Þjóðviljinn - 08.07.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.07.1979, Blaðsíða 3
Sunnujjagur 8. júH 1979 ÞJ6ÐVILJINN — SIÐA 3 Umrœður um líknardauða: Ógnun viö alvarlega fatlað fólk Umræða um líknardauða hefur verið mjög hávær á Norðurlöndunum og víðar síðustu ár, einkum eftir að í Ijós kom að líknarmorð hafa verið framin í nokkr- um tilvikum af starfsfólki sjúkrahúsa. Málaferli vegna slíkra atvika hafa hrundið af stað heiftugri umræðu um rétt alvarlega sjúks eða bæklaðs fólks. 1 Sviþjóð hafa fatlaðir fjallað um þessi mál innan sinna sam- taka og telja margir þeirra að með þessum miklu umræðum sé búið að skilgreina iif fatlaðs fólks minna virði en lif hinna full- hraustu. „Þetta var það sem við máttum sist af öllu við,” segir Kerstin Denkert, sem hefur verið bundin við hjólastól I 25 ár og vinnur hjá samtökum fatlaðra. „Maður þarf æ ofan i æ að sann- færa fatlað fólk um að lif þess sé eins mikils virði og hinna. Það eru nógu miklir fordómar fyrir gagnvart fólki sem alla ævina er bundið á stofnunum og getur ekki séð fyrir sér sjálft, þótt það bætist ekki við að það sé álitið eins vel sett i gröfinni. Ég hef horft upp á alvarlega fatlað fólk veslast upp á sjúkrahúsum, vegna þess að það fékk ekki nauðsynlega læknis- hjálp við öðrum sjúkdómum, sem að lokum drógu það til dauða. Gamalt og fatlað fólk nýtur oft minni hjálpar á sjúkrahúsum, og það er talið tilgangslaust að reyna að lengja lif þess, þar sem það er hvort eð er orðið svo las- burða. Umræða um liknardauða hefur sist bætt þetta ástand,” segir Kerstin. Hún bendir einnig á fjölda dæma um fólk sem hefur náð ó- trúlegum bata og komist út á vinnumarkaðinn með óbilandi kjarki og utanaðkomandi hjálp. „Við þurfum hvatningu, hjálp og uppörvun, en ekki ábendingar um hversu litils virði lif okkar sé. Allir sem fá alvarlegan sjúkdóm eða bæklast ganga i gegnum timabil uppgjafar og vonleysis. Sjálf hef ég gert það, að hvernig ég hef komist upp úr þvi hefur að mestu leyti verið undir umhverf- inu og fóki komið. Það á að virða vonleysi okkar og hjálpa okkur upp úr þvi, i stað þess að ýta undir það,” segir hún ennfremur. Sovsem kunnugt er, er mikill munur á þvi hvort um er að ræða að hjúkrunarfólk beinlinis hjálpi fólki til að deyja með þvi að taka það af lyfjum eða taka af þvi á- kveðnar vélar, hvort fólk fær ekki nauðsynlega læknishjálp, hvort þvi er neitað um að fá að deyja, ef það krefst þess en getur ekki fyrirfarið sér vegna t.d. lömunar, eða hvort þvi er beinlinis gefið inn lifshættuiegt Iyf. Spurningin er margþætt, siðfræðileg, læknis- fræðileg, trúarleg og manneskju- leg, og hafa dómstólar jafnan verið lengi með slik mál til um- fjöllunar og dómar oft ósam- hljóða. Almenningur hefur til- hneigingu til að hafa samúð með þeim sem er valdur að liknar- dauða, eða krefst liknardauða, sbr. foreldra bandarisku stúlk- unnar Karen Ann Quinlain, sem fengu dómstóla til að staðfesta rétt til að taka öndunarvél hennar úr sambandi. Fjármálaráðuneytið Fjárlaga- og hagsýslustofnun óskar eftir að ráða skrifstofumann nú þeg- ar. Góðrar islensku- og vélritunarkunn- áttu er krafist. Æskilegt er að umsækjandi geti skrifað á ensku og t.d. einu Norður- landamáli. Laun skv. launakerfi opin- berra starfsmanna. Umsóknir ásamt upp- lýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar fjármálaráðuneytinu, fjár- laga- og hagsýslustofnun, Arnarhvoli. Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI53468 151 Felagsmalastofnun Reykjavíkurborgar I j f Vonarstræti 4 sími 25500 - ^ Lausar stöður Hér með framlengist umsóknarfrestur um lausar stöður ritara og skrifstofumanns hjá stofnuninni i Vonarstræti 4 til mið- vikudags 11. júli n.k. KYNNUMI DAG GALANT BÍLANA FRÁ JAPAN Komið, skoðið og reynsluakið P. STEFANSSON HF. SÍÐUMÚLA 33 — SÍMI83104 • 83105

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.