Þjóðviljinn - 31.05.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 31.05.1978, Blaðsíða 16
DJOÐVHHNN Miðvikudagur 31. mai 1978 Aðalsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins I þessum slmum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans I siraa- skrá. Kolbeinn Fridbjarnarson, formaður Verkalýösfélagsins Vöku, Siglufirði: Getum náð góðum árangri með nýjum baráttuaðferðum Kolbeinn Friöbjarnarson, for- maöur Verkalýösfélagsins Vöku á Siglufiröi, var fyrst spuröur um reynsluna af útflutningsbanninu. — Ég held aö sú baráttuaöferð hafi þann geysimikla kost, að nánast enginn þarf að leggja niö- ur vinnu og fara i verkfall bein- llnis vegna þeirra aögeröa, sagöi Kolbeinn. — Og sú pressa sem hægt er að veita meö henni er gifurlega mikil, sem sést best á þvi, að rikisstjórnin neyddist til að endurskoða kaupránslögin rétt um þremur mánuðum eftir að hún setti þau. Það var ekki gripið til neinna annarra aögerða á þessu timabili, þannig að það er engin leið að meta þessa aðgerö rikisstjórnar- innar nema sem beina afleiöingu af útflutningsbanninu. Og þetta hefur verið hægt án þess að leggja vinnustöðvun á nokkurn mann. Reynslan sem við höfum fengið af nýjum baráttuaðferðum, bæði nú og i fyrra, hefur sýnt okkur, að við getum náð árangci án þess að fólk þurfi að leggja á sig erfið verkföll. Ég álit að i framtiðinni veröi minna um það aö alls- herjarverkfall veröi notaö i kjarabaráttunni, nema alveg út úr neyö og til aö reka endahnút á þann árangur, sem náðst hefur. — Hvaö viltu segja um næstu aðgeröir verkalýðshreyfingar- — Bg held aö fyrst veröi að lita á þessi mjög svo óvæntu kosn- ingaúrslit á sunnudaginn var. Það er min skoðun, að kosninga- úrslitin séu fyrst og fremst dómur sem þjóðin fellir yfir efnahags- stefnu rikisstjórnarinnar og þá fyrst og fremst launastefnunni. Sé það rétt mat, viröist mér ljóst að ekki verði undan þvi vikist að þessum dómi verði hlitt og aö sú rikisstjórn sem viö tekur eftir Ai- þingiskosningarnar, sé beinlinis dæmd til þess að breyta enn þess- um lagaóskapnaöi. Mitt persónulega viðhorf er, að skemmra megi ekki ganga en að tryggt sé að fólk sem nú heíur um 150 þúsund i dagvinnutekjur, fái alveg fullar og óskertar verðlags- bætur á sin laun, hvort sem það vinnur fyrir þeim tekjum i dag- vinnu, eftir- eða næturvinnu. Af 150 þús. kr. dagvinnutekjum verður ekki lifað. Verðbætur á hærri launin yrðu þá sama krónu- tala og kemur á þessi lægstu laun. Þessa dagana er verið að mynda meirihlutastjórnir i flest- um sveitarfélögum á landinu. Það er ljóst, aö verkalýðs- flokkarnir, Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn, munu i mörg- um tilvikum veröa ráöandi aðilar i þessum sveitarstjórnum, m.a. i Reykjavik. Mér virðist það vera siðferðileg skylda þessara meiri- hluta aö ganga þannig frá Alþýðubandalagið i Reykjavík: Aðalfundur í kvöld Fjölmennum í Lindarbæ í kvöld deilda i borginni — hafa legið frammi á skrifstofu félagsins frá laugardeginum 27. mai. A aðalfundinum i kvöld i Lindarbæ verður rætt um kosn- ingaúrslitin i Reykjavik og undir- búning þingkosninganna. Borgar- fulltrúar Alþýðubandalagsins i Reykjavik taka þátt i umræðun- Aöalfundur Alþýöubandalags- ins i Reykjavik veröur haldinn i kvöld i Lindarbæ. Fundurinn hefst kl. 20.30. A dagskrá eru venjuleg aðal- fundarstörf og lagabreytingar. Tillögur um nýja stjórn félags- ins — auk þeirra sem þegar hafa veriö kosnir á fundum flokks- Reykjavík: Endanlegar tölur Eins og kunnugt er, breytti endurtalning atkvæöa i Reykjavik engu um niöurstöður borgarstjórnarkosninganna. Tilfærsla atkvæða var sáralitil eða frá einu og upp i 11 atkvæði á lista. Gild atkvæði reyndust samtals 46.582, auö voru 688 atkvæði, en 132 ógild. Alls neyttu þvi 47.402Reykvikingar kosningaréttar sins aö þessu sinni. Atkvæöi Hlutfall Alþýöubandalag........................13.844.29,8% Alþýöuflokkur ........................ 6.250.13,4% Framsóknarflokkur...................... 4.368. 9,4% Sjálfstæöisflokkur.....................22.100.47,4% G-LISTA HÁTÍÐ 1 SIGTÚNI G-listinn i Reykjavik fagnar unnum sigri I borgarstjórnar- kosningunum næstkomandi sunnudagskvöld i Sigtúni. G-lista bátiðin er haldin fyrir alla starfsmenn G-listans og stuöningsfólk hans. Dagskráin verður nánar auglýst i Þjóöðviljanum siðar. samningum viö verkafólk og ann- að starfsfólk sveitarfélaganna, að réttar og fullar verðlagsbætur verði greiddar á þessi laun. Ef þetta verður ofan á, þá gæti það orðið til þess, aö þessi árangur næöist yfir heildina. Ef lagt er út af þessum kosn- ingaúrslitum og gengið út frá þvi, að Alþingiskosningarar fari á sama veg, get ég ekki séö að hægt verði aö mynda rikisstjórn nema með aðild verkalýösflokkanna. Ég hef þá trú á þeim flokkum, ab þá verði þessum málum komið i viðunandi horf fyrir það fólk sem hefur lægst laun i landinu, þannig að ekki muni þurfa mikla verk- fallsbaráttu til að ná þvi fram, ef þingkosningarnar fara á þennan veg. Það er þvi ástæða til að hvetja fólk til að nota kjörseðilinn Kolbeinn Friöbjarnarson. (Mynd: eik) til að firra sig frekari verkfalls- aðgerðum. Hins vegar finnst mér eðlileg- ast að svara þessum nýju lögum rikisstjórnarinnar meö yfirvinnu- banni. SPURNINGAR FÓLKSINS Svör Alþýðubandalagsins í sjónvarpsþætti Alþýðubandalagsins í næstu viku svara Guðmundur J. Guðmundsson, Gils Guðmundsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Svava Jakobsdóttir og Svavar Gestsson spurningum um stefnu Alþýðubandalagsins í komandi þingkosningum. Einar Karl Haraldsson stjórnar þættinum Hvað viltu vita um Alþýðu- bandalagið? Hver eru meginmál þingkosn- inganna: Kjaramálin? — Atvinnu- málin? — Sjálfstæðismálin? Hvers vegna er Alþýðubanda- lagið orðinn ótviræður for- ystuflokkur launafólks? Hvernig á að koma rikis- stjórninni frá? Eru kosningar kjarabarátta? ■v Hver er spuming þín? 1 dag, miðvikudag, og á morg- un, fimmtudag, frá kl. 9.-23.00 geturðu hringt i sima 1 75 00 og borið fram ALLAR þær spurn- ingar sem þú vilt beina til Al- þýðubandalagsins. Þeim verður siðan svarað i sjón- varpsþættinum. Takið þátt í sjónvarpsþætti A Iþýðubandalagsins Sendið hvassar og djarfar spurningar Spyrjið Guðmund, Gils, Ólaf Svövu og Svavar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.