Þjóðviljinn - 25.07.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.07.1984, Blaðsíða 9
MENNING Sjónvarp Verkfallssöngurinn sem breyttist í kvennasöng Arja Sajonmaa söng á tón- leikum á Listahátíð í sumar m.a. ítalskan söng, La Lega , sem var snúið upp á sænsku. Sjónvarpsáhorfendur máttu heyra þennan söng með öðr- um nú á sunnudagskvöldið. Þeir hafa sjálfsagt tekið eftir því, að textinn er urp galvask- ar kvenréttindakonur í sam- tímanum, sem skáka allskon- ar karlarössum með tungum hvössum og fleira í þeim í dúr. Á ítölsku var þessi söngur, eða hefur að minnsta kosti verið tölu- vert öðruvísi. Hann er lagður í munn kvenna, en snýst reyndar ekki um jafnréttisslag og femin- isma heldur um verkfall. Textinn er svona í lauslegri þýðingu: Þótt við séum konur erum við ekki hræddar við elskum börnin okkar og því viljum við sósíalisma Viðlag: Ojlíolíola og samtökin eru að eflast við þessir sósíalistar heimtum frelsi. Og frelsið fáum við ekki meðan ekki ríkir eining verfallsbrjótum og húsbændum ættum við að koma fyrir kattarn- ef (viðlag) Og þið þessir ríkisbubbar sem sýnir okkur hroka lækkið í ykkur rostann og opnið peningaveskið... (viðlag) Eins og menn sjá er ekki lítill munur á þessum ítalska söng og textanum sem hin ágæta finnska söngkona fór með. Þar með er ekki verið að halda ARJA SAJONMAA því fram, að hér sé um einhvers- konar óleyfilegt fals á alþýð- legum arfi að ræða (textann hefi ég úr safni sem heitir „Söngvar úr hinni Ítalíunni"). Það eru til mörg tilbrigði við gamla og nýja ítalska baráttusöngva og því mættu konar ekki taka upp á sinn eyk jafn hressilegt lag og La Lega og laga í hendi sér? En það er annað sem er kannski ómaksins vert að vekja athygli á. Kvenréttindasöngurinn sem Arja fór með á Broadway rann niður athugasemdalaust. Það gerði enginn athugasemd við hann þegar hann var fluttur og varla er þess von að það verði nú gert. En ef að hin upphaflega merking verkfallssöngsins ögr- andi hefði verið komin á sænsku á Broadway og síðan þýdd á ís- lensku í sjónvarpi: skyldi góð- borgurum þá ekki hafa hitnað í hamsi? Skyldu þau Arja Sajon- maa, Listahátíð og Ríkisútvarpið þá ekki hafa fengið meiriháttar skammir í sína hatta? Það er hætt viðjjví. Arni Bergman. Vlft gamla sýnlngarklefann, þann elna sem vltað er um í heiminum frá dögum þöglu myndanna. Upphækkaður pallur er í öðrum enda, 8 álna langur, en í hinum endanum eru svalir með upp- hækkuðum sætum, sem taka um hundrað manns. Á gólfinu eru um 14 bekkjaraðir yfir þvert hús- ið. Útgangurinn er rúmgóður og geta 50 manns farið í einu niður tröppurnar. í húsinu eru sæti fyrir 300 manns en alls geta þar verið um 400. Hr. Jensen hefur sagt fyrir um alla gerð hússins að innan og segir hann hús þetta vera betur útbúið en sum leikhús gerast í dönskum bæjum, enda ætlar hann að það muni nægja Reykjavík í 100 ár. Tjöldin eru olíumáluð og hefur það gert hr. Lauritz Jörgensen. í tjöldin háfa farið um 700 álnir af dúk.“ Eufemia Waage hefur skrifað heilmikið um leiksýningar í Fjalakettinum í æviminningum sínum og segir þar m.a. um húsið: „Var húsið kallað „Fjala- köttur“, af því að það þótti svo mikið gálgatimbur. Fyrst var gengið upp háar tröppur inn í áhorfendasalinn, en fremstu bekkirnir voru með stoppuðum flossessum og var það mikil bót frá því, sem áður hafði verið. Al- mennu sætin voru aðeins tré- bekkir með bökum. Barnasætin voru svo baklausir bekkir, því að það var svo sem ekki verið að vanda krakkagreyjunum kveðj- umar. Aftast í áhorfendasalnum voru svalir, og mig minnir, að af þeim, frekar en úr áhorfendasalnum sjálfum, hafi verið gengið út á aðrar svalir, sem lágu innanvert á húsinu, inn í portið, sem húsið var byggt utan um. Yfir þessu porti var svo glerþak. Þarna áttu víst áhorfendur að spóka sig milli þátta. Niður af þessum svölum var gríðarlega hár stigi eða stigar son kaupmaður, sem sat alltaf á aftastabekk, næst sýningarklef- anum, Klemens Jónsson landrit- ari, Tryggvi Gunnarsson banka- stjóri, Lúðvík Hafliðason kaup- maður o.fl. Áttu þessir menn það sameiginlegt við fjölda annarra, að þeir höfðu strax frá byrjun áhuga fyrir þessari nýju tegund dægrastyttingar, sem síðan hefur þróast og nú er orðin sjálfstæð listgrein. En svo voru aftur aðrir, sem litu þetta öðrum augum. Það var venja, að daginn áður en skipta átti um myndir, vom límd- ir yfir auglýsingaspjöldin miðar, sem á var letrað: „I síðasta sinn“. Og kom það oft fyrir, að ég heyrði fólk, sem stóð við þessi auglýsingaspjöld segja: „Áuðvitað gat þetta ekki gengið til lengdar“, eða „loksins hættir þetta helvíti“. Daglega leið yfir 40-50 manns Aðsókn að kvikmyndasýning- um hefur þó stöðugt aukist, og sýningar haldnar stöðugt, að undanskildum tveim mánuðum 1918, er spánska veikin geisaði, og hálfum mánuði árið 1921, þeg- ar óttast var að veikin væri að koma upp aftur. Ef sýndar væru nú myndir þær, sem þóttu framúrskarandi góðar 1906, myndu þær líklega kalla fram brosið hjá áhorfendum. En þrátt fyrir það, hve öll tækni var léleg um þær mundir, eru margir, sem enn muna eftir t.d. myndun- um „Vendetta“ og „Nautaat í Barcelona“, sem sýndar voru er kvikmyndahúsið var opnað. „Hvíta rottan“, frönsk ein-þátta mynd, var svo áhrifamikil, að meira að segja margir karlmenn „Geta 50 manns farlft f elnu niöur tröppurnar". urðu að þerra tárin úr augunum að sýningu lokinni. Ekki má gleyma myndinni „Uppskurðir Dr. Doyens“, sem sýnd var sér- staklega á eftir hinni venjulegu sýningarskrá, og kostaði að- gangur að henni 35 aura. Á með- an hún var sýnd leið daglega yfir 40 til 50 manns, og voru þeir „vaktir til Iífs“ aftur með Hoff- mannsdropum! Er hún hafði ver- ið sýnd í viku, bað Jón Magnús- son, bæjarfógeti, mig að hætta að sýna hana og gerði ég það. Ein- kennilegt var, að þeir sem veikastir voru fyrir, voru allir háir og sterkvaxnir karlmenn. Man ég sérstaklega eftir togaraeiganda nokkrum. Hann stakk nefinu rétt inn um dyrnar og horfði á mynd- ina augnablik. Þegar hann kom út buðum við honum Hoffmanns- dropa, en hann sagðist eigi þurfa þeirra með. í sömu andránni leið yfir hann og datt hann niður tröppurnar niður í forstofuna, en sakaði þó ekki. Kvöldið eftir fór alveg eins fyrir ungum manni, er starfaði í stjórnarráðinu". Já, þannig var upphaf kvik- myndasýninga á íslandi. Eftir að Gamla bíó flutti árið 1927 var ýmis konar starfsemi í þessum sal og á árunum 1932-1935 hafði Kommúnistaflokkur íslands hann á leigu og þá gerðust margir sögulegir atburðir í honum sem ekki verða raktir hér. Það er sorglegt þegar þjóð- minjar eru í eigu einstaklinga sem ekki vilja halda þeim til haga eða koma til móts við þá sem vildu gera þeim til góða. Hér er um að ræða fyrstu leikhúsbyggingu fs- lands og fyrsta bíósalinn og segja fróðir að ekki finnist annar eldri í heiminum. En það fer sem fer og því segjum við nú: „Farvel Frans!“ -GFr Andrei Tarkovskí við töku Nostalgiu. Bfósalur Gamla Bíós f Fjalakettlnum er hann var enn í notkun. niður í portið. Þetta þótti hálf- glæfralegt byggingalag og fékk húsið því þetta Fjalakattarnafn, sem loðir við það enn. í daglegu tali var það þó bara kallað „Kötturinn". Leiksviðið var ekki lítið, en fyrir því var fortjald með íslensk- um blæ og var vetrarlandslag í kring. Þegar maður kom inn, þá hryllti mann við, því að þetta var svo kuldalegt. Fortjald þetta var allt málað með húsamálningu og svo þungt, að það þurfti fíleflda menn til þess að draga það upp.“ í Þjóðólfi 19. júlí 1893 er lýsing á vígslu þessa fyrsta leikhúss á íslandi. Þar segir m.a.: „Leikstjórinn (E. Jensen) kom fyrst inn á sviðið og mælti fram stutt inngangs- eða vígsluljóð. Gamanleikurinn „Ikke en smule jaloux" eftir P. Engell er ekki hefur áður verið leikinn hér þótti einkar skemmtilegur og verður eflaust leikinn oftar. Einnig þótti það skemmtun hin besta þá er Wulf söng nýjar tækifærisvísur í „Onkels Kjærlighedshistorie". Var þar m.a. minnst á vestur- heimsku agentana og hrakfarir þeirra o. fl. og þótti allt broslegt“. Fjölmargir af þekktustu alda- mótaleikurum okkar léku í Breiðfjörðsleikhúsi en árið 1897 var Leikfélag Reykjavíkur stofn- að með samruna þess og Góð- templarahússins og dró þá fljót- lega úr leiksýningum í Fjalakett- inum. „Að fara í bíó“ Fyrstu kvikmyndasýningarnar í heiminum voru í Berlín og París árið 1895. Aðeins 11 árum síðar er búið að stofna sérstakt kvik- myndahús í Reykjavík. Það hét „Reykjavíkur Biograftheater" og hafði aðsetur í leikhússalnum í Fjalakettinum. Þessi salur sem nú er verið að rífa er allur með svipuðum ummerkjum og var í upphafi. Leifar skreytinga eru á veggjunum, sýningarklefinn er á sínum stað uppi á vegg og sýning- artjaldið beint á móti. M.a.s. pallurinn sem píanóið stóð á, sem leikið var undir á, er enn í einu horninu. FJALAKÖTTURINN IN MEMORIAM Hið langa nafn þessa kvik- myndahúss var fljótlega stytt og aðeins sagt „að fara í bíó“ og það- an kemur þetta nafn „bíó“. Árið 1912 er annað bíó stofnað sem fær nafnið Nýja bíó og þá fljót- lega er farið að kalla hitt Gamla bíó. Það var í Fjalakettinum til 1927 að það fluttist í Ingólfs- stræti. Sá sem stjórnaði sýningum og eignaðist síðan bíóið var P. Petersen, í daglegu tali kallaður Bíó-Petersen. Þegar Gamla bíó var 40 ára skrifaði hann grein í tilefni afmælisins og er kafli úr henni birtur hér til gamans: Sýningarklefinn var að stærð 1 fermetri, klæddur gips-plötum að innan vegna eldhættu. Vélin, sem notuð var fyrstu árin, var hand- knúin. í þessum klefa stóð ég og sýndi í mörg ár - hvert kvöld og 4 stundir á sunnudögum. Mikinn hita lagði af vélinni, og loftræst- ing næsta engin, svo að ekki var óalgengt, að hitinn yrði þarna um 40 stig. Margir kunnir reykvíkingar voru frá byrjun fastir gestir , og sumir þeirra sátu alltaf í ákveðn- um sætum, t.d. T.h. Thorsteins- Tarkovskí kvikmyndasljóri snýr ekki heim til Sovét hans Nostalgia fyrstu verðlaun fyrir leiknar myndir. Sex frœgar kvikmyndir Tarkovskí er fæddur árið 1932 og var faðir hans ljóðskáld. Hann lagði fyrst stund á tónlistarnám en fékk inngöngu í sovéska kvik- myndaskólann árið 1956 og var Mikhail Romm hans helsti meistari. Árið 1962 fékk hann „gullljónið“ á kvikmyndahátíð í Feneyjum fyrir fyrstu kvikmynd sína, „Bemska ívans“, sem fjall- ar um ungan dreng sem leggur sig í mikinn háska í stríðinu þegar hann tekur það að sér að fylgjast með herflutningum Þjóðverja - lætur hann líf sitt að lokum. Tarkvovskí hefur alls leikstýrt sex kvikmyndum. Árið 1966 gerði hann mynd um Andrei Rú- bljóv, frægasta helgimyndamál- ara rússneskra miðalda. Sovéskir gagnrýnendur tóku myndinni heldur illa, sögðu hana um of trúarlegs eðlis og iangt frá sam- tímanum - en kannski var mynd- in einmitt of nálægt samtíma- num: hún fjallaði ekki síst um listamanninn á grimmri öld of- beldis og valdníðslu. Svo undar- lega vildi til, að þótt ákveðið væri að hætta að sýna þessa „skað- legu“ mynd í Sovétríkjunum sjálfum, þá var hún send á kvik- myndahátíð í Cannes árið 1968. Þar fékk hún svo góðar viðtökur, að sovésk yfirvöld neyddust til að leyfa að hún yrði sýnd heima fyrir - en þó ekki nema í nokkrum litl- um kvikmyndahúsum. Næsta mynd Tarkovskís var „Solaris“ (1972) sem er gerð eftir vísindaskáldsögu pólska rithöf- undarins Stanislaws Lems. Nokkru síðar kom „Spegillinn", sem er að nokkru leyti sjálfsæfi- söguleg, og hlaut hún vægast sagt blendnar viðtökur. Gestir næstsfðustu kvikmyndahátíðar hér í Reykjavík muna að líkind- um eftir sérstæðri mynd Tarkov- skís, „Stalker“, mynd sem víða hefur orðið fræg, og er nógu „dul- arfull“ til þess að sovésk yfirvöld gátu látið sem þau tækju ekki eftir því sem að þeim sneri í myndinni. k Tarkovskí hefur beðið um að 'böm hans fái að koma til hans á Ítalíu, en ekki fengið nein svör önnur en tilmæli um að koma til Moskvu að ræða málin. Það áræddi Tarkovskí ekki að gera og bætist nú í hóp sovéskra útlaga í listum. áb byggði á Liberation. Fyrir nokkrum dögum til- kynnti heimskunnur sovéskur kvikmyndastjóri, Andrei Tark- ovskí, að hann mundi ekki snúa aftur til Sovétríkjanna, en hann hefur nú í meira en ár unnið við kvikmyndagerð á Ítalíu. Tarkov- skí hefur áður átt í erfiðleikum með starf sitt heima fyrir, en ekki beinllnis átt í útistöðum við yfir- völd - sem hafa stundum verið því fegin að geta sent hinar sérstæðu kvikmyndir hans á alþjóðlegar kvikmyndahátíðir, þar sem þær hafa getið sér gott orð. Blaðamannafundurinn, sem Tarkovskí hélt, minnti mjög rækilega á þá blóðtöku sem so- véskar listir hafa að undanfömu orðið fyrir. Við hlið kvikmynda- stóðu þeir Rostropovitsj sem hefur verið í út- íratug eða svo og leikhússt- Júrí Ljúbímof, sem í fyrra ákvað að snúa ekki heim til leikhússins á Taganka sem hann hefur gert heimsfrægt. Ástæðan var sú, að tvær sýningar, sem hann var að æfa, höfðu verið bannaðar. Tarkovskí er rösklega fimm- tugur. Á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra hlaut kvikmynd Dagana 23. og 24 júní sl. héldu Menningarsamtök Norðlendinga aðalfund sinn á Blönduósi. Sam- tökin eru frjáls félagsskapur áhugafélaga og áhugamanna um listir á Norðurlandi og mark- mið þeirra að efla menningarlíf og menningarsamskipti norðan- lands, í samstarfi við Fjórðungs- samband Norðlendinga. Samtökin voru stofnuð fyrir tveimur ámm og hafa þegar unn- ið nokkurt starf varðandi upplýs- ingamiðlun, ráðningu fyrirlesara og leiðbeinenda og staðið fyrir myndlistarsýningum og tónlistar- dagskrám. I sambandi við aðalfundinn fór fram myndlistarsýning á verkum þeirra Elíasar B. Halldórssonar, Maríu Hjaltadóttur, Marinós verði upp menningarmiðstöð á Akureyri Björnssonar og Örlygs Kristfinn- sonar. Guðmundur Halldórsson frá Bergsstöðum las úr eigin verkum. Söngvararnir Jóhann Már Jóhannsson og Svavar Jó- hannsson sungu lög eftir tón- skáldin Eyþór Stefánsson og Jón Björnsson, við undirleik Guðj- óns Pálssonar píanóleikara. Tryggvi Gíslason skólameistari á Akureyri, flutti erindi: „List á landsbyggðinni, heimalnings- háttur eða listsköpun“, en um- ræður fóru síðan fram um erind- ið. Stjórn Samtakanna var endur- kjörin en þær breytingar gerðar innan hennar, að Átli Guðlaugs- son, sem verið hefur gjaldkeri, tekur við formannsstarfi af Kristni G. Jóhannssyni, en hann hefur verið formaður frá stofnun samtakanna. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á fundinum: Frá tónlistarmönnum innan MN: Tilverurétt tónlistarskólanna ógnað Aðalfundurinn . . .„varar ein- dregið við þeirri uggvænlegu breytingu á rekstrarfyrirkomu- lagi tónlistarskólanna, sem yfir- vofandi er og beinir þeim tilmæl- um til stjórnva 1 da, að tilverurétti skólanna verði ekki ógnað á þennan hátt. Jafnframt vill fund- urinn mótmæla niðurfellingu á starfi námstjóra, sem þegar er farið að skila árangri" Frá leiklistarhópnum komu tvær ályktanir: Óónœgja með leiklistargagnrýni fjölmiðla Aðalfundurinn. . .“lýsir yfir megnri óánægju með leiklistar- gagnrýni fjölmiðla. Mælst verður til þess, að sýningar áhugaleikfé- laga fái heiðarlega umfjöllun. Lagt verði sama mat á list hvar á landinu sem hún er fram borin. Ekki má sætta sig við það, að sýn- ing sé afgreidd þannig, að hún sé annað hvort góð eða vond, „af því að það sé áhugaleikhús, sem að henni stendur“. Sýningarferðir atvinnuleikhúsa Aðalfundurinn . . .„harmar það, að Þjóðleikhúsið eða önnur atvinnuleikhús skuli hafa lagt niður sýningarferðir út á lands- byggðina og skorar á viðkomandi að taka þessar ferðir upp að nýju“. Frá myndlistarmönnum: Skapa þarf listamönnum starfsgrundvöll Aðalfundurinn . . .„telur nauðsynlegt að skapa myndlistar- mönnum viðunandi starfsskilyrði eins og öðrum starfsstéttum. Enn er Reykjavík eina sveitarfélagið, sem veitir lista- mönnum starfslaun. Þess ber að vænta, að önnur sveitarfélög taki einnig upp slíkt fyrirkomulag, sem lið í því, að skapa lista- mönnum eðlilegan starfsgrund- völl og uppörvun. Fundurinn telur að efla verði listkennslu og listþjálfun í al- mennum skólum. Myndlistarskólinn á Akureyri gegnir nú miklu hlutverki í menntunarmálum í myndlist í fjórðungnum. Fundurinn leggur til að á Ak- ureyri verði komið á legg menn- ingarmiðstöð, sem gæti þjónað öllum fjórðungnum". Frá rithöfundum: Róðstefna um listir í landinu Aðalfundurinn . . .„leggur áherslu á að listgreinar í fjórð- ungnum einangrist ekki í listalífi í landinu. Þessvegna skorar hann á fjölmiðla á Norðurlandi, svo og landsfjölmiðla, að sýna listum í fjórðungnum verðugan áhuga og veita þeim heiðarlega gagnrýni. Aðalfundurinn vekur athygli á, að eftirtekt og viðurkenning sé verulega hvetjandi fyrir störf listamanna. Aðalfundurinn leggur því til við Bandalag ís- lenskra listamanna, að það gangist fyrir ráðstefnu um listir í landinu sem heild, jafnt jarðveg þeirra sem listsköpun". -mhg Aðalfundur MN. Kristinn G. Jóhannsson ávarpar fundarmenn. Mynd: ÓTH. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 25. júlí 1984 Mlðvlkudagur 25. júlf 1984 ÞJÓÐVIUINN - SfÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.