Þjóðviljinn - 18.08.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.08.1982, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 18. ágúst 1982 ÞJÖDVILJINN — SIÐA 9 Á dögunum bauðst Ijós- myridara og blm. Þjóð- viljans að fara i stutta flugferð með einni af flugvélum Arnarflugs og var komið við á tveim fiugvöllum íslenskum, auk Reykjavikurflugvall- ar, þar sem aðstæður eru eins ólikar og hugsast getur. Annars vegar var komíð við á Keflavíkur- flugvelli sem uppfyllir allar þær öryggiskröfur sem gerðar eru íil nútima flugvaila og hins vegar var lent á Krókstaða- melaf lugvelli, nálægt Hvammstanga, sem skartar einum einasta vindpoka sem merki þess að þar sé um flugvöll að ræða. Flugstjóri i þessari ferð var Þórólfur Magnússon, gamal- reyndur kappi i innanlandsflug- inu og búinn að vera flugstjóri siðan 1965 og þvi öllum aðstæð- um kunnugur. og aðstoðarflug- stjóri var Rafn Jónsson, sem flestir kannast betur við sem fréttamann útvarpsins. Rafn er i launalausu frii hjá Útvarpinu i sumar til að geta helgað sig all- an fluginu. I eftirfarandi viðtali við hann er bryddað upp á ýms- um málum varðandi ástand og um öryggismál flugvalla á land- inu, komið inn á flugið sem slikt og hann spurður um mismuninn á þessum tveim störfum sinum. Fréttamennska og f iug — Itafii. Ef við beruin fyrst sanian þessi tvö störf, frétta- mennskuna og flugið? „Þetta eru gjörólik störf að flestu leyti en það er sameigin- legt þeim báðum að ekki þýðir að vera meö neinn sofandahátt i þeim. Einnig er maður undir timapressu i báðum, annars vegar að vera tilbúinn með fréttirnar á réttum tima og hins vegar að halda áætlun á flhug- leiðinni. Fréttamenn og flug- menn eiga einnig sameiginlegt að þurfa að vera til taks, ef eitt- hvað mikið kemur uppá, eins og t.d. eldgos og aðrir óvæntir at- burðir.” — Þú hlýlur að komast vel inn i flugniálin i gegnum þetta starf? ,,Það er rétt. Þetta gefur mér mjög gott tækifæri til að kynn- ast flugmálum mjög náið. Að minu mati er það mjög gott fyrir þá sem starfa mikið við fjöl- miðlun að kynnast öðrum þátt- um þjóðlifsins i praksis með þvi aö vinna viö þau um einlivern lima. Eg hel oll rekiö mig a þaö aö menn sem slarla aö ljölmiðl- un geta alveg slitnaö ur tengsl- um viö alll sem er aö gerasl i þjóölifinu ogliælla að vera þalt- takendur i liinu daglega lili, en lylgjast nieö ems og áhorfend ur.” — Ilvenær byrjaðirðu að koma nálægt flugi? ,,Ég byrjaði að læra hjá Helga Jónssyni 1976 og síðast i fyrra vann ég við flugafgreiðslu hjá Arnarflugi, bæði úti og hér heima. 1 vor var ég siöan ráðinn aðstoðarflugstjóri hjá félaginu, ásamt þrem öðrum.” — llvaöa menntunar og reynslu er krafist af þér? ..Flugfélögin gera þá lág- markskröfu að þeir sem sækja um flugmannsstarf hafi stúd- Rafn Jónsson flugmaður og fréttamaður: Mjög gott fyrir þá sem starfa mikið við fjölmiölun aö kynnast öðrum þáttum þjóðlifsins í praksís. komum iiiii á öryggisútbúnaðinn á þessuin leiulingarstöðum? ,,Á þeim völlum sem ekki er flogið áætlunarflug á, er enginn öryggisbúnaður og viðast ann- ars staðar er hann mjög bágbor- inn. Það er t.d. ekki langt siðan aö komiö var upp brynustu að- slöðu u nokkrum aællunarllug- vallanna, en áður stóð fólk úti i ölluni veörum og beiö eltir flugi. Það er furðulegt að stjórnvöld skuli ekki veita meiri fjármun- um til flugvalla og flugöryggis- mála. Flugmálastjóri hefur margoft bent á þær lágmarks- kröfur sem þarf að uppfylla til að flugöryggi yfir landinu ^erði sæmilegt, en það hefur ávallt verið daufheyrst við ábending- um hans.” Öryggisbúnaður íiota okkar slórlega fyrir þrif- um.” — Ilvernig eru þessir lcnd- ingurstaðir gerðir? „Þelta cru nánast eingöngu malarvellir. Sumir eru staðsett- ir á melum eins og þeir koma fyrir frá náttúrunnar hendi og hafa cinungis verið valtaðir. Flestir þessara lendingaslaða verða þvi illfærir eða ófærir i leysingum á vorin og svo er oft mikið um grjóthnullunga á þeim sem geta verið mjög skeinu- hættir hjólbörðum og skrúfu- blöðum vélanna. Lang flestir þessara lendingarstaða uppfylla ekki lágmarksskilyrði og aðeins 29ha*a flugbraut sem gerð er úr frostheldu efni. Þelta nær ekki nokkurri átt, þar sem fast aö 300 þús. farþegar íerðuðust með llugi á siðasta ári og það er ljóst að þettá er sá ferðamáti sem fólk kýs. Það er þvi nauösynlegt að gera stórátak i flugmálum almennt hcr á landi.” entspróf eðe aora sambærilega menntun, auk svo auðvitað at- vinnuflugréttinda. Ekki skaðar heldur að hafa einhverja reynslu en einhversstaðar verða menn einnig að byrja. Þaö er mjög gott fyrir byrjendur að fljúga i fyrstunni með sér eldri og reyndari mönnum sem gjör- þekkja aöstæður, i staðinn fyrir að vera að hlaupa einir út i vélar eins og sumstaöar gerist.” — Ilvcniig cru kjörin i flug- inu? „Flugmenn eru almennt vel settir miðað við aðra launþega en þó hefur bilið milli þeirra og annarra minnkað undanfarin ár. Launaskalinn er mjög breiö- ur og fer það lika eftir þvi hvort menn eru að vinna hér heima eða erlendis hvað þeir hafa i kaup, svo þaö þýöir ekki neitt að nefna einhverjar lölur i þvi sambandi.” Flugvalla- og flugmál — Ef við vikjum aðcins að sjáll'u fiugiuu. Ilvcrt fljúgið þið aðallcga? „Það er talað um 11 staði i á- aitlunarfluginu, aðallega vestan og norð-vestan lands, en i fyrra var lent á 42 stöðum á landinu. Þar kemur inn i myndina bæöi sjúkraflug og leiguflug.” — Ilvaðcru margir flugvcllir á lundinti? „A öllu landinu eru rúmlega loo lendingarslaðir, sem svo eru kallaðir, og á flestum þcirra er aðbúnaður afskaplega lélegur og slikar aðstæður fyrirfinnast liklega hvcrgi annars staðar i Evrópu. Þessir lélegu lending- arslaðir hafa að vonum slaðið eðlilegri endurnýjun flugvéla- „Stórátak nauðsynlegt í flugmálum hérlendis” Rafn Jónsson og Þórólfur Magnússon á göngu um Króksstaðamelaflugvöll. Vitt og breitt standa hnefa- stórir hnullungar uppúr brautinni sem geta verið skeinuhættir hjólbörðuin og skrúfublöðum. — áþj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.