Þjóðviljinn - 06.05.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.05.1981, Blaðsíða 10
10 SÍÐA >— ÞJÖÐYILJINN Miftvlkudagur fi. ir.ai 1981 Daglegar uppákomur hjá Nonna AUt endurnýjast á vorin, lifiö skriöur úr vetrarhlöi og fer á stjá.segir myndlistarmaöurinn Nonni I kynningu á sýningu sinni sem nú stendur yfir I Asmundarsal á Skólavöröustíg og kailast Endurnýjun. Opiö er frá kl. 4 sd. og frameftir kvöld, svo enginn þurfi að missa af sólbaðinu sinu og þarna sýnir Nonni myndir og uppá- komur að auki öll kvöld kl. 21—22. Leikin verður tónlist og dans- glaðir eru velkomnir að fá sér snúning. Þvi miður er aðgangseyrir að uppákomunum kr. 20, en sem betur fer enginn að sýningunni, segir að lokum i fréttatilkynn- ingu Nonna. Sumarstarf barna og unglinga Dreift hefur veriö til allra aldurshópa á skyldunámsstigi I skólum Reykjavíkurborgar bæklingnum „Sumarstarf fyrir börn og unglinga 1981” meö framboöi á starfi og leik I sumar á vegum íþróttaráðs.Leikvallanefndar, Skólagaröa, Vinnuskóla og Æsku- lýðsráðs Reykjavikur. Starfsþættir eru fyrir aldurinn 12—16 ára. Flest atriðin snerta iþróttir og útivist en einnig eru kynntar reglulegar skemmtisam- komur ungsfólks. Útgjöld þátttakenda vegna starfsþáttanna eru mismunandi. Foreldrar sem hug hafa á að hagnýta sér framboð borgarinnar fyrir börn sin eru hvött til þess að draga ekki innritun þeirra. Sýning i Innrömmun Sigurjóns Þessa dagana og fram til 15. mai stendur vfir sölusvnine á um 60 málverkum og myndum eftir marga listmálara I Inn- römmun Sigurjóns i Armúla 22. Þarna eru m.a. myndir eftir Al- freð, Flóka, Kjarval, Sigurð Kristjánsson, Jóhannes Geir, Agústu Thórs og marga fleiri. Sýningin er opin kl. 9—18. Skólastjórnendur stofna félag Stofnað hefur verið Félag stjórnenda framhaldsskóla (FSF), 'I en rétt til að gerast félagar hafa rektorar, skólameistarar og [ skólastjórar og ennfremur konrektorar, aðstoðarskólameist- arar, aðstoðarskólastjórar, áfangastjórar, yfirkennarar og aðrir I sem eru fastráðnir til stjórnunarstarfa i framhaldsskólum. * Hlutverk félagsins er að vinna að bættum kjörum félagsmanna sinna og gæta hagsmuna þeirra, vinna að umbótum i málefnum framhaldsskólanna og að efla kynni félagsmanna. Formaður var kjörinn Ingvar Asmundsson, skólastjóri og * aðrir i stjórn Sveinn Ingvarsson, konrektor og Kristján Thorla- cius, áfangastjóri. Varamenn i stjórn eru skólameistararnir Kristinn Kristmundsson og Tryggvi Gislason. Mörg ný frímerki áfiessu ári E'VRógufrimerkin svokölluðu koknu út 4. mal sl. I tveim verö- gildum, 180 og 220aura, en myndefniö aö þessu sinni sdtt I þjóð- sögur, annarsvegar I Galdra-Loft, hinsvegar I söguna „Djúpir eru tslands álar”. Þetta var önnur frimerkjaútgáfa ársins, en áður komu merki meö myndum af F.inni Magnússyni og Magnúsi Stephensen. Þriðja útgáfan á árinu verða þrjú frimerki með islenska fugla, músarindil, heiðlóu og hFafn, að myndefni i verðgildunum 50,100 og 200 aurar, fjóröa útgáfan eitt frimerki i tiiefn'i Alþjóðaárs fatl- aðra i verðgildinu 200 aurar og fimmta útgáfan eitt frimerki með jaröstöðina Skyggniaö myndefniog að verðgildi 500 aurar. Þá er og i haust væntanlegt frimerki með málverki eftir Gunnlaug Scheving að verðgildi fimmtiu krónur. Akvörðun hefur ennfremur verið tekin um útgáfu frimerkis i tilefni 1000 ára afmælis kristniboðs á tslandi, en hönnun þess fri- merkis er enn ekki lokið. Þá hefur og verið til athugunar að gefa út sérstakt „jólafrimerki” i tveimur verðgildum. 1 tilefni af tiu ára starfsafmæli Alþýöubankans haföi bankaráö samþykkt aökaupa málverk og gefa þaö Listasafni ASl. Keypt haföi veriö málverkiö „Minning” eftir Eirik Smith. I lok aöalfundarins afhenti Beneedikt Daviösson, fráfarandi formaöur bankaráös listaverkiö, Hannibal Valdimarssyni, formanni stjórnar listasafnsins. Áriö 1980 Alþýðubankanum hagstætt Hæsta hlutfall innlánsaukningar Arið 1980 var Alþýðubankanum að flestu leyti hagstætt. Annað ár- ið i röð var bankinn með mestu hlutfallslegu innlánsaukningu allra viðskiptabankanna. Innlán bankans jukust um 3.120,2 millj. kr. eða 77.5% saman borið við 74,1% árið áður. Aukning útlána varð 1.837,6 millj. kr. eða 77,3% á móti 53,3% 1979. Heildartekjur bankansnámu2.170,7 millj. kr. og útgjöld 2.094,1 millj. kr..Fyrsta útibú bankans var opnað 1. júli 1980 að Suðurlandsbraut 30 i Reykjavik. Þetta kom fram m.a. i skýrslu Benedikts Daviðssonar formanns bankaráðs og Stefáns M. Gunnarssonar bankastjóra á aðalfundi Alþýðubankans 1981, sem haldinn var 25. april sl. Aðalmenn i bankaráði voru all- ir endurkjörnir en það skipa: Benedikt Daviðsson, Bjarni Jakobsson, Halldór Björnsson, Teitur Jensson og Þórunn Valdimarsdóttir. Endurskoðend- ur voru kjörnir: Böðvar Péturs- son, Magnús Geirsson og Gunnar R. Magnússon lögg. endurskoð- andi. Samþykkt var að greiða 5% arð tilhluthafa fyrirárið 1980, á greitt hlutafe og útgefin jöfnunarhluta- bréf. Aðalfundurinn samþykkti að ráðstafa kr. 30.000.- (g.kr. 3 millj.) til Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra. Skemmtileg úrslit Jón og Valur sigrudu Islandsmótinu i tvimenning lauk um helgina. Til úrslita kepptu 24 pör, að undangenginni forkeppni 56 para. Sigurvegarar i mótinu urðu Jón Baldursson og Valur Sigurðsson. Þeir voru vel að sigri sinum komnir, en þeir tóku forystuna um miðbik móts- ins og juku hana frekar en hitt. Röð efstu para varð annars þessi: 1. Jón Baldursson — Valur Sigurðss. 1445 2. Guðm. S. Hermannss. — Sævar Þorbjörnss. 1379 3-4. Asmundur Pálss. — Karl Sigurhjartars. 1360 3-4.Guðm.P. Arnars. — Sverrir Armannss. 1360 5. Eirikur Jónss. — Páll Váldimarss. 1336 6. Sigurður B. Þorsteinss. — GIsli Hafliðas. 1323 7. Ingvar Haukss. — OrwellUtley 1308 8. Hjalti Eh’ass. — Þó rir Si gurðss. 1294 9. Sigurður Sverriss. — Hrólfur Hjaltas. 1290 10. Stefán Guðjohnsen — JóhannJónss. 1288 11. Hermann Láruss. — Ólafur Láruss. 1277 12. Guðm. Péturss. — Þórarinn Sigþórss. 1275 Meðalskor var 1265 stig. Fleiri pör voru ekki með jákvæða skor. Ef við rekjum gang mótsins að- eins: Eftir 8 umferðir (laugardag): Asmundur—Karl 68' Jón—Valur 61 Ingvar—Orwell 56 Hermann—Ólafur 54 Sigurður—GIsli 53 . Eftir 12 umferðir: Jón—Valur 139 Guðmundur—Sverrir 79 Sigurður—GIsli 71 Stefán—Jóhann 60 Asm undur—Karl 54 Hermann—ólafur 49 Eftir 17 umferöir: Jón—Valur 178 Asmundur—Karl 100 Guðmundur—Sverrir 85 Sigurður—Gísli 78 Eirikur—Páll 60 Guðmundur—Þórarinn 44 Og eftir 20 umferðir (af 23): Jón—Valur 154 Asmundur—Karl 111 Guðmundur—Sverrir 78 Guðmundur—Sævar 78 Eirikur—Páll 70 Stefán—Jtíhann 58 Þátturinft óskar Jóni og Val til hanýngjumeð þennan áfanga, en þetta er i fýrsta skipti sem þeii; verða Islandsmeistarar. • Uméihstakan árángur annarra para berauðvitaðhæstaðLÚr hópi 12 efsOT para er aðeins eltt sem ekkl iieppti fyrir Reykjavik (Eirikur—Páll). Segir það sina sögu um styrk- leika para þaöan, eöa getuleysi hinna. Af þessum 24 pörum i úr- x slituim vbru 17—18 pör , úr Reykjawik, tvö af Reykjanesi og að þáttinn minnir 4 pör utam af landi. 2 frá Akureyri, 1 frá Borg- arnesi og 1 frá Selfossi. Og að sjálfsögðu Eirikur og Páll sem kepptu fyrir Akranes. Nokkur pör sem enduðu ofarlega náöu þar sinum besta árangri hingað til, til að mynda Jón—Valur, lngvar—Orwell, GIsli—Sigurður og Eirikur—Páll. Um fyrirkomulag mótsins má margt segja, en þó skýrir það best áhugaleysið, að undan- keppnin átti að vera 64 para. Ein- hverra hluta vegna sáu utan- bæjarmenn ekki ástæðu til að vera með að fullu, þannig að varapör frá höfuðborgarsvæðinu þyrptust inn. Meira siðar. örugg og góð keppnisst jórn og útreikningur var i höndum þeirra Agnars Jörgenssonar og Vil- hjálms Sigurðssonar. Verðlaun voru afhent i mótslok, fyrir mót á vegum B.I., af Rikharði Stein- bergssyni, sem jafnframt sleit mótinu. Frá T.B.K. A morgun hefst 3 kvölda tvi- menningskeppni hjá TBK i Dom- us Medica. Allir velkomnir. Óákveðið er hvernig keppnisform verður, en veitt verða peninga- verðlaun, alls kr. 3.000. Keppnisstjóri verður Agnar Jörgensson. Spilamennska hefst kl. 19.30. Sveit Jóns sigradi 21. april lauk þriggja kýölda sveitahraðkeppni Bridgefélags Akureyrai*. Alls spiluðu 15 ^veitir sem er mjög góð þátttak£. Að þessu sinni sigraði syeit Jóns Stefánssonár nokkuð örugg- 'lega, hlaut 865stig. Auk Jóhs'spil- . uðu i sveitinni Höröur Stejnbergs- ' son og feðgarnir Sveinbjðrn Jóns- * son og Einar Sveinbjörnsson. Röð ! efstu sveita varð þessi: Stig: 1. sV. Jóns Stefánss. 865 2. sv. Magnúsar Aðal- björnss. 840 3. sv. Páls Pálssdnar 837 „ ..4-5. sv. Jónasar KarelsS'. 794 4-5. sv. Stefáns Vilhjálmss. 794 6. sv. Ferðaskrifstofu Akureyr- ar 778 Meöalárangur er 756 stig. Best- um árangri út úr einni umferð náði sveit Páls Pálssonar,318 stig- um I siðustu umferð. Keppnis- stjóri var sem fyrr Albert Sig- urðsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.