Þjóðviljinn - 18.08.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.08.1982, Blaðsíða 11
Miövikudagur 18. ágúsl 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 íþróttir(/J íþróttirgj iþrottir Landsllðs- þjálfari Kínverja tfl / Armanns i haust eru tæp tvö ár liöin siöan elsta iþróttafélagiö i Reykjavik, Glimuféiagiö Ármann, flutti i eigið húsnæöi við Sigtún. Viö þá stórbættu aðst'öðu hljóp mikill fjörkippur i fimleikadeild félags- ins. Til aö fylgja þessum aukna áhuga eftir og aö veita sem besta þjálfun, hefur fimleikadeild Ár- manns ráöiö til sin erlendan þjálfara næsta vetur. Fyrir lipra milligöngu sendi ráðs kinverska alþýðulýð- veldisins hefur fengist þjálfari til starfa. Hann heitir Chen Sheng Jin og er fyrrverandi landsliðsþjálfari unglinga og fullorðinna. Hann lærði fimleikaþjálfun i heimaborg sinni, Jiangsu. Að þvi námi loknu nam hann við fþróttaháskólann i Peking i fjögur ár og siðan i þrjú ár til viðbótar til doktorsgráðu. Jafnframt námi æfði hann og keppti i fimleikum. M.a. varð hann þrisvar Peking meistari. Að loknum keppnisferli sinum hóf hann þjálfun og m.a. þjálfaði hann fimleikameistarann Chiao Chen Ying og fimleikakonuna Chen Xiao Zhang, en þau voru kinverskir meistarar um árabil milli 1960 og 1970, auk annars fimleikafólks. Það er mikill fengur fyrir fim- leikana á Islandi að fá svo hæfan þjálfara til að þjálfa, stjórna og skipuleggja æfingarnar. Chen Sheng Jin mun hefja þjálfun hjá fimleikadeild Ar- manns i byrjun september. Úrslit í bíkarnum í 2. flokki Úrslitaleikurinn i bikarkeppni 2. flokks i knattspyrnu verður háður á Laugardalsvellinum i kvöld kl. 19 og eigast þar við Fram og Valur. Framarar hala orðið bikarmeistarar i þessum flokki tvö undaníarin ár en Vals- mönnum hel'ur aldrei tekist aö hampa sigurlaunum af þessum vigstöðvum. Úrslitakeppninni i 4. deild verður lram haldiö i kvöld. Ármann og Stjarnan leika á Melavellinum og á Árskógsströnd taka Reynismenn á móti Val frá Reyðaríirði. — VS HEIMIR KARLSSON skallar knöttinn i mark Evjamanna og skorar þar meö sigurmark Vikings. Tiunda mark lieimis i 1. deild i sumar og hann hefur skoraö fjórum mörkum meira en næstu menn. Mynd:—eik. 1. deild ... 1. deild ... 1. deild ... 1. deild ... 1. deiid ... 1. deild ... Vfldngar stóðust stórskota- hríðlna og sóknarþungann Vikingar mega svo sannar- lega þakka fyrir stigin tvö sem þeir tóku af ÍBV i gærkvöldi. Þcir skoruöu i fyrri hálfleik, Eyjamenn misnotuðu vita- spyrnu og sóttu siöan linnulitiö en tókst ekki aö jafna og eru þvi senuilega úr leik i baráttunni um meistaratitilinn. Þar hafa nú Vikingar heldur betur styrkt stöðu sina og ef ckkert óvænt geristi lokaumferðunum veröur islandsbikarinn áfram i her- búöunum við Hæðargarö. Mikill taugaspenningur ein- kenndi leikinn framan af en siðan tóku menn að róast, fóru að láta knöttinn ganga á milli samherja i stað mótherja, og þá fór aö skapast hætta við mörkin. A 15. min. varði Páll Pálmason markvörður IBV naumlega i Ihorn eftir hörkuskot ómars Torfasonar. Stefán Halldórsson tók hornspyrnuna og sendi fyrir ■ markið þar sem Heimir Karls- Ison skallaði i netið, hans tiunda mark i 1. deild i sumar, og Vik- ingur hafði tekið forystuna ,1:0. * IBV náði betri tökum á — sigruðu IBV 1-0 í gærkvöldi og Islandsmeistaratitillinn er í seilingarf jarlægð leiknum eftir markið og lék oft ágætlega úti á vellinum en á siðasta vallarf jórðungnum vantaði aila útsjónarsemi. Engin teljandi færi gáfust fyrr en á 42. min. Þá braut ómar Torfason á Sigurlási Þorleifs- syni innan vitateigs Vikings og dæmd vitaspyrna. Orn Óskars- son tók spyrnuna en þrumaði knettinum i þverslána. Gott færi i súginn þar. I siðari hálfleik sótti IBV nær látlaust. ögmundur mark- vörður Vikings varöi naumlega i horn frá Kára Þorleifssyni, Kári skaut framhjá i upplögðu færi, Þórður Hallgrimsson skallaði rétt yfir af markteig eftir fyrirgjöf Sigurláss og Ómar Jóhannsson sendi glæsi- legan þrumufleyg rétt yfir þver- slá Vikingsmarksins. Hinum megin fengu Vikingar loks færi þegar Helgi Helgason skaut i hliðarnet eftir að Páll hafði misst knöttinn frá sér. Minútu siðar tók Ómar Jóhannsson aukaspyrnu af 25 m færi en hörkuskot hans hafnaði i hliðarnetinu bak við samskeytin og margur Eyjamaðurinn fagnaði marki. A loka- minútunum slapp svo Heimir Karlsson aleinn innfyrir fá- menna vörn IBV en Páll bjarg- aði með góðu úthlaupi. Pressan var áfram á Vikingum en þeir stóðust stórskotahriðina og fögnuðu ákaft lokaflauti ágæts dómara, Guömundar Haralds- sonar. Vikingar léku ágætlega i fyrri hálfleiknum en i þeim siðari urðu þeir aö einbeita sér að varnarleik vegna hinnar þungu sóknar IBV. Þeirra bestu menn voru ögmundur, Stefán Hall- dórsson og Jóhannes Bárðar- son. IBV lék sérstaklega vel i siöari hálfleik en inni i vita- teignum vantaði þennan marg- fræga endahnút sem nauðsyn- legur er til aö mörk séu skoruð. Ómar Jóhannsson var besti maður Eyjamanna lengi vel en mjög var af honum dregið undir lokin, enda var haijn meiddur. Sveinn Sveinsson og örn Óskarsson voru góðir og i heild virkaði liö IBV sterkt og var virkilega óheppiö að hirða ekki annað stigiö eða bæöi. Staðan í 1. deild: Vikingur .... 14 6 7 1 22:15 19 KR ........... 14 4 8 2 11:10 16 IBV........... 14 6 3 5 16:13 15 Valur ........ 15 5 4 6 16:14 14 IA ........... 14 5 4 5 16:16 14 ÍBI .......... 15 5 4 6 22:25 14 Breiöabl..... 15 5 4 6 15:18 14 KA............ 15 4 5 6 14:16 13 ÍBK........... 14 5 3 6 13:17 13 Fram ......... 14 3 6 5 14:15 12 — VS ■ Haraldur Geir hyggst leika með Þrótti í tvo mánuði „Jú, það er rétt, ég hef áhuga á að spreyta tnig með Þrótturum i 1. deildinni i vetur. Málið hefur verið i deiglunni að undanförnu og það má telja nokkuð vist að ég gangi i raöir islandsmcistar- aiina”, sagði blakmaðurinn kunni, Ilaraldur Geir lllöðvers- son, i samtali við Þjóðviljann i gær. Haraldur Geir, einhyer allra besti blakmaður sem við hölum átt, er búsettur i Vestmanna- eyjum og er staríandi sem lög- regluþjónn þar. Hann hyggst stunda nám i Reykjavik i tvo mánuði, eöa fram i nóvember og leika meö Þrótti þann tima. Siðan ætlar hann að hverla aftur til Eyja og freista þess aö leika þar sama leikinn með ÍBV og i fyrra, en þá komst lið Eyjamanna, sem ekki tók þátt i deildakeppninni, ; úrslit bikarkeppninnar en tapaöi þar fyrir Þrótti ef'tir frækna frammistöðu. Þróttur tekur þátt i Evrópu- keppni meistaraliða i blaki i vetur og leikur gegn BK Tromsö. ,,Það er allsendis óvist að ég geti tekið þátt i þeim leikjum vegna anna”, sagði Haraldur Geir, ,,en hins vegar fer ég meö landsiiöinu á Noröurlandamótið i september. Við íörum til Noregs 10. septem- ber og veröum þar i viku við æfingar en siöan liggur leiðin til Sviþjóðar á mótið”. Það verður án efa lyítistöng fyrir 1. deildina i blaki el hinn hávaxni Haraldur Geir leikur þar i vetur. Hann er firnasterkur „smassari” sem á aö baki f jölda landsieikja og Islandsmeistara- titil með liöi Laugdæla. —VS Haraldur Geir Illöðversson ÍR-ingar fá liðsauka Úrvalsdeildarlið 1R i körfu- knattleik hefur fengið góðan liðs- styrk þar sem er Hreinn Þorkels- son. Hreinn lék með Grindavik i 1. deild siðasta vetur og var valinn i landsliðið. Þá er liklegt að bróöir hans, Gylfi, sem undanfarið hefur leikið með Val, gangi til liðs við IR-inga. Þjálfari IR i vetur verður Bandarikjamaöurinn Jim Doyle og mun þar vera mjög hæfur maður á feröinni. — VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.