Þjóðviljinn - 18.05.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.05.1984, Blaðsíða 1
MagnúsiH. Skarphéðinssyni, vagnstjóra, sagt upp Bensínstöðin í Bessastaðahreppi mai föstudagur 111. tölublað 49. árgangur Sjá viðtöl við Helgu Thorberg og Guðrúnu Ágústs- dóttur, stjórnarmenn í SVR og mótmœli vagnstjóra SVR á bls. 3 minna“ Magnús Skarphéðinsson vagnstjóri hjá SVR í 8 ár. Ekki í nokkrum vafa um að uppsögnin er tilkomin vegna skoðana minna. (Mynd - eik) ,,Vegna skoðana Samstarfsörðugleikar“ segir í upp- sagnarbréfinu frá forstjóra SVR „Veit ekki betur en hann hafi sinnt vel sínu starfi, “ segir fulltrúi Kvennafram- boðs í stjórn SVR „Það er eitt að vera rekinn úr starfí en alit annað að vera rekinn vegna skoðana, en ég er ekki í nokkrum vafa um að hið síðarnefnda átti við um uppsögn mína“, sagði Magnús Skarphéðinsson, fyrrverandi stætisvagnastjóri hjá SVR í samtali við biaðið í gær. Magnús hefur sýnt málefnum SVR mikinn áhuga þau 8 ár, sem hann hefur starfað hjá fyrirtækinu, og m.a. sótti hann um stöðu forstjora SVR fyrir nokkrum mánuðum, en þá var Sveinn Björnsson ráðinn for- stjóri. Magnúsi Skarphéðinssyni var ritað uppsagnarbréf fyrir rúmum tveimur mánuðum og var ástæðan í bréf- inu tilgreind: „vegna samstarfsörðugleika". Magnús hefur verið fulltrúi strætisvagnastjóra í umferðar- nefnd borgarinnar sl. tvö ár og var kjörinn 1. vara- maður í þá nefnd þann 22. mars og 1. varamaður í stjórn SVR fyrir hönd starfsmanna þann sama dag. Strætisvagnastjórar héldu mjög fjölmennan fund sl. þriðjudag þar sem uppsögn Magnúsar var harðlega mótmælt og þess krafist af stjórn SVR að hann yrði endurráðinn, eins og kemur fram í annarri frétt í blaðinu. _ Ast Réðu fjölskyldutengsl ákvörðun ,Jlá, ég er í fjölskyldutengslum við flest alla eigendur landsins sem selt hefur verið undir bensínstöð í Bessastaðahreppi. Sjálf á ég ekkert í þessu landi en þar sem ég er héðan gefur það auga leið að ég verð að taka á þessu eins og hverju öðru máli“, sagði Anna Snæbjörnsdóttir sveitarstjóri í Bessastaðahreppi. Faðir hennar Snæbjörn Ólafsson er eigandi landsins sem hefur verið selt undir bensínstöðina. „Það hefur verið lögð feiknarleg áhersla á að þetta mál nái fram að ganga. Öðrum sem hafa sótt um lóðir í Bessastaðahreppi undir atvinnurekstur hefur verið sagt að bíða þangað til aðalskipulag liggur fyrir. Þetta er eina málið sem hefur verið tekið út af því sem fyrirhugað er í miðbæjarkjarna", sagði Ólafur Stefánsson hreppsnefndarmaður í Bessastaðahreppi við Þjóðviljann í gæI; , forseta Islands. Olafur hrepps- hefði aldrei verið afgreitt þar og forkaupsrétti sem var á landinu og Oliufelagið hefur nu keypt land í nefndarmaður er einnig í skipu- farið með hraði gegnum hrepps- leyfa sölu á því undir bensínstöð. Bessastaðahreppi gegnt bústaði lagsnefnd. Hann sagði að málið nefnd. Það var samþykkt að sleppa _jp Launahækkanir yfir sex mánuði: Stjórnendur fá 8.2 prósent en almennt starfsfólk 0.2 prósent! Frá október á síðasta ári fram í mars á þessu ári hækkuðu tekjur stjórnenda og yfírmanna í fyrir- tækjum um 8.2 prósent meir en verðbólgan á sama tíma. A sama tíma hækkuðu tekjur almennra starfsmanna í sömu fyrirtækjum ekki nema um 0.2 prósent! Þessar upplýsngar koma fram i forstjórakönnuninni svonefndu sem Þjóðviljinn hefur undir höndum. Samkvæmt þeim upplvsingum hafa laun stjórnenda og ýmissa yfirmanna hækkað i launum á þessum sex mánuðum sem svarar 15.9 prósentum að meðaltali, en hækkanir á verðla- netið út frá vísitölu lánskjara) hafa ekki orð- ið nema 7.2 prósent. Raunveru- leg kjarabót hjá forstjórum og stjórnendum hefur því orðið um 8.2 prósent á tímanum. A. sama sex mánaða tímabili hafa laun almennra starfsmanna við þau fyrirtæki sem eru inní forstjórakönnuninni hækkað um 7.4 prósent, þannig að raunveru- legar launabætur hjá því fólki hafa ekki orðið nema 0.2 prósent að meðaltali, eða nánast engar. Á blaðsíðu 3 eru birtar töflur með launum yfirmanna og ai- mennra starfsmanna einsog þau komu fram við könnun sem gerð var í mars á þessu ári og í október á síðasta ári. - ÖS Sjá bls. 3 UÚÐVIUINN Hestar og menn prýða margar síður í Þjóðvilja dags- ins í dag Sjá 7-16 Ný spá Þjóðhagsstofnunar um þjóðartekjur Útlitið helmingi betra en í janúar Einhvern næstu daga verður birt ný spá Þjóð- hagsstofnunar um stöðu þjóðarbúsins. Að sögn Bolla Bollasonar hagfræðings hjá stofnuninni er útlitið nú mun bjartara en þegar síðasta spá var gerð, en það var í janúar sl. Þá var gert ráð fyrir 4% samdrætti þjóðartekna, en nú er útlit fyrir að hann verði aðeins 2% á þessu ári. Bolli tók fram að gerð spárinnar væri ekki lokið, en sér sýndist að þetta myndi verða niður- staðan. Ástæðuna fyrir þessu sagði hann meiri afla, bæði vegna rýmkunar þorskkvótans og meiri loðnuafla en gert var ráð fyrir og þá þann afla sem veiddur verður í haust. Hann benti á að Þjóðhagsstofnun tæki nú inní dæmið óveiddan afla, sem þó leyfilegt er að veiða. Þá myndu afdrif „Bandormsins“ sem svo hefur verið nefndur hafa all mikið að segja í þessu máli. „En í fljótu bragði sýnist mér að um 2% sam- drátt þjóðartekna verði að ræða“, sagði Bolli Bollason. - S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.