Þjóðviljinn - 31.05.1978, Side 14

Þjóðviljinn - 31.05.1978, Side 14
14 SIÐA — ÞJóÐVILJlfíN Miövikudagur 31. mai 1978 / stuttu máii ísrael krefst handtöku fjöldamoröingja 30/5 — tsraelska stjórnin hefur fariðþess á leit við stjórn Brasi- liu að brasiliska stjórnin láti handtaka Gustav Franz Wagner sem ákærður er fyrir að vera ábyrgur fyrir fjöldamoröum á gyðingum i útrýmingarbúðum nasista í Póllandi i siöariheims- styrjöld. Wagner mun hafa stundaðþessa iðjusina einkum I Treblinka og Sobibor en Tre- blinka-búðirnar voru eitthvert afkastamesta morðiðjuver Þjóðverja að Auschwitz undan- skildu. Wagner er ættaður frá Austurriki. Samúel Tamir, dómsmálaráðherra Israels seg- ist hafa heimildir fyrir þvi að brasilisk yfirvöld hafi Wagner undir eftirliti. Vietnamar haröordir í garð Kinverja 30/5 — Vietnamska stjórnin sakaði kinversku stjórnina i dag um það að reyna að spilla sam- skiptum rikjanna með tilhæfu- lausum áburði viðvikjandi fólksflutningum kinverskætt- aðra manna frá Vietnam, en Kinverjar halda þvi fram að kínverski þjóðernisminnihlut- inn þar sæti ofsóknum. 1 um- sögn um þetta sagði útvarpið i Hanoi, höfuðborg Vietnams, aö stjórnin i Peking væri að reyna að valda Vietnömum erfiðleik- um við sósialiska uppbyggingu i landinu. Jafnframt endurtóku Vfetnamar tilmæli sin um sátta- viðræður viðKinverja, en Kin- verjar hafa ennþá ekki gefið nein svör við þeim tilmælum. Umrædd gagnrýni vietnamska útvarpsins er sú harðorðasta af hálfu Vietnama i garð Kinverja til þessa. Sadat hótar stríði út af Nílarvatni 30/5 — Sadat Egyptaforseti sagði i dag að Egyptaland myndi fara i strið við hvert það riki, sem reyndi að skerða hlut Egypta af vatni Nilar eða réðist á Súdan. Stríðshótun þessari er án vafa beint að Eþiópiu, en Eþiópar eru sagðir hafa i huga stífiugerö við Tana-vatn i epiópska hálendinu, en þar á BÍáa-Nil upptök sin. Sadat minnti i þessu sam- bandi á hið fornkveðna, að Egyptaland er „gjöf Nilar”. Að- spuröur hver viðhorf Egypta væru gagnvart Súdan, ef þvf yrði ógnað út frá striði Eþiópa við sjálfstæðissinna i Eritreu sagði Sadat, að það væri lifs- spursmál fyrir Egypta að ekk- ert alvarlegt kæmi fyrir Súdan. Súdanir hafa lengi veitt sjálf- stæðissinnum i Eritreu aðstoð og stundum hefur jafnvel komið til vopnaviðskipta milli Eþiópa og Súdana. Kúbanir segjast saklausir af Shaba-innrásinni 30/5 — Carlos Rodriguez, vara- forseti Kúbu neitaöi þvi i dag i ræðu á allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna að Kúba hefði átt nokkurm hlut að innrásinni i Shaba nýverið. Kvað Rodriguez áburð Carters Bandarikjafor- seta um þetta ósannan með öllu. Rodriguez sagði ennfremur að hersveitir Kúbu i Afrikulöndum hefðu verið sendar þangað að beiðni hlutaðeigandi rikja þeim til verndar. Rodriguez minntist á árás Suður-Afrikumanna inn i Angólu 4. mai s.l., þegar um 600 mannsvoru drepnir ogsagði að sú árás væri visbending um, hverju Angólumenn mættu eiga von á ef kúbanskt herlið væri ekki i landinu. Hann sagði að Bandarikin og önnur vestur- veldi bæru nokkra ábyrgð á árásum sem þessari vegna um- burðarlyndis þessara rikja gagnvart suðurafrisku stjórn- inni. Poliario herjar í Marokkó 29/5 — t fréttatilkynningu frá Polisario sjálfstæðishreyfingu Vestur-Sahara segir að skæru- liðar hreyfingarinnarhafi siðustu tólf dagana fellt yfir 50 marokk- anska hermenn i bardögum i Vestur-Sahara og sunnanvert i Marokkó. Skæruliðar Polisario hafi lengi herjað bæöi I Vest- ur-Sahara og Máritaniu, ai eftir þessari frétt að dæma eru þeir einnig farnir að láta til sin taka innan landamæra Marokkó. Polisario segist einnig hafa tek- ið til fanga nærri 30 marokkanska hermenn og birti lista með nöfn- um þeirra. Jafnframt sakar Poli- sario Marokkómenn um grimmi- lega kúgun á fóiki í Vest- ur-Sahara og Maritaniu. Polisario er i skærustriði gegr Marokkó og Máritaniu sem skiptu Vestur-Shara á milli sin að ibúum þar forspurðum eftir að yfir ráðum Spánarlauk þar. Frakkar hafa her i Máritaniu tii stuðnings Máritaniustjórn i striði þessu. Var Moro myrtur til ad bregða fæti fyrir kommúnista? 29/5 — Enrico Berlinguer, leiö- togi Kommúnistaflokksins á Itaiiu, sagöist i dag hafa sterkan grun um aö erlendar leyniþjón- ustustofnanir heföu staöiö á bak viö rániö og moröiö á Aldo Moro, fyrrum forsætisráöherra Italfu. Berlinguer tók fram, aö hann heföi engar haldbærar sannanir fyrir aö svo heföi ver- iö, en sagöi, aö þaö lægi i augum uppi aö ihaldsmenn og aftur- haldsöfl væru engu siöur en vinstri öfgamenn Rauöu her- sveitanna svokölluöu, áhuga- söm um aö gera aö engu þann árangur, sem italskir kommún- istar heföu undanfariö náö meö samvinnu viö stjórnarflokk italiu, kristilega demókrata. Berlinguer benti á i þessu sambandi að sumir leiðtogar kristilegra demókrata vildu á ný taka upp þá stefnu að útiloka annan stærsta flokk ttaliu, kommúnista, frá stjórnar- samstarfi, en Moro var einmitt sá af leiötogum kristilegra, sem mest beitti sér fyrir samstarfi kristilegra og kommúnista. Berlinguer sagði ennfremur, að með morðinu á Moro hefði verið reynt að koilvarpa itölsku lýð- ræði, en það hefði mistekist. Hann kvað italska kommúnista hafa i undirbúningi rannsókn á ráninu og morðinu á Moro i þeim tilgangi að ganga úr skugga um, hverjir stæðu að baki afturhaldsöflum þeim, sem snúa vildu ttaliu til hægri. Ber- linguer sagði þetta i Barcelona, höfuöborg Katalóniu, þar sem hann er staddur sem gestur katalónsks vinstriflokks, sem er i nánu bandalagi við spænska kommúnista. Kjaftaklöpp Framhald af bls.6 Þetta eru nú meiri vandræðin. Samkomumál Reykvikinga eru á hálfgerðu hallærisplani á þvi herrans ári 1978. Það lýsir sér m.a. i þvi að hver einasti kjaftur i borginni borgar sig dýrum dómum inn á ómerkilega sölu- sýningu bara til þess að sýna sig og sjá aöra. Ég. ráfa stefnulaust niður Skólavörðustiginn og lit inn i Bókina til að gera eitthvað. Ég þykist vera róta I bæklingum meðan ég legg eyrun við þvi hvað tveir karlar eru að tala sin á milli. Ég er of feimin til að blanda mér i mál þeirra. Þeir ræða margt og segja sumt spak- legt en eitthvað virðast þeir nú vera farnir að kalka samt. Allt i einu rek ég augun i gamlan bækling eftir Vilmund heitinn Jónsson landlækni. Ég fer að glugga i honum og þar er Vilmundur að ræða fjölmiðla og sérstaklega dagblöðin. Hann varar við þvi að trúa þvi sem þar stendur. Þetta ætti Vilmundur annar að lesa. Nú er ekkert um annað að gera en að taka strætó heim. A leiðinni er ég enn að hugsa um allt sem mætti gera i þessari borg. Og þrátt fyrir allt er lika léttara yfir henni eftir þessa helgi, einhverjar vorleysingar. Íhaldsvígin Framhald af 1 að þessu sinni voru vinstri menn 51 atkvæði yfir Sjálfstæðisflokkn- um. Gild atkvæði voru samtals 350 áriö 1974 á Blönduósi, en nú voru þau 469, og af þeim fengu vinstri menn 260. Veröur það að teljast góður og ótviræður sigur, enda urðu hreppsnefndarmenn þeirra 3 i stað 2 áður. Þrir aðilar buðu fram til hreppsnefndar I Hveragerði 1974, Sjálfstæðisflokkurinn sem hlaut 247 atkvæði og 3 kjörna, sam- vinnumenn sem fengu 174 at- kvæði og 2 kjörna og óháðir kjós- endurmeð77 „dauð” atkvæði. Nú vildu Framsóknarmenn ekki lengur ganga með Alþýðubanda- laginu sem „samvinnumenn”, heldur kusu samstarf við krata, en Alþýöubandalagiö bauð fram sér ilagi. Úrsliturðu þau að Sjálf- stæðisflokkurinn fékk 257 atkvæði og 2 menn kjörna, „jafnaöar- og samvinnumenn” fengu 186 at- kvæði og einnig 2 menn, og Al- þýðubandalag fékk 116 atkvæði og 1 mann. thaldsandstæöingar fengu nú 45 atkvæðum meira en óvinurinn, en 1974 höfðu þeir ekki haft nema 4 atkvæði yfir, og það nægði ekki eins og á stóð. Er sjonvarpió bilað? Skjárinn ^ S]ónvarpsverlist«5i Bergsíaðasírfflti 38 sirru 2-1940 Pípulagnir Nýlagnir, breyting- ar, hitaveitutenging- ar. Sími 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvoldin) »|*MÓÐLEIKHÚSIfl leikfKiag 2i2 2í1 RFYKJAVlKUR KATA EKKJAN fimmtudag kl. 20 SKALD-RÓSA föstudag kl. 20 i kvöld kl. 20.30 LAUGARDAGUR, SUNNU- föstudag kl. 20.30 DAGUR,MANUDAGUR sunnudag kl. 20.30 laugardag kl. 20 VALMCINN SPRINGUR ÚT Fáar sýningar eftir ANÓTTUNNI Litla sviðið: sjöunda sýning fimmtudag uppselt FRÖKEN MARGRÉT hvit kort gilda i kvöld kl. 20.30 áttunda sýning laugardag kl. Siðasta sinn. 20.30 MÆÐUR OG SYNIR Gyllt kort gilda fimmtudag kl. 20.30 Miðasala i Iðnó kl. 14-20.30 Fáar sýningar eftir Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200. Simi 16620. Alþýðubandalagið i Kópavogi. FUNDUR í ÞINGHÓLI. Fundur verður haldinn i Þinghól , fimmtudaginn 1. júni kl. 20.30. Rædd verða kosningaúrslitin og hin nýju viðhorf i bæjarmálunum Allir félagar eru eindregið hvattir til að koma. — Bæjarmálaráö. Akranes — Félagsfundur Alþýðubandalag Akraness og nágrennis heldur félagsfund miðviku- daginn 31. mai kl. 20.30 i Rein. Dagskrá: 1. Bæjarmálefni. 2. Onnur mál. Komiö stundvlslega. — Stjórnin. Blikkiðjan Asgaröi 7, Garöabæ önnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiöi. Gerum föst verötilboö SÍMI53468 Tökum að okkur smiði á eldhúsinnréttingum og skápum, bæði i gömul hús og ný. Sjáum ennfremur um breytingar á innréttingum. Við önn- umst hvers konar húsaviðgerðir, úti og inni. Verkið unnið af meisturum og vönum mönnum. Trésmíðaverkstæðið Bergstaðastræti 33 — Simar 41070 og 24613 Tilboð óskast 1 nokkra skála á Keflavikurflugvelli, sem verða til sýnis föstudaginn 2. júni, milli kl. 2 og 4. Þeir sem eiga pantaða skála hafi sam- band við skrifstofuna. Tilboðin verða opn- uð á skrifstofu vorri, Klapparstig 26, þriðjudaginn 6. júni, kl. 11. SALA VARNALIÐSEIGNA Frá V örðuskóla Þeir nemendur sem eigi uppfylla skilyrði um fornám en ætla sér i iðnnám geta inn- ritast 31. mai - 6. júni kl. 9-12. Fornámið skiptist i tvær sjálfstæðar annir sept.-des. og jan.-mai. SKÓLASTJÓRI Þakka öllum, sem minntust min á sjötugsafmæli minu. Kr. Guðmundur Guðmundsson

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.