Þjóðviljinn - 16.12.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.12.1983, Blaðsíða 9
Föstudagur 16. desember 1983 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 9 Gler og textíl í Nýlistasafni Tvær ungar stúlkur sýna verk sín í Nýlistasafninu um þessar mundir. Þaðeruþær PíaRakel Sverrisdóttir og Ragnheiður Hrafnkelsdóttir. Báðar stunduðu þær nám í Skolen for brugskunst í Kaupmannahöfn, en síðar skildu leiðir og nú stundar Pia Rakel framhaldsnám við Kon- unglega akademíið í Kaupmanna- höfn en Ragnheiður við Gerrit Ri- etveld akademíð í Amsterdam. Sýningin í Nýlistasafninu er fyrsta sýning þessara ungu lista- manna. Pía Rakel sýnir glerverk úr formuðu og slípuðu gleri. Það eru annars vegar lágmyndir á vegg og svo bakkar úr formuðu gleri. Þetta eru látlaus verk þar sem glerinu er teflt fram á náttúrulegan hátt án þess að reynt sé að skreyta ásýnd þess eða fela á annan hátt. Pía Rak- el notar rúðugler í þessum verkum sínum og má segja að rúðan haldi, gegnum allar ummyndanir, upp- runa sínum. Öll áherslan liggur í uppröðun glersins í einföld geometrísk form á veggjunum, tvívíðar samsetningar sem föl tónbrigði aðskilja frá veggnum. Væri ekki um fagur- fræðilega samsetningu að ræða þar sem fleygmyndaðir þríhyrningarn- ir endurspeglast í heildarmyndinni á fínlegan og þokkafullan hátt, kæmust verk Píu Rakelar næst því að flokkast undir næfurlist eða minimalisma. En þótt virkni þeirra feli í sér litla huglæga tjáningu og röðunin sé seríukennd og einföld, nægir mótun glersins til að gefa þeim þann persónulega stílblæ sem fjarlægir þau frá beinni og hlut- lausri framsetningu minimal- listarinnar. Þetta eru skemmtileg verk og harmonísk. Látleysi þeirra ber með sér að höfundur þeirra hug- leiði möguleika efniviðarins meir en ásýnd hans, en oft verðurgler- listarmönnum hált á því hve fagurt efnið er í sjálfu sér. Ragnheiður á textílverk á sýn- ingunni sem mynda hinn áþreifan- lega part sýningarinnar sem mót- Halldor B. Runólfsson skrifar um myndlist vægi við glerið. Reyndar eru verk hennar búningur, nokkurs konar kjólar og höfuðdjásn. Ef áhorfand- inn sér það ekki í fljótu bragði," fylgir sýningunni rúllandi lit- skyggnuröð með myndum af mó- deli í öllum þeim flíkum sem lista- maðurinn sýnir. í verkum Ragnheiðar blandast saman ólík menningarviðhorf og áherslur og mynda undarlegan hrærigraut sem er í hæsta máta pönklegur. Tilfinning hennar fyrir pelsum og piussi er áberandi, en er saknaðarkennd og rómantísk á baudelairíska vísku. Þetta eru gerviefni og inn á milli saumar Ragheiður plastefni sem auka enn frekar á ímynd hverfulleikans. En það er einmitt sú heimsmynd sem Ragnheiður virðist vera að miðla áhorfandanum: Heimsborgaraleg gervimenning flóamarkaðarins svífur yfir verkum hennar. Auk þessa bregður fyrir frum- stæðum blæ höfuðdjásna sem minna stundum á þyrnikórónur eða hárkollur „síðasta móhíkan- ans“. Naglar, vír, plast og gervihár blandast saman og vitna um heim sem er allur á yfirborðinu, með hlutum sem eru jafn varanlegir og kúlissur á sviði. Það er styrkur Ragnheiðar að henni tekst að koma hér tvöfeldni efnishyggjunn- ar til skila; nefnilega ofurást mannsins á efninu og fyrirlitningu hans á varanleik þess. Hvergi kem- ur það betur fram en í tískuheimin- um þar sem allt breytist „vetur, sumar, vor og haust“ og því hefur Ragnheiður gert þann heim að yrk- isefni sínu, auðvitað með þeirri tvöfeldni sem fólgin er í dufli við tískuhönnum, um leið og hefð- bundnum tískuheimi er gefið langt nef. Nærmyndir af samtíðar- mönnum Bókaútgáfan Vaka hefur gefíð út bókina Nærmyndir, með undirtitl- inum „Fimmtán þjóðkunnir sam- tíðarmenn undir smásjá“. Það eru átta núverandi og fyrr- verandi blaðamenn Helgarpóstsins sem tekið hafa saman þetta bókar- efni. Nærmyndirnar voru upphaf- lega unnar til birtingar í Helgar- póstinum, en hafa nú verið endur- skoðaðar í ljósi breyttra aðstæðna og nýrra viðfangsefna þeirra, sem um er ritað. Á bókarkápu, þar sem efni bók- arinnar er kynnt, er meðal annars varpað fram þessum spurningum: Hvað kemur í ljós þegar ýmsir þjóðkunnir íslendingar eru skoð- aðir í nærmynd? Eru þeir allir þar sem þeir eru séðir? Koma þeir nán- um samstarfsmönnum og kunn- ingjum öðru vísi fyrir sjónir en al- menningi, sem helst kannast við þá úr fjölmiðlum? Margir gefa þessum þjóðkunnu persónum einkunnir í bókinni, en þær eru harla ólíkar eftir því með hvaða augum þetta fólk er skoðað: Er til dæmis Steingrímur Her- mannsson snarráður og harðfylg- inn eða fljótfær yfirboðsmaður? Er Halldór Laxness smámunasamur uppskafningur eða Ijúfur og hlýr, og góður sveitungi? Er Davíð Oddsson ófyrirleitinn og montinn hrokagikkur eða stórgáfaður húm- oristi? Er Hjörleifur Guttormsson réttnefndur konungur möppudýr- anna eða aðeins nákvæmur og sam- viskusamur maður? Er Sverrir Hermannsson spilltur fyrir- greiðslukall eða röggsamur ljúf- lingur? Er Ragnhildur Helgadóttir yfirburðakona í íslenskum stjórnmálum eða líkamningur íhalds af versta tagi? Ragnheiður Hrafnkelsdóttir við eitt verka sinna í Nýlistasafninu. Efst í hægra horni má, ef vel er rýnt, greina nokkra glerþríhyrninga Píu Rakelar Sverrisdóttur, enþeirsjást vitaskuldmun beturef sýningin er heimsótt. (Mynd: Magnús). EinarOlgeirsson Kraftaverk einnar kynslðöar JónGuðs Einar Olgeirsson hefur alla tíö verið einn ötulasti leiðtogi íslenskrar alþýðu í baráttu hennar fyrir bættum kjörum og mannréttindum, eldheitur hugsjónamaður og slunginn stjórnmálamaður, sem skildi og skynjaði samtíð sína dýpri og víðari skilningi en flestir aðrir. [ þessari bók segir Einar frá stofnun verkalýðsfélaganna hér á landi og átökunum innan Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins og frá stofnun og starfsemi Kommúnistaflokksins og Sósíalistaflokksins. Við sögu kemur fjöldi fólks og á annað hundrað Ijósmyndir prýða bókina. Frásögn Einars lýkur þegar sigur vannst á kjaraskerðingu stjórnvalda með skæruverkföllunum 1942. Hér er skráð örlagasaga íslensks verkafólks á mestu umbrotatímum þessarar aldar, sögð af sjónarhóli manns er alla tíð stóð í fylkingarbrjósti. cjefurn góÖar bœkur og menning

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.