Þjóðviljinn - 10.04.1981, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 10.04.1981, Blaðsíða 13
Föstudagur 10. aprfl 1981 ÞJöÐVILJINN — SÍÐA 13 Nefnd til stuðnings Kortsnoj Fyrir stuttu var stofnuð i Reykjavik nefnd til stuðnings Viktor Kortsnoj og baráttumáli hans, sem er það að hann fái fjöl- skyldu sina, konu og son, send úr prisundinni austur i Sovétrikjun- um. Það hefur ekki verið kynnt opinberlega hvernig störfum þessarar nefndar verður hagað, en þó er fullljóst að gengið verður á u.þ.b. 70 einstaklinga sem taldir eru spila einhverja rullu i okkar ágætu skákmálum og þeir fengnir til að skrifa undir skjal til stuðn- ings Kortsnoj. Þessu skjali verðursiðan væntanlega stungið i bréflúgu sovéska sendiráðsins, sendiráðsmönnum og rikisstjórn Sovétrikjanna til hollrar lesn- ingar væntanlega. Sá sem þessar linur ritar hefur verið beðinn um undirskrift á þennan lista, og var það tiltölulega auðsótt mál, þvi það er auðvitað hrein firra og móðgun við mannlegan virðu- leika að einstaklingur skuli hnepptir i átthagafjötra nú á tim- um. Slikt ætti auðvitað að vera löngu liðin tiö. Stofnun þessarar nefndar kemur hinsvegar alveg heim og saman við ummæli eins af þing- mönnum Islensku þjóðarinnar i tilefni þess er kollegum Kortsnoj- nefndarmanna tókst að hrekja héðan af landi Fransmanninn Gervasoni. Þingmaðurinn benti á að það stæði venjulega ekki á hjálp til handa frægu fólki þegar þörf krefði, þá væri nú aldeilis veriö að stofna nefndirnar hér á landi og ekki lakara ef skjólstæð- ingurinn kæmi austan yfir járn- tjald. M.ö.o., hvar voru þeir bræður Haraldur Blöndal og Hall- dór Blöndal, svo ekki sé minnst á Pál Heiðar, i afstöðu sinni til máls Frakkans? Svar óskast. Svo er það spurningin um heil- indi Kortsnojs. Sá Islendingur sem er i hvaö sterkastri aðstöðu til að hjálpa honum er Friðrik ólafsson. Og það hefur hann gert eftir fremsta megni. Og hverjar eru kveðjurnar? Við höfum öll fengiðað sjá þær i Morgunblaðinu og fleiri blöðum. Getur það stað- ist að Kortsnoj liti á baráttu sina sem táknræna baráttu, i þvi skyni hafða til að efla sig i tilrauninni til að ná heimsmeistaratitlinum úr hendi Sovétmanna? Það er al- kunna að hann var i hópi þeirra útvöldu, sem gátu haft fjölskyldu sina með sér á keppnisferðalög- um. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Vesturlandi — Ráðstefna um forval og lýðræðislegt flokksstarf. Laugardaginn 11. april næstkomandi verður haldin i Rein á Akranesi ráðstefna um forval oglýðræðislegt flokksstarf. Ráöstefnan hefst kl. 13 og stendur til kl. 17.30. Fluttar verða stuttar framsöguræður, en siðan verður skipt i umræðu- hópa, sem skila niðurstöðum i lokin. Fjallað verður um eftirtalin efni: 1. Forvalsreglur AB i kjördæminu. Framsaga: Jónina Arnadóttir. Umræðustjóri: Hallgrimur Hróðmarsson. 2. Samstarf sveitarstjórnarmanna á Vesturlandi. Framsaga: Jóhann Ársælsson. Umræðustjóri: Halldór Brynjúlfsson. 3. Landsmálastarf AB á Vesturlandi. Framsaga: Engilbert Guðmundsson. Umræðustjóri: Þórunn Eiriksdóttir. Fundarstjóri verður Gunnlaugur Haraldsson. Athuguð breyttan fundartima. — Kjördæmisráö Alþýðubandalagsins á Vesturlandi. Alþýðubandalagið Akranesi—Árshátið Alþýðubandalagsfélagið á Akranesi heldur árshátið sina laugardaginn 11. april i Rein og hefst hún með borðhaldi kl. 19.30. Jenni R. Ólason og Halldór Backmann flytja á-vörp. Meöal skemmti- atriða: Sveitin bak við hólinn, leikþáttur og fiðluleikur. Diskótekiö Disa örvar til dansa. Glæsilegt háborð með heitum réttum og köldum. — Húsið verður opnað klukkan 19. — Miðasala og borðapantanir I Rein fimmtudaginn 10. aprfl kl. 20—21. — Skemmtinefndin. Viktor Kortsnoj Við Islendingar buðum, af veik- um mætti, I heimsmeistaraein- vígi Kortsnojs og Karpovs. Það hefur ekki komið fram i fjölmiðl- um, að skilaboðin sem Brodbeck kom með frá Kortsnoj voru i spurningarformi: Hvað getið þið borgað undir boröiö? Hvf allt þetta rósamál? Það heföi nú eitt- hvað verið sagt ef Karpov hefði beöið um svona nokkuð. Greinarhöfundur hefur ekki heyrt um nafn á nefndinni, en hversvegna ekki: Nefnd til stuðn- ings Kortsnoj og/eða fjölskyldu hans? —hól— Barnahjálp S.Þ. yinnur gegn mjólkurdufti í þróunarlöndum Barnahjálp Sameinuðu Þjóðanna UNISEF er nú að hefja herferð gegn fram- leiðendum tilbúins mjólk- urdufts. Nýkjörinn fram- kvæmdarstjóri stofnunar- innar Aida Gindy frá Egyptalandi er á ferð um Norðurlöndin til að leita liðsinnis rikisstjórna í Skandinavíu, svo að fram- leiðendum verði settar strangar reglur. Málinu er þannig háttaö aö ým- is fyrirtæki,einkum bandarisk, en einnig þekkt fyrirtæki eins og Neslé i Sviss (sem framleiðir kókómalt), og lyfjafyrirtækið Dumex i Danmörku flytja mikið af tilbúnu mjólkurdufti til þróun- arlandanna. Þar hefur veriö haldið uppi miklu auglýsinga- skrumi og mæðrum talin trú um að vestræna duftiö sé miklu betra en móðurmjólkin. Afleiðingin er sú að talið er að rúm miljón barna hafi dáiö á unaanförnum árum, ýmist úr næringarskorti, eða mengunarsjúkdómum *sem rekja má tilduftsins. 1 fátæku rikjunum þykirþað velmegunareinkenni að eiga pela handa barninu sinu og þvi hafa foreldrar veriö ginkeypt- ir fyrir duftinu. Þaö er nefnilega ekki um annaö að ræða i pelann. 1 mjög mörgum þróunarrikjum er vatnið sem er á boðstólum mjög mengað og þegar duftinu er blandað i þaö berast meö alls kyns óhreinindi og sýklar, sem aö sögn Aidu Gindy draga börnin til dauða innan hálfs ára. Þaö er vilji Barnahjálparinnar að fyrirtækjunum sem framleiða duftiö verði gert skylt aö kynna hvaöa hættur fylgja notkun þess, jafnframt þvi að heilbrigðis- yfirvöld, sem viöast eru illa mönnuö og búa við fjárskorbleggi áherslu á að ekkert komi i stað móðurm jólkur. 1 danska blaðinu Politiken sem hafði viötal við Aidu segir aö það sé kaldhæönis- legt að þegar vesturlandabúar séu i æ rikara mæli aö hallast aö brjóstagjöf-aftur, eftir nokkurt frá- hvarf, sé veriö að halda tilbúnu dufti að hrjáðum og vannæröum börnum þriðja heimsins. . (Endursagt úr Politiken.—ká) Almennur félagsfundur i Alþýðubandalaginu i Reykjavik. mánudaginn 13. april kl. 20.30 að Hótel Esju. Fundarefni: Utanrikis- og herstöðvamál. 1. Stutt framsaga, Ólafur Ragnar Grimsson. 2. Svavar -Gestsson, Guðrún Helgadóttir, Olafur Ragnar Grimsson, Bragi Guöbrandsson og Erling ólafsson sitja fyrir svörum. Mætið vel og stundvislega. — Stjórn ABR. Aðstoð við Rauða kross Póllands Aö beiðni Rauða kross Póllands sem barst i fyrradag (7. april), hafa Rauöi Kross Islands, Dan- merkur, Noregs, Finnlands og Sviþjóðar ákveðið að senda sam- eiginlega matvæli og næringar- efni handa börnum, gömlu fólki og sjúku sem er á stofnunum sem Pólski Rauði krossinn rekur. Hér er um aö ræða 27 lestir af matvælum, samtals að verðmæti um tsl. kr. 773.000.00. Framlag Rauöa Kross tslands er ný.kr. 10.000.00. Svavar Guðrún Ólafur Bragi Sveinn Stefán Alþýðubandalag Héraðsmanna Almennur félagsfundur I hreppsskrifstofu Egilsstaðahrepps laugar- daginn 18. april kl. 16. Umræður um orku- og iðnaðarmál. Framsögu- menn Sveinn Jónsson og Stefán Thors. — Kaffi. — Stjórnin. Flugið Framhald af bls. 1 sátta á næstu 4 vikum, en ekki var fallist á þau tilmæli. Lögin gera ráð fyrir að sett veröi sáttanefnd til þess að reyna enn til þrautar að ná samkomulagi um hvernig ráða eigi flugmenn til starfa hjá Flugleiðum. I öðru lagi gera lögin ráð fyrir að úrskurðaraðili verK skipaður að loknu starfi sát'tanefndar, ef samningar takast ekki inn- an eins mánaðar. Gert er ráö fyrir aö Hæstiréttur tilnefni þrjá menn sem úrskurðar- aöila og veröur þar um endan- legan úrskurð að ræða. Samstaða var um afgreiðslu þessara laga á Alþingi og greiddu allir þingmenn nema , stjórnarandstaðan I Sjálf- stæöisflokknum atkvæði með lögunum en þingflokkur Sjálf- stæðismanna hafði lýst þvi yf- ir að hann sæti hjá við at- kvæðagreiðsluna. Við umræöu um frumvarpið sagöi Svavar Gestsson félags- málaráðherra að leggja yrði höfuöáherslu á að reyna til þrautar aö ná samkomulagi i málinu á næstu 4 vikum. Varðandi þaö atriði að vinnustöðvun er lýst (Sieimil sagði Svavar aö hér væri um mikilvægt grund- vallaratriði að ræða, en það væri mat þingflokks Alþýðubandalagsins að um væri að ræöa óhjákvæmilega neyðarráöstöfun þar sem sýnt væri að engin lausn fyndist á þessum sérstæðu deilumálum eftir hefðbundnum samkomu- lagsleiðum. Hér væri ekki um kaupdeilu aö ræða, heldur átakamál innan starfshóps um sérstök vinnuréttindi. — Þ Föstudagur: Opið frá kl. 10—03. Hljómsveitin Glæsir og diskó. Laugardagur: Opið frá kl. 19—03. Hljómsveitin Glæsir og diskó. Sunnudagur-.Opiö frá kl. 19—01. Gömlu dansarnir. Bragi Hlið- berg og hljómsveit leika undir af alkunnu fjöri. Áluliöutmn Borgartúni 32 Sími35355. FÖSTUDAGUR: Opið frá kl. 22.30—03. Hljómsveitin Hafrót og diskdtek. ' LAUGARDAGUR: Opið frá kl. 22.30—03. Hljómsveitin Hafnit og Hi clrrtt plr SUNNUDAGUR: Opið frá 21—01. Dúndrandi diskótek. HOTEL LOFTLEIÐIR Simi 22322 BLóMASALUR: Opið alla daga' vikunnar kl. 12—14.30 og 19—23.30. VINLANDSBAR: Opið alla daga vikunnar, 19—23.30, nema um helgar, en þá er opið til kl. 01. Opið í hádeginu kl. 12—14.30 á laugardögum og sunnudögum. VEITINGABUÐIN: Opið alla daga vikunnar kl. 05.00—21.00. #kálafelT~yim\ 82200 FÖSTUDAGUR: Opið kl. 19—01. Organleikur. LAUGARDAGUR: Opið kl. 12—14.30 og 19—23.30. Organleik- SUNNUDAGUR: Opið kl. 12—14.30 og kl. 19—01. Organleik- ur. Tiskusýningar alla fimmtu- daga. ESJUBERG: Opið alla daga kl. 8—22. Sigtún FÖSTUDAGUR: Opið frá kl. 22—03. Hljómsveitin Brimkló diskótek og „Video-show”. Grillbarinn opinn. LAUGARDAGUR: Opið frá kl. 22—03. Hljómsveitin Brimkló, diskótek og „Video-show”. Grillbarinn opinn. Bingó kl. 14.30 laugardag. FöSTUDAGUR: Hljómleikar frá kl. 21—23. Utangarðsmenn ásamt fleiri hljómsveitum. Siöan dansaö frá kl. 23—03. Utangarðsmenn leika fyrir dansi. LAUGARDAGUR: Opiö frá 21—03. Hljómplötutónlist viö allra hæfi. SUNNUDAGUR: Opið frá kl. 21—01. Jón Sigurðsson og hljóm- sveit leika gömlu dansana af al- kunnu fjöri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.