Þjóðviljinn - 26.07.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.07.1984, Blaðsíða 5
UMSJÓN: MAGNÚS H. GÍSLASON Hólar í Hjaltadal. Hólabúið Hrossakynbætur og litartilraunir á sauðfé Á skólabúinu eru nú 380 fjár, 45 nautgripir og 96 hross Flmmtudagur 26. júlí 1984 ÞJÓÐVIUINN - SfÐA 5 bústjórninni þegar fyrrverandi bústjóri flutti héðan. - Og hvað er það bú stórt, sem þú sérð hér um? - Þetta bú, sem skólinn á og rekur, telur 380 fjár, 20 kýr og 25 geldneyti. Hreinrækta „austanvatnastofn “ Svo er hér hrossakynbótabú, sem skólinn rekur með styrk frá ríkinu. Á búinu eru 96 hross, ein- göngu „austanvatnastofn", sem hér er hreinræktaður. Ingimar Ingimarsson frá Flugumýri sér alfarið um hrossakynbótabúið. Hann annast tamningu og reiðkennslu. Hrossarækt er val- grein hér við skólann og á henni er mikill áhugi hjá nemendum. Nemendur geta sjálfir komið með hross hingað til tamningar, ef þeir óska þess. Hér voru rúm 40 hross í tamningu í vetur að aðkomuhrossunum meðtöldum. Það er riðið út á hverjum degi og svo tekið próf í reiðmennsku. - Seljið þið ekki alltaf eitthvað af hrossum frá búinu? Nýja hesthúsið á Hólum. Eins og fram kom í viðtali því við Jón Bjarnason skólastjóra Bændaskólans á Hólum, sem nýlega birtist hér í blaðinu, átti hann mjög annríkt daginn sem blaðamaður sótti hann heim. Varð því spjallið við Jón engan veginn svo ítarlegt sem skyldi. En til þess að að bæta þar úr og nota tímann var leitað fundar við bústjórann á Hólum, Grétar Geirsson, og vékst hann greið- lega við þeirri beiðni blaða- manns, að segja frá búskapnum þar á staðnum og raunar fleiru sem á góma bar. - Ég kom hingað fyrst 12. ágúst 1979, sagði Grétar. - Var til að byrja með í skólanum, vann svo hálft annað ár við búið en tók við Verknámsnemar að störfum í laxeldisstöðinni. - Jú, flest árin er eitthvað selt. - Og hvað er að segja um árangurinn af þessari ræktun? - Eg tel að rekstur búsins og sú ræktun, sem hér fer fram, sé far- inn að skila ótvíræðum árangri, einkum síðari árin. - Ég þar auðvitað ekki að spyrja að því að þið eruð með skýrsluhald yfir allan bústofninn? - Já, það er alveg nauðsynlegt og það á áuðvitað ekki bara við um búið hér heldur allan búrekst- ur.Hrossin eru mæld frá 1-6 vetra og mælingamar færðar inn hjá Búnaðarfélagi íslands. Annars er allt skýrsluhaldið í okkar hönd- um. - Og svo eruð þið með tilraunir á sauðfjárbúinu? í { ' í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.