Þjóðviljinn - 24.06.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.06.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 24. júni 1979 Foreldrum stendur au&vitaö ekki á sama i hvaöa skóla börn þeirra ganga. Einnig hér á tslandi spyrja menn eftir ,,góöum” skólum eöa „vond- um” — en hér hefur á undan- förnum áratugum veriö svo mikiö um tilfærslur á búsetu, svo örar breytingar hafa oröiö á stéttaruppruna námsfólks, aö slikar skiptingar hafa ekki oröiö eins djúptækar og viöa annars- staöar. Meö fáum undan- tekningum sýnist mönnum aö góöur skóli sé sá sem hefur krækt sér i góöa kennara, skóla- stjóra osfrv. Allt veröur þetta mál sýnu alvarlegra og pólitisk- ara þegar einkaskólakerfi er starfrækt viö hliöina á almenn- um skólum og geta einka- skólarnir bæöi lagt meira fé i starf sitt og valiö úr nemendum og fyrir sakir bæöi skráös náms írangurs og stéttbundinna heföa opnaö fleiri leiöir i framhalds- námi og stööuvali siöar meir en almennir skólar geta. Meö öörum oröum: Fólk hefur viöa um lönd og héruö ástæöu til aö ætla, aö sá sem kemst í „réttan” skóla muni vegna öörum betur i lifinu. Skólar áhrifalitlir? Margir sérfræöingar hafa haldiöfram þvi gagnstæöa. Þeir segja einatt, aö skólar hafi harla litil áhrif á hæfni og þroska nemenda. Þaö skipti mestu hvaö menn hafa meö- feröis inn i skólann — hvort sem þar er nú um hinar frægu arf- gengu gáfur aö ræöa („afi hans var nú f jandi skýr karl”) eöa þá vinsamlegt og þroskavænlegt andrúmsloft i frumbernsku. Ef aö þvi er slegiö föstu aö skólinn skipti litlu máli fýrir þroska manna og framfarir og getu, þá má aö sjálfsögöu draga af þvi ályktanir sem stefna 1 ýmsar áttir. Einhver kann aö segja: Þaö ;r þá gagnslaust fyrir miö- stéttirnar aö vera aö sinu si- fellda poti viö aö koma krökk- unum sinum i „góöa” skóla. En hugmyndin um „hlut- leysi” skólans er yfirleitt notuö i öörum tilgangi og nokkuö skuggalegri. Cyril Burt, Hans Eysenck og fleiri sálfræöingar hafa ályktaö sem svo: greind og námshæfileikar eru fyrst og fremst arfgengir eiginleikar. Þetta þýöir aö „jafnrétti” i skólamálum gerir ekki annaö en aö draga úr starfi og árangri hinna gáfuöu. Þeir sögöu fleira (einkum Cyril Burt); þeir sögöu iö valdi og auöi væri, þegar allt kæmi til alls, skipt eftir hæfi- leikum, eftir þvi hvernig efna- hagskerfiö verölaunar menn fyrir „góöa” erföastofna. Meö öörum oröum: menn byrjuöu á aö gera ráö fyrir þvi aö gáfur væru fyrst og frmst „örlög”; ef aö máttleysi skólanna er viö bætt kemur það út, aö það sé rangt og skaölegt aö stefna aö meira jafnrétti i skólamálum. Endurðm af þessu höfum við heyrt i kvörtunum hérlendis um aö menntaskólarnir séu orönir mun lélegri en fyrr vegna þess hvemörgum hefur veriö hleypt inn i þá. Falsanir um gáfnafar Þessi hugsunarháttur varö Satt fyrir meiriháttar skakkaföllum þegar Cyril Burt, einn frægasti uppeldis- og sálarfræöingur á Vesturlöndum, var eftir aö hann lést árið 1971 afhjúpaður sem meiriháttar visindasvikari. (Burt var einn helsti talsmaöur hóps sem kenndur var viö svo- nefnda „Svörtuskýrslu” og hélt þvl fram aö nútima skólakerfi tæröi upp menntastuöulinn). Burt var frægur fyrir rannsókn- ir slnar á eineggja tviburum, sem höföu alist upp sitt i hvoru lagi — og sýndu athuganir hans, aö sú skoöun væri rétt, aö upp- lag, erföastofnar en ekki upp- eldi og umhverfi réöi mestu um gáfnafar allt. Siöar kom á dag- inn aö flestir þessir tviburar, ef ekki aliir, voru hreinn tilbúning- ur, sem og kona sú sem átti aö hafa aöstoðað Burt viö þessar rannsóknir. Siöar þegar Burt bar fram skýrslur sem áttu aö sýna fram á samræmi milli gáfhafars og stéttarstööu voru linurit hans svo „fullkomin” aö þau voru óhugsandi — og var reyndar hægt aö draga fram margt fleira varhugavert um þau siðar. Til hvers að ganga i skóla? En þó aö þessar uppljóstranir væru mikiö áfall fyrir oftrú manna á arfgengu gáfnafari, þá var ekki þar meö sagt, aö þagg- aö væri niöur I þeim sem héldu þvi fram aö skólar breyttu nemendum sinum aö sáralitlu leyti. Bandariskar og breskar athuganir á miklum fjölda nemenda þóttu sanna þaö sem Hans Eysenck sagöi i „Svörtu skýrslunni” 1975: „Mennta- frömuöir eru aö gera sér æ betri grein fyrir þvi aö börn fara úr skóla i stórum dráttum með þann sama farangur og þau höföu meö sér þegar i skóla kom, áhrif skólans I þvi aö stuöla aö „jöfnuöi” eru svo litil aö vart er mælanlegt”. Christopher Jencks geröi i' bók sinni „„Misrétti” (1972) grein fyrir hlutföllum milli þeirra þátta sem hann taldi ráöa „mis- jöfnu næmi og skilningi”. Erföaeiginleikar réöu 33-50%, umhverfiö 25-40% lengd skóla- göngu 5-15% og takiö nú eftirj_ gæöi barnaskólamenntunar aöeins 3% og gæði miðskóla* menntunar aöeins 1%! (Þaö er ekki nema von aö spurt hafi veriö I þessu samhengi: Til hvers fjandans voru menn þá aö ganga í skóla?). Þaö skal fram tekiö aö Jencks þessi taldi „um- hverfið” fyrst og fremst vera heimiliö en varla skdlann, en hannsagöiaö skólinn „staöfesti misjöfnuö, en skapaöi hann ekki”. Ekki alis fyrir löngu sendi Michael Rutter, prófessor viö Lundúnaháskóla, frá sér mikla skýrslu, sem gengur mjög ræki- lega og skemmtiiega I gegn hugmyndum af þessu tagi. Skýrslan heitir „Fimmtán þúsund stundir” og er þar átt viö þann tima sem Nonni eða Gunnar eru i skóla. Skólar breyta nemendum Rutter og samstarfsmenn hans sýna fram á þaö aö skólar ná griðarlega misjafnlega mikl- um árangri aö þvi er varðar andlegan þroska nemenda. Að bvi fer fjarri aö skólar séu kyrrstæðir speglar þjóðfélags- skipunarsem þeir risa af. Þvert á móti: Sýnt er fram á, að skólar sem eru I næsta nágrenni (enskar borgir eru mjög stétt- skiptar eftir hverfum eins og viö vitum) ogfá nemendur sem eru nákvæmlega úr sama umhverfi og hafa nákvæmlega sömu for- sendur til náms sýna glfurlega misjafnan árangur með starfi sinu. Og þessi munur er enganveginn redstur á tilviljun- um: Þaö er hægt aö rekja hann tiltiltekinnaeiginleika skólanna sem félagsstofnana og til færni og starfssiögæöis kennaranna á hverjum staö. A ystu jöörum þess litrófs sem rannsóknin sýnir Rutter firnalegan mun: þau börn sem minnst geta I bestu skólum sem skoöaöir eru ná sama árangri og þau sem mest geta i verstu skólunum Ekki á kostnað hinna greindustu Meira en svo: i skólum þar sem börn meö meöalhæfni stóöu sig betur en i meöallagi reynd- ust færustu börnin einnig betri en búast mátti viö. Þetta er eins og Michael Rutter tekur fagnandi fram, ansi góð röksemd gegn þeirra sem hrifnir eru af úrvals- nemendum ogsegja aö „magniö veröur á kostnaö gæöanna”. En þar meö gera þeir ráð fyrir þvi aö þaö sé ekki hægt aö veita aö- stoö meðalgreindum börnum nema á kostnaö þeirra sem gáfuöust eru. Hinsvegar, segir I ýtarlegri greinargerö i New Statesman um rannsóknina. veröur menntun i ljósi skýrslu Rutters ekki pot á kostnaö náungans, heldur sveigjanlegt ferli þar sem „einstaklingar geta aöstoöað hver annan viö aö bæta færni sina meö þeim hætti sem fáir eöa engir gætu einir” — að þvi tilskildu aö gott skipu- lag og nauösynleg siöferðisorka séu til staöar. Of langt mál væri aö telja upp þaö sem skýrsla Rutters staö- festir eöa hvaöa fordóma hún rifur niöur. Hér skal ýmislegt upp taliö: Sjálfsagi og skipulag Námsárangur var góður þar sem kennarar ætluöust til mik- ils af nemendum sinum, þar sem nemendur uröu þess varir að starf þeirra var metið og þar sem skólabókasöfn voru mikiö notuö. Besta agaformið reyndist sjálfsagi nemenda I starfi, sem örvaður var af auöskiljanlegum skýrum leiðbeiningum. Hrós, hvatningar og þaö aö börnum er falin viss ábyrgö höföu miklu meiri áhrif á þau en refsingai. (Þegar á heildina var litiö sýndust refsingar næsta áhrifalitlar á árangur og fram- komu nemenda). Reynsla, áhugi og samvisku- semi kennara eru mjög áhrifa- sterkir þættir. En einstakir kennarar veröa ekki aöeins misjafnir i raun sem ein- staklingar þvi samskonar hegöun kennara getur haft mis- jöfn áhrif eftir skólum. Góður samstarfsandi milli kennara og gott skipulag alls skólastarfs reynist þannig jafnvel enn þyngra á metunum en eigin- leikar hvers um sig. Kröfugerð Aö sjálfsögöu gerir skýrsla' sem þessi skólann ekki al- máttugan. Nemendur veröa aldrei „eins” — en niöurstööur hennar benda bæöi til mikilla möguleika skólans til aö breyta nemendum og svo sérstaklega til möguleika á þvi aö hann geti unniö með góöum árangri aö félagslegu jafnrétti. Og rann- sóknir af þessu tagi eru, ef niöurstööur þeirra slast út i al- menningsálitiö, liklegar til aö auka kröfugérö til skóla — sem veröur ekki svaraö nema meö þvi, aö bæöi sé skólinn 1 sifelldri endurskoðun, og aö samfélagiö sýni honum þaö örlæti sem mikilvægi hans gerir tilkall til. AB. (Aöalheimild New States- man) Fyrrum dagblöð Frankós lögð niður Sex rikisrekin dagblöö á Spáni hafa veriö lögö niöur. Þetta er liö- ur i aö minnka hallann á fjöl- miölakeöju þeirri sem spænska rikiö tók i eigu sina eftir dauöa Frankós. Fjölmiölahringurinn saman- stendur af 35 útbreiddum lands- hlutablööum og 56 útvarpsstööv- um og var i einu Þjóðarhreyfing- ar Frankós i 40 ár. Þjóöarhreyf- ingin var eini leyfilegi flokkurinn á valdatima Frankos. Þegar Frankó lést 1975 og hreyfingin leystist upp tók rikið viö rekstri fjölmiölahringsins. Astæöan fyrir þvi að einmitt þessi sex dagblöð hafa verið lögð niöur öörum fremur er sú aö halli þeirra hefur veriö um 921 þúsund peseti á ári eöa um 440 miljónir Islenskar krónur. frumleg flóttaaðferð 10,6 cic, sigrún Þreyttir Danir Danir eru siappir samkvæmt siöustu læknaskýrslum. Þriöji hluti ailra Dana um fertugt er i si- felldri orkukreppu allt áriö. Þeir eru ávallt þreyttir og eiga I erfiö- leikum meö aö skila fullum vinnuafköstum. Miöaidra Danir mjög þrcyttir Þetta kemur fram i skýrslu sem tveir danskir læknar hafa samiö eftir viötækar rannsóknir i úthverfum Kaupmannahafnar. Þeir hafa talaö viö 1052 mann- eskjur sem eru fæddar áriö 1936 og spurt um likamlega liðan þeirra. 33% svöruöu aö þau væru sífellt þreytt. Þreytan er helmingi meiri hjá konum en körlum. Þetta þreytta fólk kvartar einn- ig yfir öörum krankleika: Höfuö- verk, bakveiki og magaveiki. En ekki hefur verið sannaö beint or- sakasamband milli þessara verkja og þreytunnar. — Þreytan er mjög algeng, en viö vitum enn ekki hvort hún er varanleg eöa hvort hún liöur hjá. Við vitum ekki heldur af hverju þreytan stafar, segja læknarnir tveir. Flóttaaðferð Þeir Kinverjar sem einhverra hluta vegna vilja flýja Alþýöulýö- veldiö og koma sér fyir til Hong Kong hafa nú fundiö upp nýja aö- ferö til aö komast yfir landamær- in. Aöferöin er okkur Noröur- landabúum gamalkunn þótt ekki hafi hún verið notuö i þvi skyni að flýja land: skiöaiþróttin. Flótta- fólkiö spennir einfaldlega á sig skiöi og þeytist yfir mýrarnar á meiri hraöa en hlaupandi mann- eskja. 1 ár hafa um 44 þúsund flóttamenn verið handteknir i Hong Kong og sendir aftur til föð- urhúsanna. Hins vegar segir ekki hvort allir hafi veriö á skiöum. * sunnudagspistill Eftir Árna Bergmann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.