Þjóðviljinn - 08.09.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.09.1982, Blaðsíða 1
MÚÐVIUINN „Hérerfólk rólegra og það hugsar meira. Úti eru allir svo uppgefnir," segir Erró sem opnarsýninguí Norræna húsinuá laugardag. 16 Utanríkisráðherra hefur samþykkt hönnun og framkvæmdir fyrir sitt leyti í Helguvík, segir Helgi Ágústsson forstöðumaður „varnarmáladeildar“. En pólitískur ágreiningur ríkirum framkvæmdirnar. Sjá bls. 7 Sérstök ástæða er til að vara fólk við því að samningar um lágmarkskaup séu ckki brotniren allmörgdæmi um slíkt berast verkalýðsfélögunu m. september 1982 miðvikudagur 203. tölublað 47. árgangur ÉÉF v Þaö á eftir að ræöa skipulagið varðandi Helguvik og langur vcgur er frá samþykkt þess til framkvæmda, scgir Svavar Gcstsson ráðherra skipulags- mála. Helguvík: Engar fram- kvæmdir verið ákveðnar — Það hafa engar fram- kvæmdir verið ákveðnar I Helgu- vík sagði Svavar Gestsson félags- málaráðhcrra en skipulagsmál heyra undir hans ráðuneyti. Þaö liggur ekki einu sinni fyrir hvort og þá hvenær Bandarikjastjórn vildi leggja i framkvæmdir. Núna fara einungis fram rannsóknir og hönnun er á frumstigi, sagði Svavar. — Nú er verið að vinna að skipulagi hafnarsvæðisins og bæði það og aðalskipulag Kefla- vikur sem nú hangir uppi þar i bæ á eftir að fá nánari umíjöllun. Þegar það hefur hangið uppi er skipulagið sent Skipulagi rikisins ásamt athugasemdum sem borist hafa við það. Þegar umfjöllun lýkur i Skipulagi rikisins er það sent félagsmálaráðuneytinu til samþykktar eða synjunar. Það er þvi langur vegur frá skipulagi til framkvæmda, sagði Svavar Gestsson. — óg Mun Guðmundur J. Guðmundsson styðja bráðabirgðalögin? SET SKILYRÐI Meginatriði að meiri byrðar verði lagðar á aðra en láglaunafólk „Rikisstjórnirkoma og fara, en ég tel mig vera að gæta hags- muna Dagsbrúnarmanna með þvi að skoða það vandlega hvort ástæða sé til þess að fella rikis- stjórn sem reynir að koma i veg fyrir atvinnuleysi og veltir byrð- unum af áföllum frekar yfir á þá sem meira mega sin en almennt verkafólk” — Þetta sagöi Guð- mundur J. Guðmundsson al- þingismaður og formaður Dags- brúnar m.a. á fundi i hádeginu i gær með verkamönnum hjá Haf- skip sem skorað höfðu á hann að greiða atkvæði gegn bráða- birgðalögunum og beita sér fyrir hörðum aðgerðum eins og 1978. Guðmundur kvaðst ekki vera i þeirri oddaaðstöðu á þingi sem reynt væri að láta lita út. „En ég er ekki farinn aö sjá það að meiri- hluti sé fyrir þvi á Alþingi að lengja orlof verkafólks, greiða láglaunabætur og lækka verslunarálagningu. Ég set þvi það að skilyrði að verði það meginatriði ekki virt aö meiri býrðar verði lagðar á aðra en lág- launafólk mun ég standa fastur á þvi að greiða atkvæöi gegn bráða- birgðalögunum. 1 þessu sam- bandi vil ég sérstaklega nefna það að ég geri það að stóru máli að lánskjaravisitala veröi látin fylgja kaupinu þannig að verka- fólk geri staðið undir þeim dýru lánum sem það neyðist nú til að taka”. —ekh ,... - w\ „Það hvarflar ekki að mér aö við setjum útflutningsbann á skreið sem ekki selst úr landi”, sagði Guömundur J. Guðmundsson m.a. á fundi með verkamönnum hjá Hafskip i gær, þar scm bæði var skipst á hörð-um skeytum og brugðiö á gamanmál. Ljósm. eik. Eínaverksmiðj an flytur frá Seljavegi! Að tillögu Sigurjóns Péturssonar „Ég fagna þvi að sjálfsögðu að tillaga mín um að Eimur viki sem fyrst úr ibúðahverfinu við Selja- veg, náði fram að ganga og ég hlýt að vænta þess að borgar- stjóri, Davið Oddsson, gangi jafn rösklega fram við að framfylgja henni og hann áður vann að framlengingu starfsleyfis fyrir Kolsýruhleðsluna”, sagði Sigur- jón Pétursson borgarráðsmaður Alþýðubandalagsins i samtali við Þjóðviljann I gær. Tillaga Sigurjóns Péturssonar, sem Guðrún Jónsdóttir frá Kvennaframboði gerðist með- flutningsmaöur að, er svohljóð- andi: „Borgarráð samþykkir að fela borgarstjóra aö vinna að þvi aö starfsemi eins og sú sem Eimur rekur að Seljavegi 12 verði hætt á þeim stað og henni fundinn staður annars staðar i borgar- landinu”. Það voru þau Sigurjón og Guð- rún auk Alberts Guðmundssonar sem ljáðu tillögunni atkvæði sitt. Þvi má nú fullyrða að áratuga baráttumál ibúa i nágrenni Selja- vegar 12 sé nú aö nokkru i höfn enda þótt talsverður timi eigi eftir að liða þar til Eimur verður kominn á annan stað. Borgin verður eflaust að útvega fyrir- tækinu aðra lóð auk þess sem talsverðan tima tekur aö byggja þar upp fyrir starfsemina. — v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.