Þráinsdóttur, sem er ein þeirra sem kvennasveitina skipa, kom það þeim ekki svo mjög á óvart. Þær hefðu oftast orðið útundan þegar Skáksam- bandið úthlutaði fé sinu, enda væri það etv. ekki óeðlilegt, þvi hópur skákkvenna væri svo fá- mennur hér. Birna Norðdahl gekkst fyrir fjársöfnun til styrktar kvenna- sveitinni og er hún nú i fullum gangi. Þegar hafa safnast 4-500 þúsund kr. Skáksambandið mun hafa gefið ádrátt um einhverja aðstoð við kvennasveitina, en samt sem áöur þurfa þær sjálfar að leggja fram um 1.2 miljónir króna. Þrjár konur skipa kvennasveit- ina og ein til vara, en karlasveitin er helmingi stærri. Gert var ráð fyrir 3 miljónum I útgjöld vegna Argentinufarar karlasveitarinn- ar I fjárhagsáætlun Skáksam- bandsins. „Við erum auðvitað ekki á- nægðar með það, að Skáksam- bandið skuli a.m.k. ekki vilja stefna að þvi að gera þátttöku okkar mögulega. Það er hvergi stafur um það á þeirra blöðum,” sagði Ólöf Þráinsdóttir. Ólöf sagði að söfnuninni þyrfti að vera lokið fyrir júlílok, þvi þá þyrfti að tilkynna, hvort af þátt- töku I ólympiumótinu yrði. Sagð- ist hún vonast til aö endar næðu saman með stuðningi mennta- málaráöuneytisins, taflfélaganna i Reykjavik, auk fjölmargra ein- staklinga, þannig að islensk kvennasveit komist á Olympiu- skákmótið i Argentinu 1978. —eö« Barnaþrælkun í Marokkó 29/5 — Mannréttindastofnun nokkur i Lundúnum, sem berst gegn þrælahaldi, segir i nýbirtri skýrslu að barnaþrælkun eigi sér stað I stórum stn i Marokkó. Séu börn allt niður i sjö ára aldur látin vinna allt að 72 klukkustundum á viku fyrir litið eða ekkert kaup i verksmiðjum, sem framleiða teppi til útflutnings til Vestur- Evrópu og Norður-Ameriku. Skýrslan er verk hóps, sem stofnunin gerði út af örkinni til Marokkó. Hópurinn rannsakaði ásakanir þess efnis, að stúlku- börn væru þrælkuð i teppaverk - 72 stunda vinnu- vika fyrir lítíd eöa ekkert kaup smiöjum. Er hér um mikinn gróðaveg að ræða fyrir eigendur verksmiðjanna, þar eð mikill markaður er fyrir marokkönsk teppi i Vestur-Þýskalandi, Hol- landi, Sviþjóð, Frakklandi, Beigiu, Bandarikjunum og Kanada. , Teppaverksmiðjurnar eru sumar reknar af einkaaðilum, en aðrar af stjórninni. 1 verksmiðj- um einstaklingsframtaksins er aðbúnaðurinn yfirleitt slæmur, að sögn rannsóknarhópsins, og mörg barnanna, sem vinna þar, lita út fyrir að vera vannærð og þjást af ofþreytu. Svo er látiö heita að börnin séu iðnnemar og fá sum alls ekkert kaup, en önnur ekki meira en svo að það rétt nægir fyrir brauðhleif á dag. í verk- smiðjum stjórnarinnar er að- búnaðurinn sagður miklu betri. Menntaskólinn við Sund prófárangur Skólastarf er öflugt I Menntaskól a num viö Sund. Hér er veriö aö vigja nýja nemendur inn I skólann. Góður Nema í 1. bekk Menntaskólanum við Sund var slitiö i niunda sinn miðvikudag- inn 24. mai 1978. Rektor skólans, Björn Bjarnason, flutti skóla- slitaræðu við brautskráningu i Háskólabiói. Þar kom m.a. fram, að I vetur stunduðu nám 845 nem- endur, en vorpróf þreyttu 780 nemendur. 1 1. bekk þreyttu 207 nem. próf, 215 i 2. bekk og i 3. bekk 189 nemendur. Heildarniðurstöður milli- bekkjaprófa urðu þær, að 79,2% stóðust i 1. bekk, 93% i 2. bekk og 99% I 3. bekk. 170 nemendur hófu stúdents- próf, 169 þreyttu öll próf, þar af 3 utanskóla. A málakjörsviöi brautskráðust 22 nem. Á félagssviði máladeildar 31 nem. A félagssv. stærðfræðideildar 21 nem. A náttúrufræðikjörsviði 69 nem. A eðlisfræöikjörsviði 24 nem. 1 nem. á ólokið prófum, og 1 stóðst ekki fullnaðareinkunn. Hæstu einkunnir hlutu: A málakjörsviði Helgi Grims- son 8,5. A félagssv. máladeildar Auður Olafsdóttir 9,0, sem jafnframt var hæsta einkunn á stúdentsprófi að þessu sinni. A félagssv. stærðfr.deildar Daviö Björnsson 8,4. A náttúrufræðikjörsviði Asta Melitta Urbancic 8,8. A eölisfræðikjörsviöi Sigriöur Einarsdóttir 8,3. VÉLSKÓLI ÍSLANDS Inntökuskilyrði 1. stig: a) Umsækjandi hafi náö 17 ára aldri, b) Umsækj- andi sé ekki haldinn næmum sjúkdómi eöa hafi likams- galla sem geti oröið honum til tálmunar viö starf hans, c) Umsækjandi kunni sund. 2) stig: 1) Umsækjandi hafi náö 18 ára aldri, b) sama og fyrir 1 stigc) sama og fyrir l.stigd) Umsækjandi hafilok- iö miöskólaprófi eöa hlotiö hliöstæöa menntun, e) Um- sækjandi hafi eitt af þrennu. 1. lokiö vélstjóranámi 1. stigs meö framhaldseinkunn. 2. öölast a.m.k. tveggja ára reynslu I meöferö véla eöa i vélaviögeröum og staöist inn- tökupróf viö skólann, 3. Lokiö eins vetrar námi i verknáms- skóla iönaöar i málmiönaöargreinum og hlotiö a.m.k. 6 mánaöa reynslu aö auki i meöferö véla eöa vélaviögeröum og staöist sérstakt inntökupróf. Umsóknir Umsóknareyöublöö liggja frammi i skrifstofu skólans I Sjómannaskólanum, 2. hæö. Umsóknir berist skólanum fyrir 10. júnl 1978. Kennsla hefst I byrjun september. Skólastjóri. Aí*- Mælingamaður — sumarstarf Keflavikurbær vill ráða mælingamann til starfa i sumar við framkvæmdaeftirlit með gatnagerð og veitulögnum og skyld- um verkefnum. Nánari upplýsingar eru veittar á tækni- deild Keflavikurbæjar að Mánagötu 5, Keflavik. Bæjartæknifræðingur w SIÁVARÚTVEGS- BRAUT á framhaldsskólastigi verður í Hagaskóla næsta skólaár 1978-1979. Námstimi er einn vetur. Brautin skiptist i tvær deildir með sameiginlegum kjarna skipstjórnardeild og fiskvinnsludeild. Námið er bæði bóklegt og verklegt og fer hluti af verklega náminu fram á vinnu- stöðum. A. Skipstjórnardeild: 1. Er undirbúningur fyrir nám i Stýri- mannaskóla íslands. 2. Veitir skipstjórnarréttindi á skip allt að 30 tonnum, þegar nemandi hefur lokið siglingartima. 3. Veitir allt að 6 mánaðar styttingu á siglingartima þeim (24 mán.) sem kraf- ist er til inngöngu i Stýrimannaskólann. 4. Auðveldar allverulega nám i 1. bekk og allt framhaldsnám i Stýrimannaskólan- um. B. Fiskvinnsludeild: 1. Er undirbúningur fyrir nám i Fisk- vinnsluskóla íslands. 2. Er undirbúningur fyrir störf i fisk- vinnslu án frekara náms. 3. Styttir nám i Fiskvinnsluskólanum um eina önn. Tekið verður við umsóknum og nánari upplýsingar veittar i Miðbæjarskólanum simi 1-29-92 dagana 1. og 2. júni kl. 13-18 og ennfremur i fræðsluskrifstofu Reykjavik- ur til 10. júni n.k. Fræðslustjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.