Þjóðviljinn - 25.07.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.07.1984, Blaðsíða 3
FRETTIR Skattskráin Sá hæsti með3.3. miljónir Þeir Moggamenn hamast lítið á iðn- aðarráðherranum núna. Það er sitth- vað Hjörleifur eða Sverrir! Nýr bankastjóri Ragnar Önundarson hefur ver- ið ráðinn bankastjóri Iðnaðar- bankans frá 1. ágúst n.k. og var þetta ákveðið á fundi bankaráðs 20. júlí s.l. Ragnar hóf störf í hagdeild bankans 1976 eftir að hann lauk námi í viðskiptadeild Háskóla ís- lands. Hann var ráðinn aðstoðar- bankastjóri 1979. Skattakóngur Reykjavíkur í ár heitir Birgir Einarsson Mel- haga 20 og er hann apótekari að atvinnu. Greiðir hann 3.3. milj- ónir samtals í skatta eða 2.159.403 krónur í tekjuskatt og 10 hæstu í Reykjavík 570.580 krónur í útsvar, en 557.851 krónu í önnur gjöld. Hæsti gjaldandi í Reykjanesum- dæmi er Ólafur Björgúlfsson tannlæknir á Seltjarnarnesi en hann greiðir tæplega 3 miljónir í skatta, 2.216.132 krónur í tekju- skatt og 549.890 krónur í útsvar en 207.042 krónur f önnur gjöld. í Reykjavík er Landsbanki ís- lands lang skatthæsta fyrirtækið með 73.9 miljónir króna í heildargjöld. Næst á eftir kemur Samband íslenskra samvinnufé- laga með 48.6 miljónir og Reykjavíkurborg með 30.5 milj- ónir króna. 1. Birgir Einarsson Melhaga 20 (Tsk. 2.159.403.- Útsv. 570.580.-)..................... 3.287.834,- 2. Gunnar Snorrason Lundahólum 5 (Tsk. 1.165.218.- Útsv. 311.530.-)..................... 2.699.932,- 3. Gunnar B. Jensson Suðurl.br. Selásd. (Tsk. 1.633.402.- Útsv. 422.310)....................... 2.582.388,- 4. Ragnar Traustason Mýrarási 13 (Tsk. 1.757.640,- Útsv. 460.800.-)..................... 2.398.668.- 5. Christian Zimsen Kirkjuteig 21 (Tsk. 1.503.820.- Útsv. 424.020.-)..................... 2.381.469.- 6. Ingólfur Guðbrandsson Laugarásv. 21 (Tsk. 174.593,- Útsv. 69.900.-)........................ 2.283.340,- 7. Kjartan Gunnarsson Smáragötu 9 ÍTsk. 1.207.466,- Útsv. 319.960.-)..................... 2.131.647,- 8. Ivar Daníelsson Álftamýri 1 (Tsk. 1.256.915.- Útsv. 335.050.-)..................... 2.070.846,- 9. Mogens A. Mogensen Grenimel 32 (Tsk. 1.187.047,- Útsv. 315.280.-)..................... 1.906.529.- 10. Karl Lúðvíksson Háteigsvegi 10 (Tsk. 926.039.- Útsv. 264.010.-)....................... 1.900.892,- 10 hæstu á Reykjanesi 1. Ólafur Björgúlfsson Tjarnarstíg 10 Seltj. (Tsk. 2.216.132,- Útsv. 549.890.-)...................... 2.973.064,- 2. Guðbergur Ingólfsson Garðabraut 13 Gerðahr. (Tsk. 1.261.000.- Útsv. 328.200.-)...................... 2.333.933.- 3. Benedikt Sigurðsson Heiðarhorni 10 Keflav. (Tsk. 1.372.157,- Útsv. 358.290.-)...................... 2.315.191.- 4. Sverrir Magnússon Stekkjarflöt 25 Garðabæ (Tsk. 1.563.697,- Útsv. 411.360.-)...................... 2.242.417,- 5. Matthías Ingibergsson Hrauntungu 5 Kópav. (Tsk. 1.256.706,- Útsv. 332.790.-)...................... 2.023.634,- 6. Ólafur Stephensen Hraunhólum 16 Garðabæ (Tsk. 1.306.527,- Útsv. 326.580.-)...................... 1.966.808.- 7. Björn B. Birnir Hrauntungu 17 Kópavogi (Tsk. 1.017.539.- Útsv. 456.030.-)...................... 1.587.148.- 8. Werner I. Rassmusson Birkigrund 33 Kópav. (Tsk. 1.072.216,-Útsv. 290.200.-)....................... 1.568.090.- 9. Ingibjörg Böðvarsdóttir Jófrlðarst.v. 15 Hf. (Tsk. 1.000.108,- Útsv. 260.420.-)...................... 1.447.796,- 10. Högni Gunnlaugsson Grænagarði 5 Keflavík (Tsk. 966.053.- Utsv. 269.230.-)........................ 1.343.105.- Guðbjörg Guðmundsdóttir forstöðukona á Leikskólanum í Grundarfirði og Guðbjörg Guðmundsdóttir matráðskona í Hraðfiystihúsi Grundarfjarðar í hinni nýju saumastofu sem er beint á móti Hraðfrystihúsinu. Mynd - eik. Fyrirlestur Handrit í Opnu húsi Dr. phil. Jónas Kristjánsson forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar verður næsti fyrirlesari í Opnu húsi í Norræna húsinu fimmtudagskvöidið 26. júli kl. 20:30. Dr. Jónas segir frá íslensku handritunum og sýnir litskyggnur máli sínu til skýringar. Erindið verður flutt á dönsku. Að loknu kaffihléi verður sýnd kvikmynd Osvaldar Knudsens Hornstrandir og tekur sýning hennar 33 mín. í ' anddyri Norræna hússins stendur yfir sýning á ísl. skordýr- um, sem sett hefur verið upp í samvinnu við Náttúrugripasafn íslands og í bókasafni er sýning á hefðbundu íslensku prjóni. Kaffistofa og bókasafn eru opin gestum allt kvöldið. Miðvikudagur 25. júlí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Saumastofa Saumum hvað sem er Sjálfmenntaðar saumakonur opna saumastofu á Grundarfirði Við höfum báðar tekið í heimasaum gegnum árin. Með því að stofna saumastofuna erum við að flytja saumaskapinn af heimilum okkar. Við saumum eftir máli það sem fólk biður um, buxur, pils, kjóla, kápur, jakka og hvað sem er, sögðu Guðbjörg Guðmundsdóttir og Guðbjörg Kristjánsdóttir sem nýlega opn- uðu saumastofu í Grundarfirði. „Við stefnum að því að þetta geti orðið hálfsdags vinna hjá okkur. Okkur dreymir um að teikna föt, sauma og selja“, sögðu nöfnurnar. Þær eru báðar sjálfmenntaðar, eiga 3 og 4 börn og hafa saumað á fjölskylduna árum saman. Nöfnurnar kenndu á tveimur saumanámskeiðum sem haldin voru í Grundarfirði í vetur. Sögðu, að þar hefði alltaf verið fullbókað. Kennt var að taka snið upp úr blöðum og sauma eftir þeim. Saumastofan hefur enn ekki hlotið nafn, en í gangi er verð- launasamkeppni meðal við- skiptavina þar sem væntanlega kemur góð hugmynd um nafngiftina. -jP Þér bjóðast betri kjör betri en þú hyggur Nú er lcekkandi útborgun því bjóðum við eignir með hagkvœmari greiðslutilhögun en verið hefur. Hringdu því strax - og lóttu okkur leita Simar 687520 687521 39424 Fasteignasaia. Leitarþjonusta Bolholti 6 4 hæö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.