Þjóðviljinn - 13.01.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.01.1980, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagurinn 13. janúar 1980. ...Finn Gustavsen er sá stjórnmálamaður i Noregi, sem einna mestur stormur hefur staðið um á siðustu tveimur áratugum. Hann vareinn stofnenda SF (Sósíal- íska Þjóðarflokksins) 1961 og var valinn á þing sama haust, en þá var f lokkurinn aðeins f imm mánaða,en fékk engu að siður 42 þúsund atkvæði úr sex fylkjum. Gustav- sen var formaður SF 1971-73. ...Finn Gustavsen sat nær óslitið á Stórþingi Norð- manna til 1977, en gaf þá ekki aftur kost á sér. Ferill hans hef ur verið stormasamur,og hann hef ur aldrei hik- að við að seg ja skoðun sina afdráttarlaust, jaf nt við and- stæðinga sem samstöðumenn. Árið 1963 felldi SF undir forustu Gustavsens rikisstjórn Gerhardsens út af svo- kölluðu Kings-Bay máli, og oft síðan hafa sósíalistar set- ið með fjöregg ríkisstjórnarinnar í höndum sér. ...Finn Gustavsen var ritstjóri Orientering 1961-65 og óx blaðið undir hans stjórn í eitt vandaðasta blað, sem sósíalísk pressa hefur hleypt af stokkunum á Norðurlöndum. Gustavsen komst mikið í sviðsljósið 1972 þegar andstæðingar EBE unnu mikinn sigur við þjóðar- atkvæðagreiðslu um aðild Noregs að Efnahagsbanda- laginu. Árið eftir buðu vinstri f lokkar f ram í einu banda- lagi (SV) og komu 16 mönnum á þing, sem er mesti sigur sósíalista í kosningum í Noregi, en framhaldið var hins vegar ekki eins vænlegt— í næstu kosningum héldu þeir aðeins tveimur þingmönnum eftir. • ••Finn Gustavsen kom mikið fram í fréttum 1977, þegar hið svonefnda LORAN C mál var í algleymingi. Hann braut ásamt þingmanni sósialista Berge Furre, þagnaðareið sinn sem þingmaður og skýrði frá Loran C stöðunum og þeirri þjónustu sem þær veittu bandarísk- um Polaris-kafbátum. Stóð til að stefna báðum þing- mönnunum fyrir ríkisrétt út af máli þessu. • ••Finn Gustavsen hefur skrifað tvær minningabæk- ur. Sú f yrri hét „ Rett pa sak" (Umyrðalaust) og kom út 1968. „Kortene pa bordet" (Spilin á borðið) kom út í haust og hef ur eins og fyrri bók hans vakið gíf urlega at- hygli og einróma lof gagnrýnenda, og varð á fáum vik- um ein af metsölubókum ársins. Bókin byggist á pólitískum endurminningum síðasta áratugs,en fer víða, m.a. fjallar hluti hennar um norskt geðhæli, en þar dvaldist Gustavsen eftir sjúkdóm sem hann fékk i Mósambik. Ingólfur Margeirsson blaðamaður ræddi við Finn Gustavsen í Osló i fyrri viku um þessa nýju bók og ýmislegt fleira. Gustavsen hefur ósjaldan veriö teiknaöur á siöum borgarbiaö- anna sem púkinn meö rauöu hornin. „Sl ka m im la st — í bók þinni kemur fram gagnrýnin afstaöa til marxismans sem fræöikenningar. M.a. bendir þú á, aö Marx hafi skilgreint þjóöfélag síns tima og sé ekki aö öilu leyti gjaldgengur á okkar timum. Hver er skoöun þin á hlutverki marxismans I dag? — Marx varaði sjáa'ur viö þvi, að fólk kallaði sig marxista. Hann bjó ekki til uppskriftir handa „alþýðueldhúsum framtiðarinn- ar”, né framleiddi eilifðarsann- leik um stöðu sósialista hundrað árum siðar. bess vegna verðum við að lesa hann i réttu timasam- hengi. 1 stefnuskrá norskra sósialista i dag er Marx leiðar- visir, marxisminn er verkfæri sem við beitum til skilgreininga. Við visum hins vegar á bug þeirri kenningu kommúnista að Marx sé óvefengjanlegur og eigi aö túlka bókstaflega. Marxismi er ekki i augum okkar ,,öll okkar lifsaf- staða,” eins og hjá NKP (norska Kommúnistaflokknum). Trúar- leg afstaöa til marxismans er stórhættuleg sósialismanum. Þetta er dálitið i ætt viö ástandið i iran, blind trú án neinnar gagnrýni er öflugt tæki til að kúga alþýðuna. Trú er gerö að pólitik eöa öfugt. Hins vegar er ekki þvi að neita, að marxisminn er ómissandi sem fræðikenning og sem visindi, en verður að túlka út frá þjóðfélagi hvers tima. Að vera andlit flokksins — Sem formaður SF (Sósialiski Þjóöarflokkurinn) varst þú ,,and- lit” flokksins út á viö. Er sósialiskum flokkum i dag ekki nóg aö hafa góöa og gilda stefnu- skrá eöa veröa þeir einnig aö eiga leiötoga sem likamna stefnuna? — 1 þau ár sem ég var formaður flokksins (1971-73) trúði ég á þá kenningu, aö flokknum væri best borgið með þvi að leiðtogar hans skiptu um stöðu öðru hverju og þá ekki sin á milli, heldur hyrfu af stjórnmálasviðinu og ynnu innan flokksins eða færu út i almennt atvinnulif og ný andlit tækju viö og þannig koll af kolli. Þvi miður er þessi „vixlkenning” ekki jafn auðveld i framkvæmd. Allir flokkar, ekki sist sósialiskir, þurfa á leiðtogum að halda sem geta kynnt og barist fyrir stefnu flokksins og unnið traust hjá nýj- um fylgjendum. betta á ekki sist við 1 dag þegar fjölmiðlar túlka stefnu flokka meira og minna út frá leiðtogunum. En hættan er náttúrlega sú, að slikar persónur verði dauðar kerfismanneskjur, sem missi öll tengsl við almenning og safni á sig mosa i efstu flokkskliku. Þess vegna verða góðir leiðtogar að gera sér grein fyrir þeim hættum sem á vegi þeirra eru. Ósjálfstæðar eftirhermur — Ariö 1971, þegar þú tekur viö formannsstarfi SF, sendir flokkurinn frá sér stefnuskrá sem byggist einkum á „þriöju leiö- inni” svonefndu. „Þriöja leiöin” er i stórum dráttum gagnrýnin dfstaöa til kreddubundins marxisma og kapitalisma. Nánar skilgreint afneituöuö þiö bæöi sósialdemókratiu sem sam- vinnu viö kapítalismann og hernaöarbandalög (NATO) og kommúnistiskum hreyfingum sem styöja hernaöarblökk „meö neikvæöu sósialisku formerki undir stjórn stórveldis” (Varsjárbandalagiö). Er þetta fyrst og fremst norskur sósialismi, eöa sóáialisk stefna yfirleitt aö þinu mati? málið ber á góma — Þessi stefna á viö sósialiskt lýðræði yfirleitt. Hvað okkur varðar, þá var þessi yfirlýsing fyrst og fremst til aö marka af- stöðu okkar til stórveldanna og að flokkur okkar væri þeim að öllu óháður. Flokkar sem gerast háðir erlendum stórveldum eða hernaðarbandalögum veröa ósjálfstæðar eftirhermur. Þetta má sjá t.d. hjá NATO-flokkum sósialdemókrata og kommúnista- flokkum Skandinaviu, ekki sist i Noregi, þar sem Moskvulinan er túlkuð hrá. Ef litið er á sögu Verkamannaflokksins norska, snerust þeir sorglega I öllum utanrikismálum eftir inngönguna i NATO 1949. — Noregur sem tsland er staö- sett I iandfræöilegum og pólitisk- um skilningi á kapitalisku svæöi jaröar. Býöur ekki stefna eins og „þriöja leiöin” upp á pólitiska einangrun? — Nei, ég tel ekki að þau lönd sem þú nefndir eigi á hættu aö einangrast ef sósialiskt lýðræði næði þar yfirhendinni. Hins vegar vil ég túlka „þriðju leiðina” með ákveðnum fyrirvara. Þróuð lönd geta hæglega rekið sjálfstæða pólitik undir lýðræðislegum, sósialiskum formerkjum, en öllu erfiðara er það fyrir vanþróuð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.