Þjóðviljinn - 13.01.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.01.1980, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagurinn 13. janúar 1980. DIOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis rtgeíandi: Útgáfufélag þjrtöviljans h ramkvæindastjori: Kiöur Bergmann Kitstjorar: Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson. Kréttastjóri: V'ilborg Haröardrtttir l msjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingrtlfur Margeirsson Kekstrarstjóri: Olfar Þormóösson Auglvsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Jón Asgeir SigurÖsson tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Jón ólafsson C'tlftt og hönnun: GúÖjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handiita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar Safnvóröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olaísson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Einar Guöjónsson, Guömundur Steinsson, Kristín Péturs- dóttir. Slmavarsla: ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir , Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuÖmundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6. Reykjavfk.simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Málefni farandverkafólks • Eitt hið merkilegasta sem gerðist á vettvangi verklýðshreyfingar hér á landi á liðnu ári var sú hreyfing sem reis meðal farandverkafólks. íslensk- ir f jölmiðlar hafi ósjaldan skrifað og f jallað um far- andverkafólk i öðrum löndum, fólk sem lokkað er til vel stæðra rikja á velgengnistimum til að taka þar að sér þau störf sem verst eru launuð og illa þokkuð, en er svo rekið á brott úr vinnu og úr landi hvenær sem harðnar á dalnum. En það er stundum eins og við höfum gleymt þvi, að mjög stór hluti islensks verkafólks hefur verið á þveitingi milli verstöðva og annarra atvinnutækifæra svo langt aftur i sögu sem við sjáum — og enn er þessi hópur verkafólks stór, bæði i landbúnaði en þó einkum i fiskiðnaði. • Það var þessi gleymdi hópur sem vaknaði til aukinnar vitundar um stöðu sina. Hreyfingin hófst i Vestmannaeyjum meðal þeirra sem þangað sækja vinnu i frystihúsum. Það urðu nokkur átök við at- vinnurekendur, það var efnt til funda og ráðstefna, það var mótuð kröfugerð. • Sú kröfugerð er i stórum dráttum á þessa leið: Farandverkamenn krefjast úrbóta i húsnæðismál- um, þeir vilja að tryggt sé að það húsnæði sem þeim er boðið upp á standist þær kröfur sem almennt eru gerðar til heilbrigðis og öryggis. Þeir vilja fá trún- aðarmann kosinn á hverri verstöð sem sé tengiliður við verkalýðsfélögin á staðnum, en stór hluti vanda þessa fólks hefur verið tengdur þvi, að það hefur verið utanveltu, verkalýðsfélögin hafa ekki sinnt málum þess svo vel færi, kannski alls ekki. Þeir vilja að atvinnurekendur greiði kostnöð við ferðir til og frá heimabyggð farandverkamanns. Þeir vilja að farandverkamenn njóti sömu réttinda og aðrir meðlimir verklýðsfélaga — til slysa- og sjúkratrygginga, til atvinnuleysisbóta og þar fram eftir götum. Þeir vilja að verklýðshreyfingin veiti þeim betri upplýsingaþjónustu um ýmislegt það sem verkafólk varðar miklu. • Ein krafa hefur verið meira rædd en flestar aðrar: um fritt fæði til handa farandverkafólki — en það hefur komið i ljós, að i sumum tilvikum er fæði svo dýrt að það gleypir riflegan helming dagvinnu- tekna eða vel það. Ekki aðeins atvinnurekendur heldur og heimangöngumenn sumir munu hafa orð- ið nokkuð langleitir yfir þessari kröfu. En hér er uppvakið mjög merkilegt mál sem samtök launa- manna þurfa að láta til sín taka: i raun búa menn við afskaplega misjöfn kjör að því er fæðiskostnað varðar, sumir við frítt fæði, aðrir við misjafnlega mikið niðurgreitt, enn aðrir við rándýrt. Það er sannarlega timi til þess kominn að reynt verði að koma á einhverri samræmingu i þessum efnum — þvi þetta mál minnir einnig mjög áþreifanlega á það að fleira eru kjör en sú upphæð sem skráð er á launaávisunina. • Mál farandverkamanna hafa verið tekin upp hjá ASí, á þingi Verkamannasambandsins og víðar. En eins og fram kom á fundi um mál farandverkafólks á dögunum, þá hefur skort á að fylgt hafi verið eftir þeim vinsamlegu ályktunum sem gerðar hafa verið af ASí og VMSf um þessi mál. Sjálfgert að taka undir þá rukkun um efndir — enda þótt orð séu til alls fyrst. # úr aimanakínu tslenskan, okkar hjartkæra ylhýra mál, er á hættulegri braut. Aöallega kemur þaö i ljós þegarhlustaðerá viðtöl við fólk i Utvarpi og sjónvarpi og ekki sist tjáningarmáti barna og unglinga. Orðafæðin er sorgleg. Endalausar endurtekningar áherslulausra og einskisnýtra aukaorða, og orðskripa svo sem: Sko, skilurðu, altso, jah. émeina og fleira i þessum dúr. Þetta eru eins konar biðorð, sem notuð eru meðan fólk hugs- ar sig um, ákaflega hvimleið og um leið smitandi. Allflestir hljóta að hafa fundið sjúkdóms- einkennin hjá sjálfum sér. Ef til vill er þetta afleiðing hraðans og timaleysis sem alla hrjáir. NU er ekki hægt að ætlast til að allir séu jafn fljUgandi mælskir, en afhverju ekki að staldra ögn við og einfaldlega hugsa sig um, smá stund, án þessara biðorða? Mælskan getur lika orðiö öfga- full. Einu sinni þekkti ég Konu sem hafði þvilíkan talanda, að þegar henni var mikið niðri fyrir þá þurfti hún ekki aö súpa hveljur á mUli setninga, heldur talaði hún einnig á innsoginu. Þetta var stórbrotið, en skammt er öfganna á milli. Talandi dæmi um þessa háskalegu þróun málsins er talsmáti barnanna. -0- MALIÐ • • Orðafæðin er yfirþyrmandi og rangar beygingar sagna og nafnorða áberandi. Það hlýtur að vera einhver brotalöm i is- lenskukennslu skólanna en for- eidrarnir bera mesta ábyrgð á þessu, sem og öðru varöandi af- kvæmi sin. Börnunum er sifellt sagt að þegja, ekki að gripa frammi hjá fullorðnum og sið- ast en ekki sist eru þau ekki leiðrétt, þegar þau tala rangt mál. Enginn má vera að þvi. Það vantar ekki málgleðina hjá börnunum t.d. þegar komiö er heim Ur bióferð á sunnudags- kvöldi. Efnisþráður myndarinn- ar er tiundaður i smáatriðum ásamt tilheyrandi hljóðum, byssuskot lestarpip og fleira i þeim dúr. Þau brenna i skinninu eftir að fá áheyrendur. Þá eru þau hrakin burtu.ef til vill eru gestir hjá mömmu og pabba og enginn timi tilað hlusta á þessa vitleysu. Þetta er rangt. Við eig- um aö gefa okkur tima til að hlusta og leiðrétta börnin okkar um leið. Þá eru það bækurnar, sem við búum til fyrir börnin okkar. Þar er viða pottur brotinn. Mynda- bækurnar eru skaðræðið að Ast- riki undanskildum. Skriplarnir eru fyrir neðan allar hellur hvað málið varöar. Það hlýtur að vera óheilla- vænleg þróun aö börnin læra máliö af þessum bókum. Mynd- irnarskipta höfuðmáli i þeim en lesmálið er aukaatriöi, allavega meðan börnin eru illa læs. Þar aö auki verða þau seinna læs á þessar bækur en aörar vegna myndanna. Eitt er það sem við foreldr- arnir gætum gert i meira mæli og þaö er að lesa fyrir börnin okk- ar. Lesa framhaldssögur á kvöldin þegarþaueruháttuð. Af nógu er að taka. Það gerir ekk- ert öl þó að skilningurinn sé ekki fullkominn, hann kemur seinna, sannið til, og umræða skapast um efni sögunnar, spurningarnar hrannast upp. Þetta er lika prýðisgóð aðferð til að halda börnunum frá sjón- varpinu. Já, sjónvarpið, þessi freki fjölmiðill, ræður rikjum á alltof mörgum heimilum. For- eldrarnir gefast upp gagnvart þessu skrimsli. Niðurröðun efn- is er þannig að út yfir tekur oft og tiðum. Börnin biöa eftir bió- myndunum fram eftir kvöldi og eru vansvefta þegar þau eru rif- in upp á morgnana i skólann. — 0 — Nú er ég ekki að prédika afturhvarf til húslestranna i gamla daga en þróunin hefur verið of ör hér hjá okkur. Við höfum tint sjálfum okkur i kapphlaupinu um lifsgæðin. En er nokkurn tima of seint að snúa við blaðinu? Kannske er ekki von á góðu þegar ólæsir og illatalandi for- eldrar eru að ala upp börn. Þetta eru stór orö, en sönn engu að siður. Enskusletturnar eru yfirgnæfandi hjá þessu fólki, það heldur þvi fram aö ekki sé hægt aö tjá sig á islensku sem skyldi og þess vegna verði að gripa til enskunnar. Þarna þarf skólinn aö gripa inni. Það er örugglega hægt ef viljinn er fyrir hendi. Hæfir kennarar ásamt lifandi kennslu. Hættum þessu stagli i skólunum og tökum upp lifandi islensku- kennslu 1 staðinn. Með lifandi kennslu á ég við að börnin séu látin tjá sig, segja frá, fyrir framan bekkjarsystkini sin, skrifa stila i'miklu meira mæli, semja leikþætti og flytja. Við eigum lika að nota hæfileikafólk okkar meira en gert. Rithöf- unda.leikara og listamenn al- mennt, og borga þeim vel fyrir að koma i skólana og miðla af sinni þekkingu, ekki með dauð- um fyrirlestrum, heldur sem beinir aðilar að kennslunni. Þessari þróun islenskunnar verður að snúa við. Hún er sennilega það eina sem samein- ar þennan sundurleita ættbálk á þessu skeri i Atlantshafinu. Ekki er þjóðarstoltinu fyrir að fara lengur hjá okkur islending- um né ættjarðarástinni.og þykir hún heldur hlægilegt fyrirbæri nú á dögum. Samkvæmishæfur getur sá ekki talist sem ekki kannskil á „servisnum” á mis- munandi hótelum á Spáni eða öðrum sumarleyfisstöðúm is- lendinga erlendis. Siðan er sungið ,,A Spáni er gott að djamma og djúsa”. Verði ykkur að góðu. Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir skrifar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.