Þjóðviljinn - 06.05.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 06.05.1981, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN Miðvikudagur 6. mai 1981 Vorvcrkin rru hvarvctna I fullum gangi. Þessir voru J gær við lagfæringar á Austurvelli, sem er illa far- inn eftir veturinn. -Ljósm. -gel- Úthlutun hefst í þessari viku: rp •• Tvo- faldaðist Fóstureyðingum hefur fjölgað verulega siðan lögin um fóstur- eyðingar voru sett á árinu 1975, en það ár voru framkvæmdar 274 fóstureyðingar hér á landi, en á árinu 1979 voru þær 549. Endan- legar tölur liggja ekki fyrir frá árinu 1980 en bráðabirgðatalan er rúmlega 500. Þessar upplýsingar komu fram i svari Svavars Gestssonar heil- brigðisráðherra við fyrirspurn frá Karli Steinari Guðnasyni (A) sem borin var fram á AÍþingi i gær. Spurt var hver hefði orðið framkvæmd laga um fóstureyð- ingarfrá 1975. 1 svari ráðherrans kom m.a. fram að á árinu 1975 hefðu 5,0 fóstureyðingar verið framkvæmdar hér á landi á hverjar 1000 konur á aldrinum 15—49 ára. Þessi tala hefði siðan tvöfaldast á næstu 5 árum þannig að á árinu 1979 var hún orðin 9,9 fóstureyðingar á hverjar 1000 konur. Á sama tima hefði fjöldi fóstureyðinga á hinum Norður- löndunum nema á Grænlandi farið minnkandi. Sem dæmi má taka að 23.7 fóstureyðingar voru framkvæmdar i Danmörku á hverjar 1000 konur á aldrinum 15—49 ára á árinu 1975, en sú tala væri 19.1 á árinu 1979. 33.3 fóstur- eyðingar voru hinsvegar fram- kvæmdar á Grænlandi á árinu 1975 og 36.1 á árinu 1979 fyrir hverjar 1000 konur. 1 svari Svavars Gestssonar kom jafnframt fram að megin- ástæða fóstureyðinga hér á landi siðustu 5 árin væru félagslegar ástæður. 411 íóstureyðingar af þeim 549 sem gerðar voru 1979 voru þannig af þeim toga, 102 voru af læknisfræðilegum ástæðum, 32 bæði félagslegar og læknisfræðilegar og um 2 vantaði upplýsingar. — Þig Beinar gréiðslur afurðalána Ófram- kvæmanlegt? Er útilokað að hrinda i framkvæmd á grundvelli gildandi laga að bændur fái rekstrar og afurðalán greidd beint til sin i stað þess að þau séu greidd til sláturleyfishafa eins og nú er? t gær kom til allharðra skoöana- skipta um þetta i Sameinuðu þingi. Eyjólfur Konráð Jónsson (S) bar framfyrirspurn til viöskipta- ráðherra þess efnis hvað liði framkvæmd þingsályktunar frá 1979 um að bændur fái rekstrar og afurðalánin greidd beint til sin, en Eyjólfur beindi hliðstæðri 'fyrir- spurn til viöskiptaráðhera s.l. haust. 1 svari hans kom fram að skv. mati Seðlabankans væri ekki hægt að taka upp breytt kerfi miöaö við núverandi aöstæður. Eyjólfur vildi ekki una svarinu og taldi Tómas Arnason taka álit Seölabankans of alvarlega og iita á það sem marktækara en viljayfirlýslngu Alþingis. Sverrir Hermanrisson veittist einriig að viðskiptaráöherra og táldi að hann gæti ef hann vildi höggvið á hnú.tinn og skipað bönkunum að greiða þetta beint, en hann skorti þor. Fjöldi fóstureyðinga 1975-1979 Borgarastj ómln sænska sprungín 50 um hverja einbýlis- húsalóð Um ellefu hundruð uinsóknir bárust lóðanefnd Keykjavíkur- borgar um rúmlega 20 einbýlis- húsalóðir sem úthlutað vcrður i Suðurhliðum og Fossvogi, en út- hlutun hefst i þcssari viku. Hjörleifur Kvaran, á skrifstofu borgarverkfræðings, sagði i við- tali við Þjóðviljann aö enginn umsækjandi hefði náð 116 stigum, sem er hámark skv. punktakerf- inu, en nokkuð margir væru með yfir 100 stig. Sagði Hjörleiíur að trúlega yrði dregið milli þeirra sem hefðu 104 stig og sótt hefðu um einbýlishús á þessum tveimur svæðum. Hjörleifur sagði áberandi að menn sem sæktu um einbýlis- húsalóð óskuðu ekki eftir rað- húsalóð til vara. Þá væri sláandi hversu margir Hliðabúar sæktu um i Suðurhliðum og Fossvogs- búar i Fossvoginum. Menn halda tryggð við hverfiö og staðurinn skiptir greinilega miklu máli, sagði Hjörleifur. Lögö verða fyrir borgarráð ým- is vafatilvik en að sögn Hjörleifs er nokkuð um að menn sæki um undanþágu frá punktakerfinu vegna sérstakra ástæðna. Nefndi hann sem dæmi að foreldrar sem ættu börn i öskjuhliðarskóla eða Heyrnleysingjaskóla sæktu um slika undanþágu vegna lóöa i Suðurhliðum. Sem kunnugt er getur borgarráð vikið frá punkta- reglunum ef allir fimm borgar- ráðsmenn eru þvi samþykkir. — AI Sænski hægrillokkur- inn sem kennir sig við hófsama sameiningu hefur sprengt stjórn þriggja borgaraflokka i Sviþjóð. Formaður flokksins Gösta Bohman stóð við úrslitakosti sina um að hann mundi ganga úr stjórninni ef að miðflokkarnir tveir tækju ekki undir þær kröfur i skattamálum sem Hófsamir báru fram eftir að upp komst að miðflokkarnir hofðu samið við sósialdemó- krata um árs frestun á fyrirhuguðum breyting- um á skattálögum. Fyrst um sinn verður minni- hlutastjórn Miðflokksins og Þjóðarflokksins við völd, en sóslaldemókratar hafa fullan hug á aö fella þá stjórn með vantrausti, sem liklegt er að Forsætls- ráðherra í Svíþjóð Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra og kona hans frú Vala Asgeirsdóttir héldu i gær til Svi- þjóðar, þar sem þau verða i opin- berri heimsókn rikisstjórnar Svi- þjóðar dagana 7.—10. mai n.k. Gösta Bohman, formaður hægri- manna, veifar úrslitakostum sem hann sendi samstarfsflokkum sinum tveim. hægrimenn styðji. Ræður Olofs Palme, formanns sósialdemókrata og forystu- manna verkalýðssamtakanna fyrsta mai voru allar i þeim anda, að það ætti að efna til kosninga sem fyrst og „losa borgaraflokk- ana úr þeim örðugleikum sem þeir eiga við að halda saman stjórninni”. Miðflokkarnir vilja forðast kosningar sem mest þeir mega, en samkvæmt skoðanakönnunum hafa þeir báöir verið að tapa fylgi til Hófsamra og Miðflokkurinn, flokkur Fálldins forsætisráð- herra, til sósialdemókrata. Mið- flokkurinn fékk 11% atkvæða i siðustu kosningum, en svo gæti farið að fjórir kjósendur af hverj- um tiu snúi nú við honum bakinu. Miðflokkur Ola Ullsten stendur skár að vigi, en mundi einnig skreppa saman, en hann fékk 19% atkvæða i siðustu kosningum. Hófsamir fengu 20% og gætu bætt við sig — hafa ýmsir fréttaskýr- endur talið, að þeir skelli nú dyr- um harkalega vegna þess að þeir vilji notfæra sér stöðuna til að tryggja sig I sessi sem sá eini borgaralegi valkostur sem mark sé á takandi — þótt svo þaö kosti það að sósialdemókratar kæmu aftur til valda. Sósialdemókratar fengu 43% atkvæða i siðustu kosn- ingum, en gætu nú fengið 47% eöa þar um bil. Vinstri flokkurinn — kommúnistar fengu 6% atkvæða i kosningunum 1979 og eiga, samkvæmt skoðanakönnunum, fullt i fangi með að halda þeim fyrir sósialdemókrötum. Þetta er i annaö sinn á þrem ár- um að borgarastjórn gefst upp i Sviþjóð. 1978 hljóp Falldin úr stjórninni út af ágreiningi um kjarnorkumál. —áb. Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná i afgreiðslu blaðsins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 r.... i Einstæð læknisaðgerð: | Reynt að græða hönd á stúlku I ■ I ■ I m I l Tólf klukkustundir við skurlðarborðið — Gengui;eftir áætlunvsegir fædtnirinn n •• . . . « . • <• 111 i x r_ A „ 1 * : J_ V : _ u _r«; knc nrf tyJcl Rögnvaldur Þorleifsson skurðlæknir á Borgarspitalan- um geröi i fýrradag tilraun til að græða jiönd á 16 ára stúlku frá Keflavik, en hún hafði lent með höndina.i hausingarvél. Stóð að- gerðin i rúma 12 tiiQa. ý Rögrívaldur sagöi'i gærkvöldi | i saintali við Þjóðviljánn að. j* ekkert væri énn hægt að, segja um árangurinn annafren"þaþ; að !■ ■ mm . mm ■ hh « i wm,. allt hefði gengið áfaílalaust og eftir áætlun. Meíra væri i ra,un- inni-ekkf hægt að segja að §vo kpmnu máli „enda vil ég spm minnst ’ségja við blöð um einstök sjúkdómstilfelli.og ég vil ekki að þessi' stúlka fái upplýs- ingar um framtlðarlíorfur sinar fyrst úr blöðunum”. En auðvit- að væri aldrei um þþð að ræða að hreýfigeta eöa snertiskyn verði eins og. fyrir hefði verið. „Við breyfúm ekki eðli. manns- ílkartians meölinlf og skærum.” H ..... . .. v>'5 -. ' Rögnvaldur-%agði %ð þjr.I færi fjarni að svpna áífgerð væri einstök i heiminum, og.bætti þvi við, aö liklega V'æru' Kínverjar frumherjar á þessu sviöi. Hann kvaöst einu sinni hafa átt kost á að heimsækja^ klnverskt sjúkra- ■ aaf. h4Ih.h..h..h.b hús ógfværi Vist um að ótrúleg-^ um árangrí hefði verið náö þar. t Rögnvafdur kvaðst ekki hafa' gert aðgelð I líkingu vjð þetta áðuf., enda gæfust setri betur fer fá tilefni. Hann heföi þ"ó gért til- raunir til að græða fingur sem viökomandi hefðu misst, og hefði árangurinn veriö upp og ofan. — j- , . . j. ■ H.M.Hi.M.H.H. mm Útifundur við bandaríska sendiráðið fimmtudaginn 7. mai kl. 18.00. Samtök herstöövaandstæöinga

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.