Þjóðviljinn - 18.08.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.08.1982, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 18. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Þessir útlendingar voru að mynda afmælisbarnið, Reykjavfkurborg.í g**-, en I dag er borgin 196 ára gömul. Myndin er tekin á Lækjartorgi. Ljósm. — gel. — Hafnargarður á Grundarfirði skemmdist í óveðri: Unnið af krafti að endurijótum ,,Það fór dálitið úr hafnargarðinum i óveðrinu”, sagði Ragnar Elbergsson, hreppsnefndarmaður (AB) á Grundarfirði, en þar er verið að byggja hafnargarð um þessar mundir, sem varð fyrir nokkrum skemmdum i veðurlátum nú um helgina. „Norðangarrinn leiðir hér inn fjörðinn, og á háflæði á sunnudag- inn var kominn uggur i menn, þegar mest gekk á”, sagði Ragn- ar. Gert er ráð fyrir þvi aö garður- inn verði styrktur á þessu hausti, og hefur verið tryggt f jármagn til þess verks, en það er framkvæmd upp á 12 miljónir króna. Aðspurður kvaðst Ragnar ekki vita um tryggingamál i svona til- vikum, ,,en þó geri ég frekar ráð fyrir þvi að það sé ekki um að ræða neinar tryggingar. Kostnað- ur af viðgerð verður bara að tak- ast af framkvæmdafé.” En fátt er svo meö öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Að þvi er Ragnar sagði, hefur þessi skemmd haft það i för með sér, að liklega mun hafnargarðurinn verða betri fyrirvikið. „Það er þannig, að það er oft erfitt að reiknaútrétta fláann á garðinum, til þess að hann taki sem átaka- minnst á móti briminu. Þarna hefur náttúran sjálf séð til þess, og það er auðvitað ákveðinn kost- ur, þótt sá sé auövitað talsvert dýr. Og hvað sem öðru liður, þá er unnið af fullum krafti að viðgerð á garðinum og áframhaldandi framkvæmdum við hann, fyrir tilstilli stjórnvalda, hafnarmála- Ragnar Elbergsson, hreppsnefndarmaður (AB) á Grundarfirði: Það er stefna nýja meirihlutans að hafa gott samstarf við opinber yfirvöld i hafnarmálum Grundfirðinga. stjórnaroghreppsnefndar hér, en það er á stefnuskrá nýja meiri- hlutanshér (F & AB) að hafa gott samstarf viö opinbera aðila i hafnarmálum staðarins”, sagði Ragnar Elbergsson á Grundar- firði að lokum. — jsj Lára Rafnsdóttir. Tónleikar í Norræna húsinu Kl. 20.30 i kvöld halda þær Anna Júliana Sveinsdóttir messó- sópran og Lára Rafnsdóttir pianóleikari tónleika i Norræna húsinu. Á efnisskránni verða sönglög eftir R. Schumann (m.a. ljóða- flokkurinn Frauen-Liebe und Leben), Almquist, Rangström, Jón Leifs, Atla Heimi Sveinsson og Jón Þórarinsson. Anna Júliana og Lára hafa margsinnis komið fram opinber- lega á tónleikum hérlendis. Þær eru nú nýkomnar heim úr tón- leikaferð i Danmörku, þar sem þær komu m.a. fram á Borgund- arhólmi og i Kaupmannahöfn. Anna Júlíana Sveinsdóttir Auglýsingasíminn er 8-13-33 HM unglinga í skák: lóhann um miðjan hóp Jóhann Hjartarson er nú um miðjan hóp keppenda á IIM — unglinga i skák sem fram fer þessa dagana i Kaupmannahöfn. Eftir 5 umferðir hefur Jóhann hlotið 2 1/2 vinning. í samtali við Þjóðviijann i gær sagði Jóhann að mótið i ár væri mun sterkara en heimsmeistara- mót unglinga sern haldið var i Mexikóborg i fyrra. Jóhann tapaði i 1. umíerð fyrir Ný- Sjálendingnum Lloyd, vann Vullf frá Luxemburg i 2. umferð, vann Hergodd frá Kanada i 3. umferð, tapaði fyrir Barboleschu frá Rúmeniu i 4. umferð og i gær gerði hann jafntefli við Luce frá Frakklandi. Efstir á mótinu, sem tekur 13 umferðir, eru Benjamin frá Bandarikjunum og Sokolov Sovétrikjunum, báöir með 4 vinn- inga. Athygli vekur slæleg frammistaða sigurstranglegasta keppandans, Short frá Englandi sem hlotiö heiur 3 vinninga. — hól Norræna húsið: Síðasta opna húsið Nanna Hermannsson borgar- minjavörður flytur erindi á dönsku og sýnir litskyggnur um Reykjavik fyrr og nú i Norræna húsinu á fimmtudagskvöld nk. Eftir hlé verður sýnd kvikmynd Osvaldar Knudsens „Reykjavik 1955” en það er 35 min. kvikmynd tekin i lit og sýnir þróun borgar- innar, ýmsar byggingar og ibúa. Myndin er með islensku tali. Góð aðsókn hefur verið á Opnu húsi i sumar og hafa íerðalangar frá Norðurlöndunum og aðrir fengið að hlýða á visnasöng, og á erindi um Flóru íslands, Islensku handritin, Grænland, Halldór Laxness og tsland, eldvirkni á Is- landi, og nú i lokin verður fyrir- lestur um Reykjavik fyrr og nú. Kvikmyndir Osvaldar Knudsens hafa jafnan verið á dagskrá. 1 anddyri hússins er enn sýning á flóru Islands, i bókasafninu má skoða bækur um ísland á Norður- landamálum ásamt norrænum þýðingum á islenskum bókum. Utanhúss sýnir John Rud frá Danmörku granithöggmyndir. Nýr félagsmálastjóri í Kópavogi: Bragi Guð- brandsson ráðinn félagsmálastjóri I Kópavogi. Bragi Guðbrandsson félags- fræðingur hefur verið ráðinn félagsmálastjóri i Kópavogi og var það ákveöið á fundi bæjar- ráðs Kópavogs i gærkvöldi. Bragi Guðbrandsson er fæddur 23. september 1953 og er sem áður sagði félagsfræðingur að mennt. Hann hefur undanfarin 5 ár starfað sem kennari við Mennta skólann i Hamrahlið og siðustu árin verið deildarstjóri á félags- sviði. Þá hefur hann auk þess stariað i iðnaöarráðunneytinu sem ritari staðarvalsnefndar vegna orkufreks iðnaðar. Gert mun ráð fyrir að Bragi taki til starfa um næstu mánaðarmót. • • Oldruðum boðið / íslandsferð Allir þátttakendur i orlofsferð- um aldraðra 1982 fengu i dag boð frá Samvinnuferðum-Landsýn um dagsferð um ísland. Lagt var af stað kl.8.45 i morgun og verður ekið um söguslóðir suðurlands, farið á Þingvöll og Laugarvatn, þar sem boðið er upp á hádegis- verð. Efntertil þessarar boðsferðar i tilefni af ári aldraðra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.