Þjóðviljinn - 16.12.1983, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 16.12.1983, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. desember 1983 Nýjar barnabækur Um Sval og félaga Iðunn hefur gefið út þrjár nýjar teiknimyndasögur um Sval og fé- laga eftir belgísku teiknarann Fra- nquin. Bjarni Fr. Karlsson þýddi textann. - Sú fyrsta þessara bóka heitir Með kveðju frá Z og fjallar um Zorglúbb en hann er hinn mesti þrjótur og fjölkunnugur mjög. Seinni tvær bækurnar gerast neð- ansjávar, nánar til tekið á 200 metra dýpi. Þar heldur sig hin hættulega múrena, sem í þessu til- viki er að vísu maður en ekki síður hættulegur en fiskurinn múrena. Segir frá því í Svamlað í söltum sjó. Síðasta bókin heitir svo Sjávar- borgin og er beint framhald á neð- ansjávarævintýrum félaganna. Aldraðir æringjar Iðunn hefur gefið út nýja teikni- myndasögu um félagana Samma og Kobba. Nefnist hún Aldraðir ær- ingjar og er fjórða bókin um þá félaga sem út kemur á íslensku. Höfundur bókanna eru Berck og Cauvin. Efni sögunnar er svo kynnt: „Hvernig á að fara að ef húsið er fullt af glæpamönnum á eftirlaunum? Sammi og Kobbi taka að sér gæslu á elliheimiii þar sem enginn gæslumaður hafði haldist við stundinni lengur. Bjarni Fr. Karlsson þýddi texta bókarinnar. Elías Iðunn gefur út söguna Elías eftir Auði Haralds og Valdísi Óskars- dóttur. Myndir í bókina gerði Bri- an Pilkington. - Elías er kunnur úr Stundinni okkar í sjónvarpinu. Hann er fyrirmynd annarra barna í góðum siðum (eða hitt þó heldur), er á förum til Kanada þegar sagan hefst. Þar er pabbi hans, brú- arsmiðurinn, búinn að fá vinnu og mamma hans, tannsmiðurinn, fær að smíða indíánatennur. En Magga móða (fullu nafni Magga móður- systir mömmu) er ekki á því að sleppa fjölskyldunni úr landi... * Ida er einmana Iðunn hefur gefið út barnabók- ina Ida er einmana eftir sænska höfundinn Maud Reuterswárd. Myndir í bókinni eru eftirTord Ny- gren, en Jóhanna Sveinsdóttir þýddi. Þetta er sjálfstætt framhald bókarinnar Svona er hún Ida sem út kom í íslenskri þýðingu í fyrra. Sagan er ætluð börnum og er efni hennar kynnt svo á kápubaki: „ída er einmana. Nú er hún orðin sjö ára og gengur auðvitað í skóla. Þar eru margir krakkar og þau hafa skemmtilegan kennara sem finnur upp á ýmsu“. ASTRiD LINDCREN Karl Blómkvlst í hættu staddur Karl Blómkvist í hættu staddur Hjá Máli og menningu er komin út önnur bókin um leynilögreglu- manninn Karl Blómkvist eftir Ast- rid Lindgren: Karl Blómkvist í hættu staddur. Þorleifur Hauksson þýddi þessa bók sem nú kemur út í fyrsta sinn á íslensku. Sagan segir frá spennandi at- burðum í lífi krakka í smábæ eitt sumar. Þegar sumarleyfið er byrj- að getur Rósastríðið hafist líka. Riddarar hvítu rósarinnar eru þrír: Andri, Kalli og Eva Lotta, og ridd- arar rauðu rósarinnar eru líka þrír, Palli, Jói og Beggi, tilbúnir að berj- ast til síðasta manns. Bókin er 183 bls. Eniga meniga Hjá Máli og menningu er komin út bókin Eniga meniga með tuttugu og tveim sönglögum eftir Ólaf Hauk Símonarson. Ríkharður Örn Pálsson hefur valið lögin og útsett og hann teiknaði einnig nóturnar Sönglög Ólafs Hauks hafa löngu unnið sér sess meðal íslenskra barna, og má meðal laga í bókinni nefna Það vantar spýtur, Ryksugu- . ENIGA . MENIGA Eníga meníga Tuttugu sönglög og tveímur betur eftír Clat Hauk Slmonarson lag, Það er munur að vera hvalur, Allir hafa eitthvað til að ganga á og Hattur og Fattur. Flest er lögin að finna á hljómplötum Eniga men- inga og Hattur og Fattur, en fáein hafa ekki birst áður. 'i°rJ"»»Einnr Hvað varð um Einar ærslabelg? Út er komin hjá Máli og menn- ingu barnabókin Hvað varð um Einar ærslabelg? eftir Gunillu Bergström, í þýðingu Sigrúnar Árnadóttur. Áður hafa komið út sjö bækur um sama strák. í nýju bókinni um Einar Áskel segir frá því þegar hann hætti að ærslast og óhlýðnast allt í einu og pabbi hans vissi ekki hvað til stóð. Hugsanleg skýring var sú að nú átti drengurinn að byrja í skóla og kannski var hann kvíðinn. Bókin er 31 bls. að stærð með mörgum myndum eftir höfundinn. Gægjubækur Almenna bókafélagið hefur sent frá sér þrjár bækur fyrir unga les- endur í flokki svonefndra gægju- bóka, en þær eru þannig að á ann- arri hverri blaðsíðu er spurning viðkomandi því efni, sem bókin fjallar um, en á síðunni á móti er mynd sem snertir spurninguna og lítið spjald sem fletta má upp og undir spjaldinu er svar við spurn- ingunni. Þessar bækur eru eftir Bretann Eric Hill. Gægjubækurnar eru þessar: Dýrin. Spurningar í henni fjalla eingöngu um dýr. Dæmi um spurn- ingu: Hvað er stórt, hvítt og loðið og á heima í heimskautalöndum? Myndin á móti er af hafísjaka undir fullu tungli. Fletti maður upp spjaldinu kemur í ljós mynd af ís- birni og nafnið ísbjörninn. Hver gerir hvað. Hún fjallar um nöfn á ýmsum starfshópum. Þriðja gægjubókin nefnist And- heiti, og sést af nafninu um hvað hún fjallar. Dæmi: Hvert er and- heitið við digur? Svarið undir spjaldinu er vitaskuld mjór, og á opnunni eru myndir af nflhesti, en undir spjaldinu mynd af slöngu. barnabækur Almenna bókafélagið hefur gef- ið út þrjár bækur fyrir yngstu les- endurna eftir Beatrix Potter, fræg- an breskan barnabókahöfund. Þýðandi er Sigrún Davíðsdóttir. Þessar bækur eru: Sagan um Pétur kanínu. Hún fjallar um ærslabelginn Pétur kan- ínu, nánasta umhverfi hans og hættuleg ævintýri sem hann lendir í. Sagan um Tuma kettling. Þessi Tumi kettlingur er hálfgerður óþekktarangi en ansi skemmti- legur. Sagan um Jemínu pollaönd. Jemína vildi fremur unga út eggj- unum sínum sjálf en láta einhverja hænu gera það. En hún setti sig í mikla hættu, því að rebbi sat á svik- ráðum. Litmyndir eru á annarri hverri síðu í þessum bókum af þeim at- burðum sem verið er að segja frá á síðunni á móti. ÍÍ3RN tKtaiiNQBM VtVIAN ÍZAHt ÖLSEN FrúPigalopp cgjólapósturinn l'&Sörrf.O ;v. ’í- Y'trv-fWs ÆSKAN Frú Pigalopp og jólapósturinn Höfundur er Björn Rönningen en Guðni Kolbeinsson þýddi. Frú Pigalopp er mikil kjarna- kona sem á heima í Þúsunddyra- húsinu uppi á hæðinni fyrir ofan bæinn. í fyrra týndust öll jólakortin hennar í póstinum svo að hún á- kveður að vinna sem aukapóstur fyrir þessi jól. Þá getur hún sjálf séð um að jólapósturinn hennar komist á áfangastað. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Þótt frú Pigalopp sé þaulreyndur póstur og eigi meira að segja heimsmet í hraðpóstferð, þá verður margt til að tefja hana. Frú Pigaiopp telur nefnilega að það sem mestu skipti í heimi hér sé að hafa tíma fyrir aðra: Mega vera að því að taka þátt í sorg og gleði annarra og leggja þeim lið. Frú Pigalopp og jólapósturinn er jákvæð barnabók um síglaða konu sem metur lífið meira en lífsgleði. Æskan gaf út. Helgar- sportið Körfubolti Tíundu umferð úrvals- deildarinnar lýkur í kvöld en þá mætast ÍBK og ÍR í Keflavík kl. 20. Tapi ÍR-ingar í kvöld, eru þeir næsta vonlitlir um að halda sæti sínu í deildinni og ekki bæt- ir úr skák fyrir þá að Viðar Vignisson var væntanlegur frá Bandaríkjunum í morgun og verður hann með ÍBK í þessum leik og tveimur næstu. Þrír leikir eru á dagskrá í 1. deild kvenna. ÍS og Snæfell mætast í Hagaskólanum á morgun kl. 15.30, UMFN og Haukar í Njarðvík kl. 14 á sunnudag og kl. 18.30 sama dag leika KR og ÍR í Hagaskóla. í 1. deild karla verða tveir leikir á morgun og hefjast báðir kl. 14. Þór og Grindavík leika á Akur- eyri og Skallagrímur-Laug- dælir í Borgarnesi. Gylfl Þorkelsson og félagar í ÍR mæta ÍBK í kvöld. Handbolti Leikmenn 1. deilarinnar karla og kvenna eru komnir í jólafrí nema landsliðsmennirnir sem eru í Austur-Þýskalandi. Einn leikur fer fram í 2. deildarkeppni karla í kvöld. HK og Grótta mætast í Digranesi í Kópavogi kl. 19.30. A mánu- dagskvöldið leika síðan IR og Fylkir í Seljaskólanum kl. 20. Blak Jólafríið er byrjað hjá flest- um í blakinu en þó verða þrír leikir háðir í Digranesi í Kópa- vogi á sunnudaginn. HK og Vík- ingur leika í 1. deild karla kl. 14, Breiðablik og Samhygð í 2. deild karla kl. 15.20 og leiks Breiðablik-Víkingur í 1. deild kvenna kl. 16.40. Hlaup Stjörnuhlaup FH fer fram á morgun, laugardaginn 17. des- ember, og hefst við Lækjar- skólann í Hafnarfírði kl. 14. Væntanlegir keppendur eru beðnir að mæta uppúr 13.30 til skráningar. Keppt verður í flokki karla fæddum 1965 og fyrr, kvenna fæddum 1969 og fyrr, drengja fæddum 1966-69, pilta fæddum 1970 og síðar, og telpna fædd- um 1970 og síðar. Allir eru vel- komnir í hlaupið og þátttakend- ur fá verðlaunaskjal með ár- angri sínum skráðum að hlaupi loknu. Karate Karatefélag Reykjavíkur gengst fyrir hátíðarmóti á morgun, laugardag, í tilefni 10 ára afmælis félagsins og hefst það kl. 15 í Laugardalshöllinni. Keppt verður í kumite (bar- dagi), bæði í 5 manna sveitum og einstaklingar í þyngdar- flokkum, og kata kvenna. Dag- ana eftir mótið verður haldið námskeið í karate fyrir karate- iðkendur í Hlíðaskóla. Þjálfari verður shihan Ingo de Jone, 4. dan í goju-rye karatedo, en hann verður einnig aðaldómari á mótinu á morgun. Námskeið- ið verður dagana 18.-22. des- ember kl. 11-13.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.