Þjóðviljinn - 08.07.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.07.1979, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. júli 1979 Sunnudagur 8. júli 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Lif iö er dýrt, dauðinn þess borgun". Leiði Hannesar Hafsteins ,, Ég trúi þvi sannleiki að sigurinn þinn/ að síðustu vegina jafni Legsteinn Þorsteins Erlingssonar. JESÉX a. Skálda vitjað í kirkjugarðinum við Suðurgötu vinar sins, þá verður honum litið sér til vinstri handar, og þar er leiðið. Það var i rauninni of snautlegt til að maður gæti komið auga á það nema af tilviljun, burstmynduð grásteinsblökk og tók manni vel i hné. öll önnur minningarmörk i krikjugarðinum voru úr dýrmætara og haldbetra steini. Steinninn var bitinn veðr- um og vaxinn gulgrænu hrúðri, þvi náttúran ein hlúði að þessu leiði, grasið óx upp að honum i óhirðu. Framaná steininn voru grafin þessi orð djúpum fornleg- um latinustöfum, sem grynkuðu eftir því sem steinninn eyddist: Sigurður Breiðfjörð 1799-1846, en fyrirofan nafnið var harpa klöpp- uð í steinninn, hún var með fimm streingjum.” Og siöar: „Streingirnir fimm á hörpu skáldsins, það voru streingir gleðinnar, sorgarinnar, ástarinn- ar, hetjuskaparins og dauðans. Ólafur Kárason Ljósvikingur strauk fyrst höndunum varlega um kaldan steininn, lét siðan fingurgóma sina snerta fimm streingi steinhörpunnar i nafni allra fátækra alþýðuskálda sem uppi hafa verið á íslandi, og þakkaöi skáldinu fyrir að hann skyldi hafa komið til sin akandi i gullinni reið ofanaf himnum, þar sem hann átti heima.” Svona skrifaði Halldór veturinn 1939-40 og enn stendur steinn Sig- urðar Breiðfjörðs á sinum stað nema hvað grasið i kringum hann er nú slegið og hirt. Og við hlið Sigurðar hvilir annað ógæfusamt skáld. Það er Jóhann Gunnar Sig- urðsson sem dó 1906, aðeins 24 ára gamall, en samt fullþroska skáld. Hann var yngstur 6 barna og það eina sem lifði til fullorðins ára. Móðir hans fórnaöi öllu til að koma syni sinum til mennta I Lat- inuskólanum og þar varð hann foringi, uppreisnarmaður og skáld. En berklarnir lögðu hann að velli og sjást merki beiskju i siðustu kvæðum hans. Dauöinn vofir yfir: „Gekk ég i gljúfrin svörtu, ginandi sprungan tók mig, bein min lágu þar brotin blóð mitt litaði stalla. Lá ég einn og óhægt i eilífu svarta myrkri. En beinin min brotnu hvitna, þau bein hafa orðið að meini, Þau bein skulu verða að meini.” Ekki alllangt fyrir sunnan þessa tvo merku steina liggur skáldið Benedikt Gröndal sem var talið eitt þriggja höfuðskálda þjóðarinnar um aldamót ásamt Matthiasi og Steingrimi en nú eru ljóð hans flest gleymd en eftir lifir Heljarslóðarorusta og Dægra- „ólafur Kárason Ljósvíkingur strauk fyrst höndunum um kaldan steininn, lét síðan fingurgóma sína snerta fimm streingi steinhörpunnar í nafni allra fátækra al- þýðuskálda sem uppi hafa verið á Islandi." Legsteinn Sigurðar Breiðfjörðs. dvöl, ævisaga þessa sérvitra, kynlega og lærða kvists sem var rekinn úr kennaraembætti við Lærða skólann vegna drykkju- skapar. í norðausturhorni kirkjugarðs- ins er skógurinn hvað þykkastur og flóknastur. Og þar liggja nokk- ur stórskáld rétt við kirkjugarðs- vegginn, öll með veglega leg- steina yfir sér. Neðst er Theodóra Thoroddsen grafin ásamt bónda sinum, nokkrum börnum og einu barnaÍDarni. „1 dimmunni, þegar dröfn og mar dansa á reknum beinum, farðu ekki ofan á flúðirnar, i fótinn oft er gripið þar. Og svo er nú það, að segir fátt af einum.” Og næstur kemur Þorsteinn Erlingsson sem barðist fyrir rétti smælingja. í voldugan legstein hans er klappað erindi sem hefst á þessa leið: ,,Ég trúi þvi sannleiki að sigurinn þinn að siðustu vegina jafni” Og efstur i þessari röð er Hannes Hafstein og eru tvær brotnar súlur yfir moldum þeirra Ragnheiðar konu hans. Hann var skáld ástar, þróttar og gleði: „Lifið er dýrt, dauðinn þess borgun. Drekkum i kvöld iðrumst á morgun.” Og ekki langt frá þessum hvilir Steingrfmur Thorsteinsson undir fallegum steini. Honum hefur orðið að ósk sinni: „Fagra haust, þá fold ég kveð, faðmi vef mig þinum, bleikra iaufa láttu beð að legstað verða minum.” Og enn einn bautasteinn með kunnuglegu nafni verður á vegi okkar i þessu nágrenni. Það er steinn Jóns Ólafssonar, uppreisn- armanns og ævintýramanns. Það var hann sem orti Islendingabrag kornungur og varð að flýja land fyrir bragðið: „En þeir fólar, sem frelsi vort svikja og flýja i lið með niðingafans, sem af útiendum upphefð sér snikja, eru svfvirða og pest föðurlands. Böivi þeim ættjörð á deyjanda degi, daprast formæling ýli þeim strá, en brimrót, fossar, fjöliin há veiti frið stundar-langan þeim eigi Frjáis þvi að tslands þjóð hún þekki heims um slóð ei djöfullegra dáðlaust þing en danskan Islending.” Og þannig er hægt að reika áfram um kirkjugarðinn og sjá háa og lága steina sem rifja upp atvik úr Islandssögunni eða bók- menntum og öðrum listum. Hann er svo stór að það er nánast til- viljun hvað verður á vegi manns og ef maður einbeitir sér að lista- mönnum liggur þarna Muggur (Guðmundur Thorsteinsson) und- ir einhverjum fegusta steininum i garðinum. A honum er mósaik- mynd undrafögur, og þarna er Ingi T. Lárusson og stendur vor- boðinn ljúfi, þrösturinn góði á öxl steinsins. Og þarna eru tónskáld- in Sigfús Einarsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson skammt frá hvort öðru, þarna Ólina Andrésdóttir og litlu lengra Jakob Thorarensen. Og þegar komið er i norðvest- urhornið má sjá volduga súlu yfir Jóhannesi S. Kjarval listmálara en við hliðina liggur i grasinu hvit yfirlætislaus plata með einkunn- arorðunum „Sælir eru hjarta- hreinir”. Þarliggja þau mæðginin Karitas Sverrisen, móðir Kjar- vals, og Ingimundur fiðla, bróðir hans sem dó árið 1926. Hann galt þess að vera uppi á undan Jó- hannesi og voru þvi listrænir hæfileikar hans ekki metnir að verðleikum. Litið var á'hann sem hvern annan flæking og furðufugl og hæðst að honum þar sem hann fór um með fiðluna sina. Inn i miðjum garði, skammt frá stignum milli kirkjugarðsskúrs- ins og klukknaportsins er eitt sér- kennilegasta leiðið. Þar hvilir verndari og hollvinur lis.tamanna, Erlendur Guðmundsson í Unu- húsi. Honum áttu þeir Stefán frá Hvitadal, Halldór Laxness og margir fleiri flest að þakka. Yfir Erlendi er voldugur steinn, gjörð- ur af Sigurjóni ólafssyni mynd- höggvara. Grein þessi hófst með broti úr Alt eins og blómstrið eina eftir Hallgrim sáluga Pétursson sem hefur sennilega verið sungið yfir moldum nær allra sem hvila i þessum fornfræga kirkjugarði suður á Melum. Þegar þungt járnhliðið skellist á eftir manni kemur ósjálfrátt upp I hugann er- indi úr Söngvum til jarðarinnar eftir Hannes Pétursson: „Undarleg ó-sköp að deyja hafna I holum stokki hendur niður með siðum hendur sem hreyfðu lokki hvarm struku, flettu bókum svaladrykk báru frá brunni brauð, vin, hunang að munni.” F. 1882 D. 190fe og „Svo hleypur æskan unga óvissa dauðans leið sem aldur og ellin þunga; allt rennur sama skeið.” Gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu er einhver yndislegasti blettur i Reykjavik. Undir laufmiklum og stórum trjám stendur borg fjölskrúðugustu leg- steina. en inn á milli leiðanna hlykkjast krókóttir öngstigir sem stundum enda i blindgötu. Þessi garður hefur um langan aldur verið athvarf sorg- mæddra og ástsjúkra, þar hefur fólk elskast og þar hafa myrkraverk verið unnin. Yfir honum hvilir dularfullur virðuleiki og þungbúin ró. Og hann hefur verið uppspretta skáldskapar. Erlendi í Unuhúsi áttu þeir flest að þakka. Leiði hans er eitt hið sérkennilegasta í kirkjugarðinum. í Fegurð himins lætur Halldór Laxness Ólaf Kárason skáld leita i kirkjugarðinn er hann var frjáls maður úr tukthúsinu á vit þess vinar sem hann átti fyrstan og vitjaði hans i gullinni reið þegar allir voru búnir að gleyma hon- um. Ólafur ætlaði að finna Sigurð Breiðfjörð. Svo segir I bók Lax- ness: „Ekkert sem skáldiö hafði séð I höfuðborginni jafnaðist á við þennan kirkjugarð, hve stórfeing- legt að slikur lystigarður skyldi blómgast kringum dáin bein. Maður trúði þvi varla að blómin væru sönn, svofögur voru þau. Og það var erfitt að hugsa sér að nokkursstaðar á bygðu bóli væri meira samankomið af góðum orðstir en hér varð lesinn gullnu letri af meistaralega klöppuðum steinum.” Og ólafur reikaöi um garðinn lengi dags en hvernig sem hann leitaði fann hann ekki gröf Sig- urðar Breiðfjörðs vinar sins. „En þegar hann var á útleið, um litið hlið á múrnum, úrkula vonar um að finna leiði skáldsins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.