Þjóðviljinn - 13.10.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.10.1979, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. október 1979 AF BARNAGÆLUM Því hefur stundum verið haldið fram og með nokkrum rökum, að fslendingar séu karl- réttindasvín, barnahatarar og á móti trjám. Til að vega upp á móti þessum ófögnuði, hafa þrjú ár verið helguð því sem sagt er að þjóðin hati mest (ár konunnar, ár barnsins og ár trésins). Þá er það útbreidd skoðun að kyn- þáttafordómar séu hér meiri en annarsstaðar. Nú vaknar sú spurning hvað það sé sem orsakar þetta rótgróna hatur íslendinga á konum, börnum, trjám og blámönnum og hef- ur því stundum verið fleygt, með nokkrum rökum, að orsakanna sé að leita í þeim fróðleik sem börn eru mötuð á,því sem næst með móðurmjólkinni, sem sagt í barnabókun- um. f síðasta hefti Máls og menningar er þetta efni tekið fyrir í lærðri grein tveggja kvenna, sem hafa gert sér það ómak að rannsaka 175 barnabækur og skilgreina það hvernig obbinn af barnabókmenntum þjónar þeim tilgangi öðrum fremur að forheimska barnið, níða niður skóinn af konunni, einkum vinnukon- unni, niðurlægja þeldökka, en upphef ja karl- peninginn. Dæmin sem tekin eru úr texta sumrabarna- bókanna eru vægast sagt hrollvekjandi. Til dæmis getur að líta þessa ógnvekjandi nafn- gift í Sandhóla-Pétri (Pétri Most) á bls. 37, orðrétt: „sá negraþrjótur" (tilv. lýkur). Síðan segir réttilega í greininni að hér sé augljóslega ,,... alið á kynþáttafordómum...." og síðan lagttil að bókin verði bönnuð á framangreind- um forsendum. Þá er konan, einkum vinnukonan, átakan- lega niðurlægð í ritverkinu „Nancý og dular- f ulla ferðakistan", en þar seair orðrétt á blað- síðu32: „... Effíe, mjög fúsen fremur heimsk stúlka, sem hjálpaði til við hreingerningar...". Hér er augljóslega verið að smána vinnu- konustéttina á svívirðilegasta hátt. Þá segir í þessari f róðlegu tímaritsgrein að í barnabókum séu algengar setningar sem séu öðru f remur til þess fallnar að skapa fordóma — eins og setningin: „... ekki geðjast mér að svipnum...". Sú spurning hlýtur að vakna hvert svo mergjuð setning sé líkleg til að leiða huga barnsins. (sbr. Hallg. langbrók — Njála). Tímaritsgrein Máls og menningar um þýdd- ar barnabækur er sannarlega orð í tíma töl- uð. Þó hefði undirritaður óskað þess að úrtak höfunda hefði verið meira að vöxtum. Hvað er það til dæmis annað en litarháttar- hroki að setja saman bækur eins og Grámann í Garðshorni og Mjallhvít? Hvers vegna gat Mjallhvít ekki alveg eins heitið Kolsvört og Grámann Blámann? Minna má á hvernig staða konunnar er skilgreind í ritverkinu Mjallhvít og dvergarn ir sjö: „...þá sögðu dvergarnir: „Viltu verða bústýra hjá okkur, sjóða matinn, búa um rúm, þvo þvottinn, sauma og prjóna, halda öllu hreinu og í röð og reglu? Ef þú vilt þetta máttu vera hjá okkur og þig skal ekki skorta neitt." Af hverju varekki veiðimaðurinn góði kona, en stjúpa Mjallhvítar karlmaður? Er hér ef til vill verið að læða þeirri hugmynd inn hjá sak- lausum börnum að karlar séu góðir en konur vondar? Þó að tímaritsgreinin sé um margt frábær er hún ekki gallalaus með öllu. Hvergi er til dæmis gerð tilraun til að rétta hlut trésins í barnabókmenntum og verður því vonandi kippt í lag í því hefti Máls og menningar sem kemur út á næsta ári (ári trésins). Mikill hluti barnabóka hefur nefnilega inni að halda efni, sem er til þess fallið að gera tréð tortryggi- legt. Til dæmis í Rauðhettu segir móðirin við dóttur sína: „Rauðhetta. Þú mátt ekki fara útaf götunni útí skóginn, það getur verið hættulegt." I Hans og Grétu er skógurinn gerður uggvænlegur, sömuleiðis í Mjallhvit. Erkifjendur trjáa, skógarhöggsmennirnir, eru að öðru jöf nu góðir menn og síðan reynt að niðurlægja trén með háðsglósum á borð við þessa „...Ég má til með að bregða mér aðeins f rá. Mér nægir að fara þarna á bak við tréð..." Hér er augljóslega verið að niðurlægja tréð í augum barna. Það er m.ö.o. hægt að athafna sig utaní tré en ekki mann, jaf nvel ekki negra. Yngsta kynslóðin á sem sagt að trúa því að tréð sé manninum óæðra. Flest það sem hér hefur verið um barna- bækur sagt er af neikvæðum toga spunnið. Vart verður svo skilið við þetta ef ni að ekki sé lítillega minnstá barnabók, sem teljast verður jákvæð, samboðin yngstu lesendunum, og varpar hugljúfum Ijóma á dægurmál þeldökkra: „Negrastrákar fóru á rall og þá voru þeir tíu einn drakk f lösku af ólyf jan og svo voru eftir níu. Níu litlir negrastrákar fóru svo að hátta einn þeirra svaf yf ir sig og þá voru eftir átta. Átta litlir negrastrákar vöknuðu klukkan tvö einn þeirra dó af geispum og þá voru eftir sjö. Sjö litlir negrastrákar sátu og átu kex einn þeirra át yf ir sig og svo voru eftir sex. Sex litlir negrastrákar sungu dimmalimm einn þeirra sprakk á limminu og þá voru eftir f imm. Fimm litlir negrastrákar héldu að þeir væru stórir einn þeirra fékk á 'ann og þá voru eftir f jórir. Fjórir litlir negrastrákar fóru að elta kýr en ein þeirra stangaði einn þeirra og þá voru eftir þrlr. Þrír litlir negrastrákar þorðu nú ekki meir einn þeirra sprakk af hræðslu og þá voru eftir tveir. Tveir litlir negrastrákar þögðu nú eins og steinn svo varð annar vitlaus og þá var ef tir einn. Einn litill negrastrákur sá hvar gekk ein dama hann gaf sig á tal við hana og bað hennar með það sama. Negrastelpan sagði já og svo f óru þau á bió en ekki leið á löngu áður en þeir urðu aftur tió. Eða eins og lan Smith segir í vísunni góðu: Eitt er víst Ogþað er það í þeldökkum nú hlakkar því maður kemur manns í stað þó margir drepist krakkar. Flosi Glæsilegt upphaf á kosningabaráttu Alþýöubandalagsins í Reykjavik Til baráttu gegn óþjóðlegu íhaldi Til baráttu fyrir hagsmunum launamanna og islensku þjóðfrelsi Alþýðubandalagið i Reykjavik hélt mjög fjölmennan félagsfund á Hótel Esju I fyrrakvöld. Fullt var út úr dyrum og komust ekki allir fundarmenn I sæti. Mikil stemmning var á fundinum sem markaði upphaf kosningabaráttu Alþýðubandalagsins f Reykjavlk. A fúndinum var samþykkt að efna til fulltrúaráösfundar I Reykjavik innan viku til þess að ganga frá kosningu kjörnefndar oghuga að prófkjöri eins og mælt er fyrir I lögum félagsins. A fundinum var eindregiö hvatt til þess, að kosningavinna hæfist nú þegar, og Lúðvik Jósepsson formaöur Alþýðubandalagsins, sem flutti ræöu á fundinum upplýsti, að öllum kjördæmisráö- um á landinu hefði þegar verið faliö aö hefja kosningastarf og ganga frá framboðum, þvf aö engan tfma mætti missa. Svavar Gestsson, 2. þingmaður Reykvik- inga, flutti einnig ræðu á fundin- um. Umræður urðu nokkrar að loknum framsögum og tóku til máls Adda Bára Sigfúsdóttir, Haraldur Jóhannsson, Guðmund- ur Magnússon, formaður félags- ins, Einar Karl Haraldsson, Siguröur Magnússon, Skjöldur Eiriksson og ólafur Ragnar Grimsson, alþingismaður. Fundarstjóri var Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórn- ar. A félagsfundinum i fyrrakvöld var samþykkt samhljóöa eftir- farandi ályktun , sem borin var upp af Svavari Gestssyni, Svövu Jakobsdóttur, Ölafi Ragnari Grimssyni, Guömundi Magnús- syni, Kristjáni Valdimarssyni og Sigurjóni Péturssyni. / Abyrgðarleysi Alþýðuflokksins FéTagsfundur Alþýðubanda- iagsins i Reykjavfk haldinn aö Hótel Esju fimmtudaginn 11. október 1979, fordæmir harölega þaö ábyrgðarleysi, sem birtist I framkomu Alþýðuflokksins nú, er hann sprengir rikisstjórnina og leiðir ihaldiö til valda. Augljóst virðist, aö Sjálfstæðisflokkurinn eigi allskostar viö Alþýöuflokk- inn, þannig að ihaldið hafi þegar, þrátt fyrir ósigur sinn I kosning- unum I fyrrasumar, lykilaðstööu i islenskum stjórnmálum aöeins einu og hálfu ári eftir kosningar. Eftir kosningasigur Alþýöu- bandlagsmanna og Alþýöuflokks- ins á siöasta ári voru miklar vonir bundnar viö, að unnt ætti aö vera aö skapa viötæka pólitiska sam- stöðu um félagslegar endurbætur. Fram kom verulegur áhugi verkalýðshreyfingarinnar á myndun þessarar rikisstjórnar og meðstuðningi hennar og skilningi hóf rikisstjórnin störf sin og fyrsta hálfa starfsár hennar ein- kenndist af samstarfi við verka- lýöshreyfinguna. Er leið á starfs- timabil rikistjórnarinnar, sóttu ikauphækkunaröflin i Framsóknar- og Alþýðuflokknum i sig veöriö meö dyggum stuön- ingi Vinnuveitendasambands Islands. Alþýöubandalagiö barö- ist gegn kaupránsöflunum og flokkurinn var staöráöinn I aö freista þess, aö halda stjórninni saman til varnar I stéttaátökun- um.Haföi Alþýöubandalagiö lagt fram innan rikisstjórnarinnar ósk um endurskoöun málefnasamn- ings hennar. Viö svo búiö ákvaö Alþýöuflokkurinn aö hiaupa frá samstarfinu og til liðs viö Ihaldiö. Mun nú stjórnarmyndun þessara flokka alveg á næsta leyti. Gagnsleysi milliflokka Alþýöubandalagiö i Reykjavik gagnrýnir harölega þessa fram- komu Alþýöuflokksins. 1 þeim kosningum, sem nú fara I hönd, mun Alþýöuflokkurinn dæmdur af verkum sinum. Alþýðubanda- lagiö mun heyja kosninga- baráttuna á þeim málefnalegum grundvelli, sem flokkurinn hefur mótaö á undanförnum árum. Alþýöubandalagiö i Reykjavik mun fylkja vinstri mönnum og verkalýösinnum til baráttu gegn hægriöflunum. Ljóst er, aö átök kosningabaráttunnar veröa á milli Alþýöubandalagsins og verkalýöshreyfingarinar annars Framhald á 17. slöu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.