Þjóðviljinn - 08.09.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.09.1982, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 8. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Eru samníngar um lágmarkslaun brotnir? ,Jú, það hafa því miður komið upp tilfelli þar sem samningar um lágmarkskaup eru brotnir og sérstaklega hefur þetta gerst í þeim tilfellum sem fólk vinnur hlut- astörf“, sagði Ragna Bergmann formaður Verka- kvennafélagsins Framsóknar í samtali við Þjóðviljann í gær. í samningum sem verkalýðs- hreyfingin gerði í nóvember 1981, voru ákvæði um lágmarkskaup. 1 dag má ekki greiða lægra kaup en kr. 7.599 á mánuði fyrir fulla dag- vinnu. A því hefur borið að fólk hefur ekki náð þessu kaupi. Við spurðum Rögnu Bergmann í hvaða tilvikum samningarnir hefðu eink- um verið brotnir: „Petta hefur fyrst og fremst gerst hjá þeim sem vinna við ræstingu á tímakaupi og einnig í fiskvinnsl- unni þar sem bónus er ekki greiddurofan á tímakaupið. Það er sérstaklega hlutavinnufólkið sem þarf að vera á varðbergi í þessum efnum en einnig þeir sem taka laun eftir. 6.-9. launataxta, en þar nær mánaðarkaupið ekki lágmarkinu. sem er í dag um 7.600 krónur", sagði Ragna ennfremur. — En hvernig reiknast kaup hjá hlutavinnufólki? — Við skulum bara taka dæmi Ragna Bergmann: fólk á lægstu töxtum og í hlutastörfum verður að vcra vel á varðbergi. um starfsmann sem vinnur eftir taxta 2. árs hjá okkur þar sem tíma- kaupið í dagvinnu er 42.02 krónur. Þessi starfsmaður vinnur á kvöldin við ræstingar en eftirvinnukaup hans er þá 58.83 krónur. Nú er lág- markskaup í dagvinnu 43.84 á tímann. Mismunurinn á milli þess og dagvinnukaups samkvæmt 2. árs taxta leggst því ofan á eftir- vinnukaupið þannig að viðkom- andi á að hafa 60.65 krónur á tímann en ekki 58.83 eins og eftir- vinnutaxtinn segir til um. Það er í svona tilvikum sem samningar eru oft brotnir og því er ástæða til að vara fólk sérstaklega við. — Stafar þetta af mistökum at- vinnurekenda eða liggja aðrar hvatir á bak við? — í þeim tilfellum sem til okkar hafa koinið má segja að hvort tveggja sé á ferðinni. Aðalatriðið er að verkafólk sé vel á verði og tilkynni til síns stéttarfélags ef það telur einhvern vafa leika á að verið sé að brjóta á því samninga, sagði Ragna Bergmann, formaður Framsóknar, að lokum. _ v. „Atferli auðhringsins er svo lævi blandið, svo blóði drifið að aldrei mun fyrnast. Og arðrán áljöfranna hérlendis er nú öllum landslýð ljóst.” Sviss og Alusuisse Aralöng kynni mín af lýðveld- inu Sviss með sínum tæplega 7 rniljón íbúum á landsvæði Mið- Evrópu, sem nemur rúmlega 41 þúsund ferkílómetrum, þar sem skólabækur eru prentaðar á fjór- um mismunandi tungumálum, þar sem mállýskur eru fleiri en öll rnál Evrópu samanlögð, þar sem konur til skamms tíma ekki hafa haft kosningarétt, þar sem prag- matisminn er undirrót lífsskoð- unar (gott er það eitt, sem er nyt- samlegt), þar sem næstmesta fjármunaleg auðlegð heims er saman komin, hafa oft leitt hug- ann að sérstöðu þessa ríkis ævar- andi hlutleysis, með naumlega 0,03% af íbúatölu jarðar. íslendingar eru gjarnan sjálf- hverfir í mati sínu á öðrum þjóð- um og spyrja þá: er þetta fólk vinveitt Islandi? Svar í þessu til- viki reynist torfundið. Meðal al- mennings ríkir oft fáviska um okkar hagi. Forstjóri stórs versl- unarfyrirtækis spurði mig eitt sinn: „I hvaða hluta Islands eiga Eskimóarnir heima?“ Annar landsþegn innti eftir því, hvort við tilheyrðum breska heimsveld- inu, og sá þriðji gerði ráð fyrir því, að móðurmál okkar væri enska. Auðgast á eymd annarra Hinsvegar hefir ísland í Sviss átt marga einlæga vini og for- svarsmenn, eins og t.d. german- istann heimskunna Andreas He- usler, norrænufræðinginn Eugen Dieth og rithöfundinn Mariell Wehrli. ■ Tungumálaleg skipting Sviss veldur því, að þar geta ekki myndast neinir þjóðlegir skólar, engar sameiginlegar bókmennta- eða listastefnur sem aðalsmerki þjóðar. Andlegt menningarfram- lag meðal Evrópuþjóða er því næsta fáskrúðugt. I ritum sínum hafa m.a. tveir rithöfundar vikið að þessum skorti, heimspeking- urinn Graf Hermann Keyserling og skáldið Knut Hamsun, enda var hvorugur þeirra vel séður í Sviss. Pragmatískt uppeldi barna á hér sinn þátt, þar sem mikil áhersla er lögð á reiknings- kunnáttu. Viðkvæði er: sá sem góður er í reikningi, hann verður síðar meir duglegur að bjarga sér ílífsbaráttunni. Af þessu sprettur svo margslungin alþjóðleg kaup- sýsla, heimsumspannandi banka- starfsemi og voldugir fjölþjóða auðhringir. Að hinu leytinu má þó benda á merka menningarfulltrúa eins og rithöfundana Gottfried Keller, Max Frisch og Heinrich Dúrren- matt og kompónistana Arthur Honegger, sem lifði þó mestan part ævi sinnar í Frakklandi, og Othmar Schoeck. Franska skáldið Chateaubri- and lætur svo um mælt: „Sviss- lendingar, hlutlausir í miklum byltingum grannríkja sinna, hafa augðast á eymd annarra og stofn- að banka, byggðan á óhamingju þjóðanna." Þetta hlutleysi var innsiglað við friðarsamninga í Westfalen 1648, að loknu 30- ára-stríði, og staðfest á Vínar-ráðstefnunni árið 1815, að loknum Napóleons-styrjöldum. Friðlýst vin Þessi hlutleysis-aðstaða Sviss hefur fært þjóðinni mikla björg í bú; og margir eftirlýstir upp- reisnarmenn hafa þar eignast at- hvarf. Má þar m.a. nefna menn eins og Georg Búchner rithöf- und, Richard Wagner tónskáld og stjórnmálamanninn Lenin. Friðlýst vin í stríðshrjáðri álfu, með tryggum, já gulltryggðum gjaldmiðli, hefur löngum verið öruggur geymslustaður fyrir mikla fjármuni flóttamanna af lágum og háum stigum, afdank- aðra þjóðhöfðingja, konunga og keisara; og hér gátu líka afbrota- menn falið illa fenginn auð i bönkum, sem þá greiddu litla eða enga vexti af margskonar ránsfé. Bankaleynd er lögfest. Þess- vegna fást engar upplýsingar um eigendur bankareikninga, sem aðeins eru auðkenndir með til- teknu númeri. Gildir þá einu, hvort þar felst mikið fé eða magn af gulli, þessu blóði fátæklinga, sem t.d. Thieu hershöfðingja í Suður-Víetnam, Lon-Nol mar- skálki í Kambodja og síðasta keisara Abessyníu tókst að smygla til Sviss. Mikið innstreymi fjármagns og liflegur útflutningsiðnaður (úrs- míði, klæðavefnaður) gerði Svisslendingum brátt kleift að fjárfesta í stórum auðhringum, með verksmiðjum dreifðum út um alla jarðkringlu, einkum í vanþróuðum löndum, þar sem tiltækt var ódýrt vinnuafl. Þannig er svissneska auðfé- lagið Nestlé næststærsti matvæla- framleiðandi heims, með 81 verksmiðju í 28 þróunarlöndum, þar sem vinnanær því 130 þúsund manns. Annað er Hoffmann-La Roche, með mesta lyfjafram- leiðslu veraldar í 16 verksmiðjum 12 þróunarlanda, með starfsliði 35 þúsund manna. En alls eru til húsa í Sviss 447 fjölþjóða fyrir- tæki, með 1456 „útibúum"; þar af eru 85,7% staðsett í aðaliðnaðar- löndumheimsen 14,3% ílöndum þriðja heims. Blóðsugu-pólitík Alusuisse Einn þessara auðhringa er Alu- suisse, með 9 verksmiðjum í 7 þróunarlöndum (Brasilía, Niger- ía, Costa Rica, Guinea, Mada- gaskar, Sierra Leone, holl. Antilles-eyjar), þar sem vinna 23.200 verkamenn. Allar ofan- greindar tölur miðast við árið 1973, og Suður-Evrópa er ekki talin með. Að öllu meðtöldu rak t.d. Nestlé-hringurinn 1972 alls 297 verksmiðjur, með tíu stjórn- unarstöðvum og 697 útsölu- stöðum uin ailan heini. Auðsöfnun er fyrsta boðorð allra þessara hringa. Tilgangur helgar meðal, og allra bragða er beitt í auðgunarskyni; mannúð og réttlæti eru fótum troðin, landslög sniðgengin í skatt- greiðslum, hungurlaun greidd réttlausum vinnulýð og algjör blóðsugu-pólitík í hávegum höfð. Manchester Guardian stað- festir þessa stefnu í frétt sinni 29. mars 1973: „Sem mótmæli gegn ómanneskjulegum vinnuskilyrð- urn lögðu svartir 700 verkamenn niður vinnu 28. mars 1973 í verk- smiðju Alusuisse í Suður-Afríku. Stjórn Alusuisse hafnaði öllum viðræðum við verkamenn og sagði upp sérhverjum verkfalls- manni. Hún bað auk þess lands- Dr. Hallgrímur Helgason skrifar stjórn um liðveislu gegn eigin verkamönnum. Stjórnvöld sendu út flokk 100 vopnaðra lögreglu- liða, sem stofnuðu til blóðbaðs meðal verkamanna." En menn falla fyrir fleiru en byssukúlum. Þannig tortímdust fyrir tilverknað Alusuisse Yirrkalas-þjóðflokkarnir í Norður-Ástralíu, sem þar höfðu búið um þúsund ára skeið á 8000 ferkílómetra skóglendissvæði, en ríkisstjórn Ástralíu hafði árið 1931 úthlutað þeim sem sérbýlis- lendur. Þeirra beið hungur og dauði 1969 verður Alusuisse 70% hluthafi í bauxit-vinnslu-fyrirtæki Ástralíu, „Joint Venture Gove". I fyrsta áfanga skal santlag þetta framleiða 500.000 tonn af súráli til frekari vinnslu í álstöðvum Alusuisse, m.a. á íslandi. Áætlun annars áfanga er tvöföldun þess magns. Heildarfjárfesting er 1,5 miljarður svissneskra franka. Alusuisse er ennfremur 50% hluthafi í félaginu Nabalco, sem sér um að framkvæma öll Gove-verkefni, ryðja skóga og flæma burt frumbyggja. Yirrka- las leituðu til dómstóla en töpuðu málinu gegn Nabalco og ríkis- stjórn Ástralíu. Þessi málalok voru fordæmd af heimskirkjuráði og fjölmörgum borgaralegum og trúarlegum félagasamtökum í Englandi, Þýskalandi og Sviss, en árangurslaust. Negrar Ástralíu voru endanlega sviptir heim- kynnum sínum. Þeirra beið aðeins betlistafur, bónbjargir, hungur og dauði. Hreystidáð og þjóðþrifaverk Þegar Alusuisse gerði samning sinn við íslenska ríkisstjórn um Búrfells-virkjun og byggingu ál- vers í Straumsvík, með langtíma fastsettu orkuveröi, hefir þessi angi svissneska heimsveldisins, Imperium Helveticum, séö sér hag í því að ganga til santninga við vanþróað ríki, ungt og óreynt lýðveldi, með fallvöltum útflutn- ingstekjulindum og ótraustum gjaldmiðli. Sú hafir líka orðið raun, að Islendingar sáust þar lítt fyrir í skiptum sínum við atvinnu- slóttuga alheims-jöfra, sem nú gjalda okkur hungurlaun fyrir orkunotkun, bregðast sinni skatt- skyldu og yfirverðleggja hráefni. Hjörleifur Guttormsson, iðn- aðarráðherra, á skilið alþjóðar þakkir fyrir að hafa leitt þann sannleika í ljós, sem ýmsir höfðu haft grun um en ekki bolmagn til að rísa gegn risanum. Þegar svo stórfelldir hagsmunir Islands voru í húfi, að jafnvel raforkusala til landsmanna hefði getað lækk- að allt að helming upphæðar, ef auðhringurinn mundi greiða sanngjarnt og réttlátt verð fyrir sína notkun, þá hefði strax átt að eflast svo mögnuð samstaða, svo sterkt almenningsálit, að álfurst- unum í Zúrich yrði ekki undan- komu auðið. Þjóðarheill krafðist þess. — En í stað þess varð flokkspólitísk lágkúra ríkjandi. Enginn einn stjórnmálaflokkur, allra sist flokkur iðnaðarráð- herra, mátti uppskera viður- kenningu fyrir hreystidáð og þjóðþrifaverk. Atferli auðhringsins er svo lævi blandið, svo blóði drifið, að aldrei mun fyrnast. Og arðrán áljöfranna hérlendis er nú öllum landslýð ljóst. Að því hlýtur að koma, að fslendingar læri að stjórna sér sjálfir, læri að búa í þessu landi í samræmi við mögu- leika þess, læri að forðast tálboð þeirra, sem aðeins dýrka nyt- semd á kostnað þeirra dyggða, sem annars eiga að vera uppi- staða í öllum mannlegum sam- skiptum. Réttur til auðæfa eigin lands er óvefengjanlegur sjálf- stæðu ríki. Samfélagslegur þroski krefst þess, að sá réttur sé ekki vanvirtur. Heill heildar er gæfa þegna. Dr. Hallgrímur Helgason tónskáld. Hefur verið prófessor í Bandaríkjunum og Þýskalandi í tónlistarfræðum. Skrifað mikið um þau cfni hcima og erlendis. Hann er nú dósent í tónfræði við Háskóla íslands. Hallgrímur hcfur m.a. stjórnað mörgum kórum hérlendis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.