Þjóðviljinn - 13.10.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.10.1979, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. október 1979 alþýöubandalagiö AÐALFUNDUR Alþýðubandalags Selfoss og nágrennis verður haldinn sunnudaginn 28. okt. kl. 14.00 að Kirkjuvegi 7 á Selfossi. Dagskrá. 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Lagabreytingar. 4. önnur mál. Alþýðubandalag Miðneshrepps (Sandgerði) Aðalfundur félagsins veröur haldinn mánudaginn 15. okt. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. önnur mál. Stjörnin. Alþýðubandalagið i Þorlákshöfn og nágrenni. AÐALFUNDUR Alþýðubandalagsins I Þorlákshöfn og nágrenniveröur haldinn i félagsheimiiinu i Þorlákshöfn sunnudaginn 14. okt. kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Baldur öskarsson mætir á fundinn og ræöir stjórnmálaviðhorfið. Stjórnin. Alþýðubandalagið i uppsveitum Arnessýsiu AÐALFUNDUR Alþýðubandalagsins f uppsveitum Árnessýslu verður fimmtudaginn 18. okt. i Árnesi og hefstkl. 21.00 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa i kjördæmisráð og á flokksráðsfund. 3. Garðar Sigurðsson og Baldur óskarsson ræöa stjórnmálaviöhorfið. Stjórnin. Tilkynnið aðsetursskipti Þeir félagar I Alþýðubandalagsfélagi Reykjavlkur sem flutt hafa á slð- ustu mánuðum og ekki hafa tilkynnt skrifstofu félagsins aðsetursskipti eru beðnir um að gera það svo fljótt sem auðiö er. Greiðið félagsgjöldin Þeir félagar sem ekki hafa greitt gjaldfallið ársgjald til Alþýöubanda- lagsfélags Reykja vikur eru hvattir til að greiða þaö sem fyrst. Hægt er að greiöa féiagsgjaldið á félagsfundi á Hótel Esju n.k. fimmtudagskvöld. Alþýðubandalag Rangárþings ADALFUNDURAlþýðubandalags Rangárþings veröur haldinn sunnu- daginn 14. okt. kl. 14.00 á Kaldbak Rangárvöllum. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Afstaða til stjórnarsamvinnu og stefnu Alþýðubandalagsins. 3. Almenn aðalfundarstörf. 4. önnur mál. — Stjórnin. Aðalfundur Alþýðubandalagsins i Kópavogi verður haldinn dagana 26. og 27. október nk. I Þing- hól. Venjuleg aðalfundarstörf. — A fundinum veröa kosnir fulltrúar I kjördæmisráð og flokksráð. — Fundurinn hefst föstudaginn 26. okt. kl. 20.30 meö ávarpi formanns félagsins, Ingimars Jónssonar en Gils Guðmundsson alþingismaður mun einnig ávarpa fundinn. Dagskrá verður auglýst nánar siöar. — Stjórn ABK Alþýðubandalagið i Keflavik ADALFUNDUR Alþýöubandalagsins I Keflavík verður haldinn þriðju- daginn 16. okt. kl. 20.30 I Tjarnarlundi. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Kosning fulltrúa á flokksráðsfund. 4. Kosning fulltrúa i kjördæmisráö. 5. Umræður um stöðuna i stjórnmálunum. 6. önnur mál. Gils Guðmundsson og Geir Gunnarsson mæta á fundinn. Félagar, mætið vel og stundvislega. Stjórnin. Ungt Alþýðubandalagsfólk Landsþing ÆnAb 1979 20. og 21. október Landsþing Æskulýðsnefndar Alþýöubandalagsins veröur haldið að Freyjugötu 27 Reykjavlk (húsn. Starfsmannafélagsins Sóknar) helgina 20. - 21. október n.k. Dagskrá þingsins og önnur þingskjöl hafa veriö póstsend til félags- manna I Alþýðubandalaginu undir 35 ára aldri. Félagar eru beönir aö skrá sig sem fyrst til bátttöku á þinginu á skrif- stofu ÆnAb, simi 17500. Málefni landsþingsins verða nánar auglýstí Þjóðviljanum á næstu dögum. — Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins. Alþýðubandalagið Akranesi Mjög áriðandi félagsfundur veröur haldinn I Rein mánudagskvöldið 15. okt. kl. 20.30. Kosning fulltrúa á kjördæmisráöstefnu. Stjórnmálaviðhorfin rædd. M Húsnæði óskast Einhleyp kona óskar eftir 2ja herb. ibúð til leigu strax. Gerið svo vel að hringja I sima 16310. 16 MÁL KOMIN FRAM Á ÞINGI 16 mál voru lögð fram I samein- uðu þingi á fimmtudag þar á meðal 4 stjórnarfrumvörp til staðfestingar á bráöabirgöa - lögum, en þau falla úr gildi ef þing verður rofiö áður en þau hijóta staðfestingu. Þá voru lögö fram 2 stjórnar- frumvörp, — um aöbiínaö, holl- ustuhætti og öryggi á vinnustöð- um og — um breytingar á al- mennum hegningar lög um . Ennfremur 3 þingmannafrum- vorp, 4 þingsályktunartillögur, fjárlagafrumvarp Tómasar þingsjá Arnasonar, skýrsla utanrikisráð- herra um flugstöðvarbygginguna á Keflavikurflugvelli og skýrsla forsætisráðherra um þjóðhags- áætlun. Svava Jakobsdóttir flytur frumvarp um breytingar á al- mannatryggingalögunum, þannig að ellilifeyrisþegar og öryrkjar greiði aöeins fjórðung af lyfja- gjaldi en fái 3/4 endurgreiddan hjá viðkomandi sjúkrasamlagi. Finnur Torfi Stefánsson flytur frumvarp um að samgönguráð- herra geri flugmálaáætlun til fjögur'ra ára I samráði við flug- ráð. Jóhanna Sigurðardóttir flytur frumvarp til laga um breytingu á lögum húsnæðismálastofnunar þannig að greiðslubyrði elli- og Framhald á!7. siðu. Iðnaðarstefna Tillaga að þingsályktun Iðnaðarráðherra hefur lagt fram að nýju tðlögu til þingsá- lyktunar um iönaðarstefnu, sem hefur þau markmið að örva fram- leiðni i islenskum iðnaði, stuðla að hagkvæmrif járfestingu, fjölga störfum I iðnaði og tryggja fulla atvinnu. Að leggja áherslu á efl- ingu iönaöar á þeim sviðum þar sem innlendir samkeppnisyfir- burðir geta nýst til arðbærrar framleiðslu á vörum og þjónustu, — að bæta starfsskilyrði og auka áhrif starfsfólks á vinnustöðum, koma I veg fyrir skaðleg áhrif af völdum iðnvæðingar á náttúru landsins og umhverfi,tryggja t'or- ræði landsmanna yfir Islensku at- vinnullfi og auðlindum og stuðla aö æskilegri dreifingu og jafn- vægi I byggðaþróun. Tillaga þessi var lögð fyrir þing i maimánuði s.l. en þá var skammt til þingloka og varð hún ekki rædd. Er I tillögunni gerð grein fyrir þvi hvernig náð skuli framangreindum markmiðum meö áætlunargerð ogtaki áætlan- irnar til einstakra iöngreina og verkefna I nýiönaði. Gert er ráð fyrir að iðnaðar- ráðuneytið hafi forystu um að samræma aðgerðir hins opin- bera, stofnana iðnaöarins og samtaka hans til að greiða fyrir framgangi þessarar stefnu. Með tillögunni fylgja umsagnir nokkurra aðila. I umsögn Iðn- þings, sem haldið var á vegum Landssambands iðnaðarmanna i byrjun þessa mánaðar er tillög- unni fagnað og segir: „Þingiö fagnarsérstaklega aðnú skuli Al- þingi gefast kostur á að marka samræmda heildarstefnu um iðn- aöhéráIandi.”Tekiöerfram aði áliti Samstarfsnefndar um iðn- þróun og i þingsályktunartillög- unni sé tekið meira mið af grund- vaflarstefnu Landssambands iðn- aðarmanna en áöur heftir verið gert og itrekuö sú skoðun sam- bandsins að eigi aðgerðir til efl- ingar iðnaði að bera nægilegan árangur megi ekki einskoröa þær við svokallaðan samkeppnisiðn- að. Þá hefur Samband sveitarfé- laga i Austurlandskjördæmi og Fjórðungsþing Norðlendinga einnig fagnað tillögunni og lagt áherslu á mikilvægi opinberrar stefnumótunar i iðnaðarmálum. — AI RÁÐSTEFNA um kjördæma- og kosningaskipan Gils Guðmundsson Hjalti Kristgeirsson Álfheiður Ingadóttir Eins og auglýst var í Þjóðviljanum í síðustu viku efna Alþýðubandalagið i Reykjavik og kjördæmisráð Alþýðu- bandalagsins á Reykjanesi til ráðstefnu um kjördæma- og kosningaskipan helgina 14. október n.k. í Þinghóli í Kópa- vogi. Ráðstefnan hefst kl. 9.30 á laugardag og lýkur um kvöldmatarleytið á sunnudag. Ráðstefnan er opin félags- mönnum í Alþýðubandalaginu. Framsögumenn verða Gils Guðmundsson sem fjallar um kjördæma- og kosningaskipan í nokkrum nágranna- löndum, Hjalti Kristgeirsson sem talar um kosningaskipan í Ijósi lýðræðisbaráttu sósíalista og Svanur Kristjánsson sem ræðir annmarka núverandi kjördæma- og kosninga- skipunar og leiðir til úrbóta. Þá mun ólafur Ragnar Grfms- son gera grein fyrir störfum stjórnarskrárnefndar. Á ráðstefnunni munu starfa þrir umræðuhópar sem fjalla um eftirfarandi viðfangsefni: 1. Á að breyta núverandi kjördæmaskipan í grundvallar- atriðum? 2. Hvernig á að tryggja jafnari atkvæðisrétt landsmanna? 3. Er æskilegt að gera val þingmanna persónubundnara? Fundarstjórar ráðstef nunnar verða Álfheiður Ingadótt- ir, Benedikt Daviðsson oq Jóhann Geirdal. Umræðustjórar á ráðstefnunni verða Bergljót Kristjánsdóttir, Guðrún Hallgrímsdóttir, ólafur R. Einars- son, Adda Bára Sigfúsdóttir, Hilmar Ingólfsson og Baldur óskarsson, og stýra þau hver sínum umræðuhópi sem starfa mun á ráðstefnunni. Skráning þátttakenda fer fram á skrifstofu Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík að Grettisgötu 3, sími 17500. Ólafur Ragnar Grlmsson Svanur Kristjánsson Benedikt Daviösson Jóhann Geirdal

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.