Þjóðviljinn - 26.07.1984, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 26.07.1984, Blaðsíða 24
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsfmi: 81663. Fimmtudagur 26. júlf 1984 166. tölublað 49. árgangur UðÐVIUINN Reykjavík Kvikmynd um líf í borg Nú er verið að vinna svo- kallaða Reykjavíkurmynd og er það Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndagerðarmaður, sem sér um það. Hann vinnur einn að henni bæði hvað varðar tökuna og handrit. Tilgangurinn með mynd- inni er að gefa heildarsýn af Reykjavík, lífi og starfi fólks. Má nefna að Hrafn mun hafa myndað störf manna við Gull- inbrúvu í Grafarvogi. Hrafn er á launum hjá borg- inni og mun verða næstu tvö árin. Hann fær u.þ.b. eina og hálfa miljón í ár fyrir verkið. Áætlað er að myndin verði tilbúin á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Hitnar undir Laugavegi Áætlað er að búið verði að leggja hitalagnir fyrir haustið, undir gangstéttir á Laugavegin- um og cinhvern hluta Banka- strætis. í september/október verður búið að leggja lagnir undir gang- stéttir á Laugaveginum og í Bankastræti. Það eru verslunar- eigendur sem munu fjármagna aðgerðir á Laugaveginum en í fjárlögum borgarinnar er gert ráð fýrir að Bankastrætið verði og hitað upp. Hitavatnslagnirnar munu ná frá Snorrabraut og að öllum líkindum niður allt Bank- astrætið. HS Akureyri Eining segir upp Á mánudagskvöldið samþykkti verkalýðsfélagið Eining sam- hljóða á almennum félagsfundi að segja upp kjarasamningunum frá og með 1. september. Áfundinum voru um sjötíu manns. Sævar Frímannsson varafor- maður Einingar sagði að fundur- inn hefði samþykkt að fela trún- aðarmannaráði og stjóm félags- ins að segja upp samningunum og engar mótbárur hefðu komið fram um það. „Það er alveg ljóst að þáð eru allir orðnir mjög svekktir á þessari kjaraskerðingu og vilja fá leiðréttingu sem fyrst“ sagði Sævar. Á fundinum kom líka fram til- laga um að efna til allsherjarat- kvæðagreiðslu um uppsögnina en hún var felld með yfirgnæfandi meirihluta. -ÖS l|pi *í// Wf W XÍrNriifw S IpP* g* J\ Si 1 Ví |: 1 Ungtemplarar hva&anæva úr álfunni gengu fylktu ll&l f rá Templarahölllnnl nl&rá Torg I gær. Þessa dagana er fjölþjó&legt mót þeirra haldlð í Mosfellssveit. (Elk). Fjalakötturinn Fundur í kvöld Samtökin Níu líf, sem stofnuð voru til verndunar Fjalakettin- um, munu í kvöld halda áríðandi fund um niðurrif hússins. Fund- urinn verður á Hótel Esju og hefst klukkan hálfníu. Stjórnin mun gera grein fyrir hvað hún hefur aðhafst í málinu og til hvaða ráða megi nú grípa í stööunni. -ÖS Kjararannsóknarnefnd Óverulegt launaskrið Einungis óverulegt launaskrið umfram umsamda taxta átti sér stað meðal verkafólks, iðnaðar- fólks og afgreiðslufólks á timabil- inu milli marsloka í fyrra og marsloka í ár. Austfirðir „Við erum stopp“ Aðalsteinn á Eskifírði: Við getum ekki endalaust beðið. r Inótt komu síðustu togararnir af þcim, sem útgerðaraðilar á Austíjörðum hafa ákveðið að stöðva, til heimahafnar. Þá hafa alls 10 togarar Austfirðinga verið bundnir við bryggju vegna rekstrarerfiðleika, en 5 kaupfé- lagstogarar fyrir austan verða gerðir út áfram. „Þeir segja okkur alltaf að þetta sér í athugun. Við getum ekki endalaust hlustað á það. Við getum ekkert annað en stoppað. Við erum stopp“, sagði Aðal- steinn Jónsson útgerðarmaður á Eskifirði í gær að loknum fundi útgerðarmanna og þingmanna Austurlands á Egilsstöðum. Tveir af togurum Aðalsteins eru nú bundnir við bryggju á Eski- firði. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra hafði útgerðar- mönnum engan boðskap að færa í gær annan en málið væri í athug- un, en Sverrir Hermannsson iðn- aðarráðherra vildi að útgerðar- menn hættu við stöðvun. Hjör- leifur Guttormsson kynnti út- gerðarmönnum hins vegar til- lögur Alþýðubandalagsins að lausn rekstrarvanda útgerðarinn- ar sem útgerðarmenn lýstu ánægju sinni með. „Okkur finnst þetta afskaplega seint í vöfum ef stjórnvöld hafa ætlað að gera eitthvað. Ég man ekki betur en hver einasti þing- maður hafi fyrir ári síðan haldið því fram að gera þyrfti stórátak í því að koma sjávarútvegnum á réttan kjöl. Þeir lýstu því jafnvel yfir með tárin í augunum að manni sýndist. Það er liðið heilt ár og bókstaflega ekkert hefur gerst“, sagði Aðalsteinn. -*g- Sjá bls. 2 Hannes G. Sigurðsson hjá Kjararannsóknamefnd sagði við Þjóðviljann í gær að það væri rétt að „þetta margumtalaða launa- skrið hefur einfaldlega ekki kom- I ið fram í okkar gögnum. Við not- umst eigi að síður við mjög stórt úrtak eða 13 til 14 þúsund manns sem kemur frá um 100 fyrirtækj- um á landinu“. Hann var spurður um frétt Sjónvarpsins sem byggð var á gögnum frá kjararannsóknar- nefnd, um að karlar í skrifstofu- störfum á Reykjavíkursvæðinu hefðu hækkað um 9 prósent um- fram kauptaxta. „Sú hækkun kom að vísu fram á fýrstu þremur mánuðum þessa árs en áður hafði enginn vísir að henni sést í könn- unum okkar þannig að við teljum að hér sé um það að ræða sem við köllum eðlilega úrtakssveiflu. Það er með öðrum orðum ekki hægt að fullyrða á grundvelli okk- ar gagna að karlar í skrifstofu- störfum hafi hækkað um þessi prósent. Þetta skýrum við raunar í fréttatilkynningu sem við erum að senda frá okkur um þetta atr- iði“. -OS Haffjarðará Deilt um ósaveiði Eigendur Litla Hrauns: Eigum laxveiðiréttí árósnum! Thorsararnir: Nei — við eigum réttinn! Krytur hafa nú risið með Thors- urunum, sem eiga Hafijarð- ará, og landeigendum eyðibýlis- ins Litla Hrauns um rétt til neta- veiði á laxi í ósum árinnar. Haukur Sveinbjörnsson bóndi að Snorrastöðum á mestan partinn af Litla Hrauni og telur að land býlisins nái að ósunum. Hann hef- ur nú leigt veiðiréttinn í ósunum til tveggja Reykvíkinga, Gunnars Svcinbjörnsson og Halldórs Júl- íussonar, veitinganjanns í Glæsi- bæ. Óttar Yngvasoii, sem sér um rekstur árinnar fyrir börn Rík- harðs Thors, segir hins vegar að Litla Hraun eigi ekkert land að á eða ós, og þar að auki sé ekki heimilt að veiða í ósnum með net- um. „Við eigendur Litla Hrauns viljum nú fara að sjá einhvern arð af okkar fasteign og höfum því leigt laxveiðiréttinn í ósnum“ sagði Haukur bóndi Sveinbjörns- son í viðtali við Þjóðviljann. „Ósasvæðið er mun betur fallið til netaveiði en stangveiði þannig að leigutakarnir munu stunda þar netalagnir". „Þetta er gersamlega út í hött hjá Hauki“, sagði hins vegar Ótt- ar Yngvason, lögfræðingur og ár- stjóri. „Við höfum látið kanna þetta mál mjög rækilega, og það er alveg ljóst að Litla Hraun á ekkert land, hvorki að ósasvæð- inu né ánni sjálfri, svo leiga á ein- hverjum veiðréttindum í ósum Haffjarðarár af hálfu Hauks á Snorrastöðum er út í loftið. Það er ósköp einfalt". „Þar að auki“, bætti Óttar við, „er aigerlega óheimilt að stunda netalagnir í ósum árinnar. í Veiðilögum, 27. grein og 5. tölu- lið, stendur skýrt: „Eigi má fjölga lögnum frá því sem verið hefur síðustu fimm ár fyrir gildistöku laga þessara“. Nú, það er skemmst frá því að segja að þarna hefur aldrei verið stunduð nein netaveiði þannig að samkvæmt lögunum má ekki bæta við neinu neti. Þetta hlýtur mönnunum að vera ljóst“, sagði Óttat _qS j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.