Þjóðviljinn - 24.06.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.06.1979, Blaðsíða 11
Sunnudagur 24. júni 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Eru Hvalveiöar og hvalvernd hafa skotist rækilega inn í sviðsljós fjölmiðlanna eftir átökin á miðunum milli skipverja á Rainbow Warrior og Hvals 8. Enginn fjölmiðill hefur þó reynt að brjóta til mergjar, hvað felst í stefnu Greenpeace-sam- takanna hér við land, né heldur, hvort íslenskir hvalastofnar eru raun- verulega í hættu. Þá eru að vísu frátalin viðtöl við skrifstofumenn í ráðu- neytunum og fólk sem á einhvern hátt er tengt Hval h/f og telst þvi tæpast til hlutlausra aðila. Röng friðunarstefna? A seinni árum hefur borið á nokkurri gagnrýni á friðunar- stefnu á borð við þá sem Green- peace reka. Sú stefna felst i stuttu máli i þvi , að reynt er að efla á alla lund baráttu fyrir verndun tiltekinna tegunda sem eru taldar i hættu, en minna reynt að benda á hina raunverulegu orsök vandans, sem má i flestum tilvikum rekja til gróðasjónar- miða skammsýnna manna. Það hefur reynst einkar létt að beina athygli fólks að verndun einstakra tegunda, og til dæmis hefur baráttan fyrir verndun hvala orðið aö eins konar heilögu striði viða i Banda- rikjunum. Fyrir bragðið hafa falliö i skuggann ýmis mál, sem varða þó framtið mannkynsins öllu meir, einsog það tiltæki alþjóðlegra auðhringa að ryðja burt skógum I S-Ameriku sem framleiða verulegan hluta af þvi súrefni sem veröur mengaðri veröld æ nauðsynlegra. Grænfriðungar á íslandi Hinu fer þó fjarri, að hægt sé að afgreiða Greenpeace sem ótindan „hippalýö” einsog gert var I einu blaðanna. Samtökin hafa margt gott gert. Þau böröust til dæmis gegn kjarnorkutilraunum á Kyrrahafi og sendu skip inn á sprengjusvæðiö i þvi skyni. Það hlýtur einnig að teljast jákvætt, ef aðgerðir þeirra stuðla að meiri rannsóknum á islenskum hvala- stofnum, hvað sem um þær má segja að öðru leyti. Ymsar ástæður liggja til þess, aö grænfriöungum hefur ekki tekist að afla sér stuðnings Islensks almennings. Talsmenn þeirra hafa komið með staö- hæfingar sem þeim hefur ekki alltaf tekist að finna fót fyrir. Þannig bentu þeir réttilega á þann tviskinnung I fari islenskra stjórnvalda, að þau heföu stutt tillögu um 10 ára hval- veiðibann á . Umhverfismála- ráöstefnu SÞ 1972 en ekki fylgt eftir á þingi Alþjóðahvalveiði- ráösins skömmu siðar. Skýring grænfriðunga er hins vegar sú, að ráðherrar þáverandi vinstri stjórnar hefðu verið eignaraðilar aö Hval h/f og lagst gegn veiði- banninu af þeim sökum. Meðan ekkert er lagt fram þessu til sönnunar, er málflutningur af þessi tæi hæpinn i islenskum eyrum. Óljós málflutningur Meiru veldur þó, að samtök- unum hefur ekki tekist að sann- færa fólk um nauðsyn friðunar, og hafa raunar hvorki gert ýtarlega grein fyrir fullyrðingum sinum um ofveiöi, né þvi að islensk yfir- völd láti ekki alltaf forskrift vlsindanna stjórna geröum sinum. Margt bendir þó til, að samtökin hafi þar ýmislegt til sins máls. Þá hefur bögglast fyrir brjósti fólks sú afstaöa sem hefur komið fram hjá sumum grænfriðung- um, að sökum þroska og vits- muna hvala beri einfaldlega ekki að veiða þá. Innan Greenpeace eru skoðanir á þessu samt skiptar. Þar er marga að finna, sem vilja skynsamlega nýtingu á hvalastofnunum, sem miðist við þarfir mannkynsins fyrir mat. Báöar þessar skoöanir flétt- ast saman I þvi markmiði sem nú er efst I farangrinum: að friða langreyöarstofninn, sem samtök- in telja ofveiddan. Friöunar- stefna Greenpeace hér við land virðist grundvallast á: — að hvalir séru svo gáfuð dýr, að dráp á þeim sé ekki hægt að verja. — að drápsaðferðirnar séu það ómannúölegar, að einungis af þeim sökum beri að hætta veið- unum. — að lokum telja samtökin aö viöa viö Island sé a.m.k. lang- reyöarstofninn ofveiddur. Ef til vill fleiri. Það er erfitt að taka undir þau rök, að hval megi ekki drepa vegna hárrar greindar hans. Við lifum i hungruðum heimi, þarsem hverja matarögn verður að nýta, auk þess sem það er nokkuð hættuleg röksemd að beita greind veru sem mælikvaröa á tilveru- rétt hennar. Flestir geta hins vegar fallist á aö það beri að nota sem skjót- virkasta aðferö við að aflifa hvali Greenpeaœ hefur nokkuö til síns máls einsog önnur dýr. Menn greinir hins vegar á um drápstækni is - lensku hvalbátanna. Veiðimenn- irnir segja að hvalurinn deyi samstundis vegna sprengikúlu I skutlinum sem deyði hann við skotið. Grænfriöingar eru á annarri skoðun og telja að dauða- striöið megi stundum mæla i klukkutimum. Eru hvalirnir ofveiddir? Það virðist rökrétt, að veið- unum sé þannig hagað, aö úr stofnunum náist hámarks- afrakstur. tslendingar hafa sára reynslu af ofveiði, og flestir hljóta aö fallast á, að veiðar Hvals h/f beri að takmarka ef hætta er á of- veiði islensku stofnanna. Þaö verður að segjast, að ferill Hvals h/f er ekki með öllu laus við rányrkju. Framundir 1960 veiddi fyrirtækið steypireyði, þrátt fyrir að þegar árið 1939 væri vitaö að hún væri i hættu stödd vegna of- veiöi. Þegar Hvalur h/f hætti veiðum á henni var hún minna en 1% af afla stöðvarinnar og allar þjóðir i Alþjóðahvalveiðiráðinu voru þá hættar að veiöa hana. I dag veiðir Hvalur h/f sand- reyði, búrhveli og langreyöi. Svo litiö er vitað um sandreyði og búrhveli, að fullyrðingar um of- veiði geta þess vegna verið sannar. Langreyðarstofninn Langreyðurin er langbest þekkt. Jón Jónsson forstöðu- maður Hafrannsóknastofnunar- innar hefur gert athuganir á henni i samvinnu viö Norömenn, og veiöarnar eru grundaðar á niöurstöðum þeirra. Þeir félagar segja að veiðin á langreyði hafi verið stöðug frá upphafi, sem bendir til að stofn- inn sé i jafnvægi. Þó taka þeir fram, aö afli á sóknareiningu hafi minnkaö örlitið, en sú minnkun sé ekki nægilega marktæk til að hún bendi til ofveiði. Gegn þessu hafa menn teflt þeirri staðreynd að á árunum 1960-1966 var afl hvalbátanna aukið um 30% og veiðigeta bát- anna jókst þarmeð. Aflinn óx á hinn bóginn ekki, og þessvegna virðist sem afli hafi i rauninni minnkað miðað við óbreytta veiðigetu. Sé það rétt, er það ótviræð bending um ofveiöi á langreyðinni (I viötali viö Þjv. sagði hins vegar Þórður Ásgeirs- son formaður Alþjóðahvalveiði- ráðsins, að i útreikningum væri tekið tillit til aukins afls veiðibát- anna). önnur höfuöröksemd Jóns og félaga er sú, aö stofnstærðarmat bendi til þess að stofninn þoli nú- verandi veiðar, þ.e. um 250 lang- reyðar á ári. Þessi fullyrðing er hins vegar mjög vafasöm, þegar þess er gætt að „stofnstærðar- matið”er byggt á endurheimtum einungis 8 hvala af 47, sem voru merktir á árunum 1965- 1973. Eina visindalega niður- staðan af þeim er raunverulega sú, að stofninn sé einhvers staðar á milli 1.800 og 17.600 dýr! Það er sannast sagna ekki strang- visindalegt að nota slikar niöur- stööur til að segja, að stofninn þoli núverandi veiðar. Hunsa vísindamenn tslensk stjórnvöld, sem fara með hvalveiðimál, hafa ævinlega sagt, að þau fari algerlega eftir fyrirsögn visinda- manna. Greenpeace-menn hafa undir höndum gögn, sem sanna að þetta er ósatt. Ariö 1974 vildi til dæmis visindanefnd Alþjóöa- hvalveiðiráðsins að árlega yrðu merktir 200 hvalir við Island, þar- sem vitneskju um islensku stofn- ana væri áfátt. tslendingar hafa þó ekki staðið viö þetta. Fleira mætti tina til úr hand- röðum Greenpeace. Yfirleitt sýna tslendingar Japönum og Rússum mikla fylgi- spekt, en þessar þjóöir hafa harðast barist gegn friöunartil- burðum. A siðasta þingi ráðsins studdu islendingar þannig 19 af 20 tillögum Japana. Lokaorð Að öllu athuguðu virðist þvi sem langreyðurin sé litillega of- veidd og aö þvi leyti hafi Green- peace rétt fyrir sér. Rannsóknir á nytjahvölum okkar virðast skammarlegat litlar og I viðtali við Þjv. féllst tíóröur Asgeirsson á, að þeim væri áfátt. Við megum þvi ekki rasa um ráð fram i málefnum hval- iðnaðarins og getum siður en svo leyft okkur þann munað aö visa málflutningi samtaka á borö viö Greenpeace frá okkur sem mark- lausu hjali. Ella kynni svo að fara aö við yröum einni dýrategund fátækari áöur en 20. öldin er úti. —ÖS Langreyöurin er af mörgum talin lítillega ofveidd. Ekkert skv. nýlegum fréttum hafa allar þjóöir nema Is- þeir búrhvalir sem eru veiddir viö tsland eru taldir bendir þó til þess aö íslendingar ætli aö minnka eöa hætta lendingar ákveöiö aö hætta veiöum á sandreyöi. vera flökkutarfar, sem koma sunnan aö. veiöum á henni, en þeir veiöa hana einir þjóöa i dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.