Þjóðviljinn - 12.11.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.11.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. nóbcmber 1982 DIOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friöriksson. Augiýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Luðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurösson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elíasson. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurðsson, Guömundur Andri Thorsson. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Frentun: Blaðaprent h.f. Alþýðuflokkur til skiptanna? • Alþýðuflokkurinn er mjög milli tannanna á mönnum þessa dagana. Morgunblaðið hefur verið að reyna að leggja út af nýafstöðnu þingi hans á þann veg, að þar hafi sigrað eins konar vinstrisveifla og hefur fordæmt þá villu harðlega. Ekki er ljóst hver hugur fylgir máli í þeirri fordæmingu, en ljóst er að í Morgun- blaðinu gætir nokkurrar gremju Sjálfstæðismanna yfir því, að þeir geti ekki í sama mæli og oft áður skammtað Alþýðuflokknum ákveðin lífskjör og tilvistarskilyrði. Eessi gremja hefur m.a. birst í hótunum í þá veru, að Sjálfstæðismenn verði nú að endurskoða eitthvað sem í Morgunblaðinu er kallaður velvilji í garð Alþýðu- flokksins. • En það eru eins og fyrri daginn foringjar Alþýðu- flokksins einir og óstuddir sem útvega fréttaefni af flokki sínum. Fyrir skömmu var mjög hamrað á því í leiðara í Alþýðublaðinu, að það væri æsifréttamennska ein að halda, að það skipti nokkru máli þótt tveir menn kepptu eftir að ná kjöri varaformanns flokksins frá þingi hans. Þetta hefur reynst afar misskilin varúð hjá blaðinu. Eins og kunnugter af fréttum tapaði Vilmund- ur Gylfason orustunni um varaformannsembættið með litlum mun. Þau úrslit sýnast heldur betur ætla að draga dilk á eftir sér. Fjölmiðlar birta af því frásagnir að Vilmundarmenn hyggi á sérframboð um allt land. Og *má sannarlega sjá minna grand í mat sínum. • Það á víst ekki af þeim flokki að ganga, svo undar- lega skiptur sem hann er. Eins og komið hefur fram í skoðanakönnun Dagblaðsins-Vísis eru um þessar mundir 10,7% þeirra kjósenda sem einhverja afstöðu taka reiðubúnir til að kjósa Alþýðuflokkinn. Forystu- menn Alþýðuflokksins hafa svo huggað sig við það, að flokkurinn væri þó að minnsta kosti heill í stjórnarand- stöðunni. En ekki verður sama sagt um fylgið. ekki einu sinni þessi tæplega ellefu prósent. Sé haldið áfram að skoða skoðanakannanir, þá munu um sex af hverjum tíu yfirlýstum stuðningsmönnum Alþýðuflokksins vera í stjórnarandstöðu, en fjórir af hverjum tíu hallir undir stjórn Gunnars Thoroddsens. Pær tölur koma og nokk- uð saman við úrvinnslu úr fyrrgreindri skoðanakönnun sem Dagblaðið-Vísir birti í gær og lýtur að jafnveiga- miklu máli um framtíð ríkisstjórnarinnar og afstöðunni til bráðabirgðalaganna. í úrvinnslu þessari kemur í ljós, að tæplega 36% þeirra sem Alþýðuflokkinn vilja kjósa eru fylgjandi bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar. Og þar með upp á kant við samanlagðan þingflokk Al- þýðuflokksins og flokksforystu. • Þegar nú Vilmundarmenn gera sig líklega til að fara sína leið, en liðsmenn Kjartans Jóhannssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar aðra, þá er í raun ekki verið að skipta 10,7% kjósenda, heldur svona sex og hálfu prósenti kjósenda landsins. Þá koma rösk þrjú prósent í hlut, ef jöfnuðar verður gætt í skiptingunni. Pað er nú allt og sumt. • Af hverju stafar sá klofningur sem nú sýnist í upp- siglingu í Alþýðuflokknum? Pað væri freistandi að rekja hann til skiptingar í hægri og vinstri og eitthvað blandast slíkar tilhneigingar í málið. En þegar að er gáð, dugir slík skipting skammt. Við okkur blasa mjög almennar yfirlýsingar um mismunandi stíl og ólíkar áherslur. En hvað það þýðir veit enginn. áb. klippt Bannað að lifa í synd Sagt er að drjúgur tími hafi far- ið í það á flokksþingi krata að ræða hvort ekki væri réttast að meina fólki að búa í óvígðri sambúð. í frásögn Alþýðu- blaðsins af flokksþinginu hafa umræður um þetta ekki komið fram. Hins vegar birtir blaðið mynd með ályktuninni um fjöl- skyldumál, þar sem lítið og fail- egt lamb prýðir forgrunn. Það kemur trúlega í stað ályktana um landbúnaðarmál. Deilunum um óvígðu sam- búðina lauk sem sagt nokkuð friðsamlega hjá krötum og ekki nema fáir sem vilja innleiða Stóradóm að nýju. „Guð agar þann sem hann elskar” Það er einmitt um Stóradóm sem Þorgeir Kjartansson skrifar bráðskemmtilega grein í nýút- komnu vönduðu tímariti sagn- fræðinema (Sagnir) Við grípum þar niður, þar sem segir frá ófrelsinu á árdaga Lúter- skunnar: „Þetta var ströng bókstafstrú þar sem merking svo að segja hvers einstasta orðs Biblíunnar og Lúthers var skilgreind í eitt skipti fyrir öll og sérhver vottur efasemdar harðbannaður með hnefum og hnúum. Grimmilega húmorslaus alvara og strangleiki skyldu nú leggja sína þrúgandi blessun yfir rammvillta sauðina og kæfa síðustu glæðurnar sem enn lýstu af hinum lífsglaða húm- anisma, þeirri léttúðarpest sem Jón Arason og svoleiðis dónar höfðu smitað út frá sér. Maður- inn skyldi beygja sig í duftið, kveljast fyrir sakir síns bersynd- uga eðlis og fagna svipuhöggum hins heilaga réttlætis í anda þeirra speki sem hin jarðnesku máttarv- öld endurtóku í sfbylgju: „Guð agar þann sem hann elskar“” Að mergsjúga lýðinn og safna gulli „Að baki þessu kenningafári má sjá nýja stétt vera að hefjast til aukinna valda, stétt borgara sem skelfdist upplausnina og krafðist raðar og reglu atvinnu- vegum sínum til bjargar. Hag- speki þessarar stéttar, merkantíl- isminn, var í burðarliðunum með sitt evangelíum: að mergsjúga lýðinn og safna gulli.... Borgararnir þurftu á að halda öflugri miðstýringu konungs- valdsins til að tryggja festuna og í samræmi við það var nauðsynlegt að innprenta iýðnum nógu ræki- lega undirgefni við hið metafýs- íska miðstjórnarvald sköpunar- verksins: guðalmáttugan, sem tróndi líkt og einvaldskonungur yfir táradalnum, refsiglaður og duttlungafullur. Allt miðaðistvið að halda múgnum föstum undir okinu, gera hvern og einn að óttaslegnum þræl rétttrúnaðar og hagskipulags merkantílismans.” Plássins vegna verðum við því miður að láta hér staðar numið enda verður brunnurinn seint þurrausinn. -óg dropar Snúa Jón Baldvin og Vilmundur bökum saman? ■ Menn hafa gerl sér mat úr þ\i þessa dagana ai> Jnn Bald- vin Hanninalsson naúi ekki kjiiri i framkvæmdasljórn Al- þvóuflokksins á þingi flokksins nú um helgina. Ilafa andslæð- ingar Jóns Baldvins einkum viljað meina að með þessu tapi sinu hafi hann goldið mikið afhroð og einangrast innan flokksins. Dropaleljari hilti Jón Baldvin aö máli í hinu haa Alþingi í gær og spurði hann hvaða augum hann liti þella kosningatap sitt. Sagðist JBH hafa boðið sig þarna fram i ákvcðnum tilgangi, þ.e. til þevs að kanna að hve miklu levti þama væri um bundna kosningu að ræða, þar sem formenn kvenfélaga. ungra krata og landsfulltruar ættu sin ákveðnu sæti og að hve miklu leyti hún væri óbundin. Hann hefði komist að þeirri niður- stöðu að hún væri með öllu bundin. „Annars er ákaflega gott til þes$ að vita," sagði Jón Baldvin, „að við Vilmundur hófum tapað sinni kosningunni hvor. Fað er bara spurningin um það hvort við eigum ekki að snúa bökum saman!" Og her mcð koma Dropar þessum orðum Jóns Baldvins á fram- færi, i dálki þeim i blaðinu sem Dropar hafa fyrir satt að skipi fyrsta sæti á vinsældalista Vil- mundar. 1750 kall dagurinn ■ Laxveiðitímabilinu á þessu ári er tiltölulega nylokið. Þrátt fyrir það hefur þegar verið tekið til við skipulagningu Ofurviðkvœmni prófkjörskrata Skelfing virðast prófkjör leika menn illa. Nú er svo komið að tilhugsunin ein tekur völd af mönnum og þeir taka að rífa flokksbræður sína á hol (pólit- ískt). Átakanlegt dæmi um þetta er prófkjörið hjá krötunum hvort sem það er nú prófkjörinu eða krötunum sjálfum um að kenna, nema hvort tveggja komi til. Einn þeirra sem standa í próf- kjöri árum saman - og spanna ekki margar aðrar víddir í pólitík- inni - er fyrrverandi ritstjóri Al- þýðublaðsins. Eitthvað virðist manninum hafa brugðið við rýrt kjörfylgi til framkvæmdastjórnar á flokksþingi Alþýðuflokksins. Hann reiðir upp pennann og segir í Þjóðviijanum í gær að blaðið hafi gerst „sérstakt málgagn Vil- mundar Gylfasonar vegna próf- kjörs Alþýðuflokksmanna í Reykjavík.” Af því sumir menn hugsa í pó- litísku einingunum „prófkjör”, geta þeir ómögulega skilið að sla- gurinn stendur um pólitíska hug- myndafræði. Ritstjórinn fyrrver- andi sem afrekaði það svo misser- um skipti að sjá Staksteinari og Morgunblaðinu gjörvöllu fyrir andlegu fóðri, virðist ekki skilja andstöðu og ímugust Þjóðviljans á frjálshyggjuskotnum viðhorf- um af þeim toga. Ætli sú pólitík Jóns Baldvins hafi ekki átt ein- hvern þátt í því, að hann náði ekki kjöri í framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins? Annars gerir Þjóðviljinn sér það að leik að styðja Geir Hall- grímsson í allar vegtyllur hjá Sjálfstæðisflokknum. Það má vera umhugsunarefni. Skilaboðin Viðkvæmninni hjá ritstjóran- um fyrrverandi er við brugðið. í fyrradag virðist hann hafa lagst undir feld og komist að þeirri niðurstöðu, að affarasælast væri að Ijúka krossferðinni gegn Vil- mundi. Niðurstaða flokksþing- sins er nefnilega sú, að Vilmund- ur styrkti stöðu sína - fékk 114 atkvæði í varaformannskosning- unni, meðan Jón Baldvin varð að láta sé lynda að ná ekki kjöri í framkvæmdastjórn (í sex manna kosningu) með aðeins 79 at- kvæði. Það er trúlega þess vegna sem Jón Baldvin velur þá smekklegu aðferð að koma skilaboðum til Vilmundar í gegnum kjafta- sagnadálk Tímans í fyrradag: „Annars er ákaflega gott til þess að vita”, sagði Jón Baldvin, „að við Vilmundur höfum tapað sinni kosningunni hvor. Það er bara spurningin um það hvort við eigum ekki að snúa bökum saman.” Síðustu fréttir benda hins veg- ar til þess, að þungu fargi sé létt af Jóni Baldvin. Það gerir Vilmund- ur, sem ætlar ekki og hefur trú- lega aldrei ætlað að fara í próf- kjör með Jóni Baldvin. -ÓR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.