Þjóðviljinn - 09.08.1980, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 09.08.1980, Blaðsíða 27
Svarti Pétur Framhald af bls. li að berjast gegn alla daga ársins. En verðbólguumræöan á Islandi verður að lyfta sér upp úr innan- tómu orðaskaki gagnkvæmra ás- akana. Verulegur hluti verðbólg- unnar á Islandi er skilgetið af- kvæmi sjálfvirkninnar i efna- hagslifi okkar og ávöxtur langrar þróunar, þar sem allir hags- munahópar og allir stjórnmála- flokkar hafa komið við sögu hver með sinum hætti. Við Alþýðubandalagsmenn skömmumst okkar svo sannar- lega ekki fyrir að hafa barist fyrir verðtryggingu launa, enda hafa verðbætur á laun lengi verið óhjá- kvæmilegt varnarvopn launa- fólks og eru það enn. Og liklega telja forystumenn Alþýðuflokksins sér það til hróss að hafa barist fyrir verðtrygg- ingu bankakapítals með kröfunni um hækkun vaxta. 1 þeim efnum étur hver sitt. Hitt fara vonandi flestir að skilja, að þvi rökréttari og sjálf- sagðari sem verðtryggingastefn- an verður á öllum sviðum, þeim mun fráleitara er að við brjót- umst út úr vitahring verðbólg- unnar á skömmum tima. Niðurtalningaraðferðin er hæg- fara leið til veröhjöðnunar sem byggir á þvi að atvinnureksturinn taki á sig einhvern hluta af Svarta-Pétri, umframreikningn- um, með reglulegu millibili. Hitt er aftur á móti augljóst að vaxta- hækkanir og hlutfallslegt gengis- sig eru aðgerðir sem ganga i þveröfuga átt. Með versnandi afkomu at- vinnurekstrar kemur þá upp sú krafa, að launþegar taki á sig hluta af reikningi Svarta-Péturs með þvi að taka á sig hluta niður- talningarinnar i formi vlsitölu- skerðingar. Óliklegt er að þeir eigi auðvelt með að sætta sig við það á sama tima og þeir eru að taka á sig þann hluta reiknings- ins, sem felst I versnandi viö- skiptakjörum og þeim áhrifum sem viðskiptakjörin hafa á verð- bótavlsitölu. Herferö gegn verðbólgu Niðurstaða min er þvi sú, að meðan viðskiptakjör fara jafnt og þétt versnandi sé vonlitið um verulegan árangur i baráttunni við verðbólguna. En jafnvel þótt viðskiptakjörin haldist óbreytt er fráleitt aö búast við skjótum árangri nema menn séu reiðu- búnir að rjúfa sjálfvirkni kerfis- ins á öllum vigstöðvum samtimis. 1 þeirri von að viðskiptakjörin séu um það bil að komast i lág- mark og versni ekki úr þessu er fullkomlega tímabært, að gerð verði ný og margþætt hernaðar- áætlun gegn verðbólgu. Sú áætlun mun ekki bera árangur nema allir hagsmunaað- ilar leggi sitt af mörkum, og hún má ekki einskorðast við skamm- timaaðgerðir. Umframreikningnum, sem ég hef hér kennt við Svarta-Pétur, verður ekki skipt upp nema með margvislegum kerfisbreytingum bæði i stjórn efnahagsmála og rekstri atvinnulifs. En til þess aö nokkurt ráðrúm gefist til að undirbúa þess háttar áform, er það frumskilyrði, að gengið sé frá samningum á vinnumarkaði og vinnufriður skapist. Timinn flýgur hratt og ekki veröur allt gert i einu. Öneitan- lega veltur á miklu að stuönings- menn þessarar stjórnar undirbúi samræmdar aðgerðir gegn verð- bólgu af vandvirkni og sem allra fyrst og hafi siðan þolinmæði og þrautsegju til að biða eftir árangri. Það er hið mesta gaspur, að leiðin til verulega lægra verð- bólgustigs sé auðrötuð, a.m.k. ef menn vilja jafnframt tryggja að við dettum ekki i þann pytt, sem nágrannaþjóðirnar hafa fallið i, og forðumst að fá yfir okkur stór- felldan hallarekstur á búskap rikis og þjóðar ásamt miklu at- vinnuleysi. Auðvitað væri það að fara úr öskunni i eidinn. Minning Framhald af bls. 25 A Sogabletti 17 bjuggu þau hamingjurikustu ár ævi sinnar. Börnin eru öll komin heim og voru óðum að vaxa úr grasi. Heimilið var mótað af reglusemi, trú og festu. Bókakostur heimilis- ins mótaði lestur barnanna og viðhorf þeirra til lifsins. Asta var einstök kona og móðir sem hugs- aði fyrst og fremst um hag eigin- manns og barna. Fátt var það sem hún lagði ekki á sig ef hún hélt að það yröi fjölskyldu sinni til góðs. Hún hafði sterka skaphöfn eins oghún sýndi best þegar hún varð fyrir þeirri þungu sorg að Yngvi, elsti sonur hennar.lést af völdum áverka er hann hlaut af manna- völdum þar sem hann var á gangi á leið til þess að fagna móður sinni, er var að koma i bæinn eftir langa fjarveru. ötaldir eru þeir næturgestir sem dvöldu á heimili þeirra hjóna, lengri eða skemmri timaogöllum var þeim tekið með sömu ljúfmannlegu gestrisninni og alltaf var það Asta sem gekk fyrst úr rúmi til þess að vel færi um gestina. Barnabörnum sinum voru þau ástrik og samtaka i þvi að rétta hlut þess er þau töldu að þyrfti þess frekast með. Mörg börn voru á heimili þeirra, en lengst munu þau hafa haft örlyg Þorkelsson; hann tóku þau nýfæddan og höfðu i nokkur ár. Þó að móðir hans tæki hann siðar fannst þeim hjón- um hann vera sem sitt eigið barn og standa sér nær en bamabörn- in. Hann var þeim ávallt sem ást- rikur sonur. Eftir lát eiginmanns sins dvaldi Asta oft hjá dætrum sínum og sat þá ekki auðum höndum. Hún var alla tið létt á fæti og lét sig ekki muna um snúningana. Lengst af fygldist hún með öllu sem gerðist bæði innan fjölskyldunnar og eins fréttum i útvarpi og blöðum. Asta og Pétur eignuðust 9 böm, en þau voru: Yngvi, er andaðist 1955, þd fertugur aö aldri, Pétur Kristinner lést á fyrsta ári, Hugi, Hulda, Pétur, Unnur, Asta-Maria er lést á öðru ári, Guðlaug og Ólöf. Hlíðardalsskóll Umsóknarfrestur fyrir 1. bekk mennta- skóla rennur út 20. ágúst og fyrir 8. og 9. bekk 1. september. Upplýsingar i síma 99-3606. Skólastjóri. Heigin 9,—10. ágÚSt 1980 ÞJóÐVILJINN *-*■ SIÐA 27 Alls eiga þau 118 afkomendur. Þann 27. júnisl. andaðist Asta á Landspitalanum eftir fárra daga legu þar en langvarandi veikindi. Sl. tvöárhafði hún að mestu verið rúmföst og annaðist Ólöf dóttir hennar og maður hennar, Karl Arnason, Holtagerði 74, hana af slikri natni og umhyggju að slikt er fáheyrt. 1 fleiri mánuði hafði þurft að vaka yfir henni, nótt sem dag. Það er sjaldgæft nú á dögum að sjúk gamalmenni fái að njóta ástúðar og elsku á heimilum barna sinna til hinstu stundar. Það var mjög kært með þeim mæðgum og það má segja að þær hafi aldrei skilið frá fæðingu Ólaf- ar. Nú þegar vegferðinni er lokið, vildi hún þakka öllum samfylgd- ina, Guðsteini Þengilssyni íækni heimahjúkrunucni, Börnum sin- um og þó sér í lagi Ólöfu og Karli og bað guð að blessa þau öll. Við eigum margs áð minnast og mikils að sakna er elskuleg móöir okkar kveður. Blessuð sé minning hennar. Fyrir hönd systkina minna. Hulda Pétursdóítii. i rosa Var einhver að tala um agúrkufréttir? Hvítkálsskortur um hásumar og á aðalferðamannatimanum. fyrirsögn i Dagblaðinu (fimm dálka!) Nýtt kyntákn Þrjár konur troðast undir á leið til að sjá páfann. Morgunblaöið Nýtt hráefni í bilaiðn- aðinum „Nýtt rúgbrauð” Augi. frá Heklu i Morgunblaðinu. Undir sjúkdóminn verður ekki komist. Upp og niður mela og moldar- börð, yfir drullusýki og gryfjur. Dagblaðið. Nýr staður valinn til mælinga „Hraunrennsliö nú mælt i Laxám”. Timinn. Komplexinn búinn. „Það er allt i lagi að láta sig dreyma”. Helgarpósturinn. Ekki köflóttur Hvltur brenndur i bifreið sinni. Dagblaðið En ef það hefði verið sól.... Súld og rigning I Gjástykki — en gosið heldur áfram. Dagblaðið Dátarnir hafa sin áhrif... Mini-pils seljast grimmt i Kabúl. Morgunblaöið. Ráð til að draga úr bana- slysum um 200%. 200% aukning banaslysa i um- ferðinni miðaö við I fyrra. Borgararnir eiga kröfu á aö til- tækt lögregluliö sé fullnýtt. Dagblaðið. Nú má Carter fara að vara sig. Albert Guömundsson taldi ótlmabært að ræða framboö þar eð þingkosningar væru ekki I sjónmáli. „En þú getur talað við mig ef forsetakosningar eru ein- hversstaðar á döfinni”. Alþýðublaðið. ARKITEKT BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR óskar eftir að ráða arkitekt til starfa hið fyrsta. Nauðsynlegt er, að viðkomandi hafi þekk- ingu og reynslu á sviði skipulagsmála. Umsóknum skal skila til Borgarskipulags Reykjavikur, Þverholti 15, eigi siðar en 25. ágúst nk. 8. ágúst 1980. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR Þverholti 15, 105 Reykjavik. Viðskiptaráðuneytið óskar eftir ritara. Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 20. ágúst n.k. Reykjavik, 7. ágúst 1980. Fóstra og aðstoðarstúlka óskast á leikskólann á Höfn i Hornafirði. Upplýsingar gefa: Anna Egilsdóttir i sima: 8506 eða skrif- stofa Hafnarhrepps i sima: 8222. Hafnarfjörður — framtíðarstarf Stofnun i Hafnarfirði óskar að ráða mann til skrifstofustarfa. Starfið er heilsdags- starf og krefst sérþekkingar sem aflað hefur verið með skólagöngu og/eða reynslu. Starfinu fylgir ábyrgð og er vel launað. Umsóknum sé skilað i pósthólf 237 Hafn- arfirði fyrir 27. þ.m. merkt FRAMTÍÐARSTARF IRI Wsi'nM INN Lausar stöður HJOKRUNARFRÆÐINGAR óskast á geðdeildir Borgar- spltalans. STAÐA DEILDARSTJÓRA á göngudeild Hvitabandsins. Ætlast er til að umsækjandi hafi geðhjúkrunarmenntun eða starfsreynslu á geödeild. Hlutastarf kemur til greina. Umsóknarfrestur er til 24. ágúst n.k. Staöan veitistfrá l.sept. 1980eðaeftirsamkomulagi. STAÐA HJUKRUNARFRÆÐINGSá A—2 geðdeild Borg- arspitalans. STAÐA HJÓKRUNARFRÆÐINGS á Arnarholti. Ibúð getur fylgt ef óskað er annars eru feröir kvölds og morgna til og frá Reykjavik. Geðhjúkrunarmenntun er æskileg en ekki skilyrði. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu hjúkrunarfor- stjóra á Borgarspitala eða I sima 81200 (207 og 201). REYKJAVIK, 10. ágúst 1980. Hjúkrunarfræðingar Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsu- gæslustöð Vestmannaeyja er laus til um- sóknar frá 1. október 1980. Stöður hjúkrunarfræðinga við heilsu- gæslustöðvarnar i Ólafsvik og á Suðureyri eru lausar til umsóknar nú þegar. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist ráðuneytinu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 6. ágúst 1980.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.