Þjóðviljinn - 13.10.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.10.1979, Blaðsíða 4
4 S1ÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. október 1979 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis CJtgefandi: Útgáfufélag ÞjóÖviljans Framkvcmdastjóri: Eiöur Bergmann Riutjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. FrétUatjóri: Vilborg Haróardóttir Umsjónarmaóur Sunnudagablaóa: Ingólfur Margeirsson. Kekstrarstjóri: Ulfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéóinsson Afgreióslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón FriÖriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Jón Asgeir SigurÖsson tþróttafréttamaóur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Jón ólafsson Utlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handiita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigrlöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Einar Guöjónsson, Guömundur Steinsson, Kristín Péturs- dóttir. Slmavarsla: Ólöf Haildórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Utkeyrsia: Sölvi Magnússon, Rafn GuÖmundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavfk.simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Slagurinn um kaupiö Fyrir 17 mánuðum féll íhaldið í Reykjavík og nýr meirihluti myndaðist í fjölmörgum bæjar- og sveitar- stjórnum í landinu. Fyrir 16 mánuðum féll kaupráns- stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og fyrir 13 mánuðum var mynduð stjórn sem hugðist gera tilraun til þess að stjórna landinu í samráði og samstarfi við verkalýðshreyfinguna. Undanfari þessara tíðinda, sem sviptu Sjálfstæðisflokkinn tveggja áratuga forystuhlut- verki í íslenskum stjórnmálum, var barátta samtaka launafólks gegn kaupráni ríkisstjórnar Geirs Hallgríms- sonar. En úrslitin í alþingiskosningunum voru samt sem áður dulin hægri sveifla eins og bent var á strax í upp- hafi. Framsóknarflokkurinn var að skríða út úr kaup- ránsstjórn og ný forystusveit að taka við stjórn hans undir merkjum einkaf ramtaksins. Þeir f jölmörgu sem glöptusttil þessaðkjósa Alþýðuf lokkinn í mótmælaskyni við kaupránið studdu í raun til dáða þingsveit sem var í engum tengslum við verkalýðshreyfinguna í landinu. Það var því fyrst og fremst hræðslan við að skilja Alþýðubandaiagið eftir í stjórnarandstöðu sem knúði Framsóknarf lokkinn og Alþýðuf lokkinn til stjórnarsam- starfsins undir merkjum og að kröf u verkalýðshreyf ing- arinnar. • Frá upphaf i var samt Ijóst að forystusveitir Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks voru nákvæmlega sama sinnis og Sjálfstæðisflokkurinn og Vinnuveitendasam- band (slands. Lausn þeirra allra á verðbólguvandanum var og er almenn lækkun á kaupg jaldi í landinu. Ekki að- eins lækkun hærri launa heldur einnig lægri launa af þeirri einföldu ástæðu að láglaunafólk í landinu er svo margt að hið lága kaup þess vegur þungt í heildarlauna- greiðslum. Farmsóknarf lokkurinn og Alþýðuf lokkurinn færðu sig snemma upp á skaftið í stjórnarsamvinnunni og höfnuðu hálaunaþaki en lögðu æ þyngri áherslu á að taka kaupgjaldsvísitöluna úr sambandi og þrýsta niður almennu kaupgjaldi í landinu. • Alþýðuf lokkurinn byrjaði strax í stjórnarmyndunar- viðræðunum á því að kref jast þess að áhrif gengisfell- ingar, um 7% í framfærsluvísitölu, yrðu ekki bætt í kaupi. A öðrum ríkisstjórnarfundi setti Alþýðuf lokkur- inn fram kröfu um að kaupgjaldsvísitalan yrði tekin úr sambandi 1. desember síðastliðinn. Tillaga Alþýðuf lokksins var þegar til kastanna kom að af 14.1% verðbótum 1. desember skydlu 8% vera óbætt í kaupi. Síðan kom hið fræga efnahagsmálafrumvarp kratanna sem þýddi a.m.k. 17% kauplækkun á einu ári. Sú kaup- lækkunarkrafa gekk nær óbreytt aftur í efnahagsmála- frumvarpi Ölafs Jóhannessonar í febrúar og niðurstað- an í ölafslögum varð frádráttur frá verðbótahækkun launa vegna versnandi viðskiptakjara og annar frá- dráttur til þess að vísitalan mældi minni verðbætur (bú- vörufrádráttur, áfengi og tóbak og olíustyrkur). Gegn sameinuðum kröfum Framsóknarflokks, *«lþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og atvinnurekenda um almenna kauplækkun hefur Alþýðubandalagið staðið eitt. Það hefur neitað að fallast á þann hörmungardóm sem þessir f lokkar hafa kveðið upp yf ir atvinnurekstrin- um landinu, það er að hann geti ekki staðið undir um- sömdu kaupgjaldi, sem þó er til muna lægra en í ná- grannalöndum okkar. Það hefur alfarið hafnað þeirri skoðun að kaupið og verðbætur vegna undangenginna verðhækkana séu orsök verðbólgunnar. • Alþýðubandalagið hefur ekki megnað að standa gegn kaupmáttarskerðingu þeirri sem nú er að koma fram. Vegna mikíls þrýstings féllst flokkurinn á kaup- skerðingarákvæði ölafslaga til þess að halda ríkisstjórn- inni saman. Það hefur meðal annars í för með sér þá óhæfu að láglaunafólk fær minni verðbætur á laun sín fyrsta desember en þeir sem betur eru staddir. Svo fast sóttu Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur kaup- lækkunarkröfur sínar að Alþýðubandalagið gat aðeins frestað því I 6 mánuði að láglaunafólkið í landinu fengi þetta hnefahögg í andlitið. Alþýðubandalagið lagði til hliðar mörg sinna stærstu baráttumála til þess að freista þess að fylgja við sam- starfi Alþýðufiokksmanna og Alþýðubandalagsmanna í verkalýðshreyfingunni fram á vettvangi Alþingis og knýja fram stjórn sem starfaði með hagsmuni launafólks fyrir augum. Sú tilraun er nú á enda og allt launafólk verður að átta sig á því að undirrót átakanna innan stjórnar hefur verið slagurinn um kaupiö. -ekh Við reyndum — en það gekk ekki ‘■"Ida ifram sinni hcfðbundo,. varð ofan á 9». •'iAð- nicniiu^hóífíi Flnnur Torfi Babb kom 1 báttnn hjá Ihaldl og krötum: i Feimnír við að'/ tzr IT^inhPra trúlofunina Skilvísir kratar | Þingmenn Alþýöuflokksins J eru farnir aö ráöa sér f siödegis- ■ blööin til aö reyna aö útskýra I frumhlaup sin og breiöa yfir þaö “ ráöleysi sem viö blasir eftir aö | þeir hlaupa á brott meö ráö- ■ herra sina nauöuga og viljuga. I Eiöur Guönason og Finnur Torfi a Stefánsson taka oröiö I gær. ■ Þeir bera sig mannalega, en þaö ■ er stutt f harmagrát og trega ■Z undir niöri. Þaö er kannski ekki I nema von. Þeir vita sem er aö ■ reyndar veröur stutt stund, aö I þeir sem og allmargir aörir, ■ hafi ástæöu til aö bæta '| „alþingismaöur” viö heiti sitt. J Sic transit... Þvi kratarnir sitja blýfastir i I þeirri klemmu sem Haraldur ■ Blöndal lýsti á fundi i | Stúdentafélagi Reykjavíkur i ■ fyrrakvöld. Hann sagöi: | „Astæöan fyrir því aö viö ■ sjálfstæöismenn viljum þingrof ■ og kosningar er sú, aö viö ætl- ■ umst til þess aö Alþýöuflokkur- | inn skili okkur þeim þingmönn- ■ um sem hann fékk aö láni ■ siöast. Og þaö má segja Alþýöu- J flokknum til hróss aö hann er I viljugur til þess aö skila þeim,” Hitt er svo annaö mál, hvort 5 þaö er siösamlegt af Haraldi | Blöndal aö hræra f sárum ■ Alþýöuflokksins meö þessum 1 hætti og eftir þeirra greiöasemi 2 alla. ! Jólasveinastjórn Þaö veröur annars gaman aö ■ fýlgjast með þeirri jólasveina- | stjórn sem Alþýöuflokkurinn H veröur neyddur til aö mynda til ■ aö fylgja eftir sinu læmingja- J hlaupi út í pólitfskt sjálfsmorö. I Skemmtilegast er auövitaö aö 1 hugsa sér Vilmund Gylfason I ■ embætti dómsmálaráöherra i | valdalausri málamyndastjórn. ■ Þaö væri mjög hæfilegur ■ hápunktur í þeim pólitiska 2 ærslaleik sem hann hefur leikiö ■ af miklum dugnaöi og viö vax- ■ andi kátfnu áhorfenda. Ekki í verður sá ráöherraferill skraut- | minni ef hann fengi landbún- ■ aöarráöuneytiö f meögjöf frá I Steingrfmi. i Uppákomur ■ Annar er svo mikiö af uppá- | komum f pólitískum heimi ■ þessa dagana, aö enginn hefur viö aö reikna út líkur og mögu- leika. Setjum svo, aö Alþýöu- flokkur og Sjálfstæöisflokkur þurfi á kasta á milli sín stjórnarboltanum i nokkra daga. Bætum þvi viö, aö Kristján Eldjárn komist ekki hjá þvi aö fara i næstu viku i opinbera heimsókn til Belgíu. Þá gæti komiö til kasta hand- hafa forsetavalds. Og hverjir eru þaö? Þaö eru Ólafur Jóhannesson forsætisráöherra, sem kratar reyndu aö snúa á en tókst ekki, forseti Sameinaös þings, en þegar þetta er skrifaö hefur ekki veriö kosinn i þaö embætti maöur sem kæmi i staö Gils Guömundssonar. Og svo forseti Hæstaréttar, Armann Snævarr, sá sem Vilmundur vill kalla „möppudýr” hvenær sem nafn hans er nefnt. Nei, þaö værisynd aö segja aö pólitikin væri leiöinleg. Boðað bann á hœgri og vinstri Aftur á móti er fariö aö sýna mönnum á hverju þeir eiga von ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda. Enn á ný hefst i Visi ámátlegur söngur um kennslu- bækur i skólum, sem séu vondar og vinstri villu hlaönar. Þaö er mjög llklegt aö slfkum ritum veröi kippt út úr skólum innan tiöar, likt og gerst hefur i mörg- um bandarfskum skólum aö undanförnu allt f nafni lýöræöis og kristins siögæðis, enginn efar þaö. Hannes Gissurarson hefur forystu i þessum málum eins og fyrr, skrifar á vixl i Morgun- blaöiö og Visi og fær gott veöur. Merkileg var ritsmiö hans í VIsi i fyrradag; þar talaði hann um aö sjónvarpsmaöur heföi brugöist trausti meö þvf aö tala um hægri flokka og vinstri flokka, einnig verkalýösflokka og aöra flokka. Helst var á ( Hannesi aö skilja aö þaö ætti aö reka drjólann ögmund Jónas- son ef hann geröi sig sekan um slika ósvinnu oftar. Þetta væri óvisindalegt tal og úrelt og hug- takafölsun vinstriættuð. Málhreinsun um allan heim Samkvæmt kenningu Hannes- ar er mikil þörf á svipaöri hreinsun um heim allan, jafnvel — og ekki sist — hjá háborgara- legum bandariskum vikuritum. Þar tala menn óspart um „evrópska vinstriflokka ”, „sveiflu til hægri”, „verka- mannaflokka” og fleira og láta eins og visindaleg hugtök Hannesar Gissurarsonar séu ekki til. Viö leggjum til aö Samband ungra Sjalfstæöis- manna gangist fyrir alþjóölegri ráöstefnu um máliö, þar sem tungumálin veröi dauöhreinsuö af róttæklingavillum og hin Islensku visindi Hannesar út breidd. Samkvæmt þeim og svo ekkert fari milli mála veröa borgaralegir flokkar þá kallaöir Frelsisflokkar en afgangurinn Gúlag-stefnuflokkar. _ ^b. V etrarstarf Sóknar hafið Vetrarstarf Starfs- mannafélagsins Sóknar er nú hafið. Liður í undirbún- ingi þess var m.a. að gerð- ar voru ýmsar breytingar og endurbætur á félags- heimili Sóknar að Freyju- götu 27, Reykjavík. Það hefur verið málað, Ijós hafa verið lagfærð og auk- in og loks er búið að kaupa hljóðfæri í félagsheimilið. Akveöiö hefur veriö aö hafa „Opiö hús” tvisvar i mánuöi i vetur, fyrsta og þriöja fimmtu- dag hvers mánaöar. I fyrra var opiö hús einu sinni i mánuöi, en ástæöa þótti til aö auka þessa starfsemi. Ætlunin er aö i opnu husi skiptist starfsfólk vinnustaöa innan Sóknarsvæöisins á aö segja fréttir af sfnum vinnustaö í stuttu máli. Skýrt verði frá þvi sem efst er á baugi hjá félaginu og siöan stytti fólk sér stundir meö söng, spjalli og sameiginlegri Opið hás tvisvar í mánuði — Félögum annarra verka/ýðsfélaga boðið — Val greinanámskeið kaffidrykkju. — Þá hefur einnig komiö til tals aö bjóöa hópum úr öörum verkalýösfélögum aö koma i þessi opnu hús i annaö hvert sinn, svo lengi sem húsrúm leyfir. Ástæöan fyrir þessu fyrirkomu- lagi er, aö fram hefur komiö hjá fjölmörgum félögum áhugi á aö blanda saman léttu efni og al- varlegri málefnum á samkomum félagsmanna. Þetta skipulag opins húss er tilraun i þá átt, en árangurinn er vitanlega undir félagsmönnum kominn. Næsta opna hús veröur 18. október nk. Hefur veriö leitaö til starfsfólks Landakotsspitala um efni þaö kvöld auk þess sem ætl- unin er aö bjóöa hafnarverka- mönnum aö koma og heimsækja Sóknarfólk og njóta kvöldsins með þvi. ^ Seint i þessum mánuöi hefst valgreinanámskeiö fyrir Sóknar- fólk, í samvinnu Sóknar og Náms- flokka Reykjavlkur. Mikil aösókn er nú þegar aö þessu námskeiöi og væntir félagiö framhalds á sllku námskeiöahaldi eftir ára- mót> Er almenn ánægja innan félagsins meö samskiptin viö Námsflokka Reykjavlkur. — Sllk valgreinanámskeiö eru einnig þegar hafin I Hafnarfiröi, á veg- um Verkakvennafélagsins Framtlöarinnar, fyrir þá félags- menn sem vinna eftir Sóknar- taxta, en samvinna milli, Sóknar og Framtföarinnar hefur ávallt verið meö miklum ágætum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.