Þjóðviljinn - 25.07.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.07.1984, Blaðsíða 4
LEIÐARI Bensínhækkunin: Albert þá og Albert nú Áður en Albert Guðmundsson settist í stól fjár- málaráðherra var hann fremstur í flokki þeirra sem gagnrýndu hið háa verð hérlendis á bensíni. Hann var ávallt að mótmæla því að ríkið tæki til sín vaxandi hlutfall af bensínverði. Fáir þingmenn tóku jafn sterkt til orða og Albert Guðmundsson í þessu efni. Hann gaf bifreiðareigendum hvað eftir annað til kynna að þeir gætu treyst á liðsinni hans í baráttunni gegn hinu háa bensínverði. Nú hefur Albert Guðmundsson verið fjármála- ráðherra í heilt ár. Bensínverðið er hærra en nokkru sinni fyrr og eftir síðustu hækkun tekur ríkið til sín stærri hluta en þekkst hefur í áratug. Það er táknrænt fyrir feril fjármálaráðherra að þegar hann fær valdið í hendur brestur hann getu eða vilja til að efna loforðin. Albert Guðmundsson er orðinn methafi í hópi fjármálaráðherra hvað snertir skattinnheimtu í gegnum bensínverðið. Indriði Pálsson forstjóri Shell bendir á þá staðreynd í viðtali við Þjóðvilj- ann í gær að á sama tíma og innkaupsverð á bensíni erlendis frá hefur lækkað hefur bensín- verð hér á landi hækkað vegna þess að Albert fjármálaráðherra hefur krafist meiri hlutdeildar ríkisins í bensínverðinu. Nú greiðir hver ökumað- ur um 14 kr. til Alberts fyrir hvern bensínlítra sem kevptur er. í viðtali við Þjóðviljann í gær greinir Jónas Bjarnason framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðareigenda frá því að í vor hafi forráðamenn félagsins átt viðræður við fjármálaráðherra um verðlagninguna á bensíninu. Jónas Bjarnason segir að þeim hafi verið gefin góð fyrirheit og „þess vegna kom þessi hækkun töluvert á óvart og olli okkur vonbrigðum." Hann segir síðan að þessi stefna fjármálaráðherra knýji samtök bifr- eiðareigenda til að taka upp nýjar aðferðir í bar- áttunni. Það er grundvallarregla í heilbrigðum lýðræði- skerfum að fólkið geti treyst því að þingmenn og ráðherrar efni loforð sín og breyti ekki þvert á gefin fyrirheit. Albert Guðmundsson hefur brotið þessa reglu og þar með lagt sitt af mörkum til að gera lýðræði og kosningar að skrípaleik. Maður- inn sem áður lofaði að lækka bensínverð og minnka hlutdeild ríkisins í því er nú orðinn ís- landsmeistari í aukinni skattheimtu á þessu sviði. Þessi munur milli orða Alberts áður en hann varð ráðherra og verka hans í fjármálaráðuneyt- inu er reyndar orðinn helsta vörumerkið á ráð- herraferli hans. Hann lofaði einnig að minnka almenna skatta fólksins í landinu. Þessa dagana er almenningur lað kynnast því hvernig það loforð hefur verið svikið. Tilkynningarnar um Albertsskattana, sem verið er að bera heim til landsmanna, koma þeim sem trúðu orðum ráðherrans óþyrmilega á óvart. Bifreiðaeigendur og venjulegir skattgreiðend- ur þurfa því að taka höndum saman gegn skatt- heimtustefnu Alberts Guðmundssonar. Það verður fylgst vandlega með því hvort FÍB, sem á undanförnum árum lét hátt í baráttunni, hefur dug til að skera upp herör gegn Albert. Fólkið í landinu mun einnig grípa til sinna ráða þegar það sér að á sama tíma og skattar fyrirtækjanna verða lægri og lægri flytur skattseðillinn þá frétt að launa- mennirnir eigi að borga meira og meira. KLIPPT OG SKORIÐ DV. I.AUGARDAtíl/R 21. JUlJ l9W Kjallarinn KJARTAN JOHANNSSON Jafn réttur ti\ 0 læknishjálpar ^rrr — og öryggi í ellinni eru mannréttindi - ■ * • « ■ i I Reynslnsaga úr a Ivör upólitík i n ni Ellert B. Schram Gegn jafnrétti Hér í Þjóðviljanum hafa að undanförnu verið rakin ýmisleg dæmi af því hvernig stjórnar- stefnan bitnar á þeim sem þurfa á læknishjálp og lyfjum að halda sem og á kaupmætti almenns elli- lífeyris. Kjartan Jóhannsson for- maður Alþýðuflokksins skrifar um þessi mál grein í DV í gær og segir þá meðal annars: „Hér er verið að höggva að því jafnrétti sem leitast hefur verið við að byggja upp á undan- gengnum áratugum. Hægri öflin, einkum íhaldsflokkarnir víða um heim, hafa einmitt á næstliðnum árum ráðist gegn svona jafnréttismálum þar sem þeir hafa haft aðstöðu til. Þessi atlaga Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks sýnir að þeir vilja feta í fótspor þessara íhaldsafla útí heimi. Hún sýnir líka að þessum flokkum verður ekki treyst fyrir velferð sjúkra og aidraðra. Hvað sem þeir segja fyrir kosningar, eru þeir reiðubúnir til þess og virðast ekki sjá neitt athugavert við að auka greiðslubyrði van- heilla og rýra afkomu aldraðra, sem hafa slitið starfskröftum sfn- um fyrir landið og þjóðina. Það sanna gerðir þeirra núna.“ Kjartan bætir því við, að þau dæmi sem hann rekur sýni „að baráttan fyrir jöfnuði og jafnrétti er sífelld og þeir árangrar sem náðst hafa eru ekki sjálfgefnir". Sem er ekki nema satt og rétt Hvar er svo fjármála- viskan? Hægristjórnir margskonar hafa verið með tilburði til að skera niður félagslega þjónustu sem mest þær þora - eins og að ofan var á minnst. Þær segjast gera þetta í sparnaðarskyni. Þær segjast vilja minni umsvif ríkis- ins. Hægriíiðið reynir fyrst og síð- ast að réttlæta sig með því, að það eitt kunni með peninga að fara. Vinstrimenn hafi allt í sukki og óráðsíu. Niðurskurðurinn á félagslegri þjónustu leiðir ljóst fram innræti íhaldsflokka, og máttu menn ekki við öðru búast. En hvað þá um fjármálaviskuna, sem átti að vega upp á móti „sársaukafullum aðgerðum" og koma endanlega öllum framförum á góðan rek- spöl aftur? Hægara sagt en gert að finna hana. Það er talað um vissan efna- hagsbata í Bandaríkjum Reagans og eitthvað hefur atvinnuleysið þar skroppið saman. En um leið er þess getið, að ekki er allt sem sýnist: Reagan fleytir sér áfram með dæmalausum halla á ríkisbú- skap og ráð er fyrir því gert, að bandarísk skuldasöfnun skjótist brátt framúr frægri skuldasúpu Brasilíu, Mexíkó og fleiri snauðari ríkja. Fyrir nokkrum dögum féll hægristjóm á Nýja Sjálandi og tekur Verkamannaflokkurinn nú við. Það verður ekki auðvelt: mönnum ber saman um að fráfar- andi hægristjórn Roberts Muldo- ons hafi verið einhver hin ábyrgð- arlausasta sem um getur; Guardi- an segir á þessa leið: „Undir hans leiðsögn lærði Nýja Sjáland að lífa um efni fram sem aldrei fyrr og það svo mjög, að enginn virðist í rauninni vita hve miklar hinar erlendu skuldir eru alls, nema hvað menn vita að þær eru gífurlegar og kannski mestar á mannsbarn hvert í heiminum“. Og er þá langt gengið. Helsti. keppinautur um mestu skulda- söfnun á mannsbarn hafa verið ísraelar. Og aldrei hefur sú skuldasöfnun gengið eins hratt og á undanförnum valdaárum hæg- ristjórnar Likúdbandalagsins, en það bandalag beið nokkum skell í kosningum nú á mánudaginn - án þess þó að stærsta stjómar- andstöðublokkin ynni á að sama skapi. En semsagt: fjármálasukk- ið hjá Líkudstjórninni hefur ver- ið gegndarlaust og fáar eru þær stjórnir sem hafa jafn blygðunar- laust reynt að halda sér á floti með því að stinga dúsu upp í kjós- endur rétt fyrir kosningar. Fræg eru dæmi frá næstsíðustu kosn- ingum, þegar stjórnin stórlækk- aði aðflutningsgjöld á litsjón- varpstækjum, bílum og annarri slíkri vöru, sem og skatta af víni rétt fyrir kosningar. Gott ef það var ekki vitað að sumar þessar álögur, a.m.k. á vín, myndu hækka aftur daginn eftir kosning- ar! Reynslusaga ritstjórans Hægristjórnin hér er svosem enginn eftirbátur bræðra sinna, hvorki að því er varðar innræti í garð verferðarkefa né heldur úr- ræðaleysi í þeim sparnaðarmál- um sem hún hefur á oddi. Ellert B. Schram segir skemmtilega „reynslusögu“ af því í DV, hvern- ig hann var með öðrum þing- mönnum úr Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki til þess kvadd- ur að gera tillögur um endur- skoðun á lögum um Fram- kvæmdastofnun ríkisins. Þar átti að spara og hagræða og gera margt merkilegt. Nefnd sú, sem Ellert sat í, sat á átján fundum í marga mánuði og velti vöngum yfir þessu stórmáli. Niðurstaðan af þessu erfiði öllu var sú, að sögn DV-ritstjórans, að 28. grein lag- anna um Framkvæmdastofnun skyldi breytt þannig að í stað orð- anna „með hliðsjón af byggðaá- ætlunum“ komi „með hliðsjón af áætlunum“. Önnur var endur- skoðunin ekki , segir Ellert. Dýr myndi lagabálkurinn allur ef svo erfitt er að fella niður hálft orð úr einni grein. Enda ætlar okkar röggsama hægristjórn að setja nýja nefnd í málið. ÁB DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgcfandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fróttastjórar: óskar Guömundsson. Valþór Hlööversson. Blaöamann: Áffheiöur Ingadóttir, Guöjón Friöriksson, Halldóra Sigurdórs* dóttir, Jóna Pélsdóttir, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslpson, Möröur Ámason, Súsanna Svavarsdóttir.Víöir Sigurösson (i'þróttir). össur Skarp- hóöinsson- Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Útlit: Bjöm Brynjúffur Bjömsson, Svava Sigursveinsdóttir, Þröstur Haraldsson. , Handrita* og prófarkaieatur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guömundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Haröarson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Auglýslngar: Margrét Guðmundsdóttir, Ragnheiöur Óladóttir, Anna Guðjónsdóttir. Afgreiösiustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiösia: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Sknavarala: Ásdís Kristinsdóttir. Sigríöur Kristjánsdóttir. Húsmóöir: Ðergljót Guöjónsdóttir. Ðílstjóri: Ólöf Siguröardóttir. Innheimtumaöur: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Útkeyrsla, afgreiösla, auglýsingar, ritstjórn: Síöumúia 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóöviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verð í lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverö: 25 kr. Áskriftarverö á mánuöi: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 25. júlf 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.