Þjóðviljinn - 09.01.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.01.1979, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN — ÞriBjudagur 9. janúar 1979. Leikdeild Skallagríms Gott starf á lidnu ári Leikdeild UMF. Skalla- gríms í Borgarnesi var meö athafnasamasta móti árið sem leið/ að því er Theodór Þórðarson, for- maður deildarinnar, segir í Röðli. í janúarmanuW lauk leiknám- skeiöi en þegar i kjölfar þess undirbjö deildin skemmtiatriöi og kynningu á leiknámskeiöi og var þaö efni sýnt á öskudagsfagnaöi UMF. Skallagrims 18. febrúar. Hinn 30. mars hófust svo æfingar á einþáttungunum „Friöur sé meö yöur”, eftir Þorstein Marels- son og „Flugurnar i glugganum”, eftir Hrafn Gunnlaugsson. A meöan þær æfingar stóöu yfir tók deildin aö sér aö flytja efni á Borgfiröingavöku þann 20. april. Var þá saminn og æföur lát- bragösþáttur, sem hlaut nafniö „Frá morgni til kvölds” og hinn siöan fluttur meö til heyrandi hljóö-„effektum”. Um þennan þátt sáu þau Jón Þór Geirsson, Oddný Þórunn Bragadóttir, Einar Pálsson og Pétur Ásgeirs- son. Þau endurtóku svo þáttinn þann 1. mai, hjá stéttarfélögun- um i Borgarnesi. Einþáttungarn- ir áöur nefndu voru frumsyndir 29. april. Uröu sýningar alls 9, þar af fjórar utanbæjar. Um 25 manns tóku þátt i uppfærslunni á einn- eöa annan hátt og höföu flestir veriö á leiknámskeiöinu I janúar. 1 maílok enduöu sýningar á einþáttungunum. Þótti ýmsum þær takast vei en aðsókn heföi mátt vera betri. í júli sóttu þeir Sveinn M. Eiðs- son og Siguröur Páll Jónsson námskeiö I leikrænni tjáningu og framsögn. Fór Sveinn til Reykja- vikur en Siguröur i Reykholt. 1 ágúst hófst undirbúningsvinna aö barnaleikritinu „Leifi ljóns- öskri”, eftir Torben Jetsmark. Fenginn var leikstjóri frá Reykjavik, Guðrún Snæfriöur Gisladóttir. Hófust æfingar i októ- berlok og var leikritiö frumsýnt 3. des. Hefur aösókn veriö góö og verkinu vel tekiö. Rætt hefur veriö um aö sýna þaö einnig eftir jól, eöa i byrjun barnaárs. Guörún Snæfriöur Gisladóttir útskrifaöist úr Leiklistarskóla rikisins fyrir rúmu ári og hefur tvivegis áöur sviösett leikrit hjá skólum i Reykjavik. Þá hefur hún og leikið hjá Sjónvarpinu og 1 Þjóöleikhúsinu I einþáttungunum „Mæörum og sonum”. En Guörún geröi ekki aöeins aö leikstýra verkinu, heldur bjó hún til allar grimur, sem notaöar eru, hannaði búninga, samdi texta og útvegaöi lög eftir Sigurö Bjólu, Spilverks- mann, og lög og texta eftir Ólaf Hauk Simonarson rithöfund, lagasmiö og ljóöskáld. Leikdeild Skallagrlms hefur á aö skipa ungu og áhugasömu fólki en nokkuð háir verkefnavali skortur á eldra fólki. Er ástæöa til aö benda á, að leikdeildin stendur opin öllum þeim, sem áhuga hafa á leikstarfi, á hvaöa aldri sem þeir eru. tþ/mhg r Veröbólguþankar "i Eftirfarandi grein Guömundar Þorsteinssonar á Skálpastööum I Borgarfirði birtist I siöasta tbl. Rööuls og veitti höfundur hennar Land- pósti góöfúslega leyfi til aö endurprenta hana hér: Magnús Torfi Ólafsson lét svo ummælt i vor, aö veröbólgan ógnaöi sjálfstæöi þjóöarinnar meira en hersetan. Ég er hreint ekki fjarri þvi aö geta tekiö undur þau orö og vil þó ekki gera litiö úr þeirri skeröingu á sjálfstæöi okkar, sem nærvera erlends hers hefur I för meö sér. Ekki þarf aö fjölyröa um þaö hvernig veröbólgan vinnur sin skemmdarverk á atvinnu- og efnahagslifinu, fælir fólk frá hófsemi og sparnaði en ýtir þvi út I fjárfestingarkapphlaup og eyöslu, I stuttu máli, gerir æski- legar ákvaröanir heimskulegar en slæmar ákvaröanir réttlætanlegar. Veröbólgan er kerfi, sem flytur I sifellu fjármuni frá hin- um hófsömu og sparsömu til skuldakónganna og eyðslu- klónna, spillir afkomu útflutn- ingsatvinnugreinanna og sam- keppnisiönaöar ogkallar þannig fram gengisfellingar, sem aftur magna veröbólguna. Þannig nærist hún og þrifst á eigin afuröum. Frumorsökin Ég hef fyrir satt, aö frum- orsök veröbólgunnar sé sú, aö heildareyösla þjóöarinnar sé meiri en svo, aö verömætasköp- unin i' landinu standi undir henni. Eigi árangur aö nást 1 baráttu viö hana verður aö koma á jafnvægi aö þessu leyti. Þaö er hinsvegar ógerningur meöan núverandi veröbólgu- hugarfar ræöur feröinni i öllum fjárhagslegum ákvöröunum almennings og jafnvel þess opinbera lika. Til aö umræddu jafnvægi veröi náö er þvi nauösynlegt aö auka verömætasköpun meö skynsamlegri fjárfestingu og aukinni framleiöni og draga úr rekstrarkostnaöi bæöi hjá þvi opinbera og einkaaöilum. Nauðsyn aukinnar hagkvæmni Mér er ekki grunlaust um aö þaö hendi margan góöan sósialista aö afgreiöa hugtök eins og „arösem iskröfur”, „framleiösluaukning” og „hag- ræöing” sem illar uppfyndingar kapitaiismans, til þess eins fallnar aö klekkjaá launþegum. Þeir hafa raunar þaö til sins máls, aö stundum er gengiö aö þessum hlutum meö meira kappi en forsjá og ekki tekiö til- lit til aðstööu og aöbúnaöar starfsfólks. Rlk ástæöa er til að benda á þau viti til varnaðar, en þau mega ekki veröa til þess, aö mönnum sjáist yfir þaö, aö hag- kvæmni i rekstri, á hvaöa sviöi sem er, er sá eini grunnur, sem hægt er aö reisa raunverulegt Guðmundur Þorsteinsson. Guömundur Þorsteinsson, Skálpastöðum skrifar: velferöarrlki á viö okkar aö- stæöur. önnur nauösynleg forsenda fyrir árangri I glimunni viö veröbólguna er aö þannig veröi aö verki staðiö, aö fólk sann- færist um aö árangur eigi aö nást, muni nást og helst aö þaö óski eftir aö árangur náist. Hið eina örugga Þær aöferöir ,'sem hingaö til hefurveriö gripiö til, hafa ekki veriö sannfærandi. t hálfan fjóröa áratug hefur veröbðlgan verið þaö eina, sem hægt hefur verið aö reiöa sig á i islensku efnahagsllfi. Það þarf þvl meira en kák og sýndarmennsku til aö uppræta verðbólguhugsunar- háttinn. Raunvextir eru eitt þeirra meðala, sem um er rætt og um er deilt. Orugglega yröu þeir mörgum þungir i' skauti og viötækar hliöarráöstafanir yröu aö fylgja, en ég spyr: dugir eitt- hvaö minna til aö sannfæra fólk um, aö ekki sé áreiöanlega best aö koma hverri krónu I lóg strax og hún er I hendi og þó helst löngu fyrr? Næðist umtalsverður árangur á þessu sviöi myndi draga úr hinni ofboðslegu einkaneyslu og eyöslu, sem hvarvetna blasir viö augum, en ráöstöfunarfé lánastofnana vaxa I sama mæli og þar meö geta þeirra til stuön- ings viö atvinnulifiö, einstak- linga og stofnanir. Villukenning Nú er mikiö haft á oröi aö beita rlkisfjármálum til aö hamla gegn veröbólgu. Sú villu- kenning hefur oft heyrst, aö aukin rlkisumsvif örvi verb- bólguna. Þaö gerist þvl aöeins aö þau byggist á erlendum lán- um eöa yfirdrætti rlkissjóös viö Seölabankann. Byggist rikis- umsvifin á aukinni skattheimtu og þess um leiö gætt, aö ekki sé halli á rikisbúskapnum, geta þau dregið úr einkaneyshi og þó hamlaö á móti atvinnuleysi meö vel völdum opinberum framkvæmdum. Aukin álagning skatta á háar tekjur hefur einnig áhrif til tekjuöflunar, ef skattaeftirlit er virkt, og mér finnst þaö réttlát- ari, geöfelldari og liklega árangursrikari leiö til aö draga úr einkaneyslu en lækkun kaupmáttar allra launa. Þaö hefur þvi oft vakiö furöu mina, aö þaö viröist eitt af keppikefl- um ASI aö draga úr álagningu tekjuskatts. Tvieggjað kerfi Ekki veröur svo skiliö viö hugleiöingar um veröbólgu, aö vlsitölukerfiö beri ekki á góma. Ég hygg, að lesendum þessa blaös sé almennt ljóst, aö þaö er fyrst og fremst varnartæki launþega gegn veröbólgu. Hins- vegar er ljóst, aö I vissum til- fellum orsakar það launahækk- anir, sem engin forsenda er fyrir og sem oliuveröhækkanir siöustu áraeruglöggt dæmi um. Vi'sitala viöskiptakjara er hins- vegar tortryggilegur mæli- kvarði, ekki sist þegar haföar eru I huga nýlegar upplýsingar um verömyndun innfluttra vara, sem sýna, aö innflytjendur geta hækkaö verö þeirra aö eigin geöþótta meö töku umboðslauna erlendis. En mér hefur stundum flogiö I hug, aö veröi tekist á viö verö- bóiguna af fullri alvöru, kæmi til álita aö miöa kaupgjaldsvisi- tölu viö visitölu matvæla, fatn- aöar og húsnæöis og veröhækk- anir á þessum liöum yröu bætt- ar meö sömu krónutölu I öllum launaflokkum. Auövitaö kæmi slikt þvi aöeins til greina, aö fullur trúnaöur rlkti milli samtaka launþega og rlkisvalds um að ekki yröi um misbeitingu aö ræöa og fullt samráö haft um allar aögeröir. Hvað er i húfi? Ekki blandast mér hugur um að skoðanir eru skiptar um þessar hugmyndir allar. En þaö er sannfæring min, aö takist ekki aö rjúfa vitahring verö- bólgunnar fyrr en siðar, þá veröi brátt tómt mál aö tala um efnahagslegt og þar meö stjórnarfarslegt sjálfstæöi þess- arar þjóðar. VerCtoólgubröskurum og öör- um afætulýö liggur þaö sjálf- sagt I léttu rúmi, en þaö er ósk min og von, að þau öflugu sam- tök, sem mest láta sig skipta sjálfstæöismál þjóöarinnar i oröi, Alþýöubandalagiö og verkalýöshreyfingin, sýni á boröi skilning á þvi, hvaö I húfi Magnús frá Hafnarnesi skrifar: Aldarminning Sigurdar frá Arnarholti 1 tílefni af aldarafmæli Sigurö- ar skálds Sigurössonar frá Arnar- holti á næsta ári, gengst bóka- safniö i Vestmannaeyjum fyrir kynningu á verkum hans og er þaö vel til fundiö. Upplestur úr ritum hans annast leikarar úr Leikfélagi Vestmannaeyja, einn- ig mun Jón Geir, iögreglumaöur, sem er söngmaöur góöur, syngja tvö bestu ljóö hans: í dag er ég ;i „„.xilfcttE. og Sefur sól hjá Ægi. v '~~~'Sfýúröur frá Arnarholti var "Tæddttr óskilgetinn, eöa á alþýöu- ^ffefTTyiausaleik. Faöir hans var s SigtiEÖur Sigurösson, kennari viö ILaar&tskólann I Reykjavik. Móðir 'dwre'var dönsk og hét Flora Con- cordia Oreila Jensen, verkakona og blaöamaöur, einn af frumherj- um sósialismans I Danmörku. Hún leið mikiö fyrir skoöun sfna, eins og titt var þá ogbregöur fyrir ennþá. Hún varö aö þola frelsis- sviptingu og fangelsisvist. Siguröur Sigurðsson frá Arnar- holti var barn aö aldri sendur i pósti til Islands þvi Flóra móöir hans gat ekki annast uppeldi hans, eins og gefur aö skilja, frelsissvipt manneksjan. var þetta Dönum Iikt engu síður en maökaöa mjöliö og ryögaöa járn- iö sem þeir seldu okkur. Bót er þó I máli aö Islendingar eignuöust út frá þessari einsdæma póstsend- ingu skáld og þaö gott. Faöir Siguröar kom honum i fóstur hjá Birni M. Olsen, rektor. Siguröur hóf nám i Læröaskólan- um en varö aö hætta námi á siö- asta vetri vegna áfengisneyslu,' sem var meinsemd I lifi hans. Hann var kallaður Siggi Slembir. Hann nam siöan lyfjafræöi en lauk ekki prófi. Hann geröist lyf- sali I Vestmannaeyjum áriö 1913 og var þaö til 1931 er hann fluttist til Reykjavikur. Þar lést hann 4. ágúst 1949. Siguröur frá Arnarholti geröi margt til umbóta i Vestmanna- eyjum. Hann var m.a. hvatamaö- ur aö stofnun Bjra-gunarfélagsins og kaupunum á björgunarskipinu Þór. Siguröur Sigurösson frá Arnar- holti var frábært skáld. Flest ljóöa hans eru dýrmætar perlur Islenskra bókmennta. Eftir hann liggja aöeins þrjár bækur: Tvl- stirni 1906, Ljóö 1912 og Siöustu ljóö 1939. Þaö dró mikiö úr skáld- skap hans er á ævina leiö og mun vlnhneigö hafa valdiö þvi. Þrátt fyrir þaö veröur hann aö teljast meö merkari skáldum slns tlma. Siguröur Sigurösson fæddist i Kaupmannahöfn 17. september 1879. Ljóö hans og nafn munu lifa meö þjóöinni, enda gædd þvi llfi, sem ekkert fær grandaö. Magnús frá Hafnarnesi. E.S. Eins og greinin ber meö sér er hún skrifuö fyrir síöustu ára- mót. Siguröur Sigurösson skáid frá Arnarholti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.